Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Síðustu vikur hafa verktakar selt
nýjar íbúðir í miðborginni fyrir millj-
arða króna. Frá talningu Morgun-
blaðsins í lok júní hafa þannig selst
49 íbúðir og gætu 72 íbúðir bæst við
á Brynjureit ef samningar takast.
Alls yrðu það 120 íbúðir en miðað
við að meðalverð sé 50 milljónir yrði
söluverðið alls 6.000 milljónir.
Fjárfestar eiga þannig í viðræðum
við verktakafyrirtækið Þingvang um
kaup á 72 íbúðum á Brynjureit í mið-
borginni. Ásett verð á íbúðirnar er á
fjórða milljarð króna. Brynjureitur
er við Hverfisgötu og á baklóðum.
Ný göngugata hefur verið gerð á
Brynjureit frá Laugavegi og undir
nýtt fjölbýlishús við Hverfisgötu.
Pálmar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Þingvangs, segir félagið eiga í
viðræðum við fjárfesta um kaup á
öllum íbúðunum 72. Fleiri hafi sýnt
því áhuga að kaupa allar íbúðirnar.
Hann geti að öðru leyti ekki tjáð sig
um málið á þessu stigi.
Íbúðir á Brynjureit komu í sölu í
tveimur lotum. Í þeim fyrri eru 49
íbúðir sem snúa að Hverfisgötu en í
þeim síðari 23 íbúðir á baklóð. Fram-
kvæmdirnar eru á lokastigi.
Ganga myndi á framboðið
Framboð nýrra íbúða í miðborg-
inni í ár er sennilega án fordæma.
Með kaupunum á Brynjureit myndi
ganga verulega á framboð nýrra
íbúða. Salan var hæg í byrjun sum-
ars, en óvissa í kjölfar gjaldþrots
flugfélagsins WOW air og órói vegna
kjarasamninga voru nefnd sem skýr-
ingar. Líf hefur hins vegar færst í
sölu miðborgaríbúða síðustu vikur.
Pálmar segist aðspurður hafa þá
kenningu að óvenjugott tíðarfar í
sumar eigi þátt í rólegri sölu. Nú sé
markaðurinn að fara í gang á ný.
„Kaupgetan hefur verið til staðar.
Það hefur hins vegar verið óvissa í
efnahagslífinu. Fólk hefur verið að
bíða og sjá hvernig framhaldið yrði.
Annað sem vekur athygli er að
fyrstu kaupendur hjá okkur í mið-
borginni reikna með tekjum af út-
leigu til ferðamanna í 90 daga á ári.
Þeir ætla svo að borga afraksturinn
inn á lánið. Þetta er aðeins hægt að
gera í miðbænum,“ segir Pálmar.
Kaupa íbúðir á Frakkastígsreit
Þá hafa fjárfestar keypt 15 íbúðir
á Frakkastígsreit. Félagið Blóma-
þing fer með uppbygginguna.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, segir kaupendur
ætla að nota íbúðirnar fyrir starfs-
menn sína.
Íbúðirnar á Frakkastígsreit hafa
komið í sölu í nokkrum áföngum. Sá
fyrsti kom í sölu í nóvember 2017.
Með kaupunum eru nú aðeins
tvær íbúðir óseldar af 18 á hæðum
fimm og sex á reitnum og ein íbúð á
2. hæð. Hins vegar eru fimm íbúðir
óseldar á fjórðu hæð og sjö íbúðir á
þriðju hæð. Samanlagt eru 15 íbúðir
óseldar af 68 á reitnum.
Þá vekur athygli að allar íbúðirnar
11 á Klapparstíg 30 eru seldar. Þær
eru í sömu nýbyggingu og Skelfisk-
markaðurinn, sem var lokað eins og
kunnugt er. Annar veitingastaður er
þar í undirbúningi. Hins vegar eru
þrjár íbúðir af fjórum óseldar á
Klapparstíg 28, sem einnig var
byggður af félaginu Þingvangi. Íbúð-
irnar þar eru töluvert stærri og dýr-
ari en á Klapparstíg 30, sem bendir
til að verð hafi áhrif á eftirspurn.
Þá eru 15 íbúðir óseldar á Höfða-
torgi sem kosta undir 60 milljónum.
Þar eru 94 íbúðir í tveimur húsum og
eru nú tíu íbúðir óseldar sem kosta
yfir 90 milljónir króna, sú dýrasta
195 milljónir króna. Níu íbúðir seld-
ust á Hafnartorgi í sumar og styttist
í að önnur hver íbúð þar sé seld.
Þá hafa 10 íbúðir selst á tveimur
reitum ofarlega á Hverfisgötu.
Meiri sala á miðborgaríbúðum
Um 50 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í miðborginni seldust í sumar Fjárfestar keyptu 15 íbúðir
á Frakkastígsreit Þá eiga fjárfestar í viðræðum um kaup á öllum íbúðunum 72 á Brynjureitnum
3
4
5
6
8
9
10
14
11
16
12
13
18
19
26
25
20
22
23
27
1
7 21
2
15
Óseldar íbúðir í miðborg Reykjavíkur
Salan í sumar og hlutfall
seldra íbúða*
Kortagrunnur: Stamen
Íbúðir í söluferli Fjö
ld
i
Se
ld
ar
26
.6
. 2
01
9
Se
ld
ar
4.
9.
2
01
9
Se
lda
r
síð
an
26
.6.
Hl
ut
fa
ll
se
ld
ra
íb
.
Ós
el
da
r í
b.
1 Höfðatorg 94 64 67 3 71% 27
2 Kirkjusandur 77 6 11 5 14% 66
3 Frakkastígsreitur 68 37 53 16 78% 15
4 Hverfi sgata 85-93 70 10 17 7 24% 53
5 Hverfi sgata 94-96 38 16 19 3 50% 19
6 Hafnartorg 70 22 31 9 44% 39
7 Brynjureitur** 72 0 72 72 100% 0
8 Klapparstígur 30 11 8 11 3 100% 0
9 Klapparstígur 28 4 0 1 1 25% 3
10 Tryggvagata 13 38 25 27 2 71% 11
Samtals 542 188 309 121 57% 233
Samtals án Brynjureits 237 49 44% 305
Væntanlegt*** U.þ.b. fjöldi
11 Brynjureitur 2 21
12 Austurhöfn við Hörpu 70
13 Borgartún 28 21
14 Borgartún 41 30
15 Sólborg, Kirkjusandi 52
16 Hverfi sgata 88-92 30
17 Ingólfstorg 16
Samtals 240
*Samkvæmt söluvefjum 4.9. 2019.
**Íbúðir eru fráteknar. Sala er ófrágengin.
***Heimildir: Kynningarefni borgarstjóra,
fréttasafn Morgunblaðsins, kynnt deiliskipulag.
Dæmi um verkefni í bið eða á teikniborðinu U.þ.b. fjöldi
18 F-reitur Kirkjusandi 30 23 Héðinsreitur 330
19 Annar íb.turn á Höfðatorgi 100 24 Snorrabraut 60 49
20 Borgartún 24 65 25 Frakkastígur 1 20
21 Borgartún 34-36 86 26 Guðrúnartún 100
22 Vesturbugt 176 27 Byko-Steindórsreitur 80
Samtals 1.036
17
24
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Meðal nýbygginga í miðborginni er
fjölbýlishúsið Tryggvagata 13.
Hildigunnur Haraldsdóttir, hjá
arkitektastofunni Húsum og skipu-
lagi, er arkitekt og samræmingar-
hönnuður bygging-
arinnar. Hún segir
þegar seldar 27 af
38 íbúðum. Sala sé
lengra komin en
víða á svæðinu,
enda salan hafist
fyrr.
„Við erum betur
sett en flestir,“
segir Hildigunnur,
sem vonast til að
borgaryfirvöld bregðist við til að auka
möguleika þeirra sem hafa stuðlað að
uppbyggingu í miðborginni. Það sé
t.d. hægt með því að veita íbúum í
íbúðum án bílastæða íbúakort og
leigja þeim stæði í bílakjallara á Hafn-
artorgi á sérstöku íbúaverði. Þörf
fyrir bílastæði muni minnka hratt á
næstu árum með fjölgun deilibíla.
Einnig telur hún að æskilegt væri
ef borgin heimilaði byggingaraðilum
að hafa hótel- eða gistirými tímabund-
ið í nýbyggingum í allt að 23 prósent-
um byggingarmagns á lóð í samræmi
við ákvæði í deiliskipulagi fyrir
Kvosina frá maí 2015. Þar með væri
jafnræðis gætt.
Skortir á samráð
Hún gagnrýnir forgangsröðun
borgaryfirvalda í skipulagsmálum.
„Ég hef þungar áhyggjur af mið-
borginni og stefnu borgaryfirvalda.
Mér virðist sem ekki sé haft nægjan-
legt samráð við rekstraraðila. Því
miður er það allt of algeng sjón í mið-
borginni að sjá rýmingarsölur aug-
lýstar vegna lokunar eða flutninga.
Þegar rótgróin fyrirtæki eru farin í
burtu hlýtur það að vera áhyggjuefni.
Ég tel að þetta orsakist að hluta til af
því að byrjað er á röngum enda. Það
þarf fyrst að efla deilibílakerfi og
skapa góðar almenningssamgöngur,
kenna fólki að nota þær og svo má
þrengja að einkabílnum.
Ég er í hjarta mínu sammála þeirri
stefnu að stuðla að bíllausum lífsstíl
og uppbyggingu miðborgarinnar. Það
tekst hins vegar varla með því að
hrekja fjölbreytilegan rekstur í burtu
með háum fasteignagjöldum og tak-
mörkun á bílaumferð áður en aðrar
lausnir eru fullþróaðar.“
Samráð skortir
hjá borginni
Brotthvarf fyrirtækja áhyggjuefni
Hildigunnur
Haraldsdóttir
Félagið Rauðsvík setti 70 íbúðir á Hverfisgötu 85-93 í
sölu í apríl og eru 17 seldar. Þá er félagið að byggja 24
íbúðir á Hverfisgötu 92 og fimm íbúðir á Hverfisgötu
88-90 sem fara í sölu á næstu mánuðum, alls 99 íbúðir.
Sturla Geirsson, framkvæmdastjóri Rauðsvíkur, segir
mikið framboð á skömmum tíma hafa haldið niðri verði
nýrra íbúða í miðborginni. Það muni ekki vara mikið
lengur. „Verðið hefur ekki hækkað í hlutfalli við kostnað.
Krónan hefur veikst og allur byggingarkostnaður hækk-
að. Verðið mun því hækka um leið og framboðið minnk-
ar. Það liggur í hlutarins eðli. Nú er boðið upp á nýjar
íbúðir á svipuðu verði og í Garðabæ og á Hlíðarenda.
Það mun ekki endast. Ég vænti þess að um áramótin verði búið að ganga
verulega á framboðið. Þá mun þessari kyrrstöðu í verðlagningu ljúka,“
segir Sturla. Rætt sé um að kaupendur bíði eftir útspili ríkisstjórnarinnar í
haust varðandi fyrstu kaup.
Verðið muni hækka á nýju ári
FRAMBOÐIÐ SAGT HALDA NIÐRI VERÐINU
Sturla Geirsson
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Verð 9.800
Verð 5.990
Kjóll
Skyrta
Stútfull búð af
Nýjum
vörum