Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.09.2019, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Gunnars lauk með uppbyggingu á öflugu fasteignafélagi um hót- elrekstur. Þótt Gunnar hafi ekki menntast til viðskipta varð hann mikill reynslubolti á því sviði, reiknaði hratt í huganum, al- mennt talnaglöggur og fór létt með að vega og meta arðsemi þeirra viðskipta sem hann tók sér fyrir hendur. Eftirminnilegar stundir átt- um við Birna erlendis með Gunnari og Vigdísi. Má þar nefna siglingar með fleiri góð- um vinum um Karíbahaf og Miðjarðarhaf. Einnig áttu Hrútshyltingar sérstaklega góða daga í Toskana og Róm. Í Naples, Flórída, nutum við oft samveru og gestrisni Gunnars og Vigdísar. Sérstaklega þakka ég þann farsæla þátt sem Vigdís og Gunnar áttu í aðstoð við okk- ur Birnu þegar við leituðum að samastað í þeirri borg. Á þessum tímamótum votta ég Vigdísi, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð. Gunnar Andrés er kvaddur með virðingu og söknuði. Garðar Halldórsson. Kær vinur okkar hjóna, Gunnar A. Jóhannsson, er nú fallinn frá og skilur eftir sig stórt skarð. Vinátta mín við þau Gunnar og Vigdísi hófst eftir að ég tengdist fjölskyldu Dýrfinnu konu minnar en tengdaforeldrar mínir, Kristján og Edda, voru nánir vinir þeirra. Ein fyrstu minni mín af þeim hjónum eru tengd hestamennsku. Dýrfinna keypti fyrsta hestinn minn, Baldur, af Gunnari og tryggði með því að ég fengi góðan og traustan hest. Í kjölfarið komu margir reiðtúrar og ferðalög um ýmsar spennandi slóðir. Gleði, léttleiki og umhyggja fylgdi þessum hópi en líka traust og dýrmæt vinátta. Þegar við hjónin reistum hús- ið okkar Árbyrgi var stuðningur þeirra hjóna ómetanlegur og leiðin milli okkar styttist jafn- framt. Ósjaldan var gripið í brids á vetrarkvöldum eða horft á spænska boltann, skroppið í mat og málin rædd og ferðir undirbúnar. Minnisstæð er ferð- in okkar með fellihýsin til Nor- egs 2003 þar sem endað var á Ferjubakka í Öxarfirði, einu fal- legasta svæði landsins. Gunnar og Vigdís voru mjög samlynd og í okkar huga eitt. Fjölskylda þeirra er samhent og sterkur hópur sem ánægju- legt hefur verið að sjá eflast og marka sér stefnu og barnabörn- in vaxa úr grasi. Síðustu árin hafa veikindi Gunnars verið í bakgrunninum en Gunnar bar ekki veikindi sín á torg heldur tókst á við þau af æðruleysi, undirbjó sig og sína eins og hægt var. Styrkur og samheldni fjölskyldunnar sýndi sig svo sannarlega í þessum veikindum hans. Hugur hans var ætíð sterkur og fram á síð- ustu daga var hann enn að gefa mér ábendingar og ráð frekar en ræða um sig. Kæri vinur. Þú varst einstak- ur vinur og fyrirmynd í svo mörgu, gafst af þér svo mikið og skilur eftir óteljandi minningar sem við verðum ævinlega þakk- lát fyrir. Við Dýrfinna og Krist- ján tengdafaðir minn vottum Vigdísi og fjölskyldu þeirra Gunnars okkar innilegustu sam- úð og þökkum ómetanlega vin- áttu. Þórir Björn Kolbeinsson. Látinn er fyrir aldur fram vinur minn, Gunnar Jóhanns- son, maður athafna og fram- taks, ástkær eiginmaður og fjöl- skyldufaðir. Fyrstu kynni mín af Gunnari voru stutt en eftirminnileg. Fyrir tilviljun sátum við sam- hliða í flugferð frá Íslandi til Bandaríkjanna. Gunnar var þá mjög ungur, eitthvað á þrítugs- aldri, en sagðist þó hafa starfað sem bóndi í nokkur ár og rekið hænsnabú austur í Rangárvalla- sýslu. Hann var nú á ferð vestur um haf til að kynna sér nýj- ungar í framleiðslu kjúklinga. Til að lífga upp á samræð- urnar sagði ég honum, nokkuð hreykinn, frá kynnum mínum af eigendum hænsnabúa í Mos- fellssveit og á Kjalarnesi. Gunn- ar hrósaði þeim fyrir brautryðj- andastarf, en á mjög sannfærandi hátt lýsti hann hvernig þeir hefðu ekki tekið upp nýjar framleiðsluaðferðir, sem greinilega voru ekki eins einfaldar og ég hafði haldið til þess tíma. Kom þá vel fram hve Gunnar gat verið gagnrýninn á jákvæð- an hátt en samt umtalsgóður. Ég gerði mér grein fyrir að hér var á ferð ungur framsækinn maður á hraðri uppleið, vopn- aður sterkri trú á viðskipta- möguleikum í íslenskum land- búnaði, eins og ég lýsti honum fyrir konu minni er heim kom. Ekki fylgdist ég neitt með störfum Gunnars á næstu árum, en að sögn annarra einkenndust þau af framsýni, útsjónarsemi, áreiðanleik og einstökum dugn- aði. Mörgum árum eftir okkar fyrsta fund kynntumst við Hrafnhildur þeim Gunnari og Vigdísi fyrir tilstilli sameigin- legra vina, Jóns Ingvarssonar og Önnu Sigtryggsdóttur. Með þeim fórum við árlega í ógleym- anlegar hestaferðir um lítt troðnar slóðir í stórfenglegri náttúru Íslands. Þá sá ég að Gunnar var ekki einungis góður og áræðinn hestamaður, heldur hafði hann bæði áhuga og kunn- áttu á hrossarækt, sem hann stundaði í frístundum á vel bún- um búgarði þeirra hjóna í Árbæ við Ytri-Ranga. Var mér ljóst að Gunnar og Vigdís lögðu þá sömu alúð og vandvirkni við hrossarækt og hestamennsku sem þau höfðu gert í fyrri verk- efnum. Á ánægjustundum og þegar allt leikur í lyndi getur fólk kynnst að nokkru leyti, en það er þó fyrst þegar á móti blæs að kynni taka á sig meiri dýpt. Það reyndi ég með Gunnari á síðast- liðnum níu árum eftir að hann greindist með illvígt krabba- mein og sótti ráð hjá mér sem lækni um beitingu nýrra með- ferða vestanhafs við slíkum meinum. Hér hafði hann sama háttinn á og í öllum störfum sín- um að meta ástandið á æðru- lausan hátt og leita bestu lausna hvar sem þær kynnu að leynast. Með ágætu samstarfi lækna Gunnars á Íslandi og lækna beggja vegna Atlantshafs tókst í níu ár að ráðast gegn mein- vörpum, hvar sem þau gerðu vart við sig. En þrátt fyrir vaska baráttu vissi Gunnar vel allan tímann að enginn má sköpum renna og nú er hann allur. Við Hrafnhildur áttum því láni að fagna að vera tvisvar með Gunnari og Vigdísi á fögru heimili þeirra í Árbæ síðasta mánuðinn sem hann lifði. Þótt Gunnar vissi vel að hverju stefndi útbjó hann í fyrra skipt- ið stórkostlega máltíð fyrir nær 20 manns, en í síðara skiptið, þegar hann sjálfur hafði ákveðið að hætta allri lyfjameðferð, átt- um við Hrafnhildur einslega stund með þeim Vigdísi. Í bæði skiptin sýndi Gunnar á sér þær hliðar, sem hafa aflað honum bæði virðingar og kærleika; við- mótshlýju, áhuga á velferð og starfi annarra, jákvæða gagn- rýni á stefnu þjóðfélagsins og vandvirkni í framkomu og gerð- um. Við munum sakna hans sárt og biðjum Vigdísi og þeirra fjöl- skyldu huggunar í sinni djúpu sorg. Kristján Tómas Ragnarsson. Góður vinur, Gunnar Andrés Jóhannsson, er fallinn frá um aldur fram eftir langa og hetju- lega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Margs er að minnast eftir áralanga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Fundum okkar Gunnars bar fyrst saman um miðjan níunda áratug í gegnum sameiginlegt áhugamál okkar, hesta- mennsku. Þessi kynni leiddu m.a. til þess að við Anna fórum í hestaferðir vítt og breitt um landið með Gunnari og Vigdísi, konu hans. Fyrstu ferðirnar voru farnar um fögur afréttar- lönd Rangárvallasýslu og lagt upp frá Árbæ. Nutum við sam- ferðafólk þeirra hjóna einstakr- ar gestrisni þeirra og öruggrar leiðsagnar, enda gjörkunnug á þessum slóðum. Við ferðuðumst líka saman utan landsteinanna og fórum m.a. saman í skemmtilega heimsreisu. Þá eru ógleyman- legar góðar stundir í Flórída, en þar höfum við verið nágrannar í 15 ár. Þar gengum við Gunnar daglega á ströndinni þar sem málin voru krufin. Ekki fæddist Gunnar með silfurskeið í munni heldur byrj- aði hann með tvær hendur tóm- ar, en með einstökum dugnaði og eljusemi lagði hann stund á nám í flugumsjón jafnframt því að kaupa ásamt bræðrum sín- um, Garðari og Jóni, jörðina Ás- mundarstaði í Rangárvallasýslu og reisa þar eitt stærsta kjúk- lingabú landsins. Fyrstu miss- erin starfaði Gunnar jafnframt sem flugumsjónarmaður í Reykjavík og keyrði iðulega að vinnudegi loknum austur á Ás- mundarstaði til að sinna upp- byggingunni þar. Brátt þurfti að færa út kvíarnar og reistu þeir kjúklingasláturhús á Hellu. Atvinnureksturinn stóð með miklum blóma og breyttist með árunum eftir aðstæðum. Kjúk- lingaframleiðslan var seld, Fóð- urblandan keypt og stórlega efld og þannig mætti lengi telja. Mér virðist að nánast allt sem Gunnar tók sér fyrir hendur hafi gengið með miklum ágæt- um. Skömmu eftir síðustu alda- mót keyptum við Gunnar ásamt þremur öðrum félögum jörðina Hrútsholt í Eyja- og Mikla- holtshreppi. Strax var hafist handa við að endurbyggja gamalt íbúðarhús, byggja fimm smáhýsi og breyta fjósi í fullkomið hesthús ásamt reiðhöll. Í þeim framkvæmdum nutum við víðtækrar reynslu Gunnars, glöggskyggni hans og ósér- hlífni. Gunnar var mikill rekstrar- maður og með afbrigðum reikn- ings- og töluglöggur, hrein- skiptinn og lét ávallt í ljósi skoðanir sínar umbúðalaust. Við hlið hans var hans trausti lífsförunautur Vigdís, stoð hans og stytta, og voru þau hjón afar samhent. Við leiðarlok minnist ég Gunnars með virðingu og hlýju og þakka samfylgdina. Við Anna vottum Vigdísi, börnum þeirra, Grétari, Marí- önnu og Gunnari Jóhanni, fjöl- skyldum þeirra auk annarra aðstandenda innilega samúð. Blessuð sé minning Gunnars Jóhannssonar. Jón Ingvarsson. Genginn er langt um aldur fram einn af merkari frum- kvöðlum íslensks atvinnulífs á 20. öldinni. Ungur stofnaði Gunnar ásamt bræðrum sínum fyrsta stóra kjúklingabú lands- ins, Holtabúið, á Ásmundarstöð- um í Rangárvallasýslu og sam- hliða því var rekið myndarlegt sérhannað sláturhús á Hellu. Hvíta kjötinu var ekki alls stað- ar vel tekið innan landbúnaðar- kerfisins í fyrstu en neytendur sáu til þess að að Holtakjúklingi var tekið fagnandi enda mikil kjarabót og góð viðbót við hollt mataræði landsmanna. Þraut- seigja Gunnars og þeirra bræðra bar sigur í þeirri bar- áttu þrátt fyrir margan hæl- krókinn. Fyrirtækjasamsteypan stækkaði síðar við kaup á Fóð- urblöndunni hf. og tekið var upp samstarf við stærsta framleið- anda fiskeldisfóðurs, Ewos. Helstu samstarfsaðilar Fóður- blöndunnar og Holtabúsins voru Kaupfélagið Höfn á Selfossi og Kaupfélagið Þór á Hellu og má þannig sjá hver helsti keppi- nauturinn var. Fyrsta hveiti- mylla landsins, Kornax, var stofnuð 1987 í samstarfi við er- lenda aðila og er hún enn starf- andi. Undirritaður var svo lánsam- ur að starfa fyrir Gunnar um níu ára skeið á þessum upp- gangsárum. Var það ígildi margra ára háskólanáms að starfa við hlið hans og kynnast viðskiptamanninum og fv. flug- umferðarstjóranum Gunnari Jó- hannssyni. Gunnar var fylginn sér með afbrigðum, heiðarlegur í viðskiptum en harðskeyttur. Betri mann í samningatækni hef ég ekki hitt fyrr né síðar. Sem yfirmaður var Gunnar sanngjarn, skilningsríkur, hlýr og velviljaður. Orð hans stóðu alltaf eins og stafur á bók og þurfti ekki skriflega samninga til. Aðdáun vakti ekki síður ferill hans í hrossarækt og sérstak- lega ánægjulegt var að upplifa þá stund þegar honum hlotn- aðist æðsta viðurkenning hrossaræktenda, Sleipnisbikar- inn, á landsmóti hestamanna. Þakklæti og virðing er mér efst í huga nú þegar Gunnar er kvaddur í síðasta sinn. Ég sendi eiginkonu hans, Vigdísi, svo og allri hans fjölskyldu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Andrésar Jóhannssonar. Árni Gunnarsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ELÍN DAVÍÐSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 23. september klukkan 15. Egill Skúli Ingibergsson Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson Inga Margrét Skúladóttir Ólafur Björnsson Davíð Skúlason Fanney Hrafnkelsdóttir barnabörn og langömmubörn Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KARITAS JENSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, sem lést 16. september, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 24. september klukkan 13. Axel Viðar Egilsson Katherine Anne Brenner Pétur Már Egilsson Guðrún Helga Guðmundsd. Ingólfur Ari Pétursson Gréta Sól Pétursdóttir Heiða Ósk Pétursdóttir Jón Valur Jensson Kolbrún Jensdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN PÉTUR SIGURBJÖRNSSON, Hrísey, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík mánudaginn 16. september. Jarðsungið verður frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 28. september klukkan 14. Sigurður Jóhannsson Kirsten Ruhl Steinunn Jóhannsdóttir Barði Sæmundsson Sólveig Jóhannsdóttir Sæmundur Guðmundsson Lovísa Jóhannsdóttir Guðlaugur Georgsson Jóhann Pétur Jóhannsson Margrét Sigmundsdóttir Þröstur Jóhannsson Kristín Björk Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI VILHJÁLMSSON verkstjóri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 25. september klukkan 15. Kristjana S. Árnadóttir Kristján G. Guðmundsson Guðlaug B. Árnadóttir Jón P. Bernódusson Vilhjálmur Árnason Sigfríður G. Sigurjónsdóttir Kristján S. Árnason Anna Kristín Grettisdóttir Pétur G.Þ. Árnason Ingibjörg K. Þórarinsdóttir Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristján Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Súgandafirði, skólastjóri og kennari, lést á heimili sínu föstudaginn 13. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Úlfar Bergþórsson Vaishali Katju Sigríður Bergþórsdóttir Jón Þór Bergþórsson Halla Dögg Önnudóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.