Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 4
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur, eftir leikstjórann
Hlyn Pálmason, var sýnd á sérstakri hátíðarforsýningu
í Háskólabíói í gær. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari
myndarinnar, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hlynur
Pálmason leikstjóri mættu að sjálfsögðu á sýninguna.
Myndin fékk standandi lófaklapp frá gestum, en hún
hefur þegar hlotið nokkur verðlaun, m.a. á kvik-
myndahátíðinni Critics’ Week í Cannes.
Hátíðarforsýning á Hvítum, hvítum degi
Ljósmynd/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Hlaut standandi lófaklapp frá viðstöddum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is
SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS
OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ!
• FLOTTUSTU BÚNINGARNIR.
• ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR.
• 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI.
SÍÐAN 1969
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mike Pence, varaforseti Bandaríkj-
anna, kemur til Íslands í dag.
Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er
vegna komu varaforsetans og hafa
herflutningavélar og þyrlur sést á
sveimi í Keflavík og víðar undan-
farna daga. Sérsmíðuð og brynvarin
ökutæki hafa verið flutt til landsins
til að aka Pence og hans fylgdarliði
á milli staða og fyllsta öryggis verð-
ur gætt. Talið er að um 280 manns
verði í fylgdarliði varaforsetans,
þar með taldir hermenn og útsend-
arar US Secret Service. Á annað
hundrað íslenskir löggæslumenn
verða til taks. Mikið verður um
götulokanir í Reykjavík í dag vegna
ferða Pence.
Dagskrá heimsóknarinnar lá ekki
fyrir í gær að öðru leyti en að
Pence muni sækja málþing um við-
skipti milli ríkjanna tveggja auk
funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni
utanríkisráðherra, sem líklegt er
talið að verði í Höfða, og Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra í
Keflavík í kvöld.
Ræða varnarmál og viðskipti
„Það er mjög ánægjulegt að
varaforseti Bandaríkjanna heim-
sæki Ísland,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisherra í samtali
við Morgunblaðið. Hann segir að
viðskiptaþing sem hann og Mike
Pence muni sækja ásamt banda-
rískum og íslenskum kaupsýslu-
mönnum hafi verið í undirbúningi
að undanförnu. Á fundi hans og
Mike Pompeo, utanríkisáðherra
Bandaríkjanna, snemma árs hafi
þeir ákveðið að fara í efnahags-
samráð og embættismenn frá lönd-
unum tveimur hafi síðan hist í júní
og haldið undirbúningi áfram.
„Við vonumst til að ná góðum ár-
angri í slíku samráði. Þetta er allt
gert til að styrkja samkeppnisstöðu
þjóðarinnar,“ segir Guðlaugur Þór
og vísar til þess að það sé í stjórn-
arsáttmálanum að styrkja fríversl-
un. Bandaríkin séu stærsti einstaki
markaðurinn sem Ísland skipti við.
„Ég hef unnið að því frá því ég tók
við að styrkja þessi tengsl og efla
fríverslun við Bandaríkin og önnur
lönd,“ segir ráðherrann.
Guðlaugur Þór var spurður hvort
staða varnarmála og viðvera
Bandaríkjamanna hér kæmi ekki til
tals á fundi hans og Mike Pence.
„Við munum örugglega ræða ým-
is mál, þar á meðal þessi,“ segir ut-
anríkisráðherra.
Hann segir heimsókn Mike
Pence ekki tengjast framkvæmdum
bandaríska hersins hér á næstu
misserum. Segir Guðlaugur Þór að
umræddar framkvæmdir séu gerð-
ar á grundvelli fyrirliggjandi samn-
inga.
„Þessi mannvirki og önnur þarfn-
ast viðhalds. Tæknin breytist og
uppfæra þarf búnað. Umræddar
framkvæmdir bandaríska hersins
tengjast ekki heimsókninni enda
var gengið frá þeim fyrir nokkru.“
Kastljósið á Ísland
Hverju skilar heimsókn sem
þessi?
„Það er enginn vafi á því að það
að fá erlenda þjóðarleiðtoga í heim-
sókn hjálpar í samskiptum viðkom-
andi ríkja. Það hjálpar til að auka
skilning á þeirri stöðu sem Ísland
er í. Sjón er sögu ríkari.
Það er mjög eftirsóknarvert að fá
heimsókn sem þessa, það eitt og sér
er mjög jákvætt. Það er sömuleiðis
gott að fá kastljósið á Ísland í
tengslum við viðskipti. Það mun
örugglega opna einhver tækifæri.
Slíkt er auðvitað ekki auðvelt að
mæla en athyglin opnar örugglega
einhverja möguleika.
Mikill öryggisviðbúnaður
Guðlaugur Þór segir aðspurður
að það séu alltaf miklar ráðstafanir
þegar erlendir leiðtogar og ráða-
menn koma hingað. Því sé hins veg-
ar ekki að neita að heimsókn Pence
kalli á meira umfang öryggisgæslu
en alla jafna.
„Öryggisviðbúnaðurinn er mun
meiri þegar kemur að varaforseta
Bandaríkjanna en flestum öðrum.
Hlutir verða fyrir vikið flóknari í
framkvæmd.“
Hjálpar í
samskiptum
ríkjanna
Guðlaugur Þór Þórðarson fagnar
komu Mike Pence, varaforseta Banda-
ríkjanna, hingað til lands Gríðarleg
öryggisgæsla vegna heimsóknarinnar
AFP
Á ferðinni Mike Pence fundaði með forsætisráðherra Írlands í gærdag.
Hergögn fl utt til landsins
Í fylgdarliði varaforsetans verða um
280 manns, þar með taldir hermennog fulltrúar frá US Secret Service
Á annað hundrað íslenskir lögreglumenn,
þar með talin öll sérsveit Ríkislögreglustjóra
og fulltrúar úr sprengjusveit Landhelgis-
gæslunnar verður sömuleiðis á vaktinni
400 manns gæta öryggis Mike Pence meðan á heimsókn hans stendurAlls munu því um
Northrop B-2 Spirit
C-130
Hercules
Mikill viðbúnaður er vegna
heimsóknar Mike Pence
og síðustu daga
hafa herfl utninga-
vélar og herþyrlur
sést á
sveimi í
Kefl avík
og
víðar
Lockheed C-5 Galaxy
Vitað er að
þessar vélar hafa
komið hingað að
undanförnu
MV-22 Osprey
Sikorsky
UH-60
Vélin sem fl ytur varaforsetann
er af gerðinni Boeing C-32A
Sérsmíðaðir brynvarðir
bílar fylgja Mike Pence
hvert sem hann fer