Morgunblaðið - 11.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 11.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019 Bremsuviðgerðir Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sundhópurinn Marglytturnar þreytti í gær boðsund yfir Ermarsund, sem liggur milli Bretlands og Frakklands. Hópurinn lagði af stað klukkan sex í gærmorgun að íslenskum tíma frá höfninni í Dover á Englandi. Sundið var 34 kílómetrar, það tók tæpa sextán tíma og kom hópurinn til hafnar í Cap Gris-Nez í Frakklandi á tí- unda tímanum í gærkvöldi. Veittist þeim sundið að mestu leyti vel. „Efst í huga okkar Marglyttanna eftir sundið er þakklæti fyrir að hafa náð að synda yfir Ermarsundið og láta þannig drauma okkar rætast. Við erum ánægðar að hafa hreyft við umræðunni um alvar- legar afleiðingar plastmengunar í sjó og sérstaklega glaðar að safna styrkjum fyr- ir Bláa herinn,“ sagði í tilkynningu frá Marglyttunum, sem eru þær Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. erla@mbl.is Þreyttu Ermarsund Ljósmynd/Marglytturnar Ermarsund Marglytturnar í gærmorgun áður en lagt var af stað. Frá vinstri: Brynhildur, Sigurlaug María, Birna, Sigrún, Þórey og Halldóra. Höskuldur Daði Magnússon Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Indlands flutti ávarp í hátíð- arsal Háskóla Íslands í gær og lauk því með því að tala sérstaklega til þeirra stúdenta sem voru viðstaddir. Sagði hann að kynslóð þeirra væri framtíðarleiðtogar heimsins og þeir ættu að gera það sem þeir gætu til að tryggja græna framtíð. Kynslóðir framtíðar ættu að fá að sjá ís og jökla sem Íslandi drægi nafn sitt af. Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er í opinberri heimsókn hér á landi í boði forseta Íslands en heimsókninni lýkur í dag. Ávarp hans í Háskóla Íslands bar yfir- skriftina Indland og Ísland fyrir græna plánetu. Forsetinn hóf mál sitt með því að ávarpa gesti og bauð meðal annars góðan daginn á íslensku. Hann ræddi um fegurð Íslands og það hvernig landsmönnum hefði tekist að skapa sér líf hér í góðri sátt við náttúruna. Kovind ræddi um loftslagsbreyt- ingar og sagði þær mikla áskorun fyrir mannkyn allt til að takast á við. Hann vísaði til þess að á Íslandi horfðum við upp á jökla hopa og jafnvel hverfa. Sömu vandamál væru í heimalandi hans. „Loftslagsbreyt- ingar ógna kerfinu og lífsháttum okkar,“ sagði forsetinn. Hann vísaði til eigin æsku við Ganges-ána og þess hvernig hann hefði sem ungur maður horft upp á fjöldasamkomur þar sem fólk faðm- aði tré til að vekja athygli á baráttu- málum af þessum toga. Margt hefði breyst síðan á áttunda áratugnum og nú væri staðreynd að jöklar hop- uðu og skógar hyrfu. „Aukin þekk- ing hefur enn ekki leitt til neins sem stöðvar þessa þróun en við erum á leiðinni þangað,“ sagði Kovind. Hann hrósaði Íslendingum fyrir nýtingu á endurnýjanlegum orku- gjöfum. „Þið hafið fundið nýjar leiðir og Indland getur lært af ykkur. Þróun og verndun geta haldist í hendur.“ Horfi til fordæmis Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver- andi forseti Íslands, flutti lokaorð eftir að forseti Indlands hafði lokið máli sínu. Ólafur rakti þær breyt- ingar sem Indland hefði gengið í gegnum undanfarin ár. „Þessi heim- sókn verður vonandi byrjun á enn frekara samstarfi landanna á þessu sviði,“ sagði Ólafur. Hann sagði að jöklarnir í Hima- laja væru að bráðna eins og jöklar hér á landi. Það myndi hafa mikil áhrif á Indland og fleiri lönd og því væri mikilvægt að huga að framtíð- inni. Endurnýjanleg orka væri fram- tíðin og Indland gæti orðið leiðandi í nýtingu sólarorku. Skynsamlegast væri að fylgja því módeli sem Ís- lendingar hefðu notað við nýtingu jarðhitavarma. „Skiptin yfir í hreina orku eru spurning um líf og dauða. Við þurf- um að vinna hratt og við þurfum að vinna saman. Annars er úti um okk- ur öll, vinir mínir. Þetta er ekki spá- dómur, þetta er því miður vísindaleg niðurstaða,“ sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að þegar Indverjar horfðu til fordæmis Ís- lendinga myndu þeir sjá að nýting jarðhita þróaðist smám saman. Hún hefði byrjað hjá einum bónda en síð- ar hefðu fleiri hús og fleiri staðir bæst við þar til allt landið var undir. „Eins og ég sagði indverskum vinum mínum: Þetta var ekkert plan, við gerðum þetta af því þetta var góður bissness.“ Bauð Guðna í heimsókn Fyrr um daginn tók Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, á móti Kovind og föruneyti hans á Bessa- stöðum. Þar voru undirritaðir þrír samningar á milli Íslands og Ind- lands; samkomulag um vegabréfs- áritanir, áætlun um samstarf í menningarmálum og um samstarfs- samning á sviði fiskveiða. „Úthöfin kunna að aðskilja okkur en þau sameina okkur líka,“ sagði Guðni í ávarpi sem hann flutti við þetta tilefni. „Við viljum trúa því hér á Íslandi að við höfum margt að bjóða þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum. Við hlökkum til þess að þróa samstarf okkar á þessu sviði enn frekar,“ sagði Guðni. Sagðist hann hafa fulla trú á því að Íslendingar og Indverjar ættu samleið á fjölda annarra sviða. Þótt mikill stærðarmunur væri á lönd- unum tveimur og talsvert langt á milli þeirra þá deildu þjóðirnar von- um um bjarta framtíð fyrir borgara sína. Framtíð velferðar og öryggis, frelsis einstaklingsins og jafnréttis kynjanna. Forseti Indlands tók undir með Guðna um að fjölmörg tækifæri væru fyrir samstarf á milli Íslands og Indlands. Fagnaði hann fjölgun indverskra ferðamanna til Íslands og viðraði þá von sína að fleiri ís- lenskir ferðamenn ættu eftir að heimsækja Indland. Sagðist hann hlakka til frekara samstarfs við Guðna við að styrkja tengsl land- anna. Þá upplýsti Kovind að hann hefði boðið Guðna í opinbera heimsókn til Indlands og hann hefði þegið boðið. Eiga samleið á mörgum sviðum  Forseti Indlands í opinberri heimsókn  Móttaka á Bessastöðum þar sem samningar um samstarf landanna voru undirritaðir  Ræddi loftslagsbreytingar og græna framtíð í erindi í Háskóla Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, Shri Ram Nath Kovind forseti Indlands, Savita eiginkona hans og Eliza Reid forsetafrú í gærmorgun. Í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Undirritun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrif- aði undir samstarfssamning við Indverja í menningarmálum á Bessastöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.