Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Séra William Archibald Spooner í Oxford varð frægur að en-demum fyrir að víxla hljóðum og orðum. Fyrirbærið er viðhann kennt og kallað á ensku Spoonerism. Á íslensku er þaðnefnt Kristmennska eftir manni að nafni Kristmann sem
starfaði í Íshúsinu í Vestmannaeyjum. Svona kynnti hann sig eitt sinn
í síma: „Þetta er Ísmann í Kristhúsinu.“ Og bætti svo við: „Það er
komið skip með ol og kolíu.“
Misheyrn getur líka valdið vandræðalegum glöpum, t.d. þegar ein-
hverjum heyrðist „Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn“ vera „…rekum
við í sandinn“.
Mismæli og misheyrn eru áhugaverð fyrirbæri frá málfræðilegu
sjónarmiði og segja okkur ýmislegt um eðli tungumálsins. Annars
konar misskilningur er ekki síður verðugt rannsóknarefni málfræð-
inga: ólík túlkun á vísunum.
Alkunna er að orðin í málinu
vísa í ýmis fyrirbæri í heim-
inum; stundum er þó ekki
alveg skýrt til hvers er vís-
að. T.d. getur verið óljóst
hvort vísað er til einhvers
fyrirbæris almennt (tegund-
ar) eða til tiltekins fyrir-
bæris (eintaks). Tvær vin-
konur spjalla saman um
hárið á þeirri þriðju: „Ég
vildi að ég væri með hárið
hennar Jónu,“ segir önnur.
Vísunin vefst eitthvað fyrir
hinni því að hún svarar: „En
ef þú værir með hárið henn-
ar Jónu væri hún sköllótt!“
Sams konar misskilningur á
sér stað í eftirfarandi orða-
skiptum. Stína spyr: „Hvað myndirðu gera ef þú ættir peningana
hans Trumps?“ Stjáni svarar að bragði: „Tja Eyða þeim áður en hann
saknaði þeirra.“ Í báðum tilvikum er fyrst vísað til tegundar (hárs,
peninga almennt) en sá sem svarar skilur það þannig að vísað sé til
eintaks, þ.e. hársins á tilteknum einstaklingi og peninga í eigu tiltek-
ins manns.
Ein gerð vísunar er svo kölluð bendivísun (deixis). Dæmi um ólíkan
skilning á bendivísun í samskiptum fólks er sagan af Nonna sem
hringir á fæðingardeildina í miklum hugaræsingi og hrópar: „Konan
mín er komin með hríðir.“ Vakthafandi hjúkrunarfræðingur spyr:
„Rólegur, er þetta fyrsta barnið hennar?“ Nonni svarar: „Nei! Þetta
er maðurinn hennar.“ Þessi spaugilegi misskilningur stafar af tví-
ræðni ábendingarfornafnsins þetta; hjúkrunarfræðingurinn á við
barnið en Nonni telur að átt sé við hann sjálfan.
Vísanir geta verið beinar og óbeinar. Ólíkur skilningur á þeim get-
ur jafnvel ráðið úrslitum um framtíð ástarsambanda. Það má ráða af
þessum orðum sem féllu að loknu fyrsta stefnumótinu:
Hún: „Takk fyrir að bjóða mér út að borða. Indælt kvöld!“
Hann: „Já, við ættum að gera þetta aftur.“
Hún (íbyggin): „Viltu koma inn og fá kaffi?“
Hann: „Nei, alls ekki, ég drekk aldrei kaffi á kvöldin. Þá get ég
ekki sofnað.“
Hann skilur greinilega ekki þá óbeinu vísun sem felst í boði henn-
ar. Því er líklegt að þetta hafi ekki bara verið fyrsta heldur líka síð-
asta stefnumót þeirra turtildúfnanna.
Upplýsandi
misskilningur
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Misskilningur Trump, hárið og peningarnir.
Kjörtímabilið er nú u.þ.b. hálfnað og líklegt aðsíðari hluti þess einkennist af viðleitniflokka til þess að skapa sér betri vígstöðu íkosningum að tveimur árum liðnum. Líkurn-
ar á því að núverandi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið
eru meiri en minni. Utan frá séð gengur stjórnarsam-
starfið vel og engin ástæða til að ætla að breyting
verði þar á.
Í raun má segja að með samstarfi þessara þriggja
flokka hafi verið brotið blað. Frá árum kalda stríðsins
hefur samstarf flokka yzt til vinstri og hægri verið
nánast óhugsandi vegna andstæðra sjónarmiða um
utanríkismál. Nú hefur orðið grundvallarbreyting í
þeim efnum, sem um leið gjörbreytir hinu pólitíska
landslagi á Íslandi.
En eftir sem áður standa nánast allir flokkar frammi
fyrir nýjum áskorunum, sem væntanlega munu móta
störf þeirra fram að næstu kosningum.
Átakalínur í íslenzkum stjórnmálum hafa breytzt.
Afstaða flokka til átaka kalda stríðsins
ræður ekki lengur för en í þess stað hafa
komið mjög ólík viðhorf til þess hversu
langt eigi að ganga í samskiptum og sam-
starfi við Evrópusambandið.
Sú ákvörðun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins að standa að samþykkt orku-
pakka 3 á Alþingi hefur opnað Miðflokknum leið að
sumum kjósendahópum hans og þá ekki sízt meðal
eldri kjósenda. Þetta á við í enn ríkara mæli gagnvart
Framsóknarflokknum, sem í raun er í lífshættu vegna
þess máls.
Viðreisn sem er fyrst og fremst klofningsbrot úr
Sjálfstæðisflokknum, á í erfiðleikum með að ná flugi.
Sennilega er ástæða sú að flokknum hefur ekki tekizt
að sýna kjósendum fram á hver stefna hans er að öðru
leyti en því að flokkurinn vill að Ísland gangi í Evrópu-
sambandið. Það eitt dugar ekki að segjast vera „frjáls-
lynd“.
Samfylkingin virðist eiga við áþekkan vanda að
stríða og Viðreisn. Flokknum hefur ekki tekizt að sýna
fram á hver hann er og stríðir við þann ímyndarvanda
að hann sé fyrst og fremst hagsmunahópur vinstrisinn-
aðra háskólaborgara. Það er liðin tíð að litið sé til þess
flokks sem sérstaks málsvara þeirra sem minna mega
sín. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er eini
þingmaðurinn sem veitir þeim þjóðfélagshópum rödd á
Alþingi. Þetta þýðir að Samfylkingin er í tilvistar-
kreppu eins og m.a. má sjá á afstöðu Reykjavíkur-
borgar til kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Vinstri grænir munu eiga á brattann að sækja í
næstu kosningum vegna samstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn í núverandi ríkisstjórn en kannski er mesta
hættan fyrir VG sú að til verði nýr Græningjaflokkur á
Íslandi á þeirri forsendu að VG hafi fórnað of mörgum
stefnumálum sínum á því sviði í samstarfi innan núver-
andi ríkisstjórnar. Að auki er orðið mjög erfitt að
greina hvar VG stendur í afstöðu til ESB.
Píratar verða meira og meira spurningarmerki
vegna þess hversu erfitt er að festa hendur á hver
stefna þeirra í málefnum samfélagsins raunverulega er.
Smátt og smátt fjarlægjumst við hrunmálin, þótt það
sé örugglega rétt sem Bjarni Benediktsson sagði í
ræðu á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll
sl. miðvikudag, að hrunið hefði haft mikil áhrif á hans
kynslóð og mundi fylgja henni til æviloka.
En ný viðfangsefni taka við.
Deilur um aðild að Evrópusambandinu hafa einkennt
síðustu tvo áratugi eða svo þó fyrst og fremst árin eftir
hrun. En líklegt má telja að á næstu árum og áratug-
um muni norðurslóðamál einkenna umræður um utan-
ríkismál okkar.
Allt kalda stríðið má segja að við höf-
um notið öryggis undir verndarvæng
Bandaríkjanna vegna sameiginlegra
hagsmuna en stjórnmálaþróunin vestan
hafs síðustu árin hefur verið með þeim
hætti að við getum ekki verið örugg um
að þar ráði skynsemi og festa ferð. Evr-
ópusambandið ásælist augljóslega auðlindir okkar,
hvort sem er fiskimiðin eða orku fallvatnanna, svo að
þar er ekki skjóls að leita fyrir smáríki sem ekki vill
láta stórríkið gleypa sig.
Hin löndin á Norðurlöndum hafa enga burði til að
veita okkur slíkt skjól og raunar tæpast sjálfum sér
heldur. Hvað þá?
Ein leið er sú, sem greinarhöfundur hefur áður bent
á, að rækta betur pólitísk samskipti við öflugasta ríkið
innan ESB – Þýzkaland – sem frá gamalli tíð hefur
sýnt Íslandi og íslenzkum málefnum meiri áhuga en
önnur Evrópuríki.
Eitt er víst: Átök stórveldanna þriggja, Bandaríkj-
anna, Kína og Rússlands, munu marka mjög atburða-
rásina í okkar heimshluta hér á norðurslóðum á næstu
árum og áratugum. Og mismunandi sýn á þau málefni
munu verða deiluefni á milli flokka hér.
En jafnframt má búast við að þróun lýðræðisins á
Íslandi verði mjög til umræðu. Með aukinni upplýsingu
hafa kröfur fólks um lýðræðislega málsmeðferð og
gagnsæi í ákvörðunum kjörinna fulltrúa aukizt mjög.
En um leið er nokkuð ljóst að hinir kjörnu fulltrúar
hverju sinni eiga erfitt með að skilja þær kröfur eða
skynja. Orkupakkamálið er mjög skýrt dæmi um það.
Og ferðir einstakra hópa til forseta Íslands með óskum
um að hann hlutist til um aðkomu almennings að slík-
um ákvörðunum eru ein birtingarmynd um kröfugerð
almennra borgara um slíkt. Um leið má kannski segja
að fólk vantreysti þingræðinu meira en áður.
Í stórum dráttum má segja að þetta séu þau við-
fangsefni sem við okkur blasa þegar við horfum fram
til þriðja áratugar 21. aldarinnar. Og vegferð stjórn-
málaflokkanna eins og við þekkjum þá mun mótast af
viðbrögðum þeirra gagnvart þeim verkefnum.
Viðfangsefnin framundan
Og hvar er skjól
fyrir smáríki?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tveir fróðir menn hafa skrifaðmér um síðasta pistil minn hér
í blaðinu, en hann var um fræga
sögu af orðaskiptum Kristjáns X.,
konungs Íslands og Danmerkur, og
Jónasar Jónssonar frá Hriflu dóms-
málaráðherra á steinbryggjunni í
Reykjavík 25. júní 1930. Dóttur-
sonur Jónasar, Sigurður Stein-
þórsson, segir afa sinn hafa sagt
sér söguna svo: Konungur hafi
spurt: „Så De er Islands lille Mus-
solini?“ Jónas hafi svarað: „I Deres
rige behøves ingen Mussolini.“ Er
sagan í þessari gerð mjög svipuð
þeirri, sem við Guðjón Friðriksson
höfum sagt í bókum okkar. Í pistli
mínum rifjaði ég upp, að Morgun-
blaðið hefði véfengt söguna og sagt
hið snjalla tilsvar Jónasar tilbúning
hans. Sigurður bendir réttilega á,
að Morgunblaðið fjandskapaðist
mjög við Jónas um þær mundir, svo
að það væri ekki áreiðanleg heim-
ild.
Best finnst mér að vísu sagan
vera eins og Ludvig Kaaber sagði
hana dönskum blaðamanni eftir
Jónasi þegar í ágúst 1930, og hefur
hún það einnig sér til gildis, að við-
talið við Kaaber er samtímaheimild.
Samkvæmt henni sagði konungur
við Jónas á steinbryggjunni: „Der
har vi vor islandske Mussolini?“ Þá
svaraði Jónas: „En Mussolini er
ganske unødvendig i et land, der
regeres af Deres Majestæt.“ Góð
saga er alltaf sönn, því að hún flyt-
ur með sér sannleik möguleikans.
Ekki verður afsannað, að Jónas
hafi sagt þetta, og vissulega gæti
hann hafa sagt þetta. Tilsvarið er
honum líkt.
Konungur var oft ómjúkur í orð-
um og virðist hafa lagt fæð á Jónas
(sem var eindreginn lýðveldissinni).
Hinn maðurinn, sem skrifaði mér,
Borgþór Kærnested, hefur kynnt
sér dagbækur konungs um Ísland.
Hann segir konung hafa veitt ná-
frænda Tryggva Þórhallssonar og
mági, Halldóri Vilhjálmssyni, skóla-
stjóra á Hvanneyri, áheyrn vorið
1931 og þá beðið hann að skila því
til Tryggva að skipa Jónas ekki aft-
ur ráðherra. (Jónas hafði vikið
tímabundið úr ríkisstjórn eftir
þingrofið það ár.) Ekki varð úr því,
og þegar Jónas var skipaður aftur
ráðherra, færði konungur í dagbók
sína: „Menntamálaráðherra Ís-
lands, Jónas Jónsson, mætti í
áheyrn hjá mér. Ég byrjaði á að
fagna komu hans og að það hefði
glatt mig að geta skipað hann aftur
í stöðu menntamálaráðherra Ís-
lands.“
Verður fróðlegt að lesa væntan-
lega bók Borgþórs um samskipti
konungs og Íslendinga.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Góð saga er alltaf sönn
Dalsbraut 3, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Fallegar 3 og 4. herbergja íbúðir í nýbyggingu komnar í sölu. Afhending í mars 2020.
Lyftuhús, vönduð og viðhaldslétt bygging. Sérinngangur í allar íbúðir.
Svalagangar vindvarðir með öryggisgleri. Stórar svalir, minnst 13,7 m2.
VERÐ FRÁ KR. 29.900.000.-