Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 22
BÆJARLÍFIÐ
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnes
Hjá Sláturhúsi Vesturlands
stefnir í 3.000 dilka slátrun og hefur
sláturhúsið auk þess verið í nokkuð
samfelldri stórgripaslátrun, en
framkvæmdastjóri er Guðjón Krist-
jánsson. Slátrunin er ekki stór í
sniðum en með gæði og markaðs-
drifni hefur fylgt þessu frekari úr-
vinnsla við mötuneyti, s.s. hamborg-
aragerð o.fl. Stöðugildin eru orðin 8
til 10 og það merkilega er að starfs-
mennirnir eru næstum allir vanir
menn, annaðhvort bændur eða fyrr-
verandi bændur. Þetta minnir á
blómaskeið sláturhúsa áður fyrr
þegar starfsemin byggðist á heima-
fólki. Það er óskandi að þetta fram-
tak hjá Sláturhúsi Vesturlands
blómstri því að baki núverandi stöðu
liggur mikil þrautseigja, því það tók
eigendur fjögur ár bara að fá slátur-
leyfi í Brákareyju og að baki liggja
nú fjögur ár í rekstri eða samtals
átta ár.
Í fyrsta sinn er nú boðið upp á
raunfærnimat í búfræði á Íslandi.
Þetta er samstarfsverkefni Sí-
menntunarmiðstöðvarinnar á
Vesturlandi og Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri. Raunfærni-
matið er ætlað þeim sem eru eldri en
23 ára og hafa starfað við landbúnað
í þrjú ár eða lengur. Gert er ráð fyrir
að 10 einstaklingar fari í gegn í þess-
ari lotu og hafa þeir þá möguleika á
að stytta nám sitt ef þeir hyggjast
nema búfræði við LBHÍ. Það blund-
ar bóndi í mörgum Íslendingum og
verður gaman að fylgjast með
hvernig þetta verkefni gengur.
Skallagrímur er í botnsæti
þriðju deildar í knattspyrnu og er
fallinn í fjórðu deild. Ég reyndi að
fara á flesta heimaleiki Skallagríms í
fótbolta í sumar. Framan af var ég
þess fullviss að Skallagrímur væri
með lið til að vera að minnsta kosti
um miðja þriðju deild. Þegar maí-
mánuður var liðinn voru tveir sigrar
og tvö töp að baki, liðið hafði spilað
ágæta knattspyrnu og allir leikir í
jafnvægi. Í júní fór að síga á ógæfu-
hliðina, leikir sem áttu að vinnast
töpuðust, vítaspyrnur glötuðust og
fleira. Eins og formaður deildar-
innar, Páll S. Brynjarsson, sagði:
„Við vorum óheppnir, misstum svo-
lítið dampinn og í framhaldi af því
misstum við leikmenn. Hefðum
kannski viljað fá aðeins fleiri leik-
menn úr 2. flokki ÍA því við þá var
gott samstarf og verður vonandi
áfram. Í þessari stöðu safna menn
saman vopnum sínum á ný og hlúa
að yngri flokka starfi og styrkja
þjálfarateymið, gömul saga og ný í
þessum bransa.“ Ekki gefast upp,
Skallagrímsmenn!
Myndlistarsýningin Litabæk-
ur og litir verður opnuð laugardag-
inn 28. september kl. 13 í Hall-
steinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Þetta er fyrsta einkasýning Önnu
Bjarkar Bjarnadóttur sem er fædd
og uppalin í Borgarnesi og fram-
kvæmdastjóri hjá Advania. Megin-
uppistaðan á sýningunni verður
myndir úr Borgarnesi, og hefur
Anna Björk sagt frá því að hún
minnist þess þegar hún var lítil
stúlka alltaf að teikna og lita. Vatns-
litir voru fyrstu litirnir sem hún
prófaði sem barn.
Sýning Önnu Bjarkar verður
opin kl. 13.00-16.00 á opnunardaginn
28. september og eftir það kl. 13.00-
18.00 alla virka daga fram að 29.
október.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Ekki gefast upp Skallagrímsmenn!
Sláturhús Vesturlands Nú í haust stefnir þar í
3.000 dilka slátrun. Starfsmenn eru flestir vanir
menn; annaðhvort bændur eða fyrrverandi bændur.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Allir þingmenn Miðflokksins, níu
að tölu, hafa lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu þess efnis að
Alþingi álykti að fela samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra að láta
gera ítarlega athugun á kostum
þess að gera Alexandersflugvöll á
Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir
aðra flugvelli á landinu.
Í greinargerð benda þeir á að
Alexandersflugvöllur sé vel stað-
settur þar sem aðflug er gott,
fjörðurinn víður og lítið um hindr-
anir. Flugvöllurinn vísi í norður/
suður, sem eru einnig ríkjandi
vindáttir á þeim slóðum. Þá sé
staðsetning vallarins hagstæð með
tilliti til snjóa og einnig sé hún góð
sé litið til færðar og samgangna á
landi.
Í ljósi þessa er því beint til ráð-
herra að ráðast í nauðsynlega
undirbúningsvinnu og rannsóknir
til að hægt sé að hrinda þessum
hugmyndum í framkvæmd og er
lagt til að ráðherra láti kanna
kosti þess að gera Alexanders-
flugvöll á Sauðárkróki að vara-
flugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll,
Reykjavíkurflugvöll, Akureyrar-
flugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Ráð-
herra kynni Alþingi niðurstöður
þeirrar könnunar eigi síðar en í
janúar 2020.
Svo vill til að sami ráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson, svaraði
fyrirspurn í mars í fyrra frá
Bjarna Jónssyni varaþingsmanni
VG um varaflugvöll við Sauðár-
krók.
Margra milljarða endurbætur
Fram kom í svari ráðherrans að
nauðsynleg fjárfesting á Alexand-
ersflugvelli við Sauðárkrók, svo
hann geti tekið á móti stórum far-
þegaþotum með litlum fyrirvara,
verði á bilinu 4,0-5,1 milljarður
króna. Sagði ráðherra að ekki væri
þörf á því að fjölga varaflugvöllum
og flugvellirnir á Akureyri og
Egilsstöðum myndu þjóna hlut-
verki varaflugvalla eins og þeir
hefðu gert hingað til.
Það kom einnig fram í svari Sig-
urðar Inga að til þess að Alexand-
ersflugvöllur uppfyllti allar kröfur
þyrfti að ráðast í miklar og kostn-
aðarsamar framkvæmdir þar sem
flugvöllurinn var ekki hannaður
sem millilandafluvöllur.
Sem dæmi um þætti sem byggja
þyrfti upp megi nefna flugverndar-
aðstöðu, slitlag á vellinum og að-
flugsbúnað. Kostnaður við endur-
nýjun yfirborðs flugbrautar og
breikkun hennar auk malbikunar
er t.d. metinn á 1,5-2,0 milljarða
króna. Þá er fjárfesting í flugstöð,
sem uppfyllir allar kröfur til hús-
næðis, tækjabúnaðar, landamæra-
vörslu og móttöku allt að 200 far-
þega, metin á 1,0-1,5 milljarða
króna.
Rekstrarkostnaður flugvallarins
á ári, án afskrifta og kostnaðar
vegna fjárbindingar, væri áætlaður
á bilinu 400-600 milljónir króna.
Morgunblaðið/Eggert
Keflavíkurflugvöllur Ráðast þarf í mjög kostnaðarsamar endurbætur á Alexandersflugvelli ef hann á að geta tekið
á móti stórum farþegaflugvélum. Að auki væri rekstrarkostnaður á ári áætlaður á bilinu 400-600 milljónir króna.
Alexandersflugvöllur
verði varaflugvöllur
Í svari í fyrra taldi ráðherra enga þörf á nýjum varaflugvelli
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur skipað starfshóp vegna
átaks til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería á Ís-
landi. Starfshópnum er ætlað að
gera aðgerðaráætlanir vegna
sýklalyfjaónæmra baktería í dýr-
um, sláturafurðum og matvælum.
Jafnframt að setja fram mismun-
andi valkosti við stefnu sem miðar
að því að koma í veg fyrir dreif-
ingu matvæla sem í greinast
sýklalyfjaónæmar bakteríur, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá ráðuneytinu.
Þetta er hluti af átaki til að
draga úr útbreiðslu sýklalyfja-
ónæmra baktería á Íslandi sem
Kristján Þór og Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra settu af
stað 8. febrúar síðastliðinn. Jafn-
framt er þessi vinna hluti af að-
gerðaáætlun um að efla matvæla-
öryggi, tryggja vernd búfjárstofna
og bæta samkeppnisstöðu inn-
lendrar matvælaframleiðslu sem
unnið er eftir í atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu.
Starfshópnum ber að skila mats-
gerð um mismunandi valkosti við
stefnu sem miðar að því að koma í
veg fyrir dreifingu matvæla sem í
greinast sýklalyfjaónæmar bakt-
eríur eigi síðar en 1. febrúar nk.
Þá ber hópnum að skila loka-
skýrslu ásamt tillögum eigi síðar
en 1. maí 2020.
Skipar hóp
gegn sýkla-
ónæmum
bakteríum
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is