Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
ESTRO Model 3042
L 164 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,-
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
40 ára Kristrún Heiða
fæddist á Siglufirði og
ólst upp í Fljótum í
Skagafirði. Hún lærði
bókmenntafræði og
blaðamennsku við Há-
skóla Íslands og starfar
sem upplýsingafulltrúi í
mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Börn: Sunneva Sigríður Andradóttir, f.
2012 og Karólína Klara Andradóttir, f.
2015.
Foreldrar: Haukur Ástvaldsson, f. 1950,
d. 2011, bóndi á Deplum í Fljótum, og
Sigurlína Kristinsdóttir, f. 1958, starfs-
maður Kaupfélags Skagfirðinga, búsett á
Sauðárkróki.
Kristrún Heiða
Hauksdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það eru mikil sannindi í því fólgin
að illt sé að leggja ást á þá sem enga kann á
móti. Nú þarftu að kenna vissum ástvinum
að beyta þessari aðferð og vinna rétt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft á öllu þínu að halda til þess
að ljúka við það stóra verkefni sem þú hefur
tekið að þér. Reyndu að hlúa að þínu og þá
mun þér betur farnast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu það ekki nærri þér þótt til
einhverra orðaskipta komi milli þín og vinar
þíns út af fjármálum. Notaðu tækifærið til
að læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Flýttu þér hægt að kveða upp dóm
um menn og málefni. Einhver sem gerði á
hluta þinn á eftir að biðja þig afsökunar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að sjá fyrir næsta skref í starfi
þínu því svo kann að fara að þú þurfir að
taka það fyrr en þú ætlar. Gríptu tækifærin
sem koma upp í hendurnar á þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er þín stund komin því eftir því er
beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á
bak við þig. Nýtt samband lofar góðu, en
farðu varlega og taktu eitt skref í einu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki þess virði að vera að pirra
sig út í vini sína í dag. Reyndu bara að halda
ró þinni og vera skjótur til sátta þegar lægir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú heillar alla þá sem verða á
vegi þínum í dag án þess þó að leggja nokk-
uð á þig til þess. Þú ert tilbúin/n til að
hjálpa vini þínum í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver verður á vegi þínum
sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt. Hafirðu
farið eftir eigin brjóstviti hefurðu ekkert að
óttast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þið ættuð ekki að láta draga ykk-
ur til þess að gera annað en þið viljið sjálf.
Gakktu fram fyrir skjöldu og sjáðu til þess
að ykkur sé sýnd tilhlýðileg virðing.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Umræður um það hvernig best
sé að axla ábyrgð á öðrum kunna að verða
fullheitar í dag. Haltu þínu striki og þá
munu draumar þínir rætast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hjarta þitt er einlægt og þú gefur
allt sem þú átt. Reyndu að slaka á og hafa
húmorinn í lagi, lestu fyndna bók eða kíktu í
bíó.
hans Anna Margrét Magnúsdóttir
kynntust eftir að hafa verið penna-
vinir í sex ár í gegnum Æskuna.
Gengur með „gömlum körlum“
Magnús Hlynur er í gönguhópi á
Selfossi með fjórtán körlum, en
gengið er alla virka daga vikunnar
um fimm kílómetra leið. Á föstu-
dögum verðlaunar hópurinn sig
með því að fara í bakarí og fá sér
kaffi og eitthvað gott með því. Þá
fer hópurinn í óvissuferð á hverju
vori, sem Magnús skipuleggur, auk
þess að sjá um heimsóknir hópsins
til ýmissa fyrirtækja á Selfossi og
næsta nágrennis. „Þetta eru ein-
staklega hressir og skemmtilegir
karlar, allir hættir að vinna nema
ég. Tveir elstu eru 86 ára og svo
eru þetta aðallega karlar á aldr-
inum 70 til 80 ára, yndislegir menn.
Ég hef alltaf verið „gamall“ í anda
og hugsun og því finnst mér for-
réttindi að fá að ganga og læra af
svona „gömlum mönnum,“ segir
Magnús og hlær.
þess sem Magnús var sjálfur með
þættina Maður er manns gaman,
einnig á Stöð 2.
Magnús Hlynur syngur með
Karlakór Hveragerðis og er í Rót-
arýklúbbi Selfoss. Áhugamál hans
snúast fyrst og fremst um fjöl-
skylduna, fréttir og fjölmiðla,
mannleg samskipti, íþróttir, úti-
veru, garðyrkju og landbún-
aðarmál.
Magnús Hlynur og eiginkona
M
agnús Hlynur
Hreiðarsson er
fæddur 4. sept-
ember 1969 á
sjúkrahúsinu í
Keflavík en er uppalinn í Sveitar-
félaginu Vogum á Suðurnesjunum.
Hann gekk í barnaskólann á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd
en fór svo yfir í Stóru-Vogaskóla í
Vogum þegar sá skóli hóf starf-
semi. Síðan lá leiðin á fjölmiðla-
braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
í Keflavík, þaðan sem Magnús út-
skrifaðist sem stúdent 1989. Eftir
það fór hann í nám í Bændaskól-
anum á Hvanneyri og lauk bú-
fræðiprófi þaðan 1991. Þegar
Magnús Hlynur flutti á Selfoss vor-
ið 1991 fékk hann mikinn áhuga á
garðyrkju og gróðurrækt og hóf
upp úr því nám við Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum í Ölfusi (nú
Landbúnaðarháskóli Íslands) og
lauk þar námið vorið 1996. Átján
árum síðar, eða 2014, skellti Magn-
ús Hlynur sér í háskólanám við
Háskólann á Akureyri og útskrif-
aðist þaðan sem fjölmiðlafræðingur
með BA-gráðu vorið 2017.
Magnús Hlynur var átta sumur í
sveit frá 10 ára aldri. Hann var í
sex sumur á bænum Böðmóðs-
stöðum í Laugardal (nú Bláskóga-
byggð) og tvö sumur í Efsta-Dal í
sömu sveit.
Vinna við fjölmiðla hefur verið
aðalstarf Magnúsar í gegnum árin,
en hann hefur m.a. starfað sem
fréttaritari Ríkisútvarpsins á Suð-
urlandi og var blaðamaður og rit-
stjóri Dagskrárinnar, Fréttablaðs
Suðurlands, í nokkur ár, auk þess
sem hann hefur skrifað greinar í
Læknablaðið, Tímarit hjúkrunar-
fræðinga og Sveitarstjórnarmál og
fréttir í Bændablaðið til margra
ára. Í dag starfar Magnús Hlynur í
hálfu starfi sem fréttamaður fyrir
Stöð 2, Bylgjuna og Vísi á Suður-
landi og í hálfu starfi, sem for-
stöðumaður Frístundar í Kerhóls-
skóla í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. Magnús Hlynur og elsti
sonur hans, Fannar Freyr, gerðu
30 þætti fyrir Stöð 2, Feðgar á
ferð, sem vöktu mikla athygli, auk
Í tilefni af fimmtíu ára afmælinu
hefur Magnús Hlynur boðið nokkr-
um vinum og vandamönnum í
óvissuhóf í dag klukkan 18 á heim-
ili sínu á Selfossi. „Já, þetta verður
vonandi skemmtilegt, ég ætla að
koma fólkinu mínu á óvart, vinum
og vandamönnum, gera eitthvað í
mínum anda og sjá hvernig fólki
líkar það. Mér finnst óvissa alltaf
svo skemmtileg, hvort sem það er
verið að koma mér á óvart eða ég
að koma öðrum á óvart,“ segir
Magnús.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Anna
Margrét Magnúsdóttir, f. 17.9.
1970, hjúkrunarfræðingur á Heilsu-
gæslustöð HSu á Selfossi, skyndi-
hjálparkennari og mastersnemi í
heilbrigðisvísindum við Háskólann
á Akureyri. Magnús og Anna giftu
sig 19.8. 1995 í Selfosskirkju. For-
eldrar Önnu eru hjónin Magnús
Þorbergsson húsasmiður frá Þór-
oddsstöðum í Hrútafirði, f. 8.2.
Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður – 50 ára
Fjölskyldan Tengdadætur, synir og barnabarn Magnúsar Hlyns og Önnu Margrétar. Talið frá vinstri: Helga Rún,
Arnar Helgi, Unnar Örn, Veigar Atli, Soffía Margrét, Ómar Elí og Fannar Freyr.
Kemur með jákvæðu fréttirnar
Hjónin Magnús Hlynur og Anna
Margrét hafa verið gift í 24 ár.
30 ára Sigurbjörg er
Akureyringur, fædd
þar og uppalin, en býr
á Gásum í Hörgár-
sveit. Hún er við-
skiptafræðingur frá
Háskólanum á Akur-
eyri og er í fæðingar-
orlofi.
Maki: Helgi Berg Sigurbjörnsson, f.
1988, vélvirki og vinnur hjá Kraftbílum.
Börn: Lilja Mist Magnúsdóttir, f. 2014, og
Jóhann Máni Helgason, f. 2018.
Foreldrar: Auðbjörn Flosi Kristinsson, f.
1959, bóndi á Gásum, og Inga Pála Lín-
berg Runólfsdóttir, f. 1954, húsmóðir í
Hveragerði.
Sigurbjörg Línberg
Auðbjörnsdóttir
Til hamingju með daginn
Gásir Jóhann Máni Helgason fæddist
6. nóvember 2018 á Akureyri. Hann
var 3.648 g og 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Helgi Berg Sigurbjörnsson
og Sigurbjörg Línberg Auðbjörns-
dóttir.
Nýr borgari