Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 4

Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlun um framkvæmdir í sam- göngumálum á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára verður kynnt form- lega fimmtudaginn 26. september. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu (SSH), segir málið varða stofnbrautir, almenningssam- göngur, borgarlínuna, hjóla- og göngustíga og umferðarstýringu. Hún situr ásamt Gunnari Einars- syni, varaformanni SSH, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og þremur ráðherrum í stýrihópi um uppbygg- ingu samgangna á höfuðborgarsvæð- inu og fjármögnun þeirra. „Við erum að fínpússa texta. Það er stefnt að því að kynna þetta á fimmtu- daginn. Það verður ekkert opinberað fyrr, en það er að nást góð sátt milli aðila,“ segir Rósa. Skili árangri innan fárra ára Fram hefur komið að áætlunin hljóði upp á 120 milljarða. Eiga þar af um 50 milljarðar að renna til upp- byggingar umferðarmannvirkja og tæpir 50 milljarðar til borgarlínu. Rósa segir aðspurð að aðgerðir til að greiða úr umferð á stofnbrautum muni skila árangri innan fárra ára. „Þessi verkefni fara strax í gang. Fólk verður því farið að sjá breyting- ar innan örfárra ára,“ segir Rósa. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og varaformaður SSH, segir aðspurður að gert sé ráð fyrir mislægum gatnamótum í áætluninni. Hann segir að jafnframt verði um- ferðin sett í stokk þar sem það er talið henta. Breytingarnar eigi að skila betra flæði og öryggi. „Framkvæmdir hefjast strax 2020. Við leggjum mikla áherslu á umferðarstýringuna,“ segir Gunnar. Spurður um vegtolla kveðst hann ekki vilja tjá sig um einstök efnisatriði samkomulagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins er útfærsla vegatolla í skoðun í fjármála- ráðuneytinu. Það er liður í breyttri tekjuöflun af bifreiðum samhliða orkuskiptum í samgöngum. Þá hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagt sérstaka áherslu á að Miklabraut verði lögð í stokk. Á lokastigum þessara áætlana- gerðar var bætt við málsgrein um Sundabraut til að tryggja að hún geti tengst fyrirhugaðri áætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra telur lágbrú yfir Kleppsvík fýsilegri kost en jarðgöng. Samkvæmt heimildum blaðsins horfir ráðherra m.a. til þess að þannig verði betri tenging við Grafarvog. Þá henti hún fleirum en göng; gangandi, hjól- andi og ökumönnum. Hugmyndir eru um að fjármagna Sundabraut með veggjöldum en tekið skal fram að hún heyrir ekki undir áðurnefnda 120 milljarða áætlun. Hugmyndir eru um að lágbrúin fari yfir landfyllingu og sé þannig í raun tvær brýr. Síðan taki við göng í gegnum Gufuneshöfða og héldi leiðin svo áfram yfir sundin. Áformað að fyrsti áfangi borgarlínu feli í sér brúarsmíði yfir sama vog. Stokkar, veggjöld og borgarlína  120 milljörðum verður varið til uppbyggingar samgangna á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum  Áætlunin felur m.a. í sér stokka, borgarlínu og veggjöld  Vegatengingar verða fyrir Sundabraut Rósa Guðbjartsdóttir Gunnar Einarsson Hugmyndir um Sundabraut Mynd: Vegagerðin/Línuhönnun JARÐGÖNG Laugarnes Sundahöfn Holtagarðar Kleppsvík GUFUNES GELDINGANES Elliðaárvogur Gufunes LÁGBRÚ Kortið fyrir ofan sýnir tvo valkosti, annars vegar jarðgöng í Gufunes og hins vegar lágbrú yfi r Kleppsvík yfi r á Holtaveg Á þessari tölvugerðu mynd er sýnd hugmynd að lágbrú, svokallaðri eyjalausn Kort: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið GRAFARVOGUR stjórnin hafði áður látið í ljós með því að biðjast afsök- unar og viðurkenna brotin.“ Sagði Ragnar að sátta- nefnd ríkisins hefði áður boðið Guðjóni um 100 milljónir króna í bætur, en sú nefnd var skipuð eftir að sýknu- dóm Hæstaréttar. Sáttanefndin lauk hins vegar störfum án sátta í sumar, eftir að Guðjón hafnaði boði nefndar- innar og stefndi ríkinu. „Hér er verið að senda skilaboð“ „Deilan hefur hingað til snúist um hverjar hæfilegar bætur eigi að vera,“ segir Ragnar og því skjóti skökku við að ríkið hafni nú algjörlega bótakröfu. „Þarna fer ríkið þá leið að segja að fólkið hafi sjálft komið sér í þessi vandræði og það beri algjörlega að líta fram hjá sýknudómi Hæstaréttar. Hér er verið að senda skilaboð til þeirra sem á eftir fara að það stoði lítt að leita réttar síns,“ segir Ragnar, en segja má að mál Guðjóns sé prófmál fyrir þá sem á eftir fara. Ragnar segir aðspurður að engin tilraun hafi verið gerð til að endurvekja sáttanefndina. Alexander G. Kristjánsson alexander@mbl.is Íslenska ríkið krefst sýknu og hafnar öllum bótakröfum í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, sem höfðað var í júlí sl. eftir að Hæstiréttur hafði snúið við fyrri dómi sínum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þá krefst ríkið þess að allur málskostnaður falli á Guðjón. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málum er varða bótakröfur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmáls- ins, sagði í samtali við mbl.is að afstaða ríkisstjórnar- innar væri sú að ekki væri hægt að semja við Guðjón á þeim forsendum sem lagt væri upp með, en skaðabóta- krafa hans hljóðar upp á 972.192.250 kr. ásamt dráttar- vöxtum. Er heildarfjárhæðin sem Guðjón krefst fyrir ólöglega frelsisskerðingu auk annarra meintra brota ríkisins gegn sér við rannsókn málanna rúmir 1,3 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er byggð á sömu reiknireglu og miðað var við í dómi Hæstaréttar um bætur til fjögurra manna sem sátu rúma 100 daga í gæsluvarðhaldi vegna sama máls, en ríkið hafnar því að það mál hafi for- dæmisgildi í máli Guðjóns. Þá sé dómkrafa hans fyrnd. Vilja að kröfurnar lækki Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gærmorgun kom fram að stefna ríkisstjórnarinnar væri sú að ná sáttum við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir sýknudóm Hæstaréttar í fyrra. Því væri ríkið tilbúið til þess að „semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar.“ Andri sagði við mbl.is að enn væri vilji hjá stjórnvöld- um til þess að semja um bætur en að það væri háð því að kröfurnar yrðu lækkaðar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, sagði aftur á móti við mbl.is að afstaða ríkisins kæmi sér á óvart. „Ég tel að hún sé ekki í samræmi við það sem ríkis- Morgunblaðið/Hari Skaðabætur Hæstiréttur Íslands sýknaði fimm af sex sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu við endurupptöku þess síðasta haust. Fallast ekki á bóta- kröfur Guðjóns  Stjórnvöld enn til í að semja við þá sem voru sýknaðir Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kyn- ferðisbrot gagnvart þáverandi eigin- konu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Maðurinn hefur auk þess margoft gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var enn- fremur sakfeldur fyrir að hafa komið eftirfararbúnaði og GPS-staðsetn- ingartæki í bifreið konunnar. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Landsréttur hefur því mildað dóminn um eitt ár, en tekið er fram að horft hafi verið til þess að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. Ákæruvaldið hafði krafist þess fyrir Landsrétti að refsingin yrði þyngd. Maðurinn var enn fremur dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í bætur og 1,5 milljónir í áfrýj- unarkostnað. Hann hafði verið í hér- aði dæmdur til að greiða konunni 1,6 milljónir í miskabætur. Ákæra héraðssaksóknara gegn manninum var í 11 liðum en ákæru- valdið undi niðurstöðu héraðsdóms um sýknu mannsins í þremur liðum og þá játaði maðurinn sök í fimm. Þrír ákæruliðir voru því til endurskoðunar fyrir Landsrétti, m.a. ákæra fyrir nauðgun með því að hafa í febrúar 2016 haft samræði við þáverandi eiginkonu sína gegn hennar vilja. Fram kemur í dómi Landsréttar að með trúverðugum framburði konunn- ar, sem fær stuðning í skýrslu læknis sem skoðaði hana eftir komu á neyð- armóttöku og með framburði kunn- ingjakonu, þá þyki hafið yfir skyn- samlegan vafa að maðurinn hafi neytt konuna til samfara með ólögmætri nauðung umrætt sinn. Þá segir Landsréttur að maðurinn hafi einnig gerst sekur um að þvinga konuna til munnmaka. Særði blygðunarsemi sonar Loks var manninum gefið að sök að hafa ítrekað á mánaðartímabili frá því í desember 2015 til janúar 2016 horft á klámmyndir og fróað sér í viðurvist sonar síns. Landsréttur segir að sam- kvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu sé talið hafið yfir skynsam- legan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þessa háttsemi og þar með hafi hann sært blygðunarsemi drengsins og sýnt af sér ruddalegt ósiðlegt athæfi. Maðurinn var því fundinn sekur um nauðgun og blygðunarsemisbrot. Dómnum þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár, en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti í rúma viku. Fékk þriggja ára fangelsisdóm  Gert að greiða tvær milljónir í bætur Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Fangelsisrefsingin var lækkuð úr fjórum árum í þrjú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.