Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 40

Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 40
Hljómsveitin Hjaltalín heldur tón- leika í kvöld og annað kvöld kl. 20 í Eldborgarsal Hörpu. Alls verða 17 hljóðfæraleikarar á sviðinu, strengjakvartett, slagverksleikarar og brasssextett, að því er fram kemur á fésbókarsíðu hljómsveitar- innar, og einnig aukagítarleikarar. Síðast en ekki síst verða 15 tonn af hljóð- og ljósabúnaði. Hljómplata er væntanleg frá hljómsveitinni á næstu vikum. Hjaltalín heldur tvenna tónleika í Eldborgarsal FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Reiknað er með að bæði Fram og Fjölnir verði í fallbaráttu í Olísdeild karla í handbolta í vetur. Á íþrótta- síðum blaðsins í dag er rætt við Svein Þorgeirsson, reyndasta leik- mann Fjölnis, og Þorgrím Smára Ólafsson, lykilmann í sóknarleik Framara, um stöðu liðanna fyrir tímabilið og möguleikar þeirra metnir. »32-33 Fallbarátta hjá bæði Fram og Fjölni? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Blúshátíðin Blús milli fjalls og fjöru hefst í dag á Patreksfirði og stend- ur yfir í tvo daga. Í daga kemur fram hljómsveitin CCR Band sem flytur lög Creedence Clearwater Revival. Sveitin er að mestu skipuð fyrrverandi meðlimum Gildrunnar og er Birgir Haraldsson í far- arbroddi. Á morgun munu tvær blússveitir troða upp, Bee Bee and the Blu- lebirds með Brynhildi Oddsdóttur gítarleikara í fararbroddi og sveit söng- konunnar Krist- jönu Stef- ánsdóttur. Blúsað í tvo daga á Patreksfirði Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tveir ungir Japanir, Watari Takano og Koichi Hirano komu til Íslands árið 2004. Þeir höfðu lítið á milli handanna og þóttust því hafa himin höndum gripið þegar þeir gengu fram á pylsuvagn og uppgötvuðu að þar gátu þeir fengið fyrirtaks máltíð fyrir lítinn pening. Þá voru þeir 19 ára og pylsurnar féllu þeim svo vel í geð að þeir snæddu þær í öll mál í þessari ferð sinni. Síðan þá hafa þeir komið hingað til lands fimm sinnum, ekki síst til þess að end- urnýja kynnin við pylsurnar. „Ég féll í stafi yfir því hvað þetta var gott,“ svarar Watari spurður hvers vegna hann hafi fallið svo kylliflatur fyrir pylsunni eins og raun ber vitni. Í ár, 15 árum eftir að hafa bragð- að eina með öllu í fyrsta sinn, hafa þeir nokkrum sinnum opnað pop-up veitingastaði undir nafninu WK Puffins í heimaborg sinni Tókýó í skamman tíma í senn þar sem boðið er upp á pylsur að íslenskum sið og í undirbúningi er að opna pylsustað í varanlegu húsnæði. Segir Japana nýjungagjarna Eftir talsverða leit fundu þeir japanskar pylsur sem Watari segir bragðast svipað og þær íslensku. Þeir bera þær fram með svipuðu sniði og hér á landi og þeir fluttu meira að segja inn talsvert magn af SS-pylsusinnepi sem þeir segja ómissandi. Einnig má fá þar pylsur úr sojakjöti og þá bjóða félagarnir upp á pylsur með káli og tómötum. Kræsingarnar hafa fallið í góðan jarðveg hjá Tókýóbúum. „Við í Jap- an erum nýjungagjörn og erum allt- af til í að smakka nýjan mat. Pyls- urnar hafa verið virkilega vinsælar,“ segir Watari og bætir við að Íslendingur nokkur hafi bragðað pylsur þeirra og sagt þær síst standa þeim íslensku að baki. Hann segir að þeir Koichi hafi lengi velt vöngum yfir því hvað staðurinn ætti að heita, að lokum hafi orðið ofan á að kenna hann við lunda og WK eru upphafsstafir þeirra tveggja. „Margir tengja lunda við Ísland. Mér finnst fuglinn tákna friðsemd og hamingju og hon- um fylgja góðir straumar, “ segir Watari. Íslenska pylsan varð að lundapylsu í Tókýó Pylsusalar Watari Takano (t.h.) og Koichi Hirano (t.v.) komu fyrst til Íslands 2004, féllu fyrir einni með öllu og selja nú pylsur að íslenskum sið í Tókýó.  Vinirnir Watari og Koichi kolféllu fyrir einni með öllu Pylsur Félagarnir fluttu inn SS-sinnep til að bera fram með pylsunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.