Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú liggur ljóst fyrir að nýtt sólar- met verður ekki sett í Reykjavík á þessu sumri. Rigningatíðin að undanförnu hefur séð til þess. Sem kunnugt er stendur hið svokallaða veðurstofusumar frá 1. júní til 30. september og því eru aðeins fáeinir dagar eftir. Trausti Jónsson veður- fræðingur tók nýlega stöðuna. Sól- skinsstundafjöldi frá og með 1. júní til 17. september telst 804,9 stund- ir. Miðað við almanakið, önnur sumur frá 1. júní til 17. september, er núlíðandi sumar í þriðja sólrík- asta sæti. Það eru aðeins sumrin 1928 (826,8 stundir) og 1929 (858,0 stundir) sem státa af hærri tölum. Gæti marið þriðja sætið Fáein sumur önnur eiga ennþá möguleika á að sigla fram úr þessu, en ekki mörg því sá fjöldi sem þeg- ar hefur mælst tryggir sjöunda sætið. Að meðaltali mælast um það bil 3,4 sólskinsstundir á dag í Reykjavík eftir 17. september. Yrðu sólskinsstundir í meðallagi til loka mánaðar yrði lokatalan 854,3 – og myndi merja 3. sæti – sjónar- mun á undan sumrinu 1927 (853,6 stundir) og ekki langt neðan við 2. sætið (1928 með 861,9 stundir). Ekki er nokkur von til þess að ná 1. sætinu af sumrinu 1929 (894,0 stundir). „Það eru sum sé þrjú sumur í röð sem hafa helgað sér þrjú efstu sæt- in í 90 ár, 1929, 1928 og 1927, þar rétt fyrir neðan eru tvö nýleg sólar- sumrin 2012 og 2011, í sjötta sætinu er svo sumarið 1924,“ segir Trausti. Árið í heild stendur líka vel. Heildarsólskinsstundafjöldinn er um það bil búinn að jafna ársmeð- altal síðustu tíu ára þó þrír mánuðir séu eftir af árinu og summan er nú þegar komin 100 stundir fram úr ársmeðaltalinu 1961 til 1990. Sumarhitinn í Reykjavík situr nú í 9. til 11. hlýjasta sæti. Meðalhiti þess það sem af er er 11,0 stig. Ekki er líklegt að sú röðun breytist mikið, að mati Trausta. Sólskinsstundametið frá 1929 fellur ekki í sumar  Rigningatíðin í september hefur komið í veg fyrir það Morgunblaðið/Eggert Vætutíðin Ferðamenn hafa þurft að verjast rigningunni undanfarna daga. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um aukið eftirlit með barnaníðingum var kveikjan að umdeildri umfjöllun DV í gær þar sem birt voru nöfn dæmdra barna- níðinga og búsetu þeirra á landinu. Er umfjöllunin sú fyrsta af nokkrum hjá blaðinu en von er á svipaðri um- fjöllum um fleiri dæmda barnaníð- inga í næsta helgarblaði. Þetta stað- festir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri DV í samtali við Morg- unblaðið. Segir hún ritstjórn blaðsins hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að birta ekki myndir af brotamönnunum eða heimilisföng þeirra en aðeins hvar á landinu þeir séu búsettir og í hvaða hverfum. Aðspurð segir hún að ritstjórnin hafi velt þeim möguleika fyrir sér að umfjöllunin gæti gengið á friðhelgi einkalífs brotamannanna sem hafi verið ein ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun. „Að sjálfsögðu veltir maður því alltaf fyrir sér þegar maður fjallar um viðkvæm málefni eins og þetta hundrað prósent er. Þetta vekur sterkar tilfinningar hjá fólki. Þannig að sjálfsögðu veltum við og að ég held bara allir fjölmiðlamenn fyrir okkur þessu þegar það er verið að fjalla um málefni sem snerta marga og snerta viðkvæmar taugar hjá mörgum,“ segir Lilja. Hún segir að meiningin hafi ekki verið að beina kastljósinu að brotum brotamannanna beinlínis, enda hafi margoft verið fjallað ítar- lega um mál margra þeirra ein- staklinga sem eru nafngreindir í blaðinu. Markmiðið að vekja umræðu Segir hún að markmið blaðsins með umfjölluninni hafi fyrst og fremst verið að vekja umræðu um málaflokkinn og vekja athygli á frumvarpi Silju Daggar. „Það er náttúrlega eitt af hlut- verkum fjölmiðla að varpa ljósi á og vekja umræðu og fá betri mynd á það af hverju kerfið er eins og það er núna,“ segir hún. Silja Dögg Gunnarsdóttir vísar því á bug í samtali við Morgunblaðið að hún sé sammála þeirri aðferð sem DV noti í umfjöllun sinni um barna- níðinga. Segir hún að frumvarpið fjalli í fyrsta lagi um að veita opinber- um aðilum eins og barnaverndarstofu heimild til að fá upplýsingar um þá einstaklinga sem hafa brotið gegn börnum og staðsetningu þeirra og í öðru lagi um að brotamenn af þessu tagi gangist undir áhættumat. Hún bendir á að ekki séu allir þeir sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot gegn börnum taldir líklegir til að brjóta af sér aftur og því sé áhættumatið mikilvægt. „Þetta snýst ekki um að setja í lög að það verði hengd upp plaköt af mönnum úti um allan bæ og ein- hverjar nornaveiðar eða að það eigi að grýta húsin þeirra. Heldur er það annars vegar að mennirnir hafi þá þennan stuðning og einhvern ramma og að það sé passað vel upp á þá og einnig að þess sé gætt og dregið úr líkunum að þeir brjóti aftur á börnum með því að yfirvöld hafi heimildir til eftirlits og geti miðlað upplýsingum sín á milli,“ segir Silja. „Ég er ekki í einhverri krossferð. Við megum ekki ganga of langt. Markmiðið er að vernda börnin og við þurfum að finna bestu leiðina til þess.“ Í samtali við Morgunblaðið bendir Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, á 6. grein persónu- verndarlaganna sem fjallar um tengsl við tjáningarfrelsi, þegar hún er spurð að því hvort nafngreining og persónuupplýsingar sem komi fram í umfjöllun DV gætu varðað við per- sónuverndarlög. Þar segir að víkja megi frá ákvæðum laganna og reglu- gerðarinnar í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta. Að öðru leyti segir hún að Persónuvernd geti lítið tjáð sig um málið. „Það eina sem við getum sagt á þessu stigi er að almennt gilda per- sónuverndarlögin að takmörkuðu leyti um vinnslu persónuupplýsinga hjá fjölmiðlum af því að þarna er um að ræða þessi tvö stjórnarskrárvörðu réttindi: tjáningarfrelsið og rétt manna til friðhelgi einkalífs og það er dómstóla að skera úr um það og vega og meta hvor réttindin eiga að ganga framar í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hún. Vigdís segir jafnframt að fjöl- miðlar þurfi almennt ekki að vera með heimild til að vinna með per- sónuupplýsingar. Þeir þurfi hins veg- ar að gæta að því að umfjöllunin sé sanngjörn gagnvart einstaklingnum og að upplýsingarnar séu áreiðan- legar. Það séu helst þau sjónarmið sem þurfi að vega og meta. Aðspurður um álit Blaðamanna- félags Íslands á umfjöllun eins og þeirri sem kom fram í DV í gær og því hvort hann telji að gengið hafi verið yfir mörk friðhelgi bendir Hjálmar Jónsson, formaður félags- ins, á að prentfrelsi og tjáningarfrelsi ríki á Íslandi og það sé blaðamanns og ritstjórnar blaðsins að meta það. „Blaðamenn í störfum sínum þurfa oft að glíma við mörk friðhelgi einka- lífsins og rétt almennings til upplýs- inga. Það verða fagmenn, sem eru blaðamenn, að vega og meta í hverju tilviki fyrir sig og ritstjórnir sem gera það með mismunandi hætti,“ segir Hjálmar í samtali við Morg- unblaðið. Hann bætir við að ábyrgð fylgi öllum athöfnum og orðum og að mörgu þurfi að hyggja þegar upplýs- ingar eru birtar. „Ef menn telja á sér brotið erum við með siðanefnd og dómstóla í landinu sem fólk getur leitað til ef það telur á sér brotið. Það hafa allir rétt á því,“ segir hann. Markmið DV að vekja umræðu  Ritstjóri DV segir það meðvitaða ákvörðun að birta ekki myndir og heimilisföng barnaníðinganna  Sviðstjóri Persónuverndar segir lögin gilda takmarkað um vinnslu persónuupplýsinga í fjölmiðlum Lilja Katrín Gunnarsdóttir Hjálmar Jónsson Silja Dögg Gunnarsdóttir Vigdís Eva Líndal Morgunblaðið/Eggert Persónuvernd Í 6. gr. persónuverndarlaganna segir að víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 119.900 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferðir innifaldar. sp ör eh f. Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum liggur í loftinu.Við höldum til Wiesbaden, þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum á jólamarkaðnum.Við förum í dagsferð til Rüdesheim þar sem hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna er og getum fylgst með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Jólaferð tilWiesbaden 28. nóvember - 1. desember Fararstjóri: Jón Guðmundsson AUKA BROTTFÖR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.