Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
FRAM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Þorgrímur Smári Ólafsson, leik-
maður handknattleiksliðs Fram, er
brattur fyrir komandi tímabil þrátt
fyrir að Framarar hafi misst lykil-
menn frá síðustu leiktíð. Framarar
ætla sér að taka einn leik fyrir í einu,
en liðið endaði í tíunda sæti deildar-
innar síðasta vetur og rétt slapp við
fall. Fram hefur leik í úrvalsdeild-
inni á mánudaginn kemur þegar liðið
heimsækir Val á Hlíðarenda, en
Frömurum er spáð tíunda sætinu í
ár af fyrirliðum og þjálfurum
deildarinnar.
„Tímabilið leggst ágætlega í okk-
ur þannig séð. Við misstum góða
menn eftir síðasta tímabil en við er-
um samt sem áður staðráðnir í að
gera góða hluti á komandi leiktíð.
Við ætlum okkur að taka einn leik
fyrir í einu en þetta verður erfitt
tímabil enda önnur lið í deildinni
gríðarlega vel mönnuð. Að sama
skapi er enginn leikur gefins í þess-
ari deild og við förum í alla leiki til
þess að sækja einhver stig. Okkur
hefur verið spáð á þessum slóðum
undanfarin þrjú ár og við höfum ver-
ið á þessum slóðum þegar deildin
hefur verið að klárast þannig að spá-
in núna er bara í takt við gengi liðs-
ins síðustu ár. Auðvitað viljum við
gera betur og stefnan er að sjálf-
sögðu sett á það en það þarf svo bara
að koma í ljós hvernig tekst til.“
Býr mikið í liðinu
Fram hefur misst öfluga leikmenn
frá síðustu leiktíð en þar ber hæst að
nefna þá Viktor Gísla Hólmgeirsson
landsliðsmarkvörð og tvo af þremur
markahæstu mönnum liðsins, Þor-
stein Gauta Hjálmarsson og Andra
Þór Helgason. Þorgrímur er samt
sem áður bjartsýnn og telur aðra
leikmenn fullfæra um að fylla skörð-
in sem þeir þrír skilja eftir sig.
„Það er alltaf leiðinlegt að missa
góða félaga og vini en breytingarnar
sem hafa orðið á leikmannahópnum
heilt yfir horfa ágætlega við mér.
Þetta eru allt sterkir leikmenn sem
við misstum frá okkur, þannig séð,
en ég treysti þeim sem hafa komið
inn í stað þeirra til að fylla skörð
þeirra þegar fram líða stundir og
heilt yfir hefur ég litlar áhyggjur af
þessu. Leikstíll liðsins breytist að-
eins við þetta en það þarf alls ekki að
vera neitt verra. Við eigum aðeins
eftir að spila okkur saman en við er-
um að bæta okkur frá degi til dags
og það er ákveðinn stígandi í leik-
mannahópnum. Það tekur alltaf tíma
að púsla saman nýju liði ef svo má
segja og það er ekkert öðruvísi hjá
okkur. Við erum ennþá að læra inn á
hver annan en baráttan hefur alltaf
verið til staðar í Framliðinu og þú
kemst alltaf langt á henni líka.“
Gengi Framara hefur verið mikil
rússíbanareið á undanförnum árum.
Liðið varð Íslandsmeistari árið 2013
en síðan þá hefur það verið að berj-
ast í neðri hluta deildarinnar.
„Þetta hefur verið upp og niður
undanfarin ár. 2017 duttum við út í
undanúrslitum Íslandsmótsins og
2018 fórum við alla leið í bikarúrslit.
Það býr rosalega mikið í þessu liði að
mínu mati en mín tilfinning er sú að
hausinn á okkur hafi aðeins stoppað
okkur í því hversu langt við getum
farið sem lið. Menn þurfa líka að átta
sig á því að barátta og vilji skipta
miklu máli þegar kemur að því að ná
einhverjum alvöru árangri. Það þarf
aðeins að prenta það inn í mann að
það sé allt hægt, ef viljinn er fyrir
hendi, og þá eigum við að geta gert
flotta hluti. Við ætlum ekki fram úr
okkur sjálfum og við munum taka
eitt skref í einu í staðinn fyrir það að
horfa á eitthvað ákveðið sæti. Við
munum svo brjóta hvern leik niður í
smærri markmið og við sjáum svo
bara hvert það skilar okkar næsta
vor,“ sagði Þorgrímur í samtali við
Morgunblaðið.
Barátta og
vilji lykillinn
að árangri
Morgunblaðið/Hari
Drjúgur Þorgrímur Smári Ólafsson var næstmarkahæsti leikmaður Fram-
ara á Íslandsmótinu síðasta vetur með 91 mark í 22 leikjum liðsins.
Þorgrímur telur að andlegi þátturinn
hafi þvælst fyrir mönnum í Framhúsi
MARKVERÐIR:
Lárus Helgi Ólafsson
Valtýr Már Hákonarson
HORNAMENN:
Arnar Snær Magnússon
Hallur Kristinn Þorsteinsson
Kristinn Hrannar Bjarkason
Matthías Daðason
Svanur Páll Vilhjálmsson
LÍNUMENN:
Aron Fannar Sindrason
Valdimar Sigurðsson
Ægir Hrafn Jónsson
ÚTISPILARAR:
Andri Heimir Friðriksson Andri
Dagur Ófeigsson
Aron Gauti Óskarsson
Lúðvík Thorberg Arnkelsson
Sigurður Örn Þorsteinsson
Stefán Darri Þórsson
Svavar Kári Grétarsson
Þorgrímur Smári Ólafsson
Þjálfari: Guðmundur Helgi Páls-
son.
Aðstoðarþjálfari: Roland Valur
Eradze.
Árangur 2018-19: 10. sæti.
Íslandsmeistari: 1950, 1962, 1963,
1964, 1967, 1968, 1970, 1972, 2006,
2013.
Bikarmeistari: 2000.
Framarar mæta Val á Hlíð-
arenda í fyrstu umferð Olísdeild-
ar á mánudagskvöld kl. 19.30.
Lið Fram 2019-20
KOMNIR
Hallur Kristinn Þorsteinsson frá
Haukum (lán)
Kristinn Hrannar Bjarkason frá
Aftureldingu
Stefán Darri Þórsson frá Alcobendas
(Spáni)
Svanur Páll Vilhjálmsson frá Víkingi
FARNIR
Andri Þór Helgason í Stjörnuna
Bjarki Lárusson, óvíst
Viktor Gísli Hallgrímsson í GOG
(Danmörku)
Þorgeir Bjarki Davíðsson í HK
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í
Aftureldingu
Breytingar á liði Fram
Framarar eru búnir að missa góða leikmenn frá
síðasta keppnistímabili.
Þeir þurfa að berjast fyrir sæti sínu í deildinni í
vetur.
Lárus Helgi Ólafsson markvörður hefur aldrei
litið betur út en núna.
Áhugavert: Í hvora áttina ætla þeir í ár?
Sebastian Alexandersson
um Fram
Samkvæmt nýjustu tölum
frá KSÍ eru 25.000 knatt-
spyrnuiðkendur á Íslandi í dag.
Til þess að teljast til knatt-
spyrnuiðkenda þarftu að ann-
aðhvort æfa eða keppa í fót-
bolta. Af þessum 25.000
iðkendum eru einn þriðji kven-
kyns eða rúmlega 8.000. Það
þýðir að rúmlega átta þúsund
stelpur eða konur æfa eða
keppa í fótbolta á Íslandi og iðk-
endum hefur fjölgað jafnt og
þétt á milli ára.
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu hóf leik í unda-
keppni EM 2021, mánudaginn
29. ágúst, þegar liðið vann 4:1-
sigur á Ungverjalandi á Laug-
ardalsvelli. 2.019 manns mættu
á leikinn. Ísland mætti svo Sló-
vakíu 2. september og þá
mættu 2.346 manns á völlinn og
sáu Ísland vinna 1:0-sigur. Það
var geggjað veður báða leikdag-
ana, hitinn var í kringum 12° stig
og heiðskýrt.
Það er í tísku í dag að móðg-
ast fyrir hönd annarra en ég fyr-
ir mitt litla leyti fæ bara ekki
skilið af hverju það mæta rúm-
lega 2.000 manns á landsleik á
virkum degi í frábæru veðri.
Þegar HM-kvenna fór fram í
sumar kepptist fólk við að hrósa
öflugum og litríkum knatt-
spyrnukonum og drulla yfir
grútlina og persónulausa knatt-
spyrnumenn á sama tíma.
Það er svo sem ekki hægt að
gera stórar kröfur til fólks sem
hugsar í lækum. Það veldur mér
hins vegar vonbrigðum að fólk
sem hefur kallað eftir jafnrétti í
knattspyrnuhreyfingunni hérna
heima geti ekki drullað sér á
völlinn. Þá finnst mér skítt, með
fullri virðingu fyrir bæði konum
og körlum, að konur standi ekki
betur við bakið á öðrum konum
með því að mæta með unga
knattspyrnuiðkendur sína á leiki
hjá kvennalandsliðinu.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Tékkar, sem töpuðu fyrir Íslend-
ingum í eftirminnilegum leik í
Laugardalshöll fyrir hálfu öðru ári,
eru komnir í sextán liða úrslit
heimsmeistaramóts karla í körfu-
knattleik í Kína. Þeir gerðu sér lítið
fyrir í gær og unnu sannfærandi
sigur á Tyrkjum, 91:76, í hreinum
úrslitaleik liðanna um hvort þeirra
myndi fylgja Bandaríkjunum í
milliriðil. Tyrkir voru nærri því
búnir að vinna bandaríska liðið en
virtust sprungnir eftir þá mögnuðu
viðureign og verða nú að sætta sig
við að spila um sæti 17-32 á mótinu.
Jaylen Brown
skoraði 20 stig
og Kemba Wal-
ker 15 fyrir
Bandaríkin sem
burstuðu Japan
98:45. Bandarík-
in og Tékkland
fara í milliriðil
með Brasilíu og
Grikklandi. Úr-
slit síðustu leikja
riðlakeppninnar má að öðru leyti
sjá hér hægra megin á síðunni.
vs@mbl.is
Tékkarnir skildu Tyrki eftir
Jaylen
Brown
Finnar eru komnir í afar góða stöðu
í undankeppni Evrópumóts karla í
fótbolta eftir að hafa sigrað Grikki,
1:0, í Tampere í gærkvöld. Teemu
Pukki, leikmaður Norwich City,
skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu
snemma í síðari hálfleik og Finnar
hafa nú unnið fjóra af fimm leikjum
sínum í fyrri umferðinni. Þeir eru
með gott forskot á Bosníumenn, Ar-
mena og Grikki eftir fyrri umferð-
ina en þessi lið eru í baráttu um að
fylgja Ítölum áfram úr riðlinum og í
lokakeppni EM 2020.
Alexander Isak skoraði tvö mörk
fyrir Svía sem
unnu Færeyinga
4:0 í Þórshöfn en
FH-ingarnir
Gunnar Nielsen
og Brandur Ol-
sen voru í fær-
eyska liðinu. Sví-
ar, Norðmenn og
Rúmenar eru í
baráttu um ann-
að sæti riðilsins
en Spánverjar eru með yfir-
burðastöðu. Öll úrslit og stöður eru
á síðunni til vinstri. vs@mbl.is
Eru Finnar á leiðinni á EM?
Teemu
Pukki
HM karla í Kína
E-RIÐILL:
Tyrkland – Tékkland ........................... 76:91
Bandaríkin – Japan .............................. 98:45
Lokastaðan: Bandaríkin 6, Tékkland 5,
Tyrkland 4, Japan 3.
F-RIÐILL:
Brasilía – Svartfjallaland..................... 84:73
Grikkland – Nýja-Sjáland ................. 103:97
Lokastaðan: Brasilía 6, Grikkland 5,
Nýja-Sjáland 4, Svartfjallaland 3.
Í milliriðli K leika Bandaríkin, Tékkland,
Brasilía og Grikkland.
G-RIÐILL:
Þýskaland – Jórdanía........................... 96:62
Dóminíska lýðveldið – Frakkland....... 56:90
Lokastaðan: Frakkland 6, Dóminíska
lýðveldið 5, Þýskaland 4, Jórdanía 3.
H-RIÐILL:
Kanada – Senegal................................. 82:60
Litháen – Ástralía ................................ 82:87
Lokastaðan: Ástralía 6, Litháen 5, Kan-
ada 4, Senegal 3.
Í milliriðli L leika Frakkland, Dóminíska
lýðveldið, Ástralía og Litháen.
KÖRFUBOLTI
Argentínumaðurinn Diego Mara-
dona, einn frægasti knatt-
spyrnumaður sögunnar, er byrj-
aður að þjálfa á ný. Hann hætti með
mexíkóska liðið Dorados í júní af
heilsufarsástæðum en eftir aðgerð-
ir á hné og öxl í sumar er hann klár
í slaginn. Í gærkvöld var tilkynnt
að Maradona hefði verið ráðinn
þjálfari Gimnasia La Plata sem er
neðst í argentínsku A-deildinni og
rak þjálfara sinn í vikunni.
Maradona tek-
ur við botnliði