Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Frávísunin lýsir ekki hugrekki“
Meirihlutinn í borginni vísaði tillögu Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu í umferðar- og ljósa-
stýringu í höfuðborginni frá Oddviti sjálfstæðismanna vill að samtök sveitarfélaga taki málið upp
Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um
snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu árið
2020 var vísað frá á fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur í gær. Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir frávísun
á svona máli „ekki lýsa hugrekki“. Hann segir
hins vegar að málinu sé hvernig nærri lokið.
„Það er kominn tími á hana [tillöguna] og hún
mun verða að veruleika þótt borgarstjóri hafi
ekki haft metnað í að samþykkja hana þarna.
Við munum beita okkur fyrir því að samtök
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í heild
taki þetta upp á sína arma,“ segir Eyþór.
Talsverðar umræður sköpuðust um tillöguna
og þurfti forseti borgarstjórnar Sabine Les-
kopf að minna borgarfulltrúa reglulega á að
frammíköll liðust ekki. Sterk krafa var frá
minnihlutanum að undirbúa útboð vegna ljósa-
stýringar og snjallvæðingar í umferðarstýr-
ingu og að slíkt væri gert á fjögurra ára fresti.
Spurður um af hverju meirihlutinn í borg-
arstjórn ákvað að visa tillögunni frá fremur en
að kjósa um hana, segir Eyþór að það sé vegna
þess þau geta ekki kosið gegn henni. „Þessu er
vísað frá vegna þess að þeim fannst óþægilegt
að samþykkja þetta og það var engan veginn
hægt að fella þetta. Þá er notuð þessi aðferð að
vísa þessu frá og það lýsir ekki hugrekki,“ segir
Eyþór. Bent var á að mikil hagræðing fælist í
því að samræma ljósastýringu og þar með
stytta tíma fólks í umferðinni. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks ítrekuðu að þetta væri tillaga sem
flestir ættir að geta sameinast um. Örn Þórð-
arson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hvatti
fólk til að „hætta þessum skrípaleik“ og sam-
þykkja tillöguna sem nýtist öllum. Hann sagði
jafnframt að ef meirihlutinn tæki upp tillöguna
lítið breytta og legði hana fram myndi hann
þrátt fyrir það samþykkja hana.
„Sífellt verið að uppfæra snjallhlutann“
„Það er mikill munur á skoðunum og stefnu í
þessum málum,“ sagði Hjálmar Sveinsson,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í máli Dags
B. Eggertssonar borgarstjóra kom fram að sí-
fellt væri verið að uppfæra snjallhlutann af
ljósastýringunni og samhæfingunni. „Reykja-
víkurborg hefur bætt í þennan hluta með ráðn-
ingu sérstaks starfsmanns árið 2017,“ sagði
Dagur.
Spurð af hverju var ákveðið að kjósa ekki um
tillöguna, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-
viti Viðreisnar í Reykjavík, það vera vegna
þess að þetta verkefni sé nú þegar í gangi. „Við
erum fyrst og síðast að hugsa um að vera með
nýjustu tækni í ljósastýringu og snjallvæðingu
borgarinnar. Það verkefni er nú þegar búið að
vera í gangi og hófst það ég best veit árið 2016,
stendur yfir, mun halda áfram og er þegar fjár-
magnað,“ segir Þórdís.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar sendi
fréttatilkynningu á fjölmiðla eftir að tillögu
sjálfstæðismanna hafði verið vísað frá. Þar
kom fram að á undanförnum árum hefði verið
unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuð-
borgarsvæðinu. Spurður um þessa vinnu segir
Eyþór að hann sé ósammála því að um sé að
ræða sambærilega vinnu og það sem lagt var
fram í gær. „Það er hugmynd um að tengja ljós
en það er ekki snjallvæðing. Snjallvæðingin
þarf að ganga miklu lengra. Í þeim pakka sem
við vorum að leggja til eru radarar og hreyfi-
skynjarar sem sjá fólk, hjól og bíla.“
mhj@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Borgarmál Eyþór Arnalds og Janus Arn
Guðmundsson stinga saman nefjum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra ávarpaði í gær ársþing nor-
rænu verkalýðshreyfinganna í
Malmö í Svíþjóð. Í ávarpi sínu
fjallaði forsætisráðherra um aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar í tengslum við
svonefnda lífskjarasamninga „og
nauðsyn þess að félagslegur og
efnahagslegur stöðugleiki færi sam-
an,“ að því er fram kemur á heima-
síðu Stjórnarráðs Íslands.
Þá fjallaði forsætisráðherra einn-
ig um áskoranir tengdar loftslags-
breytingum og nauðsyn þess að
stjórnvöld vinni með verkalýðs-
hreyfingunni að aðgerðum til að
berjast gegn svokallaðri hamfara-
hlýnun. Að lokum fjallaði Katrín
einnig um kynjajafnrétti á vinnu-
markaði og áhrif fjórðu
iðnbyltingarinnar á starfsumhverfi
okkar allra.
Formaður BSRB setti þingið
Katrín mun í dag funda með for-
svarsmönnum norrænu verkalýðs-
hreyfinganna. „Ísland leiðir norrænt
samstarf hreyfinganna í ár og er það
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður
BSRB, sem er í forsvari fyrir hönd
íslensku verkalýðshreyfingarinnar,“
segir á vef Stjórnarráðsins.
Fram kemur í tilkynningu BSRB
að Sonja Ýr hafi sett verkalýðs-
þingið, en hún er jafnframt formað-
ur verkalýðssambandsins. Þær
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Þór-
unn Sveinbjarnardóttir, formaður
BHM, eru einnig fulltrúar á þinginu.
Ræddi aðgerðir stjórnvalda
varðandi lífskjarasamning
Forsætisráðherra ávarpaði verkalýðsþing í Malmö
Ljósmynd/BSRB
Þing Katrín Jakobsdóttir flytur
ávarp sitt á þinginu í Malmö.
Efnt var til móttöku í flugskýli Geirfugls í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli í gær í tilefni
eitt hundrað ára afmælis flugs á Íslandi. Meðal þeirra sem mættu á viðburðinn var Guðni Th.
Jóhannesson forseti og flutti hann ávarp. Þá var einnig afhjúpað módel af Avro 504K, fyrstu
vélinni sem flaug hér, en hún hóf sig til flugs árið 1919 og var þá tekið á loft frá Vatnsmýrinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tímamót í
íslenskri flugsögu