Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira.  Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinn Jóhannsson og samherjar hjá Sönder- jyskE unnu Skjern 26:25 í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknatt- leik. Sveinn skoraði sigurmarkið 40 sekúndum fyrir leikslok. Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað hjá Skjern en hann og þjálfarinn Patrekur Jóhann- esson tóku þátt í sínum fyrsta mótsleik með Skjern. Björgvin Páll Gústavsson varði tvö skot í markinu.  Georgíski landsliðsmaðurinn Giorgi Dikhaminjia mun ekki leika með HK í vetur, þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum. HK er nýliði í Ol- ísdeildinni í handbolta eftir sigur á Vík- ingi R. í umspili um sæti í deildinni á síðustu leiktíð.  Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur gengið frá samningi við hina 24 ára gömlu Andreu Daidzic. Mun hún spila með liðinu á komandi tímabili. Da- idzic er króatískur línumaður sem und- anfarið hefur spilað með Osijek í heimalandinu. Afturelding er nýliði í efstu deild.  Belgísku knatt- spyrnumennirnir og bræðurnir Eden og Thorgan Hazard voru í gær sendir heim til félagsliða sinna og úr belgíska lands- liðshópnum sem mætir San Mar- ínó og Skot- landi. Hazard- bræðurnir glíma við meiðsli. Eitt ogannað Ekki byrjuðu þrefaldir meistarar í handknattleik kvenna 2019 nýja handboltavertíð vel í gær. Valur mætti þá Fram í Meistarakeppni HSÍ en Fram hafnaði í 2. sæti á Ís- landsmótinu í vor. Valur vann þá úrslitarimmuna 3:0 en dæmið sner- ist við í gær og Fram vann risa- sigur 36:23 og fór leikurinn þar að auki fram á Hlíðarenda, heimavelli Vals. Leikurinn var jafn framan af og var staðan 7:7 þegar fyrri hálf- leikur var hálfnaður. Þá hrökk Fram í gang og skoraði sjö af næstu átta mörkum og var staðan að loknum fyrri hálfleik 19:11 fyrir Fram. Fram hélt áfram að bæta í for- skotið allan seinni hálfleikinn og Valskonur áttu engin svör. Steinunn Björnsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram, Ragnheiður Júl- íusdóttir gerði átta og þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Perla gekk í raðir Fram í sumar frá Selfossi og styrkti liðið væntanlega talsvert í vetur. Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Val og Arna Sif Pálsdóttir fimm. Arna gekk í raðir Vals í sumar frá ÍBV eftir eitt keppnistímabil í Eyjum. Fram burstaði meistarana  Fram skoraði 36 mörk gegn Val á Hlíðarenda í Meistarakeppni HSÍ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Hlíðarenda Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn sem liðið fékk fyrir sigurinn. Svíþjóð vann sannfærandi 4:1-sigur á Lettlandi á útivelli í fyrsta leik liðanna í F-riðli, riðli Íslands, í und- ankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Lettland komst óvænt yfir á 14. mínútu er Olga Sevcova skoraði. Tók það sænska liðið ekki nema sextán mínútur að jafna og það gerði Linda Sembrant og var stað- an 1:0 að loknum fyrri hálfleik. Sænska liðið var mun sterkara í seinni hálfleik og Amanda Ilestedt skoraði tvö mörk og Carlone Seger eitt til að gulltryggja 4:1-sigur bronsliðsins frá HM. Sigur hjá Svíum í riðli Íslands AFP Skoraði Linda Sembrant jafnaði fyrir Svía gegn Lettum í gær. Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV í úrvalsdeild karla í handkantt- leik, verður fjarri góðu gamni þeg- ar ÍBV tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudaginn kemur í Vest- mannaeyjum en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í gær. „Ég mun missa af fyrstu leikjum tímabilsins, það er á hreinu. Ég var í aðgerð á hné á dögunum þar sem það þurfti aðeins að hreinsa til og við þurfum svo bara að sjá til hvernig endurhæfingin mun ganga hjá mér,“ sagði Sigurbergur m.a. Missir af fyrstu leikjum ÍBV Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórskytta Sigurbergur fer ekki í loftið alveg á næstunni. Viggó Kristjánsson og samherjar hans hjá Leipzig fara vel af stað í þýsku 1. deildinni í handknattleik Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en liðið vann 31:28- heimasigur á Stuttgart í gær. Frábær byrjun á tímabilinu fyrir Viggó sem skoraði tvö mörk fyrir Leipzig. Skyttan kom til félagsins frá West Wien í Austurríki í sumar. Elvar Ásgeirsson lék með Stutt- gart og skoraði eitt mark. Elvar er að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir góða spilamennsku með Aftureld- ingu undanfarin ár. Stuttgart er án stiga en á leik til góða. Rhein Neckar Löwen vann 30:24-heimasigur á Berg- ischer í Íslendingaslag. Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Löwen, en Kristján Andrésson þjálfar nú liðið og tók við í sumar af Nikolaj Jacobsen. Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Berg- ischer. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Kiel í 30:27-heimasigri á Lud- wigshafen. Kiel hefur unnið báða leiki sína til þessa. johanningi @mbl.is Þriðji sigurinn hjá Viggó Viggó Kristjánsson FH verður án Færeyingsins Brands Olsen og Halldórs Orra Björnssonar er liðið mætir ÍBV á heimavelli í 20. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu hinn 18. september. Fengu þeir báðir sína fjórðu áminningu í sumar í leiknum við Stjörnuna í síðustu umferð. Þorri Geir Rúnarsson verður ekki með Stjörnunni í stórleiknum gegn Breiðabliki mánudaginn 16. sept- ember. Hann fékk sína fjórðu áminningu í sama leik. Valur verður svo án Svíans Sebastians Hedlunds er liðið mætir KR 16. september á heimavelli, en KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Hedlund fékk sitt fimmta gula spjald á tímabilinu er Valur tapaði óvænt fyrir ÍBV í síðustu umferð. Íslandsmótið er farið að styttast í annan endann en þrjár umferðir eru eftir í efstu deildum karla og kvenna. sport@mbl.is Tveir í leikbanni hjá FH Brandur Olsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.