Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 28

Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu kl. 9-9.45. Fundur Karlaklúbbs kl. 13. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16. 15-17. Opið fyrir inni- pútt og 18 holtu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Safnaðarfélag Áskirkju verður með vöfflukaffi eftir messu, sunnudaginn 8. september kl. 12 til styrktar félaginu; vöfflur, sulta og rjómi, kaffi og djús - fullorðnir 1000 kr., börn yngri en 12 ára 500 kr. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Fatasala kl. 11-13. Bíó í setu- stofu kl. 13-15. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Botsía kl. 10.15. Þátttöku- listarnir liggja í holinu, komdu og athugaðu hvort það er ekki eitthvað sem heillar þig að gera í vetur. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlist með Margréti kl. 12.30. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi í setustofu kl. 9.45. Botsía setustofu kl. 10. Föstudagshópurinn hittist í handverksstofunni kl. 10. Frjáls spilamennska í setustofu kl. 13-16.30. Handaband í hand- verksstofu kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30 og vöfflukaffi kl. 14.30. Í næstu viku hefst námskeið í trétálgun, áhuga- samir skrái sig í móttökunni á 3. hæð eða í síma 411-9450. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjónakaffi kl. 10- 12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, söngstund með Martón og Kristbjörgu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogssundlaug, ganga kl. 10 frá Borgum, allir styrkhópar. Bridshópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur á sama tíma í Borgum. Hið sívinsæla föstudagsvöfflu- kaffi hefst á ný eftir sumarfrí kl. 14.30-15.30 í dag, allir velkomnir og minnum á skráningalista í Borgum þar sem skráð er á ýmsa viðburði og námskeið. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í salnum á Skólabraut kl. 11. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðis- mýri 30, kl. 13.30. Ath. söngurinn hefst næsta föstudag þann 13. sept- ember kl. 13. Þeir sem eiga pantaða miða á óperuna Brúðkaup Figarós vinsamlega hafi samband við Kristínu varðandi greiðslu. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Dansleikur í Stangarhyl 4, sunnudagskvöld 8. sept- ember kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL Svart, hvítt og húðlitt. Verð 1.790 kr. Gabe - Stærðir M-XXL Svart og hvítt. Verð 2.650 kr. Rona - Stærðir M-3XL. Verð 2.990kr Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi KR 4990 St. 10-30 ST.36-52 Sími 588 8050. - vertu vinur Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á mbl.is alltaf - allstaðar Mikil eftirvænt- ing lá í loftinu þeg- ar við hittumst öll, tæplega fimmtíu, við upphaf MBA-náms við Há- skólann í Reykjavík haustið 2014. Hlátrasköll og keppnisandi dró athyglina að hverju og einu. Í miðjum hópnum stóð Óli Freyr. Yfirvegaður, glaðlegur og jarðbundinn. Á meðan skoðanaríkur hóp- urinn hafði sig í frammi beið Óli oftar en ekki rólegur hjá og hlustaði af athygli, sposkur á svip með liðuðu lokkana sína. Eftir nokkra stund skoðana- skipta átti Óli það til að standa upp, ganga að töflu í vinnuher- bergjunum og teikna upp fallegt og skýrt flæðirit af því sem sagt hafði verið. Af athygli og áhuga kunni hann að hlusta, draga síð- an saman aðalatriðin og gefa öll- um hlut í niðurstöðunni. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem við hittum fólk sem hvílir svona vel í sjálfu sér eins og hann gerði. Hann var svo hæv- erskur, yfirvegaður og staðfast- ur. Við lærðum hratt að ef hann talaði var vert að leggja við hlustir því hann talaði af visku og þekkingu. Óli var líka svo hreinn og beinn, hann talaði af virðingu við fólk og hann talaði af virðingu um fólk. Hann sagði okkur svo fallega frá fólkinu sínu, Ágústu og börnunum, og ást hans til þeirra skein í gegn- um allt sem hann gerði. Óli Freyr veiktist á meðan við vorum í námi. Hann talaði ekki mikið um veikindin en það var alveg ljóst að hann ætlaði að klára námið. Fölur og án lokk- anna með smart kaskeiti stóð hann og varði með hópnum sín- um lokaverkefnið vorið 2016. Við vonuðum öll að hann næði sér og héldum sum að svo væri því roðinn kom aftur í kinnarnar og lokkarnir uxu. Óli Freyr hress í vinnu, að skrifa bók og greinar um fjármálamarkaðinn. Lífið héldi áfram. Nú stöldrum við öll við, hugsum, minnumst og endurmetum lífið. Óli Freyr átti svo sannarlega skilið að fá lengri tíma, hann var einn af þessum góðu í orði og at- höfnum. Óli Freyr bauð upp á svo góða nærveru, gott and- rúmsloft og léttleika. Hann gaf af sér þannig að allir sem hann snerti áttu í honum hlut. Mikill er missir fjölskyldunn- ar og sorgin sár að hafa misst máttarstólpa úr lífi sínu. Heil- steyptan, vandaðan mann. Við samnemendur Óla Freys vottum Ágústu, Vigdísi, Kristjáni og Katrínu ásamt fjölskyldu og vin- um okkar dýpstu samúð. Við er- um lánsöm að hafa fengið að kynnast honum og munum halda minningu hans á lofti. Skarð er hoggið í hópinn okkar sem ekki verður fyllt. Fyrir hönd útskriftarárgangs MBA-nema í HR 2016, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir. Í dag fylgjum við kærum vini okkar og samstarfsfélaga, Óla Frey, til grafar. Það er þyngra en tárum taki. Í starfi hlífði Óli sér hvergi þrátt fyrir veikindi sín, kærði sig ekki um vorkunn og var mik- ilvægur hluti af hópnum. Frumraun Óla á vettvangi eignastýringar var ritun bókar- Óli Freyr Kristjánsson ✝ Óli FreyrKristjánsson fæddist 6. júlí 1978. Hann lést 25. ágúst 2019. Útför Óla Freys fór fram 5. sept- ember 2019. innar Umboðs- skylda. Rit sem hann hlaut verð- skuldað lof fyrir og sýndi að hann átti fullt erindi á nýjum starfsvettvangi. Óli var að því loknu fenginn til að leiða vinnu við stefnu- mótun ábyrgra fjár- festinga fyrir nokkra af stærstu fagfjárfestum landsins. Verkefn- ið var að brúa það bil sem á vantaði í þekkingu, framkvæmd og vitundarvakningu í fagum- hverfinu. Óli bar virðingu fyrir þekkingu og reynslu annarra og leitaði í reynslubrunn nokkra stærstu fjárfesta heims. Hann ritaði reglulega faglegar greinar, fræddi, heimsótti og greindi nokkur stærstu fyrirtæki lands- ins varðandi málefni ábyrgra fjárfestinga. Hélt einnig fjölda erinda og fyrirlestra í á opinber- um og almennum vettvangi. Óhætt er að fullyrða að í fag- og nærumhverfi málefna ábyrgra fjárfestinga er litið til Óla sem brautryðjanda og sem fræðimanns í fremsta flokki. Framlag hans og atorka er aðdáunarverð. Ekki má því gleyma að á sama tíma og unnin var fullur vinnudagur, hlutverki þriggja barna fjölskylduföður var gegnt, var háð hatrömm bar- átta við þann illa óvætt sem krabbamein er. Við eigum eftir að sakna okk- ar klára, hnyttna, réttsýna og ljúfa drengs. Félagsskaparins á góðu svo og slæmu stundunum. Metnaðarins, jákvæðninnar og ekki síst húmorsins. Við erum stolt af vini okkar, þakklát fyrir vinskapinn og fyrir þann heiður að hafa fengið að hafa kynnast honum. Við kveðjum þig Óli Freyr með fleygum orðum Eddukvæða frá 13. öld Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Minningin lifir. Þínir vinnufélagar Hjörleifur, Haraldur, Halldór, Guðbjörg, Ólafur, Aníta Rut, Diljá og Rut. „Ekki einu sinni velta þessu fyrir þér, það kemur ekki til greina að þú verðir ekki til stað- ar fyrir barnið þitt þegar það þarfnast þín, börnin okkar og fjölskyldan eiga alltaf að hafa forgang.“ Þetta sagði hann Óli við eina af okkur í byrjun sum- ars þegar hún þurfti að rjúka út í miðju verkefni. Þetta svar Óla lýsti honum svo vel, hann elskaði fjölskylduna sína meira en allt annað og talaði ávallt svo fallega um hana. Í dag opnast himnarnir fyrir kærum vini og samstarfsfélaga. Óli Freyr var einstakur vinur, félagi og samstarfsmaður. Við vorum svo heppnar að hafa feng- ið Óla sem meðspilara bæði á Verkefnastofu Arion banka sem og í öðrum verkefnum í gegnum árin. Það eru ekki margir með jafn þægilega, góða og fallega nærveru og Óli. Ekkert kom honum úr jafnvægi, alltaf var hann úrræðagóður og reyndi að finna bestu mögulegu niðurstöð- una og var brosið og húmorinn aldrei langt undan. Óli Freyr var sá samstarfsaðili sem allir vildu hafa með sér í liði. Það var mikið áfall fyrir hóp- inn þegar Óli tilkynnti að hann hefði greinst með illvígt krabba- mein. Hann gafst aldrei upp, hélt áfram, var jákvæður og vildi enga vorkunn. Við munum minnast hans sem trausts og góðs vinar með ein- staka yfirvegun og góðan húm- or. Ágústu og fallegu börnunum hans þremur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Óli mun lifa áfram í gegnum ykkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guðrún Helga, Katrín Rós og Petra Björk. Horfið er nú sumarið og sólin segir í hinu ástsæla sönglagi Vil- hjálms Vilhjálmssonar. Þessi ljóðlína kom upp í hugann þegar fréttir bárust af ótímabæru and- láti Óla Freys Kristjánssonar manns í blóma lífsins. Leiðir okkur lágu saman fyrir tæpum tveimur árum þegar IcelandSIF, samtök um ábyrgar og sjálfbær- ar fjárfestingar, voru stofnuð. Það var mikill fengur að fá Óla í stjórn samtakanna enda brann hann fyrir málefninu og var mjög virkur í starfinu allt fram á síðasta dag. Hann átti mikinn þátt í að leiða félagið áfram og lét ekki erfið veikindi halda aftur af sér í starfinu. Við sem fengum þann heiður að kynnast Óla sáum fljótt að þar var einstak- lega góður og heilsteyptur ein- staklingur á ferð. Óli lét sér annt um umhverfið og samfélagið en leit sér einnig nær og var mikill fjölskyldumaður, Garðbæingur og stuðningsmaður Stjörnunnar. Nú er sólin hans Óla sest en minningin um hann lifir áfram. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum Óla, sem fá það erfiða verkefni að takast á við lífið án hans. Stjórn IcelandSIF, Kristín Jóna Kristjánsdóttir. Í dag kveðjum við kæran samstarfsfélaga og vin, Óla Frey Kristjánsson, sem féll frá langt fyrir aldur fram. Óli Freyr hóf störf í Arion banka árið 2011 sem verkefna- stjóri. Því starfi sinnti hann af faglegum metnaði og innsæi. Þar kom vel fram hæfni hans í samskiptum því hann átti auð- velt með að miðla málum, finna lausnir og fá fólk á sitt band. Störf sín vann hann af hógværð en ávallt var stutt í glettnina og húmorinn. Óli Freyr söðlaði um og hóf störf í eignastýringu Ar- ion banka síðla árs 2016 þegar hann tók að sér að skrifa ritið Umboðsskylda, sem var upphaf- ið að forystu hans í málefnum ábyrgra fjárfestinga. Óli Freyr tók jafnframt virk- an þátt í samtökunum Ice- landSIF, sem vinna að því að auka þekkingu og faglega vinnu á þessu sviði meðal íslenskra fagfjárfesta og fjármálafyrir- tækja. Það var aðdáunarvert að sjá það mikla starf sem Óli Freyr vann um leið og hann barðist við sín alvarlegu veik- indi. Við minnumst Óla Freys fyrir hans faglega metnað, dugn- að og góð ráð en ekki síst fyrir léttleikann og jákvæðnina sem einkenndi öll hans störf. Óli Freyr skilur eftir sig stórt skarð hjá samstarfsfélögum en verk hans og faglegt starf lifir áfram. Við vottum Ágústu, börnum og fjölskyldu okkar dýpstu sam- úð. Minning um góðan mann lif- ir. F.h. Arion banka, Margrét Sveinsdóttir Rakel Óttarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.