Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 21. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.53 124.11 123.82 Sterlingspund 153.83 154.57 154.2 Kanadadalur 92.94 93.48 93.21 Dönsk króna 18.292 18.4 18.346 Norsk króna 13.809 13.891 13.85 Sænsk króna 12.729 12.803 12.766 Svissn. franki 124.59 125.29 124.94 Japanskt jen 1.1437 1.1503 1.147 SDR 169.26 170.26 169.76 Evra 136.62 137.38 137.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0534 Hrávöruverð Gull 1498.4 ($/únsa) Ál 1750.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.51 ($/fatið) Brent áfram þeirri þróun. „Við höfum náð miklum árangri í þróun hugbúnaðarins, sérstaklega eftir að Peter Höller bættist í hópinn fyrr á þessu ári. Við erum komin á það stig að geta hafið prófanir í stjórnuðu umhverfi. Nú er Isavia að finna flugskýli fyrir okkur,“ útskýrir frumkvöðullinn. „Þegar við höfum lokið prófunum, sem munu taka nokkra mánuði, getum við sleppt tækinu lausu.“ Þetta er ekki fyrsta sinn sem Hjalti stofnar nýsköpunarfyrirtæki, en hann stofnaði Hugrúnu ehf. árið 1982 sem selt var til norskra fjár- festa árið 1997. Árið 1999 stofnaði Hjalti fyrirtækið Gavia sem hannar og framleiðir fjarstýrða kafbáta í Kópavogi en fyrirtækið var selt til bandaríska fyrirtækisins Teledyne Inc. árið 2010. Er blaðamaður spyr hvort gert sé ráð fyrir íslensku veðurfari segir Peter Höller, doktor í tölvunarfræði sem starfað hefur fyrir Geimvísinda- stofnun Evrópu og leiðir nú hugbún- aðarþróunarvinnu Flygildis, svo vera. „Auðvitað erum við meðvituð um sérstakt veðurfar á Íslandi, sér- staklega vindinn og það verður stór þáttur í þróun hugbúnaðarins. Ég tel okkur hafa náð miklum árangri á síð- astliðnum mánuðum, sérstaklega hvað varðar tvo þætti. Í fyrsta lagi útliti drónans. Hann lítur vel út. Hann hefur nýja vængi með lituðum fjöðrum og líkist erni. Í öðru lagi hef- ur verið mikil þróun á hugbúnaðin- um hvað varðar hegðun og hreyfingu vængjanna, þannig að hann hreyfir sig eins og alvöru fugl,“ útskýrir hann. Þyngd minnkuð til muna Hann segir dróna af þessu tagi þurfa mjög öflugan hugbúnað sem tryggir mjúka hreyfingu vængjanna, ekki síst samhæfða hreyfingu. Þá sé unnið að því að gera tækið stöðugra, enda hafi hann ekki sömu eiginleika til flugs og flugvélar. „Dróninn mun hafa smá stuðning við fyrstu flug- prófanir.“ Hjalti og Peter segja að gerðar hafi verið vel heppnaðar prófanir með einfaldari frumgerðum og þessi nýjasta kynslóð frumgerðar standi hinum mun framar hvað tækni varðar. „Það er margt eftir enda ekki einfalt verkefni. Við verðum að þróa áfram vélbúnaðinn og betrum- bæta hugbúnaðinn svo tækið hegði sér enn meira eins og fugl. Þegar vélbúnaðinum er breytt þarf að breyta hugbúnaðinum í takt við það. Þetta er mjög flókið kerfi sem er komið fyrir í takmörkuðu rými auk þess sem þyngd skiptir miklu máli,“ útskýrir Peter. Þá hefur þyngd tæk- isins verið minnkuð mikið að undan- förnu og vegur nú rétt um eitt kíló og vænghafið er 1,2 metrar. Sú þyngd er sú sama og þyngd fugla af sömu stærð. Dróni í fuglslíki vekur athygli  Áhugasamir fjárfestar í fylgdarliði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna  Varnar- og öryggis- fyrirtæki í fremstu röð í drónaþróun  Krefjandi verk að hanna dróna með samhæfða hreyfingu vængja Morgunblaðið/Eggert Flugþjarkur Notagildi „fuglsins“ virðist fjölbreytt enda virðast margir hafa á honum áhuga. Frumkvöðlar Stofnandinn Hjalti Harðarson og dr. Peter Höller. BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fulltrúar úr bandarísku viðskiptalífi sem komu til landsins með varafor- seta Bandaríkjanna, Mike Pence, fyrr í þessum mánuði sýndu afurð fyrirtækisins Flygildi, sem þróað hefur dróna í fuglslíki í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Chalmers tækniskólann í Svíþjóð og Iowa State-háskólann í Bandaríkjunum, mikinn áhuga. Fulltrúar úr banda- ríska varnar- og öryggisiðnaðinum voru sérstaklega áhugasamir. „Í fylgdarliði Pence var teymi sér- fræðinga sem tengist varnar- og ör- yggismálum. Við áttum í fundum og sýndum tæknina og vakti þetta at- hygli. Þetta gæti verið gífurlegt tækifæri fyrir Flygildi,“ segir Hjalti Harðarson, sem stendur á bak við verkefnið. Ekki fyrsta sprotafyrirtækið Í fyrstu var hugmyndin ekki sú að dróninn myndi eiga erindi inn á svið varnarmála, heldur að hann gæti komið að notum við eftirlit og að fæla fugla frá flugbrautum. Hins vegar sé staðan sú að varnar- og öryggisfyrir- tæki eru leiðandi í þróun dróna, að sögn Hjalta. Þá er talið að tæki eins og um ræðir hafi fjölbreytt notagildi. Flygildi hefur þegar hafið sam- starf við Isavia til að þróa dróna sem gæti fælt fugla frá flugbrautum og flugleiðum við flugvelli. Þá hefur Isavia boðist til þess að útvega flug- skýli undir prófanir á frumgerðinni og eru vonir um að prófanir geti haf- ist á Reykjavíkurflugvelli fyrir lok þessa árs. Margir hafa áhuga á að finna lausnir við þeirri hættu sem skapast af fuglum á flugvöllum og fékk félagið nýlega styrk frá Evrópusambandinu til þess að halda VERSLUN VI Ð O PNUM Á LAUGARDÖGUM ! Á HVOLSVELLI FB Selfossi Austurvegi 64a 5709840 FB Hellu Suðurlandsvegi 4 5709870 FB Hvolsvelli Ormsvellir 2 5709850 www.fodur.is fodur@fodur.is VERSLUN FÓÐURBLÖNDUNNAR Á HVOLSVELLI VERÐUR OPIN ALLA LAUGARDAGA FRÁ 10-14 OG VIRKA DAGA 9-18 Icelandair hefur náð bráðabirgða- samkomulagi við flugvélaframleið- andann Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla Icelandair. Kyrr- setningin sem hefur verið í gildi síð- an í mars á þessu ári hefur valdið flugfélaginu miklu tjóni. Þetta kem- ur fram í tilkynningu sem Icelandair sendi Kauphöllinni í gær. Fram kemur í fréttatilkynningu að upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og viðræður við Boeing muni halda áfram um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinn- ar bætt. „Eins og fram kom í uppgjöri ann- ars ársfjórðungs hjá Icelandair Group námu þegar áætluð áhrif vegna kyrrsetningarinnar um 140 milljónum bandaríkjadala á EBIT afkomu félagsins. Hafa þessi áhrif aukist á undanförnum mánuðum þar sem vélarnar eru enn kyrrsettar. Í dag, að teknu tilliti til þess sam- komulags sem nú hefur náðst, metur Icelandair Group tjónið eftir sem áð- ur á um 135 milljónir bandaríkja- dala,“ segir í tilkynningu félagsins. Bráðabirgðasam- komulag um bætur Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.