Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 207. tölublað 107. árgangur
GERVIGREINDIN
TIL ÞJÓNUSTU
REIÐUBÚIN LIST Í KÖBEN
BJARKI MÁR
BJARTSÝNN
FYRIR VETURINN
MYNDLISTARKAUPSTEFNAN CHART 28 ÍÞRÓTTIR 24VIÐSKIPTAMOGGINN
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, kemur til
landsins í dag. Dagskrá heimsóknarinnar var í
gærkvöldi enn nokkuð óljós að öðru leyti en að
Pence muni sækja málþing um viðskipti milli
ríkjanna tveggja auk fundar með forseta Íslands
og utanríkisráðherra, sem haldinn verður klukkan
14 í Höfða. Afar líklegt má telja að varaforsetinn
muni einnig vilja ræða öryggis- og varnarmál við
íslenska ráðamenn, en viðvera Bandaríkjahers
hér við land hefur sl. vikur og mánuði aukist mjög.
Þá mun Pence einnig hitta forsætisráðherra áður
en hann heldur aftur af landi brott í kvöld. Munu
þau hittast á öryggissvæði Landhelgisgæslu Ís-
lands á Keflavíkurflugvelli.
Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að
íslenska lögreglan og bandarískar öryggissveitir
verða með gríðarlegan viðbúnað í tengslum við
heimsóknina. Mun meiri en sést hefur hér á landi í
langan tíma. Þannig munu vel á annað hundrað
íslenskir lögreglumenn frá hinum ýmsu embætt-
um sinna öryggisgæslu, þ.á m. öll sérsveit ríkis-
lögreglustjóra. Þá munu einnig á þriðja hundrað
Bandaríkjamenn, vopnaðir fulltrúar frá leyniþjón-
ustustofnuninni US Secret Service, sem sér um
öryggi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, og
hermenn vera í fylgdarliði Mikes Pence. Að auki
mun bæði sprengjusveit og flugdeild Landhelgis-
gæslunnar verða til taks. Ekki er talið ólíklegt að
þyrla verði einnig nýtt til að fylgjast með aðgerð-
um úr lofti.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir götum
víða í Reykjavík verða lokað vegna heimsóknar-
innar, einkum í námunda við Höfða. Verður hluta
Sæbrautar, Borgartúns, Kringlumýrarbrautar og
Snorrabrautar lokað. „Þetta er mikið inngrip og
það verða miklar tafir,“ segir hann og bendir á að
lokað verði snemma og verði svo lengi dags.
„Þetta er flókin aðgerð sem kallar á mikinn liðs-
styrk frá öðrum lögregluembættum. Verkefnin
eru mörg og öryggiskröfur miklar,“ segir Ásgeir
Þór enn fremur við Morgunblaðið.
Þá má einnig búast við talsverðu inngripi á
Reykjanesbraut þegar fjölmenn bílalest varafor-
seta Bandaríkjanna fer þar um.
Víðtækar götulokanir
og mikil öryggisgæsla
Varaforseti Bandaríkjanna kemur til landsins Hundruð eru í öryggissveitum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússson
Fundarstaðurinn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun hitta fyrir íslenska ráðamenn í Höfða. Mörgum götum verður lokað í nágrenninu.
Öryggisbúnaður Sérbúin ökutæki sem flutt voru inn til landsins sjást hér bíða komu varaforsetans.
M Íslandsheimsókn Mikes Pence »4 og 14
Neðri deild þingsins í Bretlandi
samþykkti í gærkvöldi tillögu um
að gera þinginu kleift að afgreiða
lagafrumvarp sem kveður á um að
Boris Johnson forsætisráðherra
beri að óska eftir því að útgöngu
landsins úr Evrópusambandinu
verði frestað um þrjá mánuði ef
ekki næst nýtt samkomulag um
hana við leiðtoga ESB-ríkja. 21
þingmaður Íhaldsflokksins greiddi
atkvæði með tillögunni. Embættis-
menn stjórnar Johnsons höfðu sagt
að biði hún ósigur í atkvæðagreiðsl-
unni hygðist hún beita sér fyrir því
að þingkosningar færu fram 14.
október. Johnson staðfesti eftir at-
kvæðagreiðsluna að hann hygðist
leggja til að kosningum yrði flýtt ef
neðri deild þingsins samþykkir
frumvarpið í dag eins og stuðnings-
menn þess stefna að. »12
Johnson
beið ósigur
AFP
Kusu brexit Brexit-sinnar mótmæla
frestun á brexit í London.
Birgir Þórarinsson, þingmaður
Miðflokksins, var ræðukóngur Al-
þingis á 149. löggjafarþinginu sem
lauk á mánudag með afgreiðslu á
þriðja orkupakkanum. Birgir flutti
168 ræður og gerði 698 athuga-
semdir við ræður annarra þing-
manna. Hann talaði alls í 41 klukku-
stund. Þingmenn Miðflokksins
verma fimm efstu sætin yfir ræðu-
kónga síðasta þings og sjö komast
inn á topp tíu. »9
Miðflokksmenn í
fimm efstu sætum