Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Það er svolítið út- breiddur misskilningur meðal hógværra og dómmildra manna að meirihluta borg- arstjórnar hafi óvart orðið á í messunni þeg- ar kemur að umferð- aröngþveitinu í Reykja- vík. Hitt er öllu nær að þessi meirihluti stefnir markvisst og meðvitað að því að lama reykvískt samfélag með árásum á samgöngukerfið. Oft hafa innrásarherir lamað samfélög með því að gera samgöngukerfi þeirra óvirk. En hitt er einsdæmi að yfirvöld ráðist gegn eigin þegnum og samfélagi með slíkum hætti og heimti um leið af þeim æ hærri skatta og álögur til að framkvæma skemmd- arverkin. Aðför gegn borgarbúum Ástæðan fyrir þessari alvarlegu aðför gegn borgarbúum og samfélagi þeirra felst í þeirri skoðun meirihluta borgarfulltrúa að ef borgarbúar þurfi á annað borð að vera að þvælast á milli staða innan borgarmarkanna eigi þeir að hjóla á reiðhjólum eða ferðast með almenningsvögnum – ekki aka á eigin bifreiðum. Lang- flestir borgarbúar hafa hins vegar tekið einkabílinn fram yfir reiðhjól og strætisvagna af ýmsum augljósum ástæðum og fyrir það val er nú verið að refsa samfélaginu í heild. Tvær ólíkar stefnur Nú hefur það lengi verið skoðun borgar- fulltrúa úr öllum stjórnmálaflokkum að það væri mikið til vinn- andi að gera hjólreiðar og ferðir með almenn- ingsvögnum að svo raunhæfum kostum að fleiri veldu þá sam- gönguhætti. Þetta er stefna okkar sjálfstæð- ismanna. En hún er allt önnur en stefna núverandi meiri- hluta. Við viljum bæta alla sam- gönguhætti og hafa óbein áhrif á frjálst val einstaklinga með því að gera almenningssamgöngur að raun- hæfari kosti fyrir mun fleiri en nú er. Núverandi meirihluti vill hins vegar þvinga borgarbúa úr fjölskyldubílum sínum og yfir í almenningsvagna með því að skapa umferðaröngþveiti. Okk- ar stefna snýst um uppbyggingu, framfarir og frjálst val – þeirra stefna um niðurrif, nýjar álögur og þving- anir. Skipulagðar umferðartafir Þetta er ekki innantómur pólitísk- ur áróður heldur raunsönn lýsing á samgöngustefnu meirihlutans undan- farin ár. Lítum á nokkur dæmi. 1. Borgarstjórnarmeirihlutinn gerði tíu ára samgöngusamning við ríkið árið 2012 þar sem Reykjavík af- salaði sér einum milljarði á ári hverju frá ríkinu, í stofnbrautaframkvæmdir í tíu ár. Þess í stað fékk Reykjavík- urborg fjölgað strætisvögnum sem aftur átti að fjölga farþegum með al- menningsvögnum úr 4% í a.m.k. 8%. Nú þegar sjö ár eru liðin af samn- ingstímanum hefur notkun einkabíla aukist nokkuð en hlutfall farþega með strætisvögnum er enn 4%. Þessi misheppnaða tilraun hefur því hing- að til kostað Reykvíkinga sjö millj- arða, án árangurs. Á síðasta borgar- stjórnarfundi var tillaga frá minni- hlutanum um að segja upp þessum ólánssamningi felld af meirihlutan- um. 2. Borgarstjórnarmeirihlutinn hef- ur ætíð verið andsnúinn Sundabraut sem þó hefur verið talin ein allra arð- bærasta vegaframkvæmd sem ráðist yrði í hér á landi og myndi létta mjög á umferðarþunga um Ártúnsbrekku. Höfðabakka og Gullinbrú. 3. Á síðasta borgarstjórnarfundi fluttum við sjálfstæðismenn tillögu um sveiganlegri starfstíma stofnana og skóla í því skyni að draga úr álags- toppum í umferðinni. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. 4. Í samgöngusamningnum frá 2012 var farið í algjört fram- kvæmdastopp við nauðsynleg sam- göngumannvirki í Reykjavík, þar með talin mislæg gatnamót við Reykjanesbraut/Bústaðaveg, en þær framkvæmdir voru þá taldar brýn nauðsyn á allra næstu árum. Vega- gerðin hefur nú beðið með fjármuni í þessa framkvæmd í nokkur ár en meirihlutinn hefur hingað til komið í veg fyrir þessa mikilvægu fram- kvæmd. 5. Hinn 3. september sl. lögðum við sjálfstæðismenn fram tillögu í borg- arstjórn um nýjar ljósastýringar og snjallvæðingu í umferðarstýringu. Núverandi ljósastýring í höfuðborg- inni er löngu orðin úrelt og hvergi notuð í borgum þeirra nágrannaríkja sem við berum okkur saman við. Ný tækni á þessu sviði kostar um 1,5 milljarða en hún myndi líklega stytta biðtíma ökutækja um 50% að mati sérfræðinga. Samtök iðnaðarins hafa svo bent á að ef umferðartafir í höfuð- borginni minnkuðu um 15% með nýrri ljósastýringu myndi það skila 80 milljarða króna ábata fyrir fyrir- tæki og heimili í Reykjavík á nokkr- um árum. Þetta er því augljóslega fljótvirkasta og ábatasamasta lausnin í að draga úr umferðaröngþveitinu í Reykjavík. Ekki ætti að koma á óvart að meirihlutinn felldi þessa tillögu okkar sjálfstæðismanna. 6. Við sjálfstæðismenn höfum á undanförnum árum komið með til- lögur um göngubrýr og undirgöng, t.a.m. á Miklubraut við Klambratún og Stakkahlíð og við Hringbraut við Bræðraborgarstíg, en þeim hefur öll- um verið hafnað. Tvær óvissuferðir Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur því ekki einungis samið af Reykvík- ingum allar nauðsynlegar fram- kvæmdir við samgöngumannvirki í heil sjö ár. Hann hefur þrásinnis hafnað allri viðleitni til að draga úr umferðarvandanum. Þann vanda ber að rekja til samgöngusamningsins sem gerður var árið 2012. Sá samn- ingur er fyrri óvissuferðin í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Af- leiðingar hennar eru umferðartafir og bílaraðir sem jaðra við neyðar- ástand. Hún hefur stóraukið svifryks- og loftmengun, tekur nú tímaskatt af vegfarendum sem nemur heilli vinnu- viku á ári á hvern íbúa, leggur síauk- inn umframkostnað á fyrirtæki og þjónustu sem aftur hækkar verðlag, dregur úr viðbragðshraða sjúkra-, slökkvi- og lögreglubifreiða og beinir í síauknum mæli gegnumakstri um íbúðarhverfi þar sem börn eru að leik eða á leið í skóla. En nú er boðið upp á seinni óvissu- ferðina. Henni er lýst með nýyrðinu borgarlína. Enginn veit hvað það merkir og hún á ekki að koma til fullra framkvæmda fyrr en árið 2040. Í þokkabót er hún ekki talin munu leysa þann umferðarvanda sem hún á að leysa samkvæmt ráðgjafarfyrir- tækinu Cowi sem vann þetta verk- efni. Aðeins eitt er víst um þá óvissu- ferð: Reykvíkingar munu bera skaðann af henni, eins og hinni fyrri, og þeir munu borga brúsann, enn og aftur. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Okkar stefna snýstum uppbyggingu, framfarir og frjálst val – þeirra stefna um niðurrif, nýjar álögur og þvinganir. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Samgöngumál þvingun eða valfrelsi Á fjórða áratug síðustu aldar kom út bók eftir tékkneska rithöfund- inn Capek sem hét Salamöndr- ustríðið og var hrollvekja í vís- indasögustíl. Þar segir frá þróuðum sala- möndrum sem eru notaðar í vinnu við perlurækt á Súmötru en færa sig upp á skaftið með vaxandi þroska, fjölga sér ótakmarkað og heimta að síðustu jörðina fyrir sig. Þá verður stríð og mannkynið lýt- ur í lægra haldi. Mér datt þessi gamla saga í hug þegar sagt var frá kaupum ríkis- ins á eyðijörð í eyðifirði fyrir aust- an. Verðið var reyndar hlægilegt og hefði ekki þurft tvö ráðuneyti til, en hvað um það. Aðalkosturinn við þessa jörð átti að vera að þar fyndust nær engar menjar um mannlega vist! Mikið virðast sumar mann- eskjur hatast við þessa vesælu dýrategund, mannskepnuna. Nátt- úran á að njóta vafans, ísbirni skal friða, tala ekki um hvali. Fossar skulu renna óáreittir í hafið og hverir sóa orku sinni til einskis. Ef við gáum ekki að okkur koma salamöndrurnar og taka okkur. Verður þá jörðin að bætt- ari? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Mannskepnunni ofaukið Laufey Vilhjálmsdóttir fædd- ist 18. september 1879 að Kaup- angi í Eyjafirði. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vilhjálmur Bjarnarson og Sigríður Þorláks- dóttir. Laufey lærði í Kvennaskólan- um í Reykjavík í samtals fjóra vetur (1893-1896 og 1989-1899) og kenndi síðar við sama skóla. Þá lærði hún í Kennaraháskól- anum í Kaupmannahöfn 1902- 1903 og lauk þaðan kennaraprófi 1904. Hún var einn stofnenda Kven- réttindafélags Íslands árið 1907 og heiðursfélagi þar 1957. Hún sat í fyrstu stjórn Lestrarfélags kvenna. Í stjórn Landspítala- sjóðsins frá stofnun hans 1916, var í fyrstu framkvæmdastjórn Mæðrastyrksnefndar 1928 og sat í stjórn Kvennaheimilisins Hall- veigarstaða. Hún var heiðurs- félagi frá 1952 í Heimilisiðnaðar- félagi Íslands. Hún var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar. Laufey gaf út Nýtt stafrófs- kver í tveimur bindum 1908 og 1909 og lærðu öll börn að lesa eftir stafrófskveri Laufeyjar þar til Gagn og gaman kom út 1933. Eiginmaður Laufeyjar var Guðmundur Finnbogason heim- spekingur. Þau eignuðust sex börn en fjögur komust upp. Laufey lést 29. mars 1960. Merkir Íslendingar Laufey Vilhjálmsdóttir Fyrir 40-50 árum voru keðjubréf mjög í tísku hér á landi. Þau snerust um að hverjum þeim sem sent var bréf var uppálagt að senda sex bréf til útvalinna, þ.e. sexfalda fjöldann, hverjum þeirra var sömuleiðis falið að senda sendandanum t.d. eina rauðvínsflösku og ef keðjan rofnaði ekki þá gátu þeir fyrstu margfaldað það sem þeir höfðu lagt í púkkið. Mjög mörgum þótti þessi keðjubréf afspyrnuheimskuleg aðferð til þess að ávaxta sitt pund enda rofnuðu keðjurnar flestar fljótt, þrátt fyrir það höfðu alltaf einhverjir nokkuð upp úr krafsinu. Hef stundum velt því fyrir mér hvort aðferðin hafi í raun verið svo heimskuleg; er hún ekki bara í grunninn sú sama og við rekum nú- tímasamfélag samkvæmt? Nútíma- samfélag byggist á stöðugt auknum hagvexti, þ.e. að sú keðja má hvergi bresta svo hagvaxtarmarkmiðin fari ekki út um þúfur, en það er líkt farið með þá keðju og keðjubréfin að enda- laus aukning er ekki fær, allt tekur víst enda, líka auðlindir jarðar sem við göngum mjög hratt á. Göngum hratt á auðlindir jarðar Samkvæmt opinberum gögnum hafa jarðarbúar frá árinu 1970 gengið á auðlindir jarðar þannig að ár hvert hafa þeir notað meira en jörðin gefur af sér á því ári. Á árinu 2016 tókst okkur að éta upp auðlindir þess árs 8. ágúst, eða þegar aðeins um 3⁄5 hlutar þess voru liðnir. Hvaða nafngift ætli bóndi úti í sveit hefði fengið ef hann hefði verið búinn með vetrarforðann, þ.e. orðinn heylaus, þegar 3⁄5 hlutar vetrar voru liðnir? Hann hefði verið kallaður búskussi og átt nafnbótina með rentu. Eitt hefur þó hagvaxt- arkeðjan umfram keðjubréfin, enda fundin upp af sérfræðingum, eða það að þegar henni ætlað hráefni er uppurið þá er bara tengt við næsta skammt og síðan koll af kolli. Þessi aðferð gæti verið sótt til BNA en þekkt er þar á bæ að þegar sér til botns í rík- iskassanum þá eru bara dollaraprentvélarnar ræstar og fyllt á kass- ann eftir þörfum. Hvaða nafnbót hæfir þeim? Hvaða nafn eigum við að gefa öll- um sérfræðingunum sem eru búnir að stýra heiminum á þann stað sem hann er á nú? Held að búskussi dragi skammt. Hingað erum við komin þrátt fyrir alla sérfræðingana með dr.-nafnbæturnar í löngum bunum og þrátt fyrir að heimurinn státi af mik- illi almennri menntun a.m.k. hins vestræna heims og um leið þeirra sem tekið hafa afdrifaríku ákvarð- anirnar sem hafa leitt okkur þangað sem við erum, þá hafa þær ekki verið teknar af menntunarlausum búskuss- um upp til sveita né óupplýstum fiski- mönnum, hvað þá illa læsum íbúum hinna svokölluðu þróunarlanda. Nei, þær hafa verið teknar af hinum há- menntaða aðli sem telur sig allt vita og geta allt en getur lítið annað en upphafið sjálfan sig á grundvelli ætl- aðra hæfileika sem almenningur og stjórnmálamenn hafa fallið fyrir. Flutningar undirbúnir Fyrir skemmstu var sýndur þáttur í sjónvarpinu um geimrannsóknir sem snerust um að koma á loftbrú milli jarðarinnar og Mars. Tekið var fram að að þessu verkefni ætti einka- framtakið að koma til þess nú að flýta framkvæmdunum þannig að við íbúar jarðarinnar gætum komið okkur héð- an í tæka tíð áður en okkur tekst end- anlega að gera út af við allt líf hér á jörðu en með óbreyttri ráðgjöf fræð- inganna sem telja það forsendu hag- sældar að hagvöxturinn vaxi nú sam- kvæmt þegar útpældri stígandi ár frá ári má búast við eyðingu alls lífs á hnettinum okkar innan ekki margra árhundraða. Í áætlun gáfumanna við að bjarga mannkyninu yfir á næstu eyju, þ.e. Mars, gleymdist bara að sá hnöttur virðist óbyggilegur a.m.k. okkur mönnunum. Skítt með það að gáfu- mennirnir setja bara í gang enn eitt rannsóknarteymið til þess finna hag- kvæma leið til búsetu á Mars, þeim verður tæpast skotaskuld úr því að sannfæra einfalda stjórnmálamenn og vel menntaðan almenning um ágæti þeirrar áætlunar. Hverjir eru bestu þegnarnir? Þegar ég var að alast upp í sveit- inni fyrir norðan var samfélaginu gjarnan skipt upp í nokkra hópa. Það var gjarnan talað um dugn- aðarforkana og þá með framtakssem- ina sem voru sífellt að baksa í ein- hverjum framkvæmdum. Til þessara manna litum við upp, töldum þá burð- arása samfélagsins, einstaklinga sem aðrir ættu að líta upp til. Menn af þessu tagi völdust gjarnan til forystu hver í sínu sveitarfélagi og gerðu sín- um byggðarlögum margt gott mælt á mæliprik hagvaxtar og þenslu. Síðan voru aðrir sem höfðu hægara um sig, fóru gjarnan að ráði fugla himinsins sem létu sér nægja sorg og gleði hvers dags vegna þess að komandi dagar mundu koma með sína sorg og gleði sem nægjanlegt væri að taka tillit til þegar þær gerðu vart við sig. Þessir einstaklingar þóttu nú ekki merkilegir pappírar, voru flokkaðir í hópi með auðnuleysingjum og letingjum sem voru taldir baggar á samfélaginu. Af ætluðum gáfu- mönnum þessa heims Eftir Helga Laxdal » Þegar ég velti þessum málum fyrir mér kemur Galdra- Loftur oft í hugann og spurningin hver muni nú slá í bjölluna. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.