Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ MikePence,varafor- seti Bandaríkj- anna, kemur til landsins í dag. Varaforsetinn er reyndur stjórnmálamaður og hefur komið víða við. Hann hafði gegnt ríkis- stjóraembætti í Indiana í nokkur ár þegar hann tók boði Trumps um að berjast með honum sem varafor- setaefni í kosningunum 2016. Þá stóðu skoðana- kannanir til þess að fram- bjóðandi demókrata, Hillary Clinton, myndi hafa tiltölulega auðveldan sigur. Pence lauk háskólaprófi í sagnfræði og sneri sér þá að lögfræði og gerðist eftir útskrift starfandi lögmað- ur. Síðar fór hann með stjórn útvarpsþátta og var loks kjörinn þingmaður fyrir repúblikana í full- trúadeild þingsins 2001 og sat þar til 2013. Pence hefur sagt að að- dáun sín á John F. Ken- nedy og Martin Luther King hafi vakið áhuga á stjórnmálum. Hann var þá rómversk-kaþólskur ungur maður, af írsku bergi brot- inn. Hann vann í nokkur ár sem stuðningsmaður demó- krata og kaus Jimmy Car- ter þegar hann barðist fyr- ir endurkjöri gegn Ronald Reagan sem sigraði. Síðar breyttist bæði póli- tísk og trúarleg afstaða Pence. Hann hefur verið farsæll í starfi sem varaforseti og hefur alloft komið í hans hlut að greiða odda- atkvæðið í öldungadeildinni þegar að þau hafa fallið jöfn, en varaforsetinn telst vera forseti öldungadeild- arinnar og hefur aðeins at- kvæðisrétt þar þegar þann- ig stendur á. Bandaríkin eru mikil- vægasta vinaríki Íslands og stendur sú vinátta á göml- um merg þegar horft er til síðari tíma sögu. Bretar hernámu landið snemma í síðari heims- styrjöld og það dró úr lík- um þess að nótum Hitlers myndi lukkast að leggja það undir sig. En al- gjörlega öruggt varð það þegar að langöflugasta lýð- ræðisríki heims tók að sér hervernd Íslands. Í tengslum við samninga um það studdu Bandaríkjamenn síðar stofnun lýðveldis hér og var sú við- urkenning Bandaríkjanna ein höfuðforsenda þess hve hið sjálfstæða ríki fór vel af stað. Heimsókn Pompeos utan- ríkisráðherra og nú vara- forsetans eru mjög jákvæð skref. Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar er hins vegar óskiljanlegur og mun vonandi ekki hafa mikil varanleg eftirköst. Ummæli Donalds Trumps forseta um Græn- land, sem margir áhrifa- menn í Danmörku líta á sem „wake up call“ eins og þeir orðuðu það, eru vís- bendingar um um að nýjar aðstæður á nýjum tímum kalla á ný viðbrögð. Í kjölfar heimsóknar utanríkisráðherrans og nú varaforsetans hafa orðið nokkrar umræður um hvað kunni að fylgja þessum aukna áhuga. Hefur því verið haldið fram að Bandaríkjamenn muni viðra hugmyndir um hafn- araðstöðu hér í einni eða annarri mynd. Eins hefur verið nefnt að Bandaríkin kynnu að bjóða Íslandi gjaldeyrislínu sem gerði Ís- lendingum óþarft að halda utan um jafn burðugan gjaldeyrisforða og þeir gera nú með þeim kostnaði sem slíku fylgir. Vera má að þetta síðara sé nefnt í hérlendri umræðu vegna þess að Bandaríkin vildu ekki gera sambærilega samninga við Ísland og við önnur lönd á Norðurlönd- um í aðdraganda hinnar al- þjóðlegu bankakreppu. En á því eru þó ýmsar nær- tækar skýringar. Þessi atriði og fleiri sem verið hafa í hinni lokuðu umræðu hefur Morgun- blaðinu ekki tekist að fá staðfest með fullnægjandi hætti enn sem komið er. Hvað sem sannindum um slíkt líður er full ástæða til að fagna komu Mike Pence varaforseta til Íslands enda undirstrikar hún og treyst- ir enn góða vináttu land- anna. Það er fagnaðarefni að varaforseti Bandaríkjanna leggi leið sína hingað nú} Góður gestur boðinn velkominn Í lífinu skiptir öllu að geta treyst þeim sem maður skiptir við. Við gerum þetta ósjálfrátt oft á dag. Á veitingastöðum er matur eldaður af fólki sem við þekkjum hvorki haus né sporð á, en búumst samt ekki við að fá myglaðan mat. Við treystum því að kyrrstæði bíllinn við gangbrautina fari ekki af stað á ógnarhraða þegar við erum komin út á miðja götu. Langoftast er líka öllu óhætt í sam- skiptum við aðra. Flest fólk er heiðarlegt og því má treysta. Margir telja að í viðskiptum gildi önnur lögmál. Þar ríki samviskulausir fantar sem hika ekki við að traðka á öðrum ef það hentar. Á tímum útrás- arvíkinganna voru líka mörg dæmi um þetta, stjórnendur og eigendur sem vildu helst enda sérhver viðskipti á því að „taka snúning“ á við- semjandanum, þ.e. að klekkja á honum í lokin. Forseti lýðveldisins árið 2006 taldi það sérstakan kost að „flækjur skrifræðisbákna“ hefðu aldrei þvælst fyrir okkur Íslendingum. Hann nefndi að athafnamenn í sum- um öðrum löndum yrðu oft að leggja velferð fjölskyld- unnar á vogarskálar áhættunnar gagnstætt því sem væri á Íslandi. Þarna átti forsetinn kollgátuna. Á endanum lögðu þessir snillingar allt Ísland undir og töpuðu. Viðskiptasiðferðið varð undir á útrásarárunum. Nú virðist meiri virðing borin fyrir varfærni, vönduðum und- irbúningi og heiðarleika en fyrir hrun, þó að því miður séu víða enn skemmd epli. Áhyggjur vekur að siðferði fer hrakandi á öðrum svið- um samfélagsins. Sífellt fleiri láta eins og leik- reglur samskipta manna, hópa og þjóða á milli gildi ekki um þá. Þeir sem eru vanir að ráða því sem þeir vilja þola illa andmæli. Ákvarðanir fara að stjórnast af öðru en umhyggju fyrir hópum sem menn segjast ala önn fyrir. Óneit- anlega hlýtur fólk að spyrja hvers vegna þeir sem áður nutu virðingar í samfélaginu telji sér það nú samboðið að snúa út úr staðreyndum eða láta eins og hreinasti tilbúningur sé heil- agur sannleikur. Hörður heitinn Sigurgestsson, sem um árabil var forstjóri Eimskips, sagði: „[Veldu þér] við- skiptafélaga og samstarfsmenn þá sem þér líst svo á að þú getir starfað með til lengri tíma, gætir vænst þess að treysta ævinlega og þá líka þegar á móti blæs og áföll verða.“ Sem sagt: Lærðu hverjum þú getur treyst. Stjórnmálaumræðurnar og -starfið undanfarið ár sýna að nú er risinn upp hópur pólitíkusa og leigupenna, sem ekki er hægt að treysta, því að staðreyndir skipta þau litlu máli. Þau kjósa ágreining þegar friður er í boði, þora ekki að semja þegar hægt er að berjast og sjá óvini í hverju horni. Þeir sem halda fram staðreyndum eru kallaðir svik- arar og lygarar. Þessi nýja stétt sem leiðir siðferði útrásarinnar inn í þjóðmálin, tilgangurinn er að skapa úlfúð og gera lítið úr andstæðingum. Ísland verður verra land en áður. Benedikt Jóhannesson Pistill Eðalmenn eða myglaðir ostar? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýjar jarðfræðirannsóknirsýna að stórar, forsögu-legar skriður féllu yfirsvæðið þar sem suður- hluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands, þau Tómas Jóhannesson jarðeðl- isfræðingur og Sigríður Sif Gylfa- dóttir, eðlisfræðingur og verk- efnastjóri hættumatsins, tóku þátt í vel sóttum íbúafundi á Seyðisfirði 29. ágúst sl. og kynntu nýtt ofanflóða- hættumat fyrir Seyðisfjarðarbæ. Nýja matið kallar m.a. á varnar- aðgerðir fyrir íbúðarbyggðina í suð- urbænum vegna hættu á stórum skriðum úr Neðri-Botnum og er und- irbúningsvinna þegar hafin, sam- kvæmt frétt Veðurstofunnar. Auk þess óskaði Seyðisfjarðar- kaupstaður eftir nánari greiningu á ofanflóðahættu undir Strandartindi og hvort þar væri hægt að greina á milli svæða með mismikla hættu. Nýja hættumatið undir Strandartindi er lítið breytt frá fyrra hættumati frá 2002 að því leyti að allt atvinnusvæðið undir Þófa er áfram á C-svæði sam- kvæmt nýja matinu. Það að byggð sé skilgreind á C-svæði þýðir að ekki má reisa þar neinar nýbyggingar nema frístundahús og húsnæði þar sem við- vera er lítil. Sérfræðingar skoða málin „Það féllu stórar skriður á þessu svæði fyrir um 14.000 árum og svæðið hefur verið rannsakað og er vaktað,“ sagði Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hún sagði að fremur litlar líkur væru taldar á að eitthvað gerðist þarna og nefndi að ekki hefði fallið þarna skriða á sögu- legum tíma. Engu að síður hefði C- svæði verið stækkað og nokkur hús lent inni á því. Það kallaði á viðbrögð og auknar skriðuvarnir. Hún sagði að hættan sem fylgdi því að vera á C- svæði væri metin álíka mikil og sú sem fylgdi því að vera í umferðinni. „Það er von á svissneskum sér- fræðingum nú í september til að skoða þetta og svo mun hópur ís- lenskra sérfræðinga fara til Sviss og Austurríkis að skoða varnarmann- virki,“ sagði Aðalheiður. Í hættumatinu kemur m.a. fram að hætta af völdum stórra skriðna úr þykkum, lausum jarðlögum sé metin meiri en áður. Það kalli á varnar- aðgerðir. Skriðuhætta er vöktuð af ofanflóðavakt Veðurstofunnar, sem fylgist með veðurspá og úrkomumæl- ingum. Hún er líka í samráði við at- hugunarmenn Veðurstofunnar á þeim stöðum sem eru í mestri ofan- flóðahættu. Að öllum líkindum falla stórar skriður úr Neðri-Botnum í kjölfar stórrigninga sem koma skýrt fram í veðurmælingum. Aðalheiður sagði að verið væri að skoða leiðir til að draga úr hættu á stórum jarðskriðum. Hún nefndi að ein leið væri hreinlega að „drena“ fjallið, það er að leggja lagnir sem veittu jarðvatni í burt. Einnig hefði verið rætt um að reisa varnarveggi til varnar skriðuföllum. „Hér falla reglulega aurskriður, aðallega meðfram árfarvegum eftir mjög miklar rigningar,“ sagði Aðal- heiður. Hún sagði að þegar hefði ver- ið gripið til varna við Búðará og Þóf- arlæk. Snjóflóðavarnir auknar Komin eru snjóflóða- varnarmannvirki á Seyðis- firði að hluta. Næsta vetur á að hanna snjóflóða- varnargarða sem koma niðri í bæ. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru nú í matsferli. Aðalheiður minnti á að árið 1885 féll stórt sjóflóð úr Bjólfinum og grandaði 24 manns. Hættumatssvæði C stækkað á Seyðisfirði Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri var kynnt á borg- arafundi á Seyðisfirði 29. ágúst. Kynningin var í tengslum við breytingar á að- alskipulagi sem á að gera á næstu árum. Fyrra hættumat er frá árinu 2002. Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins liggja frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á vef Veðurstofu Íslands (www.vedur.is/ofanflod/ haettumat/seydisfjordur) til kynningar í fjórar vikur. Hægt er að skila skriflegum athuga- semdum til bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar á Hafnargötu 44, Seyðisfirði, eða í tölvupósti til sfk@sfk.is til 30. september 2019 merktum „athuga- semd við ofan- flóðahættumat á Seyðisfirði“. Endurskoðað hættumat SEYÐISFJÖRÐUR Aðalheiður Borgþórsdóttir Undirfyrirsögn Hafnargata Garðarsv egur Ves turv egu r Fjarðargata R án ar ga ta S u ð u rg a ta Austurvegur Miðtún Túngata Múlavegur Botnahlíð Haugsvegur Brattahlíð Austurvegur Fossgata Mú lav eg ur Bo tna hlí ð bak ki Fja rða rba kki Lei rub akk i Bjólfsgata Oddagata Ö ld u g a ta Ö ld u g a ta N o rð u rg a ta B ú ð a rá D a Ré tta rhó lar Árstígur Ferjuleira L ó n s le ira Fjarða rströn d A B C A B C S Fjör ður Hættumat vegna ofanfl óða á Seyðisfi rði Hættusvæði C Hættusvæði C Seyðisfjörður Hættusvæði C Heimild/kort: Veðurstofa Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.