Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Ánýju hermisetri Land-spítala gefst starfsfólkispítalans færi á að æfasig á svokölluðum sýnd-
arsjúklingum: dúkkum sem líkja
eftir nánast öllu því sem getur gerst
á spítalanum. Var nýja hermisetrið,
sem er í húsnæði spítalans í Skafta-
hlíð 24, tekið í notkun í síðustu viku
en það hefur síðastliðin tvö ár verið
í mun minna húsnæði í Ármúla. Op-
ið hús var á setrinu dagana 16.-19.
september í tilefni af alþjóðlegri
hermiviku heilbrigðisþjónustunnar
og bauðst blaðamanni og ljósmynd-
ara Morgunblaðsins að berja nýj-
ungina augum. Fjölmargir nýttu
tækifærið og heimsóttu setrið og
sýndarsjúklingana tíu á dögunum
en Alma Dagbjört Möller land-
læknir var ein þeirra sem litu inn í
Skaftahlíðinni og kynntu sér starf-
semina.
Fullkomnasti sýndarsjúkling-
urinn á hermisetrinu ber nafnið
Leifur og veit sínu viti að sögn Þor-
steins Jónssonar, gjörgæsluhjúkr-
unarfræðings og verkefnisstjóra
Hermisetursins. Leifur hreyfir til
að mynda brjóstkassann, blikkar
augunum, er með hjartslátt og mæl-
anlegan blóðþrýsting. Á meðan Þor-
steinn skýrir virkni sýndarsjúkling-
anna fyrir blaðamanni fær Leifur til
að mynda slæmt hóstakast sem er
eitt af þeim einkennum sem dúkkan
getur sýnt og starfsfólk Landspítala
þarf að bregðast við.
Líkja eftir
raunveruleikanum
„Hermingin snýst um að ganga
eins nálægt raunveruleikanum og
við mögulega getum. Allt sem er
gert við sjúklingana reynum við að
láta fólk leika eftir hér. Hvort sem
það eru samskipti, að setja upp
æðaleggi, hjartahnoð, setja upp
magasondu eða hvað það er, þá
reynum við að æfa það hér,“ segir
Þorsteinn í samtali við Morgun-
blaðið.
Spurður um mikilvægi hermi-
kennslunnar segir Þorsteinn að
sjúklingaöryggi aukist til muna með
aðferðinni.
„Með því að æfa hér er hægt
að æfa endurtekið, aftur og aftur,
sjaldgæf tilfelli sem gerast sjaldan
á sjúkrahúsi. Hérna getum við sett
þau á svið og stjórnað öllum ut-
anaðkomandi áhrifum,“ segir hann.
„Aðstandendur geta komið grátandi
inn og það er hægt að láta þá fá ein-
hverja forskrift fyrir hvernig eigi að
bregðast við. Starfsfólkið verður
svo að bregðast við því.“
Hann segir jafnframt að hermi-
kennslan sé sérstaklega mikilvæg
til að æfa og innleiða verkferla.
„Það er eitt að búa þá til og
annað að innleiða þá. Hér er hægt
að æfa þá og sjá hvort þeir virki því
hér getum við stjórnað öllum breyt-
um sem er ekki hægt að gera í
raunveruleikanum. Þar af leiðandi
vonumst við að hér verði fólk betra
þegar á hólminn er komið í alvör-
unni,“ segir Þorsteinn, sem stað-
festir að rannsóknir á kennsluað-
ferðinni hafi sýnt fram á að svo sé.
Hann bætir við að flestum þátttak-
endum finnist kennsluaðferðin að
auki ákaflega skemmtileg, sem
skemmi ekki fyrir.
Geta líkt eftir bráðaofnæmi
Á meðan á kennslu stendur
sitja stjórnendur í stjórnklefa við
stærstu herbergi hermisetursins
þar sem flóknustu sýndarsjúkling-
arnir, meðal annars Leifur, liggja í
spítalarúmum sínum. Úr stjórnklef-
anum er svo hægt að fylgjast með
gangi mála í herbergjunum og stýra
sýndarsjúklingunum, viðbrögðum
og einkennum þeirra.
Blaðamaður fylgist í heimsókn-
inni með stjórnendum láta sýndar-
sjúkling, í líki ungbarns, líkja eftir
einkennum lífshættulegs bráða-
ofnæmis. Þá hraðast púls sýndar-
barnsins, blóðþrýstingur lækkar,
andardráttur hraðast og andlit þess
blánar verulega.
Þorsteinn sýnir í kjölfarið
hvernig hægt er að bregðast við
viðbrögðum barnsins þannig að ein-
kennin hverfi.
Enn fleiri möguleikar
Þorsteinn segir að hermi-
kennslan sé vaxandi kennsluform í
heilbrigðiskerfum í öllum heim-
inum. Hann segist sjálfur hafa
heimsótt sambærileg hermisetur
víða um heim og kveður aðstöðuna
á nýja íslenska hermisetrinu, sem
telur fjögur herbergi og einn fyrir-
lestrasal, vera með því besta sem
gerist. Segir hann möguleikana
mun fleiri í nýju aðstöðunni og
bendir á að í stað þess að geta að-
eins keyrt einn kennsluhóp í einu
eins og staðan var þegar setrið var í
Ármúlanum, sé nú hægt að keyra
allt að fjóra hópa. Segir hann jafn-
framt að hermisetrið verði ákaflega
vel nýtt og að aðsóknin að því sé
mikil en nánast allir dagar á setrinu
eru, að hans sögn, þegar bókaðir.
Öryggisþjálfun draumurinn
„Draumurinn er náttúrlega sá
að allir sem koma að vinna á spít-
alanum fari í gegnum ákveðna ör-
yggisþjálfun og læri ákveðna verk-
ferla og slíkt til að vera betur í
stakk búnir til að bregðast við ef
eitthvað gerist,“ segir Þorsteinn.
Segir hann að sérstök áhersla
sé á að æfa staðfest samskipti
starfsmanna í hermikennslunni
enda séu samskiptabrestir ein
helsta ástæða læknamistaka. Segir
hann að eitt stærsta markmið
hermisetursins sé að koma í veg
fyrir og fækka mannlegum mistök-
um heilbrigðisstarfsmanna með æf-
ingu.
Lifa sig inn í kennsluna
„Verkfærnin sem fer fram í
þessum herbergjum er mjög góð.
Fólk er oft mjög gott í að hnoða,
blása og setja upp æðaleggi en þeg-
ar það er meira komið inn í þetta og
þetta er orðið flóknara þá er meiri
möguleiki á að eitthvað fari úrskeið-
is,“ segir Þorsteinn.
„Þessi aðferð gengur út á að
gera þetta eins raunverulegt og
hægt er, að þú fáir þá tilfinningu
sem þátttakandi að þú sért að sinna
fólki í alvörunni. Það er alveg
merkilegt hvað fólk nær að lifa sig
mikið inn í þetta þó að þetta sé
dúkka,“ segir hann og hlær.
Landlæknir Alma Dagbjört Möller var ein þeirra sem kynntu
sér nýja hermisetrið í Skaftahlíð í alþjóðlegu hermivikunni.
Stjórnklefi Stjórnendur í stjórnklefa hermisetursins fylgjast
með og stýra viðbrögðum og einkennum sýndarsjúklinganna.
Félagar Þorsteinn Jónsson gjörgæsluhjúkrunarfræðingur
ásamt Leifi, einum sýndarsjúklinga hermisetursins.
Æfa sig á sýndarsjúklingum
Opið hús var á nýju
hermisetri Landspítala í
vikunni þar sem nýstár-
legri kennsluaðferð, sem
nýtir fjölhæfa sýndar-
sjúklinga, er beitt.
Morgunblaðið/Eggert
Sýndarbarn Þorsteinn Jónsson þurfti að bregðast hratt við einkennum súrefnisskorts hjá sýndarbarni á setrinu.
Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir
nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi
fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk
búin að veita góða þjónustu til framtíðar.
Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
HAFA STERKARI STÖÐU
Í KRAFTI