Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Okkur fannst viðeigandi að yfir-
skrift tónleikanna væri „Ást og
hatur“, þar sem aríurnar og dúett-
arnir sem við flytjum eru fremur
dramatísk og spanna allan
tilfinningaskalann. Oftar en ekki
eru þessar aríur og dúettar vendi-
punktur í óperunni þar sem örlögin
ráðast og ekki verður aftur snúið,“
segir Guðbjörg R. Tryggvadóttir
sópran, sem fram kemur á tón-
leikum í tónleikaröðinni Sígildir
sunnudagar í Hörpu í Norður-
ljósum sunnudaginn 8. september
kl. 16. Með henni koma fram Guð-
mundur Karl Eiríksson barítón og
Antonía Hevesi píanóleikari.
Á efnisskrá tónleikanna eru arí-
ur og dúettar eftir Giuseppe Verdi
og aríur eftir Umberto Giordano.
Eftir Verdi verða fluttar aríurnar
„Arrigo“ úr I vespri siciliani;
„Dagl‘immortali vertici“ úr Atilla̧
„Pace, pace mio Dio“ úr La forza
del destiono; „Di Provenza il mar il
sol“ úr La traviata, „D́amor sulĺali
rose“ úr Il trovatore, „Per me gi-
unto è il dì supremo“ úr Don Carlo
og dúettar annars vegar Víolettu
og Germont úr II. þætti La
traviata og hins vegar Conte di
Luna og Leonoru úr IV. þætti Il
trovatore. Eftir Giordano verða
fluttar aríurnar „Nemico della
patria“ og „La mamma morta“ úr
Andrea Chenier.
Háir tónar liggja vel fyrir mér
„Þegar við settum efnisskrána
saman höfðum við það að markmiði
að flytja gullmola úr óperum sem
heyrast sjaldan eða aldrei hér-
lendis – þrátt fyrir að um
þungavigtararíur sé að ræða,“ seg-
ir Guðbjörg og nefnir í því sam-
hengi óperurnar I vespri siciliani,
Atilla, La forza del destiono, og
Andrea Chenier.
„Vissulega hefur til dæmis Il
trovatore verið sett upp hérlendis,
en sjaldan er hins vegar troðið upp
á tónleikum með aríur og dúetta úr
þeirri óperu,“ segir Guðbjörg.
Spurð hvað valdi svarar hún kímin
að óperan sé pínu erfið. „Það eru
nokkur há c sem sópraninn þarf að
taka,“ segir Guðbjörg og tekur
fram að hún sé alveg óhrædd við
hæðina. „Ég ætla bara að hafa
gaman af því að taka sem flest há c
á tónleikunum. Háir tónar liggja
frekar vel fyrir mér. Ég hef þurft
að vinna miklu meira á neðra radd-
sviðinu en því efra,“ segir Guð-
björg og bætir við. „En það er
þannig að eftir því sem þú vinnur
neðra og miðsviðið betur verða
hærri tónarnir bæði fallegri og
fyllri. Þar í liggur leyndar-
dómurinn.“
Innt nánar eftir samsetningu
efnisskrárinnar segir Guðbjörg að
dramatískar aríur og dúettar hafi
alltaf höfðað meira til hennar.
„Enda nýt ég mín best þar. Ég
held að það sama eigi við um Guð-
mund. Honum finnst gaman að
syngja þetta. Við hlökkum mikið til
og ætlum auðvitað að sýna okkar
bestu hliðar,“ segir Guðbjörg. Að-
spurð segir hún þau Guðmund hafa
kynnst í gegnum Kristján Jó-
hannsson tenór, en þau hafa bæði
sótt einkatíma hjá honum. „Við
höfum einnig sungið með honum á
tónleikum en ekki sungið dúetta
saman áður. Mér finnst mjög gam-
an að syngja með Guðmundi, enda
hefur hann afskaplega fallega rödd
og er flottur ungur söngvari,“ segir
Guðbjörg og bendir á að auðvitað
sé býsna skondið að hann syngi
hlutverk föður hennar í dúettinum
úr La traviata þar sem hún sé tölu-
vert eldri en hann . „En við látum
það ekkert á okkur fá. Það gerist
svo margt skrýtið í óperum.“
Góð tækni lykilatriði
Talandi um aldur liggur beint við
að spyrja hver sé galdurinn að því
að halda góðri söngrödd áratugum
saman, eins og til dæmis Kristjáni
Jóhannssyni hefur tekist. „Krist-
ján er gott dæmi um það hvernig
hægt er að halda sér og söngvarar
eru ekki búnir að syngja sitt síð-
asta um fimmtugt eða sextugt ef
þeir halda sér í góðu formi. Lykill-
inn er að halda sér í góðu líkam-
legu formi, andlegu jafnvægi og
búa yfir góðri tækni. Raddir eru
svo mismunandi frá náttúrunnar
hendi og ólíkt hvað söngvarar
þurfa að vinna mikið með tæknina.
Mér sýnist samt að þeir sem búa
yfir góðri tækni haldi góðri rödd
lengur. Tæknin grípur líka söngv-
arann þegar hann á ekki góða
daga,“ segir Guðbjörg og bendir á
að eðlilega sé dagamunur hjá fólki
sem helgist af því að söngvarinn
noti líkamann sem hljóðfæri sitt.
Að sögn Guðbjargar þurfa
söngvarar ávallt að kynna sér vel
þær óperur sem þeir syngja aríur
og dúetta úr. „Það er nauðsynlegt
að vita hvers vegna persónan
brestur í umrædda aríu á nákvæm-
lega þessum tímapunkti. Sökum
þessa er nauðsynlegt að þekkja
textann afar vel,“ segir Guðbjörg,
en allt efnið sem flutt er á tónleik-
unum er á ítölsku. „Mér finnst það
besta tungumálið til að syngja á,
enda sérhljóðarnir svo einfaldir,
öfugt við íslenskuna sem hefur
talsvert af tvíhljóðum. Ítalskan er
svo hreint tungumál og liggur þess
vegna vel fyrir söng. Sem er
ástæðan fyrir því að langflestar óp-
erur sem samdar hafa verið eru á
ítölsku,“ segir Guðbjörg að lokum.
„Spanna tilfinningaskalann“
„Ást og hatur“ yfirskrift næstu tónleika á Sígildum sunnudögum í Hörpu
Eftirvænting Guð-
mundur Karl, Antonía
og Guðbjörg í Hörpu.
»KAF, ný íslensk heimildarmynd eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún
Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur, var frumsýnd í Bíó Paradís
í fyrrakvöld. Í henni er veitt innsýn í heim Snorra Magnússonar þroskaþjálf-
ara, sem hefur helgað líf sitt kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Myndin
var tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ, þar sem Snorri hefur byggt
upp litríkan heim. Í myndinni er einnig fylgst með ungbörnum stálpast og
þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í ungbarnasundi.
Heimildarmyndin KAF frumsýnd í Bíó Paradís
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundar Elín Hansdóttir, Hanna Björk Valsdóttir og Anna Rún Tryggvadóttir, höfundar myndarinnar.
Ánægðar Kristín Dagmar, Katrín Almarsdóttir og Margrét Kristinsdóttir.
Bíó Auður D. Bachmann, Hrefna L. Bachmann, Gagga og Sara Jónsdóttir.
„Íslendingasögur í nýjum búningi á
dönsku, norsku, sænsku og íslensku
– og hvað svo“ nefnist ráðstefna sem
haldin verður í Veröld í dag milli kl.
9 og 17 í tilefni af því að Ísland gegn-
ir formennsku í Norrænu ráðherra-
nefndinni árið 2019.
„Ráðstefnunni
er ætlað að velta
upp nýjum og
hugmyndaríkum
leiðum til þess að
koma Íslendinga-
sögunum á fram-
færi við nýjar
kynslóðir og
halda þeim á lofti
sem hluta af sam-
eiginlegum norrænum menningar-
arfi okkar,“ segir í tilkynningu.
Vigdís Finnbogadóttir og Lilja
Alfreðsdóttir ávarpa ráðstefnugesti.
Fyrirlesarar eru Guðrún Nordal,
sem fjallar um Íslendingasögurnar á
stóra sviðinu, Örnólfur Thorsson,
sem fjallar um útgáfur Íslendinga-
sagna fyrir almenning, Johannes
Riis, sem fjallar um arf og endurnýj-
un, Bo Ralph, sem fjallar um hlut-
verk Íslendingasagna í Svíþjóð
samtímans, Emily Lethbridge, sem
fjallar um þýðingar og ferðalög er-
lendra kvenna á Íslandi á 19. öld,
Martin Ringmar, sem fjallar um nýj-
ar norrænar þýðingar á Gunnlaugs
sögu ormstungu, og Þórarinn Eld-
járn, sem fjallar um það hvort arf-
urinn sé þarfur.
Boðið verður upp á nokkur pall-
borð, m.a. ræða rithöfundar frá
Íslandi, Svíþjóð og Danmörku um
lestur sinn á íslenskum fornsögum
og segja frá því hvernig þessar sög-
ur hafa nýst þeim við eigin ritstörf.
Þeir sem þátt taka í pallborðum eru
Jón Gunnar Jörgensen, Jan Ragnar
Hagland, Kristinn Jóhannesson,
Stine Pilgaard, Gerður Kristný,
Mette Karlsvik, Rolf Stavnem, Silje
Bitte Løken, Anna Gunnarsdotter
Grönberg, Gunnar D. Hansson og
Merete Pryds Helle. Dagskránni
lýkur með upplestri úr Íslendinga-
sögum í flutningi leikkvennanna
Sofie Gråbøl og Halldóru Geirharðs-
dóttur. Ráðstefnustjóri er Annette
Lassen. Aðgangur er ókeypis.
Arfurinn
ræddur á
ráðstefnu
Sofie Gråbøl