Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
Ef einhver heldur í al-
vöru, að þessi læti í yfir-
völdum ESB út af makr-
ílnum sé af því, að þeir
ætli í raun, að við séum
óábyrg í fiskveiðistjórn-
un okkar á þeim sviðum
eða þá vegna viðskipta
okkar við Rússa, þá er ég
hrædd um, að þeim
skjátlist hrapallega, því
að þetta kemur þeim
málum sáralítið við, enda
vita þeir betur, ef grannt er skoðað.
Yfirmenn ESB fylgjast mjög vel með
málum hér á landi, og sérstaklega,
hvernig orkupökkunum reiðir af. Þeir
sjá, hvaða ólgu og misklíð manna og
flokka í milli málið vekur, og sjá sér
leik á borði. Ef yfirstjórnin í Brussel
veit ekki, hvernig best er hægt að
hóta okkur öllu hinu versta, ef þjóðin
kokgleypir ekki alla orkupakkana í
einum bita, og þeir geta líka fengið
sæstreng héðan til sín, þá vita Norð-
menn nákvæmlega, hvernig hægt er
að fá okkur til þess, Bretar sömuleið-
is, enda reynslunni ríkari eftir
þorskastríðin. Norðmenn vita líkt og
aðrar frændþjóðir okkar á Norður-
löndum, hversu mjög fiskur og fisk-
veiðar skipta okkur miklu máli, og að
allur okkar þjóðarhagur hefur fyrr og
síðar byggst á góðri afkomu í fisk-
veiðum og sölu fiskafurða. Þó að þeir
hafi viðskiptin við Rússa að yfirskini
þess, að þeir séu nú að hóta okkur öllu
hinu versta varðandi makrílinn, þá
eru þeir í rauninni að segja, að ef við
hundskumst ekki til að samþykkja og
kokgleypa orkupakkana og látum
leggja sæstreng frá okkur til þeirra
umbúða- og möglunarlaust, þá skul-
um við sko fá það ærlega borgað með
málaferlum og öðru álíka geðslegu
vegna makrílkvótasetningar og
-veiða. Hananú, hafið það! Stífnin í
þessum afkomendum norskra víkinga
hér norður í ballarhafi! Það er ekki að
sökum að spyrja.
Eða hvað annað gæti legið til
grundvallar því, að þetta
makrílmál skýtur upp
kollinum einmitt núna á
þessum tímapunkti, sem
allt er á suðupunkti með-
al þjóðarinnar út af orku-
pakka 3? Ef einhver
heldur, að það sé einhver
tilviljun, þá fer því fjarri.
En að ein helsta frænd-
þjóð okkar, Norðmenn,
sem hafa vel að merkja
þrisvar eða fjórum sinn-
um fellt umsókn um aðild
að ESB, skuli haga sér
svona við okkur, er hins vegar undr-
unarefni. Hvers vegna ættum við að
vilja tengjast orkumarkaði ESB, þjóð
hér langt norður í ballarhafi, þó að við
séum að vísu tengd EES-samningn-
um? Hvað eru Norðmenn eiginlega að
hugsa að skipta sér með svo afgerandi
hætti af okkar innanríkismálum, og
að beita sér með þessum hætti móti
frændþjóðinni í norðri? Ég verð að
segja alveg eins og er, að ég skil ekki
tilganginn. Mér finnst, að þeir ættu
nú manna best að skilja, að við viljum
vera óháð þeim markaði, og eigum
ekkert erindi á slíkan markað heldur,
nema þeir taki því svo, að við séum
ennþá umsóknarþjóð um aðild að
ESB, og séu þá sömu skoðunar og
einhverjir á skrifstofu ESB, þar sem
enginn hafði fulla rænu á því í þeim
ríkisstjórnum, sem eftir ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur komu, að
kveða skýrt og skorinort á um það, að
við drægjum umsóknina til baka, og
bréfið þess efnis hafi verið túlkað á
annan hátt en við ætluðumst til, enda
kannski ekki þannig orðað, að tekin
væru af öll tvímæli um, að við vildum
ekki vera umsóknarþjóð lengur. Hins
vegar er það nú svo með komissarana
í ESB, að þeir skilja bréf til þeirra
slíks efnis, eins og þeim þóknast sjálf-
um, viðurkenna jafnvel ekki né taka
það gilt, sem kemur frá slíku ríki,
enda muni sá dagur koma, að sú rík-
isstjórn snúi aftur, sem vill, að Ísland
gerist aðili að ESB, og sé því ekkert
að taka slík bréf alltof alvarlega og
haga sér þvi við okkur í samræmi við
það. Mér sýnist margt benda til þess,
að svo sé.
Yfirvöldin minna mig á gamlan
skólastjóra í Hagaskóla forðum, sem
hafði alltaf að orðtaki til að undir-
strika vald sitt: Hér er það ég, sem
ræð. Það er nákvæmlega það, sem
ESB er að láta okkur vita, að jafnvel
þótt við séum ennþá bara tengd þeim
í gegnum EES-samninginn, þá séu
það þeir, sem ráði, en okkar sé að
bukta okkur og beygja fyrir valdinu
og segja já og amen við öllu, sem frá
Brussel kemur. Við ættum nú ekki
annað eftir, segi ég. Þjóðin hefur sýnt
og sannað annað, og þarf ekki annað
en minnast á Icesave í þeim efnum.
Norðmenn eru varla búnir að gleyma
því, að við erum afkomendur norskra
víkinga, sem flúðu frekju og yfirgang
Haraldar hárfagra forðum tíð og
kusu að vera frjálsir bændur hér á Ís-
landi. Svo að þessum frændum okkar
ferst eða hitt þó, eins og ESB-vald-
inu, segi ég nú bara, að hóta okkur
öllu hinu versta, ef við samþykkjum
ekki ófrelsið og valdaframsalið gegn-
um orkupakkana. Þeir ættu að
þekkja okkur betur en svo, enda
skapferli víkinganna enn í flestum
okkar eftir rúm þúsund ár. Þótt ein-
hverjar gungur á Alþingi þori ekki að
mæla í móti skipunum ESB, sem yf-
irvöldin þar eru að reyna að hræða
enn meira til fylgni við málefni sín, þá
er meginþorri okkar fullvalda þjóðar
með víkingablóðið í sér og vill engar
skipanir frá yfirvöldum, sem hafa
ekkert um okkar innri málefni að
segja. Svo einfalt er það mál.
Orkupakkana í þjóðaratkvæði –
ekki spurning. Komum okkur svo út
úr þessari EES-vitleysu sem fyrst,
eins og hún er orðin í dag. Annað er
óverjandi.
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
» Orkupakkana
í þjóðaratkvæði
– ekki spurning.
Höfundur er guðfræðingur,
fræðimaður og félagi í Heimssýn.
Makríllinn og orkupakkarnir
Bæði núverandi og
fyrrverandi samgöngu-
ráðherra telja æskilegt
að hefja framkvæmdir
við Sundabraut fyrr en
seinna. Rætt hefur ver-
ið um veggjöld á
Sundabraut og einnig
um einkaframkvæmd,
eins og Hvalfjarðar-
göng á sínum tíma.
Eins og kunnugt er
hefur meirihluti borgarstjórnar
mjög takmarkaðan áhuga á Sunda-
braut og hefur á síðustu árum staðið
í deilum við ríkisvaldið um legu
brautarinnar og tafið þannig fyrir
undirbúningi framkvæmda. Nú virð-
ist þó vera að rofa til og aðilar farnir
að tala saman í alvöru. Full ástæða
er til bjartsýni um að samkomulag
náist á næstunni.
Veggjald á Sundabraut
Ætla má að kostnaður við Sunda-
braut verði um eða yfir 50 milljarðar
kr. Á móti sparast kostnaður við mis-
læg gatnamót o.fl. á Vesturlandsvegi
milli Víkurvegar og Sundabrautar.
Nettókostnaður við Sundabraut yrði
því e.t.v. ekki meiri en 30-40 millj-
arðar kr. Þetta er þó það há upphæð
að ekki er raunhæft að reikna með að
framkvæmdir við Sundabraut kom-
ist inn á samgönguáætlun á næstu
árum nema þær verði fjármagnaðar
að mestu eða öllu leyti með veg-
gjöldum. Ég tel að þeir sem fengju í
staðinn umtalsverða styttingu akst-
ursvegalengdar myndu flestir sætta
sig við að greiða veggjald. Enginn
verður tilneyddur að aka Sunda-
braut. Allir hafa þann valkost að aka
um Vesturlandsveg í gegnum Mos-
fellsbæ.
Fjármögnun borgarlínu
Ríkisvaldið og sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu hafa nýlega sam-
þykkt að leggja til 1,5 milljarða til
undirbúnings og fyrstu framkvæmda
við borgarlínuna. Í gildandi sam-
gönguáætlun 2019-2033 er ekki gert
ráð fyrir frekari fjárveitingum úr
ríkissjóði til framkvæmda við Borg-
arlínu. Auk þess eru framkvæmdir
við Miklubraut í stokk í Hlíðahverfi
og Hafnarfjarðarveg í stokk milli
Vífilsstaðavegar og Engidals aðeins
að hálfu leyti fjármagnaðar í sam-
gönguáætlun.
Á næstu mánuðum er von á til-
lögum starfshóps um hvernig megi
fjármagna það sem á vantar og
hvernig kostnaðurinn skiptist milli
sveitarfélaganna og ríkissjóðs. Rætt
hefur verið um að hluti af framlögum
sveitarfélaganna verði innviðagjöld,
sem lögð verði á nýjar íbúðir í
grennd við samgönguása borgarlín-
unnar. Þau gjöld munu hrökkva
skammt til að fjármagna rándýra
borgarlínu. Ljóst er að innheimta
verður ný gjöld af umferð innan höf-
uðborgarsvæðisins, annaðhvort í
formi veggjalda af tilteknum fram-
kvæmdum, svo sem stokkum og
brúm, og/eða í formi notkunargjalda,
t.d. svokallaðra tafa- og meng-
unargjalda sem tekið gætu mið af
annatímum, útblæstri
ökutækja o.fl.
Tafagjöld
eru óvinsæl
Borgarstjóri sagði í
umræðunni um fyrir-
huguð veggjöld á
höfuðborgarsvæðinu að
veggjöld væru algeng í
borgum erlendis. Það
má til sanns vegar
færa, ef átt er við veg-
gjöld fyrir akstur um
einstök mannvirki í borgum, t.d. dýr
veggöng eða vegbrýr. Hins vegar
eru tafagjöld (e. congestion charges)
sem sett eru í hring(i) um afmarkaða
borgarhluta mjög sjaldgæf og í flest-
um tilvikum hefur þeim aðeins verið
komið á í stórborgum. Tafagjöld eru
óvinsæl, einfaldlega vegna þess að
þau þurfa að vera há til þess að ná
megintilgangi sínum sem er að draga
úr bílaumferð á álagstíma.
Fyrir nokkrum árum voru í Nor-
egi stofnuð samtök sem eru á móti
veggjöldum. Þau buðu fram til borg-
arstjórnarkosninga í Stavanger og
fengu þrjá fulltrúa í borgarstjórn.
Þegar veggjöld á Stavangersvæðinu
voru hækkuð um 100% á álagstíma
umferðar sl. haust, og þar með sett á
tafagjöld, þá kallaði það á hávær
mótmæli. Skemmdarverk voru unnin
á gjaldtökustöðvum. Núna í septem-
ber verða kosningar til sveitar-
stjórna og fylkja í Noregi og þá verð-
ur spennandi að sjá framgang
þessara samtaka á móti veggjöldum.
Tafagjöld eru óþörf
Hin rándýra borgarlína mun kosta
a.m.k. 100 milljarða kr. Ég hef áður
bent á möguleikann á ódýru hrað-
vagnakerfi sem myndi í mesta lagi
kosta um 30% af kostnaði við
Borgarlínu, en myndi þó gera næst-
um sama gagn. Þannig mætti spara
a.m.k. 70 milljarða eða 1 stk. nýjan
Landspítala. Það er glórulaust að
eyða 70+ milljörðum til þess að bíla-
umferð verði aðeins um 1% minni en
ella. Áætlaður kostnaður við upp-
byggingu innviða fyrir Borgarlínu til
ársins 2033 er 42 milljarðar. Ef ódýrt
hraðvagnakerfi yrði fyrir valinu, þá
myndi aðeins vanta um 13 milljarða í
fjármögnun borgarlínu til ársins
2033. Það mætti þá auðveldlega fjár-
magna ódýra hraðvagnakerfið og
ofangreinda vegstokka með annars
vegar innviðagjöldum og hins vegar
hóflegum veggjöldum á umferð um
vegstokkana. Þeir sem ekki myndu
vilja greiða gjald fyrir að aka um til-
tekinn stokk gætu valið sér aðra leið.
Veggjöld á höfuð-
borgarsvæðinu?
Eftir Þórarin
Hjaltason
» Tafagjöld eru óvin-
sæl, einfaldlega
vegna þess að þau þurfa
að vera há til þess að ná
megintilgangi sínum,
sem er að draga úr bíla-
umferð á álagstíma.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com
Í samfélagi okkar
finnst mörgum það vera
sjálfsagt að börn séu
áhyggjulaus, geti notið
bernskunnar og hlakkað
til ýmissa viðburða í líf-
inu. Úr miklu er að velja:
af mat, fatnaði, leik-
föngum eða öðru afþrey-
ingarefni. En slíkar alls-
nægtir hafa ekki allir. Á
Íslandi er fólk, barnafólk
sem býr við viðvarandi
skort á nauðsynjum, hvað sem öllu
tali um góða fjárhagsstöðu samfélags-
ins líður og að borgin skili hagnaði.
Einhverjir kunna að segja að hrunið
heyri sögunni til og kannski er það
rétt að einhverju leyti. Engu að síður
verður sumt fólk aldrei aftur samt,
slík voru slæm áhrif hrunsins á fjölda
manns.
Framboð húsnæðis er vissulega að
aukast en leiga er enn há, jafnvel allt
að 80% af tekjum þeirra lægst laun-
uðu. Fátækt á sér ýmsar orsakir,
samfélagslegar, félagslegar og per-
sónulegar. Sumir glíma við fátækt
sem rekja má til einskærrar óheppni,
hafa hreinlega verið á röngum stað á
röngum tíma eða verið fórnarlömb
svika eða ranglætis með þeim afleið-
ingum að sjálfstraustið bíður skaða og
er fótunum þar með kippt undan
þeim. Fátækt er þó oftast afleiðing og
fylgifiskur ýmiss konar vanda og
samspils vandamála t.d. líkamlegra
og/eða geðrænna veikinda með eða án
fíknivanda eða fjárhagsvanda. Veik-
indi spyrja hvorki um stétt né stöðu.
Börn sem búa við fátækt finna til,
oft á hverjum degi. Þau skynja fjár-
hagsáhyggjur foreldra sinna og taka
inn á sig vandamál þeirra.
Tilhlökkun og eftirvænt-
ingu er skipt út fyrir kvíða
og ótta. Þau reyna að
halda væntingum í lág-
marki, þá verða von-
brigðin minni. Ekki öll
börn hafa greiðan aðgang
að skólamat eða frístunda-
starfi og aðgengi að fag-
fólki er ábótavant. Við vit-
um að samtal við aðila
sem hlustar, veitir ráðgjöf
og handleiðslu getur skipt
sköpum í lífi barns.
Þjónusta við börn skal í forgang
Þorp þarf til að ala upp barn, segir
máltækið. Það sama á við um borg.
Það þarf borg til að ala upp barn og
þjónusta sem borgin veitir á að vera
sniðin að þörfum barnanna óháð fjár-
hag foreldra eða getu þeirra sjálfra.
Það er engin borg án barna. Það er
skylda stjórnvalda að skapa samfélag
þar sem börnum og ungmennum líður
vel, þau geti sótt skóla þar sem styrk-
leikar þeirra fái notið sín og þar sem
þau finna sig meðal jafningja. Stjórn-
völdum ber að tryggja að öll börn hafi
greiðan aðgang að félags- og tóm-
stundastarfi til að þroska og næra
áhugamál sín.
Íslenskt samfélag er ríkt af fagfólki
og ber okkur að tryggja að börn hafi
jafnan aðgang að þeim. Það er erfitt
að eiga barn sem glímir við vanlíðan
og vandamál sem rekja má til að-
stæðna og/eða vitsmuna-, félags- og/
eða tilfinningalegra erfiðleika. Löng
bið er eftir að komast að hjá fagaðila
hjá ríki eða borg. Hver vika sem barn
bíður eftir aðstoð hefur neikvæð áhrif
á líðan þess. Börn eiga aldrei að þurfa
að bíða eftir aðstoð. Málefni sem snúa
að börnum eiga ekki að vera pólitísk.
Verndandi þættir
Verndarar barna eru fyrst og
fremst þeirra nánustu en einnig allir
hinir sem umgangast þau. Ættingjar,
nágrannar, kennarar og þjálfarar
hafa ríkt hlutverk og ábyrgð gagn-
vart börnum sem þeir sinna og leið-
beina. Tilfinningatengsl barns við
einhverja utan heimilis geta skipt
sköpum, verið akkeri og haldreipi,
styrkur og stuðningur ef vandi ríkir á
heimilinu.
Okkur ber að vera meðvituð um
líðan og aðbúnað, ekki eingöngu okk-
ar barna, heldur allra barna sem
verða á vegi okkar, barna vina okkar
og vina barna okkar, bekkjarfélaga
þeirra og jafnvel barna samstarfs-
félaga og nágranna okkar. Ef við höf-
um áhyggjur af einhverju þessara
barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég
gert í stöðunni sem gagnast þessu
barni?“ Ábyrgð, meðvitund og stund-
um þor er það sem þarf til að stíga inn
í aðstæður eða atburðarás ef óttast er
að hagsmunum barns sé ábótavant
eða þær séu ekki boðlegar því. Séu
áhyggjur af eða grunur um að barn sé
vanrækt eða það beitt ofbeldi af ein-
hverju tagi ber okkur skylda til að til-
kynna málið til viðkomandi barna-
verndarnefndar. Alla vega ef við
verðum þess áskynja að barn býr við
óviðunandi aðstæður er aðeins eitt
sem ekki má gera og það er að gera
ekki neitt.
Borg elur barn
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún
Baldursdóttir
» Sumir glíma við fá-
tækt sem rekja má til
einskærrar óheppni, hafa
hreinlega verið á röngum
stað á röngum tíma eða
verið fórnarlömb svika
eða ranglætis.
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is