Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 6
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir
það alrangt hjá Mike Pence, varaforseta
Bandaríkjanna, að íslensk stjórnvöld hafi
hafnað samstarfi í verkefninu belti og braut.
Tilefnið er heimsókn varaforsetans til Ís-
lands í fyrradag þar sem hann þakkaði ís-
lenskum stjórnvöldum fyrir að afþakka þátt-
töku í umræddu alþjóðasamstarfi með Kína.
Zhijian rifjar upp forsöguna: „Fyrir um
tveimur árum afhentum við íslenskum stjórn-
völdum drög að samkomulagi innan ramma
beltis og brautar. Það er venjan og við höfum
gert slíkt í mörgum öðrum löndum. Þegar við-
takandi hefur fengið slíkt skjal í hendur hefur
hann þá ábyrgð að kynna sér það og svara því.
Eftir því sem ég best veit eru utanríkisráð-
herra og forsætisráðherra Íslands að kynna
sér möguleikann á því að ganga til samstarfs
um belti og braut. Það hefur hins vegar engin
ákvörðun verið tekin. Þau ummæli varafor-
seta Bandaríkjanna að íslensk stjórnvöld hafi
hafnað belti og braut eiga sér því enga stoð.
Ég kalla þetta falsfréttir,“ segir Zhijian og
brosir, „því þetta er afvegaleiðandi og lýsir
ekki raunveruleikanum. Þess vegna hafa ís-
lenskir ráðamenn tekið skýrt fram að þetta sé
ekki nákvæm lýsing á stöðunni“.
Því fyrr, þeim mun betra
Spurður hvenær kínversk stjórnvöld hafi
væntingar um að íslensk stjórnvöld undirriti
samkomulagið segir hann því fyrr, þeim mun
betra. Þetta sé Íslendinga að ákveða.
Spurður hvort kínversk stjórnvöld hafi boð-
ið íslenskum stjórnvöldum þátttöku í slíkri
fjárfestingu rifjar Zhijian upp að Ísland sé
meðal stofnaðila Fjárfestingarbanka Asíu í
innviðum (skammstafa AIIB á ensku). Bank-
inn skoði hvert verkefni fyrir sig á grundvelli
hagkvæmnisathugunar. Síðar í samtalinu
bendir hann á að tvíhliða viðskipti ríkjanna
hafi aukist úr 400 milljónum dala í 700 millj-
ónum dala frá því fríverslunarsamningur
ríkjanna var undirritaður árið 2013. Kína hafi
farið úr því að vera í 9. sæti yfir helstu við-
skiptaríki Íslands yfir í að vera í 6. sæti.
Síðar í samtalinu segir hann Kínverja
áhugasama um fjárfestingu á Íslandi.
„Að sjálfsögðu viljum við skoða hin ýmsu
tækifæri á Íslandi. Ef íslenska þjóðin þarf að
ráðast í innviðaverkefni … og ef kínversk
fyrirtæki eru öflug á þeim sviðum … og ef það
eru engar svonefndar viðkvæmar hliðar á mál-
um hefðu kínversk fyrirtæki án efa áhuga á að
koma hingað og skoða verkefni,“ segir Zhijian
og rifjar upp mikinn árangur Íslendinga á
sviði jarðhita. Kínverjar og Íslendingar geti
unnið saman á því sviði í öðrum ríkjum.
Leggja mikla áherslu á flugið
Þá hafi hafi það verið ofarlega á dagskrá
hans sem sendiherra að stuðla að beinu flugi
milli Íslands og Kína. Leitað hafi verið til
nokkurra kínverskra flugfélaga en þau ekki
verið í aðstöðu til að hefja flugið að sinni.
„Á frumstigum slíks flugs gætum við hins
vegar beitt okkur fyrir flugi leiguflugvéla frá
Kína sem millilenda einu sinni, til dæmis í
Helsinki eða öðru norrænu landi. Þjónustan
gæti verið árstíðabundin. Það yrði sennilega
ekki flogið daglega heldur nokkrum sinnum í
viku. Slíkt tilraunaflug gæti gefist vel,“ segir
Zhijian og tekur fram að hann eigi við leigu-
flug fyrir farþega. Slíkt flug geti m.a. gagnast
kínverskum fyrirtækjum með því að greiða
fyrir flutningi varnings á íslenskan markað.
„Vonandi gæti orðið af þessu á næsta hálfa
árinu eða svo,“ sagði sendiherrann.
Spurður hvers vegna erlendir ráðamenn
sýni Íslandi nú svo mikinn áhuga sagði Zhijian
að „vegna strategískar staðsetningar hafi
mörg ríki sýnt því áhuga að stofna til góðs
sambands við Ísland, Kína þar með talið“.
Mikilvægi Íslands kunni að aukast með opnun
siglingaleiða yfir norðurpólinn. Hversu mikið
fari eftir því hvaða leiðir muni opnast. „Ég vil
leggja á það áherslu, úr því rætt er um tvíhliða
samskipti ríkjanna, að það býr ekki að baki
strategísk hugmyndafræði [hjá Kína].“
Fyrirskipa ekki gagnasöfnun
Hvað varðar þau varnaðarorð varaforsetans
Pence til íslenskra stjórnvalda að skipta ekki
við tæknirisann Huawei segir Zhijian að því
fari víðs fjarri að kínversk stjórnvöld fyrir-
skipi fyrirtækinu að safna gögnum frá við-
skiptavinum. Þá séu fullyrðingar um hug-
verkaþjófnað Kínverja alrangar. Slíkar
yfirlýsingar Bandaríkjamanna séu tilkomnar
af því viðhorfi að kínversk fyrirtæki séu álitin
ógna stöðu bandarískra fyrirtækja. „Þjóðar-
framleiðsla Kína er nú þegar í 2. sæti, 2⁄3 af
þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Út frá því
hvernig Bandaríkin komu fram við Japan,
Sovétríkin og suma bandamenn í ESB má sjá
hvernig þau munu koma fram við Kína.“
Mörg tækifæri á Íslandi
Sendiherra boðar flug milli Íslands og Kína, mögulega innan hálfs árs
Ummæli varaforseta Bandaríkjanna séu í senn röng og afvegaleiðandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sendiherra Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, fór yfir málin í kínverska sendiráðinu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Albert Jónsson, fv. sendi-
herra Íslands í Washington
og sérfræðingur í alþjóða-
málum, segir fulltrúa
Bandaríkjastjórnar tala um
það opinskátt að áhuginn á
Íslandi og norðurslóðum sé
hluti af samkeppni við Kína
á heimsvísu. „Þetta hófst
með því þegar Mike Pom-
peo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom til Íslands í febrúar sl.
Viku áður áttu hátt settir fulltrúar bandaríska
utanríkisráðherrans símafund með blaðamönn-
um. Þar var m.a. spurt hvort Bandaríkjastjórn
hefði áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja
á norðurslóðum. Þá kom það svar að svo vildi
til að Pompeo ætlaði að koma við í Reykjavík
vegna umsvifa Kínverja,“ segir Albert.
Skýr skilaboð varaforsetans
„Örfáum mánuðum síðar kemur Mike Pence,
varaforseti Bandaríkjanna, til Íslands. Þegar
hann gekk út úr Höfða [í fyrradag] talaði hann
eins skýrt og opinskátt um þetta og unnt var að
gera,“ segir Albert og bendir á að Pence hafi
jafnframt vísað til aukinna umsvifa Rússa á
norðurslóðum. Albert tekur í því sambandi
fram að stefna Rússa á norðurslóðum hafi verið
þekkt í áratugi. Grundvallarhagsmunir þeirra
liggi á Kólaskaga og í Barentshafi.
„Áhugi Kínverja er hins vegar nýtilkominn.
Hann tengist hlýnun jarðar og bráðnun heim-
skautaíss. Svo á eftir að koma í ljós til hvers það
leiðir og hvað verður að veruleika, sigl-
ingaleiðir og slíkt. Kínverjar hafa sýnt Græn-
landi og Íslandi áhuga. Sendiherra Kína á Ís-
landi liggur ekki á því í ræðu og riti að íslensk
stjórnvöld séu opin fyrir því að undirrita sam-
komulag um aðkomu Íslendinga að belti og
braut. Hann gerði þetta síðast í viðtali við Vísi
1. september. Þá lét hann enn einu sinni í ljós
von um að af því yrði. Hann talar um að Ísland
gæti orðið flutningamiðstöð,“ segir Albert.
„Ég lít svo á að Pompeo og Pence séu að
koma hingað til að sýna þessu ákveðið viðnám
og gefa ákveðið merki um að Grænland og Ís-
land sé á þeirra svæði,“ segir Albert.
Hann segir aðspurður ekki útlit fyrir að for-
sendur verði fyrir því að endurvekja herstöðina
í Keflavík. Þá vísar hann á heimasíðu sína um
alþjóða- og utanríkismál, albert-jonsson.com.
Viðnám við
umsvifum
Kína í norðri
Fv. sendiherra bendir
á yfirlýsingar á þessu ári
Albert Jónsson
er hann ekki að greiða neitt útsvar,
þ.e.a.s. hann greiðir ekkert í inn-
viðauppbygginu, ekkert fyrir þjón-
ustuna sem hann notar á vegum
sveitarfélagsins,“ segir hún. Þessi
tillaga snúist um réttlæti og að unn-
ið sé gegn þessu ósamræmi í skatt-
lagningu. „Manni finnst ekki sann-
gjarnt að þeir allra ríkustu séu ekki
að greiða neitt útsvar eða hlutfalls-
lega lægra en launafólk og launafólk
á ekki eitt að bera hitann og þung-
ann af innviðauppbyggingu sveitar-
félagsins,“ segir hún í svari.
Ekki södd og vill hækka álögur
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn, gagnrýn-
ir þessar skattahugmyndir.
„Reykjavík er í fararbroddi varð-
andi háa skatta og gjöld, er með
hæsta útsvarið á höfuðborgarsvæð-
inu og fasteignaskatturinn hefur
hækkað, bara á þessu ári um 17% af
atvinnuhúsnæði. Það er ekki á það
bætandi að fara að hækka aðra
skatta og það er sérkennilegt að
Reykjavíkurborg beini því til rík-
isins,“ segir Eyþór.
Hann segist ekki vera undrandi á
að Sósíalistaflokkurinn komi fram
með þessa tillögu en segir með ólík-
indum að Viðreisn skuli taka undir
þetta. ,,Það finnst okkur afhjúpandi.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Borgarfulltrúar meirihlutaflokk-
anna í borgarstjórn samþykktu á
seinasta borgarstjórnarfundi að vísa
áfram til meðferðar borgarráðs til-
lögu Sönnu Magdalenu Mörtudótt-
ur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks-
ins, um álagningu útsvars á
fjármagnstekjur. Leggur hún til að
borgarstjórn leiti til hinna sveitarfé-
laganna í landinu til að mynda sam-
stöðu um að útsvar verði lagt á fjár-
magnstekjur með lögum frá Alþingi.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins leggjast alfarið gegn hug-
myndum um skattahækkanir enda
séu skattar í Reykjavík í hæstu
hæðum. Í bókun segja þeir að með
hærri sköttum á fjármagnstekjur
væri dregið úr fjárfestingargetu og
gengið á sparnað almennings.
Sanna segir að helstu ástæður
þessarar tillögu séu þær að ekkert
útsvar er lagt á fjármagnstekjur,
ólíkt launatekjum og tekjur hinna
allra auðugustu séu að miklu leyti
fjármagnstekjur „þannig að þeir að-
ilar eru ekki að greiða sama hlutfall
af tekjum sínum til borgarinnar eða
sveitarfélaganna sem þeir búa í, og
launafólkið gerir. Svo ef að viðkom-
andi hefur bara fjármagnstekjur þá
Vill leggja útsvar
Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir skatta
í hæstu hæðum og ekki sé á það bætandi