Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
VIÐ TENGJUMÞIG
KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og
hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur
eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bárður á Steig Nielsen, formaður
Sambandsflokksins í Færeyjum, hef-
ur fengið umboð til að mynda nýja
landstjórn eftir kosningar sem fóru
fram á laugardaginn var. Sam-
bandsflokkurinn hyggst mynda stjórn
með Fólkaflokknum og Miðflokknum.
Þeir eru með sautján þingsæti af 33.
Forseti færeyska lögþingsins veitti
Bárði Nielsen umboðið eftir að hafa
rætt við formenn flokkanna um hver
þeirra ætti að reyna að mynda stjórn.
Áður hafði Aksel
V. Johannesen,
lögmaður Fær-
eyja, lagt fram af-
sagnarbeiðni eftir
að landstjórn
Jafnaðar-
flokksins, Þjóð-
veldisflokksins og
Framsóknar
missti meirihluta
sinn á þinginu.
Flokkarnir þrír
voru með alls 17 þingsæti en Jafn-
aðarflokkurinn og Þjóðveldisflokkur-
inn misstu eitt sæti hvor. Fylgi Jafn-
aðarflokksins minnkaði úr 25,1% í
22,1% og hann er nú með sjö þing-
menn. Þjóðveldisflokkurinn er með
sex þingmenn og fylgi hans minnkaði
úr 20,7% í 18,1%. Framsókn, flokkur
sem klauf sig út úr Fólkaflokknum ár-
ið 2011, fékk 4,6% og missti 2,4 pró-
sentustig en hélt báðum þingsætum
sínum.
Fólkaflokkurinn stærstur
Stóru hægriflokkarnir tveir
styrktu stöðu sína á lögþinginu.
Fólkaflokkurinn bætti við sig tveimur
þingsætum, fékk átta sæti og 24,6%
atkvæðanna, 5,7 prósentustigum
meira en í kosningum fyrir fjórum ár-
um. Sambandsflokkurinn fékk sjö
þingsæti og bætti við sig einu. Hann
fékk 20,3% atkvæðanna, 1,6 prósentu-
stigum meira en í kosningunum í
september 2015. Miðflokkurinn fékk
5,4% atkvæðanna, stóð nánast í stað
og hélt tveimur þingsætum. Flokkur-
inn Sjálvstýri missti annað þingsæta
sinna, fékk 3,4% fylgi, tæpu prósentu-
stigi minna en fyrir fjórum árum.
Aksel V. Johannesen, formaður
Jafnaðarflokksins, sagði í viðtali við
danska ríkisútvarpið að hann teldi að
fiskveiðilög sem samþykkt voru á síð-
asta kjörtímabili væru meginástæða
þess að stjórnin féll. Þau voru mála-
miðlunarlausn, fela m.a. í sér að hluti
af fiskveiðiheimildum er seldur á upp-
boði til eins eða nokkurra ára.
Þingforsetinn náði
ekki endurkjöri
Færeyjar hafa verið eitt kjördæmi
frá árinu 2008 og frambjóðendum er
ekki raðað í sæti á framboðslistunum
heldur velja kjósendur flokk og þann
frambjóðanda hans sem þeim hugn-
ast. Aðeins átta konur voru kjörnar á
þingið að þessu sinni.
Frambjóðendurnir voru 179 og þeir
fengu alls 32.151 atkvæði. Aksel V. Jo-
hannesen fékk flest, 2.327, og Bárður
á Steig Nielsen næstflest, 1.220. Í
þriðja sæti var Høgni Hoydal, for-
maður Þjóðveldisflokksins, með 1.209
atkvæði.
Formaður Fólkaflokksins, Jørgen
Niclasen, varð þriðji fylgismesti fram-
bjóðandi flokksins, með 724 atkvæði.
Beinir Johannesen fékk 995 og Jacob
Vestergaard 779.
Á meðal þeirra sem komust ekki á
þing er fráfarandi forseti lögþingsins,
Páll á Reynatúgvu, sem er í Þjóð-
veldisflokknum. Formaður Sjálvstýr-
is, Jógvan Skorheim, var ekki heldur
kjörinn á þingið.
Fylgisminnsti frambjóðandinn
fékk aðeins eitt atkvæði.
Nýja lögþingið á að koma saman í
fyrsta skipti ekki síðar en laugardag-
inn 14. þessa mánaðar.
Hyggjast
mynda mið-
hægristjórn
Bárður Nielsen fékk umboðið
Bárður
Nielsen Fellibylurinn Dorian geisaði með-
fram strönd ríkjanna Suður- og
Norður-Karólínu í gær eftir að hafa
valdið mikilli eyðileggingu og orðið
að minnsta kosti tuttugu manns að
bana á Bahamaeyjum.
Hundruð þúsunda manna voru án
rafmagns í Karólínuríkjunum og
Georgíu vegna óveðursins og varað
var við „lífshættulegum stormöld-
um“. Fellibylnum fylgdi mikil úr-
koma sem olli flóðum, meðal annars
í borginni Charleston í Suður-Karól-
ínu þar sem loka þurfti tugum gatna
vegna vatnselgsins.
Um 2,2 milljónum manna hafði
verið sagt að forða sér af heimilum
sínum á strönd Karólínuríkjanna,
Flórída og Georgíu. Fellibylurinn
olli þó minna tjóni í Flórída en óttast
hafði verið.
Vindhraðinn mældist allt að 51
m/s í gær en var 83 m/s þegar Dori-
an kom að landi á Bahamaeyjum á
sunnudaginn var. Fellibylurinn var
þá í fimmta og hæsta styrkleika-
flokki. Hann var lengst af ýmist í
öðrum eða þriðja styrkleikaflokki í
gær, að sögn Fellibyljamiðstöðvar
Bandaríkjanna.
Allt að 70.000 manns
þurfa hjálp
Duane Sands, heilbrigðisráðherra
Bahamaeyja, sagði að sautján
manns hefðu látið lífið á Abaco-eyj-
um og þrír á eyjunni Grand Ba-
hama. Talið er að fleiri hafi farist
vegna þess að björgunarsveitir hafa
ekki enn lokið leit að fólki á ham-
farasvæðunum.
Alþjóðasamband Rauða krossins
og Rauða hálfmánans óttast að um
45% húsanna á Grand Bahama og
Abaco-eyjum, eða um 13.000 hús,
hafi stórskemmst eða eyðilagst í
náttúruhamförunum. Embættis-
menn hjálparstofnana Sameinuðu
þjóðanna sögðu í gær að allt að
70.000 manns þyrftu á tafarlausri
hjálp að halda. Þeir sögðu að sjá
þyrfti um það bil 50.000 manns á
Grand Bahama og 15.000-20.000 á
Abaco-eyjum fyrir húsaskjóli,
hreinu drykkjarvatni, matvælum,
lyfjum og öðrum hjálpargögnum.
Bandaríska strandgæslan hefur
sent þrjú varðskip að eyjunum og
þau höfðu í gær bjargað 135 manns
frá því að óveðrið hófst. Fleiri skip
og björgunarbátar voru á leiðinni
þangað til að aðstoða við björgunar-
starfið, að sögn fréttavefjar CNN.
Breskt herskip hefur verið sent með
hjálpargögn til Abaco-eyja. Bretar
hafa einnig sent þyrlur og björg-
unarsérfræðinga til að aðstoða við
björgunarstarfið, að sögn frétta-
vefjar BBC.
AFP
Eyðilegging Loftmynd af húsum í bænum Marsh Harbour á Stóru Abaco-eyju á Bahamaeyjum eftir hamfarirnar.
Dorian olli usla í
Karólínuríkjunum
Að minnsta kosti tuttugu manns fórust á Bahamaeyjum
Bjargað Bátsmaður varðskips bandarísku strandgæslunnar situr hjá konu
sem var bjargað ásamt fleiri nauðstöddum íbúum á Abaco-eyjum.
Eigandi franska hanans Maurice
fór með sigur af hólmi í dómsmáli
sem nágrannar hans höfðuðu gegn
honum vegna þess að haninn hefur
vakið þá um fjögurleytið á morgn-
ana með gali sínu. Dómarinn í mál-
inu komst að þeirri niðurstöðu að
haninn hefði rétt til að gala á
morgnana og stefnendunum bæri
að greiða eiganda hans jafnvirði
140.000 króna í bætur vegna máls-
kostnaðar.
Dómsmálið vakti mikla athygli
og þótti til marks um spennuna sem
getur skapast í samskiptum íbúa
sveitahéraða og sumarhúsaeig-
enda. Hjón, sem eru á eftirlaunum
og keyptu hús á eyjunni Oleron til
að dvelja þar á sumrin, höfðuðu
málið gegn eiganda hanans.
FRAKKLAND
Haninn má gala á morgnana