Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 Reykjavík • Mörkin 3 | Akureyri • Undirhlíð 2 NÝR BÆKLIN GUR Glæsile gur nýr Tölvute k bæklin gur kom in út stútful lur af g ræjum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Bæjarstjórn Akraness og sveitar- stjórn Hvalfjarðasveitar skora á rík- isstjórnina að endurskoða stefnu sína í málefnum orkukræfs iðnaðar og setja Landsvirkjun eigenda- stefnu án tafar. Áskorunin var samþykkt á sam- eiginlegum fundi sveitarstjórnanna í síðustu viku, en þar kemur fram að fundurinn hafi verið haldinn vegna „þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum á Grundar- tanga og leitt getur til verulegs sam- dráttar í starfsemi orkukræfs iðn- aðar og fækkunar starfa“. Fram kemur í áskoruninni að rekstrarumhverfi þessa iðnaðar á Ís- landi hafi versnað til muna og það samkeppnisforskot sem hér hafi ver- ið í orkuverði sé nú algjörlega horfið. Kjörnir fulltrúar á svæðinu kalli eftir svörum um hver hafi tekið ákvörðun um þessa stefnubreytingu og á hvaða vettvangi hún hafi verið tekin. Þörf fyrir fyrirsjáanleika Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi, segir að sveitar- stjórnirnar kalli eftir því að ákveðin atriði verði sett í forgrunninn. „Þetta snýst um sjálfbærni sveitar- félaga á landsbyggðinni. Að þau geti þrifist og að orkan sé til útdeilingar á landsbyggðinni sömuleiðis, bæði til nýsköpunar og þeirra viðskiptavina sem eru þar fyrir,“ segir hann, en einhugur er um málið á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. „Þetta var í fyrsta sinn sem haldinn er sameigin- legur sveitarstjórnarfundur Hval- fjarðarsveitar og Akraness. Það sýn- ir hve mikill einhugur er orðinn um þetta,“ segir Sævar Freyr, en kallað er eftir fyrirsjáanleika í stefnu- mótun að hans sögn. „Verði ekki einhver fullvissa um það hvernig er að starfa á Íslandi til lengri tíma getum við horft upp á miklu verri stöðu en það að tugir starfa tapist. Við beinum orðum okk- ar að ríkisstjórninni, hún setur orku- stefnuna. Stjórnvöld þurfa hverju sinni að skapa hér fyrirsjáanleika um hvað verður svo þessi fyrirtæki geti tekið ákvörðun um að vera hér í 20-30 ár, en ekki bara nokkur ár í senn,“ segir hann. Linda Björk Pálsdóttir, sveitar- stjóri Hvalfjarðarsveitar, segir markmiðið með áskoruninni að brýna ríkisstjórnina til að setja stefnu til framtíðar svo að uppbygg- ing á svæðinu haldi áfram. „Það hef- ur verið samdráttur hjá fyrirtækj- unum og ef ástandið er svona er spurning hvað verður. Það verður allavega ekki uppbygging meðan menn hafa ekki stefnu til fram- tíðar,“ segir Linda Björk. „Við vilj- um að allir viti hverju þeir geti gengið að í framtíðinni. Það er ekki nóg að horfa tvö til þrjú ár fram í tímann og eiginlega ekki tíu heldur. Það þarf að horfa til næstu 20-40 ára,“ segir hún. Ríkisstjórnin endurskoði stefnu sína  Krefjast skýrrar stefnu í málefnum orkukræfs iðnaðar  Hugsa þurfi áratugi fram í tímann svo vel sé Sævar Freyr Þráinsson Linda Björk Pálsdóttir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Níunda þjóðarátak Á allra vörum hófst í gær og nýtur forvarna- og fræðsluátakið Eitt líf stuðnings átaksins í ár. Starfsemi Eins lífs byggir á því að fræða foreldra, kennara, börn og ungmenni um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja og er það stærsta forvarnaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Elísabet Sveinsdóttir, einn þriggja stofnenda Á allra vörum, segir að óhefðbundin nálgun Eins lífs á forvarnastarf hafi verið ein ástæða þess að ákveðið var að styðja verkefnið. „Það sem gerði útslagið þegar við vorum að funda um hvert málefnið yrði var að þetta er raunverulega eina alvöru forvarnastarfið sem ver- ið er að keyra í landinu. Það er keyrt af frekar veikum mætti en mjög öflugum mætti samt í hvert skipti. Við hugsuðum bara, til hvers erum við alltaf að grípa of seint inn í málin? Þurfum við ekki að fara af stað fyrr? Þau hafa vakið mikla at- hygli í skólum fyrir öðruvísi nálgun á þessu máli og virðast ná í gegn. Þannig að við heilluðumst af að- ferðafræði þeirra líka,“ segir Elísa- bet. Eitt líf er fyrsta forvarnaverk- efnið sem Á allra vörum ákveður að styðja, en átakið safnaði síðast yfir 100 milljónum fyrir Kvennathvarfið árið 2017. Ná líka til foreldranna „Þetta mun algjörlega breyta öllu fyrir okkur. Við höfum verið með forvarnafræðslu í grunnskólum og við höldum áfram í því. Þetta gerir okkur kleift að helga okkur þessu algjörlega núna,“ segir Bára Tómasdóttir, stofnandi Eins lífs. Hún segir að markmið átaksins sé að fara í alla grunnskóla landsins. Þá er einnig unnið að því að ná til foreldra. „Við höfum náð unga fólk- inu vel með okkur en okkur finnst mikilvægt að ná til foreldranna. Við erum líka með áherslubreytingar hjá okkur og ætlum að vera með meiri rafræna fræðslu fyrir foreldr- ana. Það gengur oft illa að fá for- eldra á fyrirlestra,“ segir Bára. Eins og áður mun Á allra vorum standa fyrir sölu á varasetti, glossi og varalit saman í pakka. „Þannig náum við að fjármagna hið góða starf sem „Eitt líf“ sinnir til næstu ára með því að efla fræðslu um mál- efnið í öllum grunnskólum lands- ins,“ er haft eftir Gróu Ásgeirs- dóttur, einum af þremur stofn- efndum Á allra vörum, í frétta- tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Á allra vörum Átakið var kynnt við athöfn í Hallgrímskirkju síðdegis í gær. Menntamálaráðherra Íslands var meðal gesta. Á myndinni má sjá Elísabetu Sveinsdóttur (t.v.), Gróu Sigurðardóttur (f.m.) og Guðnýju Pálsdóttur (t.h.). Eitt líf nýtur stuðn- ings Á allra vörum  „Stærsta forvarnaverk sem ráðist hefur verið í hér á landi“ Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf, en til þess var stofnað eftir andlát Einars Darra. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 18 ára gamall en fljótlega eftir and- látið kom í ljós að hann hafði misnotað lyfseðilsskyld lyf síð- ustu vikur lífs síns. Á allra vörum var stofnað árið 2008 af þeim Elísabetu Sveinsdóttur, Gróu Ásgeirs- dóttur og Guðnýju Pálsdóttur. Hugmyndafræðin að baki Á allra vörum er að koma þörfum málefnum á framfæri á kraft- mikinn og eftirtektarverðan hátt. Þjóðkirkjan tekur þátt í átakinu í ár. „Þau ætla að hringja öllum kirkjuklukkum í fyrramálið [í morgun] og vekja þjóðina til umhugsunar,“ segir Elísabet. Vekja þjóðina til umhugsunar SAMSTARF KIRKJU, EINS LÍFS OG Á ALLRA VÖRUM Teitur Gissurarson Alexander Gunnar Kristjánsson „Bara að vinna kosningar,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður og einn forystumanna Pírata, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld, spurður hver væru næstu markmið og skref flokksins. Tilefni samtalsins var aðalfundur Pírata sem haldinn var í gær og sagði Helgi aðspurður að gríðarlega góð stemn- ing hefði einkennt fundinn. „Það var ógeðslega gaman á þessum fundi. Það var rosalega peppaður andi.“ Spurður frekar um fundinn sagði Helgi að fólk hefði setið við borð og rætt ýmis mál. Til dæmis hefðu til umræðu verið hugmyndir um breytt skipulag flokksins og hvernig hægt væri að styrkja landsbyggðarfélög. Sagði hann aðspurður að slík vinna hefði verið til umræðu um nokkurt skeið. Þá hefði ný vefsíða flokksins verið kynnt og sömuleiðis starf skipulagshóps. Á fundinum voru einnig veitt háð- ungarverðlaun, Tréfóturinn svokall- aði, en að þessu sinni var það siða- nefnd Alþingis sem hlaut verðlaunin. Spurður um þetta hló Helgi, sagði þetta nú bara vera til gamans gert og útskýrði að Tréfóturinn væri veittur þeim sem hefði aukið vinsældir Pí- rata án þess að ætla sér það. Kom fram á fésbókarsíðu Pírata í gær- kvöld að siðanefndin hefði átt í harðri samkeppni við Vigdísi Hauks- dóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti í vor er siðanefnd Al- þingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing- maður Pírata, hefði gerst brotleg við siðareglur með ummælum um að rökstuddur grunur væri um að Ás- mundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði dregið sér fé. Í samtali við mbl.is í gærkvöld sagði Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata, að hann hefði sjálfur greitt forsætisnefnd sitt atkvæði og sagði: „Það er enn rökstuddur grun- ur um að Ásmundur hafi dregið sér fé.“ Næsta skref að vinna kosningar  Siðanefnd sæmd Tréfætinum Morgunblaðið/Eggert Þingmaðurinn Helgi Hrafn tók til máls á aðalfundi Pírata í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.