Morgunblaðið - 06.09.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Málefni Seyðis-
fjarðar hafa mikið
verið í umræðunni
undanfarið m.a. vegna
Fjarðarheiðarganga.
Fyrirsögnum eins og
„dýrasta vegafram-
kvæmd sögunnar“,
„lengstu göng Ís-
lands“ o.s.frv. er sleg-
ið upp. Umræðan hef-
ur oft á tíðum verið
óvægin og ósann-
gjörn.
Einar Þorvarðarson skrifaði
grein í Austurfrétt 20. ágúst sl. og
fer hann mikinn í að mæla gegn
tillögum verkefnahóps samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytisins um
leiðarval. Hópurinn leggur til að
gerð verði göng undir Fjarðarheiði
og síðan til Norðfjarðar um Mjóa-
fjörð. Einar talar um að göng und-
ir Fjarðarheiði séu óraunhæf
lausn, þvert á skoðun fyrrverandi
og núverandi Vegamálastjóra og
allra þeirra sérfræðinga sem skoð-
að hafa raunhæfar lausnir fyrir
Seyðisfjörð. Einar telur að hér sé
verið að leggja til sóun á fjár-
munum ríkisins. Einar talar um
hringtengingu um Mjóafjörð til
Norðfjarðar án ganga undir Fjarð-
arheiði sem allsherjarlausn fyrir
Austurland og leggur til að farin
verði 108 km leið til Egilsstaða frá
Seyðisfirði í staðinn fyrir um 20
km. Af þessari ástæðu
einni saman er aug-
ljóst að sú leið er frá-
leit án Fjarðarheiðar-
ganga. Hann gerir
lítið úr lokunum en
það eru mun oftar
vandræði á heiðinni
en fólk gerir sér grein
fyrir og tölur geta
sýnt.
Síðan er það áhuga-
maðurinn um blóm-
legt mannlíf á lands-
byggðinni, Ellert
Ólafsson, sem ritar
grein um Fjarðarheiðargöng í
Morgunblaðið fimmtudaginn 29.
ágúst sl. Hann mærir hugmyndir
Einars og þá hringtengingu sem
hann leggur til. Ellert dásamar
dýrðarstaðinn Seyðisfjörð, heim-
sótti hann árið 1984 á sólbjörtum
degi, þar sem suðrænir vindar
léku um hinn 1.000 metra háa fjall-
garð sem umlykur byggðina. Ég
veit hvað hann á við, bæjarbúar og
um 400.000 ferðamenn sem koma
til Seyðisfjarðar yfir sumartímann
eru Ellert sammála.
Framkvæmd við göngin er
vissulega dýr og hljómar óskyn-
samleg þegar hún er sett fram á
þennan einfalda máta eins og Ein-
ar, Ellert og fleiri gera. En fram-
kvæmdin dreifist á um 10 ár og
verður fjármögnuð með veg-
gjöldum að hluta og með hag-
stæðum lánum sem dreifir kostn-
aði þá á enn fleiri ár. Margir
reiknimeistarar hafa lagt sig fram
um að finna út hversu marga kíló-
metra við Seyðfirðingar ættum
rétt á að fá miðað við höfðatölu,
sjaldan eða aldrei er talað um
Austurland í heild í því sambandi.
Eðlilegra væri að hugsa þetta sem
hluta af heildarvegakerfi landsins
og reikna út frá íbúafjölda lands-
ins. Eða sleppa þessum höfðatölu-
útreikningum og tala frekar um
hvað hver landshluti leggur til
þjóðarbúsins í tekjum. Frá Austur-
landi kemur um fjórðungur út-
flutningstekna landsins. Hér er um
lífæð Seyðisfjarðar að ræða en öll
sveitarfélög á vettvangi SSA –
Samtök sveitarfélaga á Austur-
landi hafa ítrekað ályktað að í for-
gang skuli setja göng undir
Fjarðarheiði. Ég hvet þá sem
hyggjast fjalla um þetta brýna
verkefni að gera það á málefna-
legan máta og að vel ígrunduðu
máli.
Í kafla 4.1 í samgönguáætlun
sem gefin var út haustið 2018 er
fjallað um greiðar samgöngur. Að
metið verði hvaða þætti samgöngu-
kerfisins þurfi sérstaklega að efla
með tilliti til ferðaþjónustu og
kannaðar leiðir til fjármögnunar.
Að almenningssamgöngur verði
skipulagðar sem heildstætt kerfi á
landi, legi, og í lofti og gætt verði
jafnræðis í stuðningi ríkisins við
framkvæmdaaðila.
Í kafla 4.2 er fjallað um öryggi í
samgöngum. Verkefni til að ná
þessu markmiði verði m.a.: Gerð
úttekt á flutningsgetu samgöngu-
kerfisins komi til rýminga vegna
náttúruhamfara eða annarra
ófyrirséðra atburða með áherslu á
höfuðborgarsvæðið. Ástæða er til
að benda á í þessu samhengi að
mannskæðasta snjóflóð Íslandssög-
unnar féll árið 1895 á Seyðisfirði
og létust í því flóði 24 manns. Tíð
eru skriðuföll og snjóflóð enn þann
dag í dag og snjóalög mismikil eft-
ir árferði. En eina vegtengingin
við Seyðisfjörð er um Seyðisfjarð-
arveg 93 um Fjarðarheiði. Göng
undir Fjarðarheiði veita því ekki
einungis greiðari samgöngur held-
ur efla öryggismál til muna.
Í kafla 4.5, „umferðaröryggis-
áætlun“ er fjallað um árlegan sam-
félagslegan kostnað af umferðar-
slysum og lagt er til að auka
umferðaröryggi með öllum til-
tækum ráðum. Einnig er nefnt að
á tímabilinu verði unnið að því að
Ísland verði í hópi þeirra fimm
Evrópuþjóða sem búa við mest
umferðaröryggi. Þar er einnig tal-
að um að vegi í notkun eigi stöð-
ugt að rýna með hliðsjón af
umferðaröryggi. Þannig má finna
hættulega staði, svokallaða svarta
bletti, og ráða bót á þeim.
Umferðaröryggi er ekki
tryggt um Seyðisfjarðarveg 93 um
Fjarðarheiði eins og staðan er í
dag.
Sem þjóðvegur til Evrópu
stenst hann engan veginn öryggis-
kröfur nema e.t.v. á góðum, björt-
um sumardegi.
Að vetrarlagi og í þokusúld er
vegurinn stórhættulegur. Um 10
km kafli er í 620 metra hæð yfir
sjávarmáli og brekkur báðum meg-
in, brattar og bugðóttar.
Seyðisfjarðarvegur nr. 93 um
Fjarðarheiði kemur í veg fyrir að
Ísland verði í hópi þeirra fimm
Evrópuþjóða sem búa við mest
umferðaröryggi.
Talað er um að auka þurfi
umferðaröryggi með öllum til-
tækum ráðum. Með Fjarðarheiðar-
göngum er hægt að gera það og
þannig lækka kostnaðinn af slys-
um.
Gríðarlegir þungaflutningar
eru um Seyðisfjarðarveg 93 um
Fjarðarheiði, en um 2.000 flutn-
ingabílar fara um heiðina ár hvert
með um 34 þúsund tonn af frakt.
Í dag fara 560.000 manns um
Seyðisfjarðarveg 93 um Fjarðar-
heiði árlega samkvæmt talningu
Vegagerðarinnar, langflestir að
sumarlagi.
Seyðisfjarðarvegur nr. 93 um
Fjarðarheiði er svartur blettur á
vegakerfinu, þar eru óhöpp og slys
tíð.
Fjarðarheiðargöng dýrustu og
lengstu göng miðað við höfðatölu?
Eftir Aðalheiði
Borgþórsdóttur » Seyðisfjarðarvegur
nr. 93 um Fjarðar-
heiði er svartur blettur
á vegakerfi landsins.
Höfundurer bæjarstjóri á Seyðisfirði.
Aðalheiður
Borgþórsdóttur
Aðeins það besta er nógu gott
fyrir börnin okkar
SILMO
Award
France
iF Award
Germany
Red Dot
Award
Germany
Good De-
sign Award
USA
Good
Design
Award
Japan
Barnagleraugun frá LINDBERG
hafa verið verðlaunuð um
heim allan og eru okkar stolt!
ER BARNIÐ ÞITT
MEÐ ÞAÐ BESTA?
3 ára ábyrgð