Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 20
VIÐTAL
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Hundaljósmyndarinn Anna Szabo
hefur ferðast vítt og breitt um landið
og myndað hunda af hinum ýmsu teg-
undum og gerðum út um allan heim
og á Íslandi.
Hún heimsótti Ísland í fyrsta skipti
í febrúar á þessu ári og heillaðist
strax af landinu:
„Við mynduðum hund á Kirkjufelli
nýlega og myndin mun birtast á for-
síðu erlends tímarits. Náttúran hérna
er sannarlega mér að skapi, óspillt og
falleg,“ sagði hún.
Keppti áður á hundasýningum
„Ef ég ber mig saman við aðra
hundaljósmyndara þá myndi ég segja
að það sé mér til framdráttar að ég
byrjaði ekki sem ljósmyndari heldur
sem hundaþjálfari og þátttakandi í
hundasýningasamfélaginu,“ sagði
Anna.
Sjálf hefur hún sótt hundasýningar
um heim allan og á farsælan feril að
baki í hundaþjálfun fyrir sýningar, en
árið 2016 tók hún að sér verkefni í
hundaljósmyndun. Myndirnar henn-
ar hlutu mikið lof sem varð til þess að
hundaþjálfunin þurfti að lúta í lægra
haldi fyrir hundaljósmyndun.
„Mér gekk nokkuð vel í hunda-
þjálfuninni en síðan byrjaði ég að
taka myndir til gamans. Það byrjaði
vel og myndirnar urðu síðan betri og
betri og loks byrjuðu vinir mínir að
biðja mig um greiða, til dæmis að
taka myndir af hundunum sínum fyr-
ir blaðaviðtöl, tímarit eða bara til að
birta á Facebook.
Vinir og vandamenn hvöttu þá
Önnu til að leggja greinina fyrir sig,
það væri köllun hennar auk þess sem
starfið borgaði vel. Starfið krefst oft
mikilla ferðalaga og sá eiginleiki er
ekki af verri endanum að mati Önnu.
„Starfið kom eiginlega til mín án
þess að ég hefði verið að leitast sér-
staklega eftir því. Undanfarin þrjú ár
hefur þetta sprungið algerlega – mér
bárust svo margar fyrirspurnir því
fólk hafði almennt svo mikinn áhuga á
þessu. Þetta var eiginlega meira en
ég hafði tök á.“
Ekkert af þessu myndi þó virka án
áhugans sem kúnnar sýna ljósmynd-
uninni, hún sé síður en svo eins
manns verk.
„Hjá mér eru myndirnar ekki eins
listrænar og þær kynnu að vera hjá
öðrum – ég legg meiri áherslu á að
sýna bestu líkamlegu eiginleika
hundanna, hreysti og uppruna,“ sagði
Anna og bætir við að ræktendur og
eigendur eigi heiðurinn af góðu útliti
og ástandi hundanna.
Hundarnir frábærar fyrirsætur
Hundaljósmyndarinn Anna Szabo myndar hunda í íslensku landslagi Myndir hennar hafa hlotið
verðskuldaða athygli Byrjaði sem hundaþjálfari á hundasýningum en leiddist út í að mynda hunda
Morgunblaðið/Eggert
Hundaljósmyndari Anna Szabo til vinstri ásamt Rakel Olsen. Þær halda á einni af hundaljósmyndum Önnu.
Ljósmyndir/Anna Szabó
Hundar Anna myndar hundana oftast úti í náttúrunni. Fyrsta myndin til vinstri er tekin við Kirkjufell. Sú í miðið er tekin í bænum Positano á Ítalíu og myndin til hægri er tekin við Rauðhóla.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Þeim konum sem fóru í fyrsta skiptið
í leit að brjósta- og leghálskrabba-
meini hjá Leitarstöð Krabbameins-
félagsins fjölgaði um rúm 100% á
fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað
við sama tímabil í fyrra. Félagið hef-
ur í ár staðið fyrir tilraunaverkefni
þar sem þeim konum sem fá í fyrsta
skipti boð í skimun fyrir legháls- og
brjóstakrabbameini er boðin skim-
unin sér að kostnaðarlausu. Ráðist
var í það verkefni vegna vísbendinga
um að skoðunargjaldið hindraði hóp
kvenna í að nýta sér boð um skimun.
Frá þessu segir í tilkynningu frá
Krabbameinsfélaginu. Þar segir enn
fremur að árangurinn sé afar
ánægjulegur og langt fram úr vænt-
ingum.
Í tilkynningunni er yfirlýsingu
heilbrigðisráðherra um að til standi
að skimun fyrir krabbameinum verði
gjaldfrjáls fagnað. Lækkun greiðslu-
þátttöku í heilbrigðiskerfinu sé af-
gerandi þáttur í að jafna aðgengi að
heilbrigðisþjónustu.
Einnig fjölgaði þeim konum sem
koma í endurtekna skimun. Komum í
skimun fyrir leghálskrabbameini
fjölgaði um 19% og í skimunum fyrir
brjóstakrabbameini fjölgaði um
24%.
Krabbameinsleit Mikið fjölgaði í ár í hópi þeirra kvenna sem komu á
Leitarstöðina í fyrstu skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í brjóstum.
Tvöfalt fleiri konur
komu á Leitarstöð
Telja ókeypis skoðun hafa haft áhrif
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.