Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. UM PANAMASKURÐINN & COSTA RICA NÁNAR Á UU.IS/SIGLINGAR EÐA Í SÍMA 585 4000 VERÐ FRÁ 429.900 KR. ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA 6. - 18. MARS 2020 LÚXUS SIGLING Á ISLAND PRINCESS FARARSTJÓRI BJÖRN ÁGÚST JÓNSSON Mikil verðmæti færast aftur í hérað með ávinningi þeim sem FISK Sea- food og Kaupfélag Skagfirðinga hafði af hlutabréfaviðskiptum í Brimi hf. Þetta segja fulltrúar í sveitarstjórn Skagafjarðar í grein sem birtist á vef héraðsblaðsins Feykis í gær. Aðal- atriðið segja þeir þó að hagnaður af viðskiptunum nýtist nyrðra. Í Feykisgreininni er farið yfir við- skiptasöguna. Hún er sú að eftir að Kaupfélag Skagafirðinga seldi hlut sinn í Högum hf. um miðjan ágúst sl. keypti dótturfélagið FISK Seafood í Brimi hf. og varð hluturinn 10,18%. Fyrir voru greiddir ríflega 6,6 millj- arðar króna. Hinn 8. september voru Útgerðarfélagi Reykjavíkur, sem ná- tengt er eignarhaldi Brims, seldir sömu hlutir fyrir tæplega átta millj- arða króna. Hagnaðurinn var um 1,4 milljarðar króna. Ríflega 4,6 milljarðar króna af hlut FISK Seafood greiddi Brim með ríf- lega 2.600 tonna aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Það þýð- ir um 10% aukningu aflaheimilda FISK Seafood í tonnum talið. „Við viljum sjá styrk fyrirtækisins nýttan sem mest til uppbyggingar í Skaga- firði … Það er því afar ánægjulegt þegar slíkum „útrásarverkefnum“ lýkur með vel heppnaðri sölu og um- talsverðri verðmætasköpun sem skil- ar sér beint inn í sveitarfélagið,“ segir í Feykisgreininni sem er eftir Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra, Gísla Sigurðsson, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórn, Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki, Bjarna Jónsson frá VG og óháðum og Ólaf Bjarna Haraldsson, oddvita Byggðalistans. Viðskipti þessi og hagnaður af þeim segja sveitarstjórnarmennirnir að séu „mikilvægur búhnykkur“ fyrir byggðina. FISK Seafood sé nú orðið annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Muni um og fagna beri að hafa slíkt fyrirtæki í sveitarfélaginu. sbs@mbl.is Búhnykkur fyrir byggð í Skagafirði  Ágóðinn og kvótinn nýtist í héraðinu Sauðárkrókur Drangey togari Fisk Seafood hér í heimahöfn. Líf sela virðist alveg ljómandi ljúft. Urtur og kópar flatmöguðu á þangskeri Kollafjarðarmegin við byggð- ina í Grafarvogi síðdegis í gær og létu ljósmyndarann í engu raska ró sinni þegar geislar haustsólarinnar helltu sér yfir svæðið. Um síðir fóru skepnurnar svo aftur í sjóinn í leit að æti og ævintýrum. Morgunblaðið/Hari Septemberselirnir eru sællegir að sjá Kóparnir kúra á skeri í Kollafirði Vilji er fyrir því innan fjárlaga- nefndar að frekari úttekt verði gerð á starfsemi Íslandspósts. Þetta segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Málefni Íslandspósts voru til um- ræðu hjá nefndinni í gær. Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata og nefndarmeðlimur, segir mikilvægt að sú úttekt verði gerð af óháðum aðila. „Mín hugmynd er að þetta fari í rannsóknarnefnd því allir eftirlits- aðilar eru í raun orðnir aðilar máls,“ segir hann. Björn vill því að málinu verði vísað inn í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd sem færi þá yfir skipun rann- sóknarnefndar. „Ég sé í raun enga aðra lausn til að klára fortíðarvand- ann. Svo þarf líka að glíma við fram- tíðarvandann og það er frekar flókið að glíma við tvenns konar vanda samtímis. Þess vegna væri mjög gott að setja fortíðarvandann í rannsóknarnefnd til þess að klára það. Nýju lögin um afnám einka- réttar eru að fara að taka gildi um áramótin og þá er hægt að fara að huga að framtíðarmúsíkinni.“ Ráðstöfun fjár skýrð eftir á Willum segir að mikilvægt sé að læra af þessum fortíðarvanda. Í kjöl- farið sé svo hægt að taka pólitískar ákvarðanir um framtíð Íslandspósts. Björn Leví er ósáttur við það að fjárlaganefnd hafi ekki fengið að vita neitt um ráðstöfun aukins fjármagns til fyrirtækisins fyrr en eftir á. „Fjárlaganefnd setti skilyrði á þetta fé sem laut að því að látið yrði vita hvað ætti að gera við peninginn áður en það væri gert. Við fengum ekki að vita það fyrr en nú,“ segir Björn sem segist þó sýna þröngri stöðu þeirra sem ráðstöfuðu fjár- magninu skilning. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á Íslandspósti í sumar og varpaði skýrsla ríkisendurskoðunar ljósi á margvíslegan vanda Íslandspósts. ragnhildur@mbl.is Fjárlaganefnd vill ítarlegri út- tekt á starfsemi Íslandspósts  Willum Þór segir mikilvægt að læra af vanda fortíðar Lögreglumenn á landinu eru alls 779 samkvæmt nýjum tölum og hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum. Tals- verð umræða hefur verið að und- anförnu um skipan lögreglunnar, svo sem um fjölda manna í yfirstjórn hjá Ríkislögreglustjóra og embættunum hringinn í kringum landið, sem eru níu alls. Yfirlögregluþjónar og að- stoðaryfirlögregluþjónar á landinu öllu eru í dag 42, borið saman við 44 árið 2015. Á höfuðborgarsvæðinu eru 15 nú með þessa starfstitla, 11 hjá RLS og fjórir á Suðurnesjum. Hjá Lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu eru í dag 43 aðalvarð- stjórar og lögreglufulltrúar sam- anborið við 31 í fyrra. Hjá sama embætti eru 137 varðstjórar og rann- sóknarlögreglumenn, níu færri en ár- ið á undan. Almennir lögreglumenn eru 78 en voru 87 árið 2018. Á síðasta ári voru lögreglumenn á landinu, að afleysingafólki meðtöldu, 645. Í ár eru þeir 682. Misjafnt er milli embætti hve margir hafa numið lögreglufræði. Þannig eru allir 107 sem starfa hjá Ríkislögreglustjóra og sinna þar löggæslustörfum búnir með skólann, sömuleiðis 100 sem vinna hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem og þeir tíu menn sem standa vaktina í Vestmannaeyjum. Hjá embættum eru í dag 63 lög- reglunemar í starfsnámi. Á höfuð- borgarsvæðinu eru þeir 31 og níu á Norðurlandi eystra. Héraðslögreglu- menn á landinu eru 23 en þeir eru bakverðir menntaðra lögreglumanna í dreifbýlinu. Lögreglumönnum fjölgar  42 í stöðum yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna  43 aðalvarðstjórar og lögreglufulltrúar á höfuðborgarsvæði  Héraðslögreglumenn eru í dreifbýlinu Au st ur la nd Hö fu ðb or ga rs v. N or ðu rla nd ey . N or ðu rla nd ve . Rí kis lö gr eg lu st j. S uð ur la nd Su ðu rn es Ve st fir ði r Ve st m .ey ja r Ve st ur la nd Sa m ta ls Lögreglustj. og aðstoðarlögreglustj. 1 2 1 1 1 1 1 1 1 1 11 Yfirlögregluþjónn 1 4 1 1 3 2 1 1 1 1 16 Aðstoðaryfirlögregluþjónn 0 11 2 0 8 0 3 1 0 1 26 Aðalvarðstjóri/lögreglufulltrúi 3 43 7 3 49 3 19 3 1 2 133 Varðstjóri/rannsóknar-lögreglum. 6 137 15 8 20 21 30 7 4 22 270 Almennur lögreglumaður 8 78 15 1 27 17 47 3 4 1 201 Menntaðir lögreglumenn samtals 18 273 40 13 107 43 100 15 10 27 646 Afleysingamenn 8 6 5 4 0 4 0 7 0 2 36 Samtals lögreglum. m. afleysingam. 26 279 45 17 107 47 100 22 10 29 682 Lögreglunemi sem afleysingamaður 2 31 9 4 0 7 1 2 2 5 63 Héraðslögreglumaður 5 0 5 5 0 2 0 4 0 2 23 Samtals 34 312 60 27 108 57 102 29 13 37 779 Fjöldi yfirmanna og lögreglumanna við lögreglu embættin Morgunblaðið/Eggert Vakt Með lögum skal land byggja. Svo virðist sem sólarhrings- úrkomumet fyrir árið hafi verið sett á einni mannaðri veðurathug- unarstöð, Hjarðarfelli á Snæfells- nesi, í rigningunni sem varði frá miðvikudegi til gærdagsins. Þar mældist sólarhringsúrkoman í gær- morgun 140,7 mm, eldra met 120,7 mm er frá 28. mars 2000. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vefsetri sínu. Sólarhringsúrkomumet fyrir september voru nú í vikunni sett á sjö stöðvum til viðbótar, Kirkjubóli við Akranes, Neðra-Skarði í Svína- dal, í Hítardal, á Bláfeldi í Staðar- sveit, í Ásgarði í Dölum, Dalsmynni í Hjaltadal í Skagafirði og í Vogsós- um í Selvogi. »6 sbs@mbl.is Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson Vesturland Grjóteyrará við Hafnar- fjall var vatnsmikil og úfin í gær. Úrkomumet

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.