Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK „MÉR LÍÐUR EINS OG FÍFLI. ÉG HÉLT AÐ ÞÉR LÍKAÐI AÐ STARFA HÉR.” „HVERS VEGNA FÆR HANN BÆÐI LEGG OG VÆNG?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gaumgæfa hvað krílin fá að horfa á. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VARIST KÖTTINN VARIST KÖTTINN VARIST KÖTTINN NOH… PASSIÐ YKKUR, GOTT FÓLK ÉG GÆTI SETT ÚT Á KLÆÐABURÐINN VIÐ SIGLDUM AF STAÐ EFTIR AÐ HAFA KOMIST LÍFS AF ÚR GRIMMILEGRI ORRUSTU OG ÞÁ SEKKUR SKIPIÐ! ÞVÍLÍK ÁRANS ÓHEPPNI! ÞETTA ER NÚ EKKI ALSLÆMT! SALTVATNIÐ SÓTTHREINSAR SÁR OG SKRÁMUR! 1940, og Helga Soffía Bjarnadóttir húsmóðir frá Drangsnesi, f. 22.6. 1943. Þau eru búsett á Selfossi. Börn Magnúsar og Önnu eru Fannar Freyr Magnússon, f. 19.8. 1991, hljóðmaður hjá Stöð 2 og gítarleikari í Stuðlabandinu, búsett- ur í Kópavogi. Sonur hans er Ómar Elí Fannarsson, f. 14.9. 2014; 2) Arnar Helgi Magnússon, f. 31.7. 1996, starfsmaður í félagsmiðstöð- inni Zelzíus á Selfossi og nemandi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, búsettur á Selfossi. Sam- býliskona: Helga Rún Einarsdóttir, f. 1996, nemandi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og starfandi lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi; 3) Veigar Atli Magn- ússon, f. 6.6. 2001, starfsmaður í fé- lagsmiðstöðinni Pakkhúsinu á Sel- fossi og nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, búsettur á Selfossi. Sambýliskona: Soffía Mar- grét Sölvadóttir, starfsmaður Bíó- hússins á Selfossi og nemi í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi; 4) Unnar Örn Magnússon, f. 22.6. 2006, nemi í Sunnulækjarskóla. Systkini Magnúsar eru Ómar Snorri Hreiðarsson, f. 10.7. 1965, d. 26.11. 1975; Snorri Hreiðarsson, f. 1.10. 1975, múrari, búsettur í Kópa- vogi. Foreldrar Magnúsar eru hjónin Hreiðar Sólberg Guðmundsson netagerðarmaður, f. 15.6. 1945, frá Vogum á Vatnsleysuströnd og Anna Halldóra Snorradóttir (Bíbí) úr Njarðvík, húsmóðir, f. 16.3. 1947, d. 31.12. 1984. Þau bjuggu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Núver- andi eiginkona Hreiðars er Ragna Skagfjörð Bjarnadóttir frá Skaga- strönd, f. 7.8. 1943. Þau eru búsett í Kópavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vilhjálmur Kristinn Ásmundsson bóndi á Vogsósum í Selvogi Vilhjálmur Kristinn Ásmundsson bóndi á Vogsósum í Selvogi Snorri Hólm Vilhjálmsson múrarameistari í Njarðvík Sólbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir í Njarðvík Anna Halldóra Snorradóttir (Bíbí) húsmóðir í Vogum á Vatnsleysuströnd Kristín Bjarnadóttir húsfreyja á Stóra-Nýjabæ Guðmundur Jónsson bóndi á Stóra-Nýjabæ við Krísuvík Magnús Jónsson bóndi á Sjónarhól Erlendsína Helgadóttir húsmóðir á Sjónarhól á Vatnsleysuströnd Guðrún Lovísa Magnúsdóttir (Lúlla) húsmóðir í Vogum á Vatnsleysuströnd, nú búsett í Víðihlíð í Grindavík Guðmundur Björgvin Jónsson verkstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd Margrét Pétursdóttir húsfreyja á Efri-Brunnastöðum Jón Einarsson útvegsbóndi á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleystuströnd Úr frændgarði Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar Hreiðar Guðmundsson netagerðarmaður, búsettur í Kópavogi Á Leirnum rifjar Ólafur Stef-ánsson upp: „Sigurður Helga- son, bóndi, sem kenndur er við Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, er einn af þeim hagyrðingum sem enn er munað eftir þótt nær 150 ár séu frá dauða hans. Hann bjó á nokkr- um stöðum, eins og títt var um smærri bændur en lengst á Jörfa og stundaði búskap í alls 44 ár. Vísur Sigurðar eru margar hnyttnar en oft beiskju blandnar og þar hefur hann fengið útrás í and- streymi lífsins. Seinna hjónaband hans virðist ekki hafa verið gæfusamt. Daglegt brauð er dauflegt hér, með deilu og þungum orðum, þykir hátíð þegar er þögn og fýla á borðum. Ekki er næsta vísa gleðilegri, en sýnir vissa sáttfýsi eða eigum við að segja uppgjöf? Þótt ég fari margs á mis, mundi ég una högum, ef friðarögn til fágætis fengi á sunnudögum. Sigurður var ekki stórbóndi, en einhver hjú hefur hann haft á Fitj- um í Skorradal þar sem hann bjó með seinni konunni 1851-58, þegar hann lét af búskap og flutti í hornið til sonar síns, sr. Helga, sem þá bjó á Jörfa. Fátt til verka Fitjum á, þótt fjölmörg séu hjúin. Ég er úti einn að slá, ónýtur og lúinn. Það mun líka hafa verið á Fitjum sem Helgi fagnaði því að losna við vinnumann einn sem var enginn heimilisbætir. Þótt hér færist fátt í lag, feginn verð ég hinu, að fjandinn burt í fyrradag fór af heimilinu. Þá er það lokavísan, sem líka mun vera loka- og kveðjuvísa Sig- urðar til Skorradalsins og Fitja, er hann flytur aftur að Jörfa, þrotinn að kröftum og skilinn við konuna.“ Hér hef ég fargað hug og kröftum, hrelling marga sinnið ber, burt úr varga klóm og kjöftum, kýs því bjarga sjálfum mér. Vel kveðið og hraustlega. Blessuð sé minning alþýðuskáldsins Sigurðar á Jörfa.“ Svo góðum pistli verður að fylgja eftir með því að rifja upp aðra hag- yrðinga. Jón Pálsson Vídalín hafði lagt af stað frá Myrká í feigðarför á Heljardalsheiði: Ó hvað tíminn er að sjá undarlega skaptur. Hvað mun dagurinn heita sá að hingað kem ég aftur? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um Sigurð á Jörfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.