Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Platinum Litur: Magma red, svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í belti í aftursæti VERÐ 11.390.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top- pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.490.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/ kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl. o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 7.990.000 m.vsk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gærkvöldi tillögu um að gera þinginu kleift að afgreiða frumvarp sem kveður á um að Boris Johnson forsætisráðherra þurfi að óska eftir því að útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu verði frestað um þrjá mánuði ef ekki næst nýtt brexit-sam- komulag á leiðtogafundi ESB- ríkjanna 17. og 18. október. Tillagan var samþykkt með 328 atkvæðum gegn 301. Embættismenn stjórnar- innar höfðu sagt að biði hún ósigur í atkvæðagreiðslunni hygðist hún leggja til í dag að boðað yrði til þing- kosninga 14. október. Gert er ráð fyrir því að neðri deild- in greiði atkvæði um lagafrumvarpið í dag. Verði frumvarpið samþykkt fer það fyrir lávarðadeildina næstu daga. Vilja binda hendur forsætisráðherrans Að sögn stjórnmálaskýranda breska ríkisútvarpsins er markmiðið með frumvarpinu að binda hendur forsætisráðherrans og knýja hann til að óska eftir því við leiðtoga ESB að útgöngunni verði frestað til 31. jan- úar náist ekki nýtt brexit-samkomu- lag. Í frumvarpinu sé kveðið á um að ef leiðtogaráð ESB leggi til aðra dag- setningu beri forsætisráðherranum að samþykkja hana innan tveggja daga, nema neðri deild þingsins hafi hafnað henni. Ákvörðunarvaldið í málinu verði þannig í höndum þing- deildarinnar en ekki stjórnarinnar. Johnson hafði lofað því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu 31. október, með eða án samnings, og gat því ekki sætt sig við frumvarpið. Áður hafði útgöngunni úr ESB verið frest- að tvisvar. Fyrir atkvæðagreiðsluna í gær- kvöldi missti stjórn Íhaldsflokksins meirihluta sinn í neðri deildinni þegar einn þingmanna hans, Phillip Lee, gekk til liðs við Frjálslynda demó- krata sem eru hlynntir því að Bret- land verði áfram í ESB. Af þeim þing- mönnum sem greiða atkvæði í deildinni eru nú 320 andvígir stjórn- inni og 319 styðja hana, að meðtöld- um tíu þingmönnum DUP, flokks sambandsinna á Norður-Írlandi. Stjórnin er þó ekki fallin því að til þess þarf þingið að samþykkja form- lega vantrauststillögu gegn henni. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu í gærkvöldi þótt Johnson hefði hótað að víkja þeim úr flokknum og sjá til þess að þeir yrðu ekki í framboði fyrir hann í næstu kosningum. Félög Íhaldsflokksins höfðu áður valið nokkra uppreisnarmannanna sem frambjóðendur flokksins í kjördæm- um þeirra. Dagsetningunni breytt? Tveir þriðju þingmanna neðri deildarinnar þurfa að samþykkja til- lögu forsætisráðherrans um að flýta kosningum. Forystumenn Verka- mannaflokksins hafa sagt síðustu mánuði að þeir vilji að kosningum verði flýtt en í gær virtust margir þeirra vera tregir til að greiða at- kvæði með stjórninni í málinu vegna þess að þeir treysta ekki Johnson til að standa við það að kosið verði 14. október. Þeir óttast að hann fresti kosningunum þar til eftir 31. október, með það að markmiði að Bretland gangi úr ESB áður en kosið verður, og vilja að tryggt verði lagalega að forsætisráðherrann geti ekki breytt dagsetningu kosninganna eftir að þingið samþykkir að flýta þeim. Tals- maður þingliðs Skoska þjóðarflokks- ins, Ian Blackford, sagði að hann vildi kosningar en að hafa þyrfti stjórn- arandstöðuna með í ráðum þegar kjördagurinn væri ákveðinn. „Við vit- um alveg hvað Boris Johnson er að bralla,“ sagði hann. Uppreisnarmennirnir í Íhalds- flokknum leggjast gegn brexit-stefnu Johnsons vegna þess að þeir telja út- göngu án samnings stórskaða efna- hag Bretlands. Johnson kveðst vilja nýtt brexit-samkomulag en segir að ekki verði hægt að knýja það fram án þess að hóta útgöngu án samnings. Fresti þingið útgöngunni í þriðja sinn grafi það undan stjórninni í samn- ingaviðræðunum, þannig að ógern- ingur verði að knýja fram nýtt sam- komulag. Johnson sagði í fyrradag að líkurn- ar á því að nýtt samkomulag næðist hefðu aukist en andstæðingar hans sögðu að hann hefði í raun ekki hafið neinar samningaviðræður við leið- toga ESB-ríkjanna. Talsmaður fram- kvæmdastjórnar ESB sagði í gær að stjórn Johnsons hefði ekki lagt fram neinar „raunhæfar tillögur“ um breytingar á brexit-samningnum sem breska þingið hafnaði þrisvar. Vilja hindra brexit án samnings  Neðri deild þingsins í Bretlandi samþykkti að taka fyrir tillögu um að útgöngu úr ESB yrði frestað næðist ekki nýtt samkomulag um hana  Stjórn Íhaldsflokksins missti meirihluta sinn á breska þinginu AFP Gegn brexit Andstæðingar útgöngu úr ESB án samnings mótmæltu brexit- stefnu Boris Johnsons forsætisráðherra fyrir utan þinghúsið í London í gær. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fellibylurinn Dorian færðist í gær mjög hægt í áttina að austurströnd Bandaríkjanna eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu á Bahamaeyjum. Vindhraðinn minnkaði en fellibylur- inn var enn talinn hættulegur. Hon- um fylgdi mikil úrkoma sem olli flóð- um víða á Bahamaeyjum og margir íbúanna sendu út hjálparbeiðnir á samfélagsmiðlum, þ.á m. fólk sem flúði skelfingu lostið upp á þök húsa og beið eftir björgun. Útvarpsstöð á eyjunum sagðist hafa fengið meira en 2.000 skilaboð frá nauðstöddu fólki. Mikil úrkoma var enn í gær á ham- farasvæðunum nyrst á Bahamaeyj- um. Gervihnattamyndir sýndu að stór svæði voru undir vatni, m.a. alþjóða- flugvöllur á eyjunni Grand Bahama og bærinn Marsh Harbour á Abaco- eyjum. Fréttavefur á Bahamaeyjum sýndi myndskeið frá Freeport, stærsta bæ Grand Bahama, þar sem sjúkrahús var undir vatni og flytja þurfti sjúklinga í burtu. Talið er að um 60.000 manns þurfi á matvælaaðstoð að halda á Bahama- eyjum vegna óveðursins, að sögn hjálparstofnana Sameinuðu þjóð- anna. Vitað var um fimm manns sem létu lífið í fellibylnum en óttast var að manntjónið væri meira. Ógnar strönd Bandaríkjanna Fellibylurinn náði fimmta og hæsta styrkleikaflokki þegar hann fór yfir Abaco-eyjar á sunnudag og meðal- vindhraðinn mældist þá allt að 82 m/s. Dorian var skilgreindur sem annars stigs fellibylur í gær og meðal- vindhraðinn var um 49 m/s, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna. Hún sagði að sjávarstaðan væri um 3- 4,5 metrar yfir meðallagi og að íbúum Grand Bahama stafaði enn mikil hætta af flóðum. Íbúar eyjunnar eru um 50.000 og 17.000 manns búa á Abaco-eyjum. Dorian hafði í gær aðeins færst um 20 kílómetra á einum sólarhring, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkj- anna. Hún spáði því að vindhraðinn myndi aukast aftur og sagði að felli- bylurinn myndi færast í norður í dag og „koma hættulega nálægt austur- strönd Flórída“. Gert var ráð fyrir að Dorian yrði mjög nálægt strönd Georgíu og Suður-Karólínu í kvöld að staðartíma. Talið var að fellibylurinn yrði síðan nálægt eða yfir strönd Norður-Karólínu seint annað kvöld en að vindhraðinn yrði þá minni. Miami Abaco- eyjar Grand Bahama Gervihnattarmynd 17. ágúst Eyðilegging á Bahamaeyjum Heimildir: Copernicus (Sentinel-3), Global Human Settlement (Evrópusambandið) FLÓRÍDA Þéttbýlustu svæðin50 km Ekki er vitað hversu mikið manntjónið var Sjávarhæð 3-5 m yfir meðallagi 1. og 2. september: Meðalvindhraði: 78 m/s Vindhviður: Allt að 97 m/sUm 13.000 hús stór- skemmd eða eyðilögð Marsh Harbour A.m.k. 61.000manns þurfa matvælaaðstoð Skv. fréttum í gær: Um 60.000 manns þurfa matvælaaðstoð  Hætta stafar enn af flóðum AFP Hjálparstarf undirbúið Gengið frá matargjöfum sem kirkja í Miami í Flór- ída safnaði vegna fellibylsins Dorian sem ógnar strönd ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.