Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Við setningu Alþing- is 10. september sl. sagði forseti Íslands m.a. að þær stundir gætu komið að við hefðum „ekkert að ótt- ast nema þá ótta- slegnu“. Í samræmi við áskorun forsetans um að menn taki orð hans ekki persónulega skil ég þetta ekki sem sneið til þeirra sem vöruðu við inn- leiðingu þriðja orkupakkans (O3), ekki fremur en til hinna sem lögðust gegn því að leitað yrði eftir undan- þágum. Sjálfur lagði ég til að allrar varfærni yrði gætt og að þingmenn nálguðust stjórnskipulegt hlutverk sitt með ábyrgum hætti, meðvitaðir um þá lagalegu óvissu sem fyrirætl- anir þeirra um innleiðingu O3 gætu haft í för með sér. Slíku orðalagi verður ekki jafnað til þess að menn hrópi „Eldur!“ í þéttsetnu leikhúsi. Varúð og ótti eru ekki samheiti, ekki fremur en áræði og fífldirfska. Ógn við réttarríkið Ótti getur m.a. ýtt undir tilhneig- ingu til að þóknast öðrum, fram- kallað ofurviðkvæmni, dregið úr kjarki manna til að verja eigin hag og til að standa gegn hvers kyns óbilgirni. Af öllu þessu leiðir að ótti getur verið ein meginorsök hvers kyns sýndarmennsku og innantóms orðagjálfurs. Þegar óttinn hefur rutt sér til rúms í stjórnmálum hætta þau að snúast um kjarna mála og stefnumörkun. Afleiðing slíkrar þróunar birtist m.a. í því að menn hrekjast auðveldlega út í horn og eiga síðan í vök að verjast við að reyna að bjarga eigin skinni. Því miður sýnist staðan vera sú að íslensk stjórnmál séu föst á milli tveggja elda; til annarrar hliðar ofurseld reglusetn- ingarvaldi ESB í flestu sem máli skiptir, en stjórnist að hinu leyt- inu af hræðslu við fjöl- miðla og „almanna- tengla“ í málum sem að nafninu til eiga þó að lúta forræði Alþing- is. Hér skal ekki lítið úr því gert að Evrópu- réttur hefur á ýmsan hátt bætt íslenskan rétt. Það réttlætir þó ekki að Alþingi víki sér, á ögurstundu, undan því að axla ábyrgð á löggjafarvaldinu og kjósi, þegar upp koma sérlega umdeild mál eins og O3, að leggja á flótta með því að setja svo misvísandi reglur að helst má líkja þeim við óútfylltar ávísanir til dómara. Þar sem stjórnmálin eru undan- fari lagasetningar eru slík hræðslu- viðbrögð löggjafans ekkert gaman- mál, hvorki fyrir almenning sem ætlað er að fylgja lögunum og byggja á þeim, né fyrir dómara sem eiga að dæma eftir þeim. Sagan sýn- ir að þegar meirihluti löggjaf- arþings verður ofurseldur óttanum eykst stórlega hættan á hörmuleg- um slysförum réttarríkisins. Varn- aðarorðum mínum um O3 var ætlað að draga úr líkum á því að þing- menn létu henda sig að grafa undan meginstoðum réttarríkisins. En svo sem afgreiðsla þingsins ber með sér hafði ég – og sá hluti þjóðarinnar sem var sama sinnis – ekki erindi sem erfiði. Hlutverk Alþingis er að eyða réttaróvissu, ekki að skapa hana Með innleiðingu O3 í íslenskan rétt og samhliða séríslenskum laga- legum fyrirvörum sem beinast gegn markmiðum O3 hefur sjálft Alþingi brotið gegn því meginmarkmiði réttarríkisins að lög séu skýr og skiljanleg. Með því að tala tungum tveim í málinu hefur þingið leitt misvísandi reglur í lög og þar með skapað innri lagalegar mótsagnir. Þá hafa þingmenn með þessu vinnulagi í raun sett afturvirk lög, sem einnig er brot gegn því sem réttarríkið stendur fyrir. Lagalegri óvissu sem af þessu leiðir verður ekki eytt fyrr en dómstóll, að öllum líkindum EFTA-dómstóllinn, hefur kveðið upp úr um það hvort íslenska ríkinu sé nokkurt hald í marg- umræddum lagalegum fyrirvörum Alþingis við O3. Fleiri stjórnskipu- lega annmarka má finna á þessu máli, m.a. voru viðurhlutamiklar reglur leiddar í lög með þingsálykt- un í stað hefðbundins lagasetningar- ferlis. Með þessum hætti voru mik- ilvægir stjórnskipulegir varnaglar gerðir óvirkir og vopnin slegin úr höndum þeirra sem töldu málið svo stórt í sniðum að virkja ætti synj- unarrétt forseta lýðveldisins og vísa því til þjóðarinnar sem við afleið- ingar þess á að búa. Varnaðarorð um framangreinda lagalega óvissu – og þau komu vissulega frá fleiri lögfræðingum en mér – öftruðu meirihluta þing- manna ekki frá því að storma áfram með málið. Engar viðhlítandi skýr- ingar voru gefnar á því hvers vegna nauðsynlegt þótti að keyra málið í gegnum þingið nú. Þungvægum röksemdum gegn málinu var á loka- stigum ýtt til hliðar með tali um skáldskap og „fabúleringar“ og með því að endurtaka í síbylju að „ekk- ert nýtt“ hefði komið fram í sum- arhléi, þótt það væri ekki rétt. Þess háttar málflutningur gerir lítið til að bæta fyrir þann skaða sem þingið hefur nú valdið með lausatökum sín- um og skilningsleysi – eða þá stöðu sjálfs sín að þurfa að búa við traust einungis 18% þjóðarinnar. Ef alvarleiki framangreindra at- riða nægir ekki til að viðhalda um- ræðum um það sem hér hefur gerst má vænta þess að sú umræða lifni af fullum krafti, þegar og ef í ljós kem- ur að O3 var ekkert „smámál“ eins og meirihluti þingmanna lét þó í veðri vaka. Eins og ég hef áður bent á gæti það t.a.m. gerst með því að höfðað verði samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA-dóm- stólnum. Ráðherrar, þingmenn og ráðgjafar þeirra mega þá búast við að opinbert verði að þeir hafi farið með staðlausa stafi um mögulega nauðvörn á grunni hafréttarsáttmál- ans, um ómöguleika þess að nýta undanþáguheimildir EES-samn- ingsins eða um óskert fullveldi Ís- lands yfir raforkulindum. Það væri ekki léttvægur áfellisdómur sem menn hefðu kveðið upp yfir sjálfum sér ef í ljós kæmi að fræðimennskan reyndist innistæðulaus, sjálfs- öryggið aðeins gríma, yfirlætið til- raun til að breiða yfir óvissu og fela undirliggjandi ótta. Hugsjón réttarríkisins Réttarríkishugsjónin varð ekki til í tómarúmi. Lagalegar umbætur til að efla hana hafa kostað fyrri kyn- slóðir ómældar fórnir, blóð og tár. Af þeim sökum má það kallast heil- ög skylda sérhvers lýðræðislega kjörins löggjafarþings að verja réttarríkið. Hugsjón réttarríkisins krefst þess að stjórnað sé með lög- um en ekki að geðþótta ríkjandi valdhafa hverju sinni. Réttarríkið byggist á skuldbindingu milli vald- hafa og borgara um að lúta lögum og að lagareglur taki til allra manna, óháð stétt og stöðu. Ein meginforsenda þess að lög geti á þennan hátt markað sam- félaginu farsælan grundvöll er sú að lögin séu skýr, veiti fyrirsjáanleika, setji upp ramma og eyði rétt- aróvissu. Að gefnu tilefni vil ég und- irstrika að þessir skýru rammar eiga fyrst og fremst að þjóna borg- urunum, ekki dómurunum! Út frá sjónarhóli réttarríkisins á því ekki að setja lög sem veita dómurum heimild til að ganga lengra en lögin mæla beinlínis fyrir um. „Skapandi“ og „framsæknar“ skýringar á stjórnarskrá og almennum laga- reglum jafngilda því að dómarar taki sér vald til að setja lög. Með því móti er verið að sneiða fram hjá þeim öryggisventlum sem lýðræð- isleg umræða á að þjóna og sem stjórnskipulegar aðferðir við laga- setningu eiga að vera. Þrískipting ríkisvaldsins er þá virt að vettugi. Vilji menn játast undir eiginlegt lagasetningarvald dómara er verið að taka mikla samfélagslega og lagalega áhættu, því þá er verið að opna fyrir það að dómarar gangi lengra en gera má ráð fyrir í settum rétti. Hættan er sú að þegar komið er út á þessar brautir reyni dómari að jafna leika út frá persónubundnum hugmyndum um samfélagslegt rétt- læti. Með því að ýta undir slíka ófyrirsjáanlega réttarframkvæmd væri verið að gefa dómsvaldinu lausan tauminn til að móta reglur og marka stefnu. Um leið væri verið að samþykkja að lögin umbreytist frá því sem þeim er ætlað að vera (al- menn, fyrirsjáanleg, skýr o.s.frv.) og verði atviksbundin, þ.e. birti að- eins einhvers konar óljós viðmið sem eru í sífelldri þróun. Innleiðing O3 bendir óneitanlega til þess að þingmenn telji slíka aflögun á hlut- verkum Alþingis og dómstóla ákjós- anlega. Almennir kjósendur geta ekki verið sama sinnis. Menn þurfa ekki að vera lögspekingar til að skilja það. Eftir Arnar Þór Jónsson »Hlutverk Alþingis er að eyða réttaróvissu, ekki að skapa hana. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Ótti leiðir í snöru Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangs- efni okkar tíma og at- vinnulífið ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til að ná árangri á þeim vettvangi. Til marks um áhuga á málefninu var húsfyllir á stofn- fundi Samstarfsvett- vangs atvinnulífs og stjórnvalda um lofts- lagsmál og grænar lausnir. Það gef- ur fyrirheit um vilja og metnað at- vinnulífsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið stjórnvalda. Þessi mikli áhugi dregur einnig fram þá stað- reynd að vandinn er viðurkenndur enda er vettvangurinn stofnaður um aðgerðir. Kannanir meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins staðfesta auk- inn áhuga á umhverfismálum og má gera ráð fyrir að það sé almennt þannig í atvinnulífinu að vilji sé til að gera enn betur og meira. Við Ís- lendingar höfum góða sögu að segja um nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa og jarðvarma til húshitunar. Þá höfum við byggt upp þekkingu og þróað grænar lausnir sem hægt er að flytja út en þannig getum við látið gott af okkur leiða og hjálpað öðrum ríkjum að ná sínum mark- miðum. Væntingar um árangur Vettvangurinn mun vonandi skila tilætluðum árangri og má nefna fimm þætti þar að lútandi. Tekist hefur að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda þannig að orðspor Íslands hefur eflst eins og að er stefnt. Í öðru lagi geta grænar lausnir orðið mikilvæg útflutnings- vara. Í þriðja lagi að fyrirtæki hafi sett sér markmið um minni los- un gróður- húsalofttegunda og grípi til aðgerða í sam- ræmi við það. Lausn- irnar eru ekki endilega til og því leikur nýsköpun stórt hlut- verk í lausn vandans. Vonandi líta nýjar grænar lausnir dagsins ljós sem spretta af hugviti hér á landi. Í fimmta lagi þurfa stjórnvöld að halda áfram að hvetja til aðgerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda, ryðja hindrunum úr vegi þar sem það á við, beita já- kvæðum hvötum og ganga á undan með góðu fordæmi enda hafa stjórn- völd mikil áhrif með vali sínu á vörum og þjónustu. Samstarf atvinnulífs og stjórn- valda er lykilforsenda þess að hægt verði að ná árangri í loftslagsmálum. Það er að miklu að keppa og með því að taka höndum saman getum við náð þeim árangri sem að er stefnt. Áhugi og metnaður í loftslagsmálum Eftir Sigurð Hannesson Sigurður Hannesson » Samstarf atvinnulífs og stjórnvalda er lykilforsenda þess að hægt verði að ná ár- angri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ronald Reagan líkti ríkisrekstri við melt- ingarveg ungbarns, matgráðugt öðrum megin en fullkomlega ábyrgðarlaust hinum megin. Landmælingar Ís- lands eru líklega eitt myndrænasta dæmi um þarflausan rekst- ur hins opinbera. Hrakfarir þeirrar stofnunar hófust undir lok síðustu aldar þegar haf- ist var handa við að sólunda hundruðum milljóna af almannafé í að ljósmynda gömul landakort sem bandaríski herinn hafði gert af Ís- landi í seinna stríði. Kortin voru auðvitað úrelt, prentuð á pappír og það að skanna inn kortin var að sjálfsögðu gagnslaust til korta- gerðar enda illmögulegt að breyta eða lagfæra villur. Á sama tíma hóf einkaaðili, Loftmyndir ehf., að mynda landið með GPS-hnitsettum myndum sem voru svo unnar í landlíkan í þrívídd. Sá grunnur er núna undirstaða flestra verklegra framkvæmda, skipulags-, sam- göngu- og öryggismála. Er nú svo komið að í nýjustu fjárlögum er gert ráð fyrir 13 milljóna ,,nei- kvæðum rekstrartekjum“ hjá rík- iskortastofnuninni sem útleggja má þannig að stofnunin hyggist greiða ,,viðskiptavinum“ fyrir að taka við hinum gagnslausa korta- grunni. Fyrir alla þessa þvælu greiða skattgreiðendur um 340 milljónir árlega í formi rekstr- arframlags til þessarar stofnunar sem samfélagið hefur enga þörf fyrir. En stofnunin er ekki af baki dottin því nú hefur umhverfisráðu- neytið (sem hefur úr 20 milljörðum að spila) beðið Land- mælingar um að vinna þarfagreiningu á nýjum en óná- kvæmari! korta- grunni sem ætlunin er að gefa öllum ríkisstofnunum, sveitarfélögum og einkaaðilum eins og Google, Apple eða Microsoft í boði ís- lenskra skattgreið- enda. Hinn nýi grunnur er sagður munu fyrirbyggja ,,tvíverknað“ þannig að ríkisstofnanirnar þurfi ekki að verja um 50 milljónum á ári í leigu á hinum einkarekna grunni sem fyrir er hjá Loftmynd- um. Þess má geta að Loftmyndir endurmynduðu fjórðung landsins síðastliðið sumar sem lið í viðhaldi og endurnýjun. Þegar lögum um stofnunina var breytt fyrir nokkr- um árum til að undirbúa vænt- anlegan samkeppnisrekstur við einkaaðila var það mat fjármála- ráðuneytisins að slík breyting myndi ekki leiða til neins kostn- aðarauka. Áætlun Landmælinga Íslands, sem er byggð á yfirgrips- mikilli vanþekkingu á verkinu, hljóðar upp á um 1,8 milljarða og viðhaldskostnað upp á kr. 130-150 milljónir árlega. Samantekið mun umhverfisráðuneytið ætla að eyða þremur krónum fyrir hverja eina sem það ætlar að spara og er þá stofnkostnaðurinn eða óvissa í op- inberri áætlanagerð ekki meðtalið. Forráðamenn Landmælinga Ís- lands hafa aldrei slegið varnagla þegar kemur að nýjum ,,óvissu- ferðum“ á sviði landupplýsinga þrátt fyrir að hafa nánast engin grunngögn til að vinna eftir. Þannig tók stofnunin að sér að kortleggja neyðarnúmerakerfi fyr- ir sumarbústaði sem endaði á því að Loftmyndir yfirtóku verkið þegar stofnunin hafði ruglast á Eyjafirði og Fljótshlíð auk þess sem nokkrir bústaðir reyndust skrásettir utan landhelgismarka. ,,Átak gegn utanvegaakstri“ er svo annað verkefni sem blásið hefur verið til að meðaltali á 2ja ára fresti undanfarin 20 ár, þó svo að stofnunin hafi engan vegagrunn til að vinna eftir og hefur afrakst- urinn af því að kortleggja sveita- vegi og slóða verið eftir því eng- inn. Hér að ofan var minnst á Ronald Reagan en líklega er hans frægasta tilvísun: ,,Ef eitthvað hreyfist, skattleggja það, ef enn er hreyfing, regluvæða en ef það hættir að hreyfast, niðurgreiða.“ Landmælingar Íslands hafa aldrei ,,hreyfst“ en reksturinn þó alltaf niðurgreiddur án nokkurs afrakst- urs. Afrakstur Lofmynda á sviði landupplýsinga er hinsvegar ein- stakt fyrirbæri á heimsvísu, árang- ur sem náðst hefur, ekki vegna stuðnings heldur þrátt fyrir sí- fellda baráttu gegn hinu opinbera! Sumarhús á rúmsjó Eftir Arnar Sigurðsson » Samantekið mun umhverfisráðu- neytið ætla að eyða þremur krónum fyrir hverja eina sem það ætl- ar að spara og er þá stofnkostnaðurinn eða óvissa í opinberri áætl- anagerð ekki meðtalið. Arnar Sigurðsson Höfundur er heildsali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.