Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 París. AFP. | Vísindamenn hafa varað við því að súrnun sjávar og aðrir fylgifiskar hlýnunar jarðar af mannavöldum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki sjávar og fisk- stofna. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, IPCC, hyggst gefa út nýja skýrslu á mið- vikudaginn kemur um afleiðingar hlýnunar jarðar af mannavöldum. Fréttaveitan AFP hefur fengið skýrsluna og skýrt frá meginniður- stöðum hennar. Höfin hlýna Höfin hafa tekið við um fjórðungi af koltvísýringnum, sem mannkynið hefur losað út í andrúmsloftið, og dregið í sig 93% af hlýnuninni sem stafar af losuninni. Afleiðingarnar eru þær að heimshöfin hafa hlýnað, súrnað og orðið seltuminni. Loftslagsbreytingarnar hafa einn- ig orðið til þess að hitabylgjur í höf- unum hafa orðið tíðari, öflugri og víðfeðmari en áður. Þær eru tvisvar sinnum líklegri núna en á níunda áratug aldarinnar sem leið. Afleið- ingarnar geta verið alvarlegar eins og í hitabylgjunni sem eyddi kóröll- um í Kóralrifinu mikla, meðfram norðausturströnd Ástralíu. Fæðuframboðið frá grunnsævi í hitabeltinu gæti minnkað um 40% fyrir árið 2100 vegna hlýnunar og súrnunar sjávar. Sjávarlífverur – allt frá smáum svifdýrum til stórra fiska og hvala – hafa fært sig til vegna hlýnunar sjáv- ar og það hefur haft slæm áhrif á sjávarútveg í sumum löndum. Sjávarmál hækkar Sjávarmálið hækkar um nær hálf- an metra fyrir næstu aldamót, miðað við árin 1980-2000, ef meðalhitinn á jörðinni eykst um tvær gráður á Celsius miðað við hitann fyrir iðn- byltinguna. Verði hlýnunin þrjár til fjórar gráður hækkar sjávarmálið um 84 sentimetra. Líklegt er að hækkun sjávarborðs hundraðfaldist á 22. öldinni og verði nokkrir senti- metrar á ári. Hún er nú um 3,6 milli- metrar á ári. Verði hlýnun jarðar tvær gráður fyrir aldamótin hækkar sjávarborðið um nokkra metra. Um 280 milljónir manna búa núna á svæðum sem færu á kaf. Ríki heims þurfa að laga sig að hækkun sjávarborðs. Líklegra er að auðug ríki geri það með því að reisa varnargarða en viðbúið er að fólk í fátækari löndum þurfi að flytja í ný heimkynni. Grípi ríki heims ekki til viðamikilla aðgerða til að laga sig að hækkun sjávarborðs gæti það orðið til þess að kostnaðurinn vegna sjávargangs hundrað- til þúsundfaldaðist fyrir næstu aldamót. Gert er ráð fyrir að 20-90% af vot- lendi á strandsvæðum heimsins hverfi fyrir árið 2100, en það fer eftir því hversu mikið sjávarborðið hækk- ar. Súrefni í höfunum minnkar Styrkur súrefnis í höfunum hefur minnkað um 2% á síðustu sex ára- tugum og súrefnið minnkar um 3-4% til viðbótar ef losun gróðurhúsaloft- tegunda verður áfram eins mikil og hún er núna. Líklegt er að súrefnið minnki á 59-80% af yfirborði sjávar innan 20 ára. Mengun og hlýnun sjávar hafa orðið til þess að myndast hafa stór súrefnislaus hafsvæði, svonefnd „dauð svæði“. Gert er ráð fyrir því að 90% af kóralrifunum skemmist eða deyi ef hlýnunin nemur 1,5 gráðum fyrir aldamótin. Jöklar bráðna Stærstu jökulbreiður heimsins – Grænlandsjökull og Suðurskauts- jökullinn – hafa að meðaltali misst rúmlega 430 milljarða tonna af massa sínum á hverju ári frá 2006 og bráðnun þeirra er helsta orsök hækkandi sjávarborðs. Gert er ráð fyrir að meðal- afrennslið frá jöklum á flestum fjall- görðum heimsins nái hámarki og byrji að minnka fyrir árið 2100. Meira en tveir milljarðar manna eru núna háðir drykkjarvatni sem kem- ur frá jöklum. Hlýnunin ógn- ar lífríki sjávar og fiskstofnum  Ný skýrsla um loftslagsbreytingar -0.5 0 1 2 3 4 5 6 7°C Ný loftslagslíkön sýna að hlýnun jarðar er hraðari en gert var ráð fyrir Mæld hlýnun jarðar Hraður hagvöxtur sem byggist á notkun jarðefnaeldsneytis Kolefnishlutleysi fyrir árið 2080Hægur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda Líkleg hlýnun miðað við óbreytta losun gróðurhúsalofttegunda 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020 2040 2060 2080 2100 Hlýnun jarðar til 2100 Heimild: CNRS, CEA, Meteo-France Möguleg atburðarás í nýju líkönunum Milljónir manna tóku þátt í götumótmælum í meira en 150 löndum í gær þegar skólabörn tóku sér frí frá námi til að krefjast tafarlausra að- gerða til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum af mannavöldum. Þetta eru fjölmennustu mótmæli sem efnt hefur verið til í heiminum í þessum tilgangi. Þau náðu hámarki í New York þar sem rúm milljón nemenda í um 1.700 skólum fékk frí frá námi til að taka þátt í mótmælunum. AFP Milljónir manna krefjast aðgerða gegn loftslagsvánni Á meðal fjölmargra nemenda sem tóku þátt í götumótmælum í New York-borg í gær til að krefjast að- gerða gegn loftslagsvánni var Greta Thunberg, sextán ára sænsk stúlka, sem hafði forgöngu um vikuleg mótmæli ungs fólks víða um heim í þessum tilgangi. Thun- berg sagði í skilaboðum til mót- mælendanna að leiðtogar ríkja heims hefðu ekki gert nóg til að afstýra loftslagsbreytingum af mannavöldum sem gætu haft al- varlegar afleiðingar. Lausnir á loftslagsvandanum hefðu verið hunsaðar. Lausnir á loftslags- vandanum hunsaðar Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38 | 105 Reykjavík | 514 8000 | info@grand.is | islandshotel.is VILLIBRÁÐARBRUNCH 3. nóvember 5.800 kr. á mann Börn 6-11 ára fá 50% afslátt 5 ára og yngri fá frítt Villibráðarhlaðborð 26. október 2. nóvember VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ VILLTA KOKKSINS Á GRAND HÓTEL 15.900 kr. á mann Pantaðu borð á islandshotel.is veitingar@grand.is eða í síma 514-8000 Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur á Grand Hotel Reykjavík, reiðir fram 60 ómótstæðilega veislurétti úr úrvals villibráð UPPSELT Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.