Morgunblaðið - 21.09.2019, Page 49
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Hún er einstök, sýnin sem Valgeir Sigurðsson
og félagar í bedroom community hafa á hlut-
ina. Aðkoma þeirra að útgáfu á tónlist er með
slíkum glæsibrag að ég veit um a.m.k. tvo
fræðimenn sem hafa skrifað sérstaklega um
þessa útgáfu/merki/listasamlag sem stofn-
sett var árið 2006. Með aðalstöðvar í Breið-
holtinu, margir galdrar hafa verið seiddir
fram þar, bæði með innlendum sem
erlendum tónlistarmönnum og er
útgáfuskráin ansi tilkomumikil orð-
in.
Nú hefur merkið gefið út plöt-
una VAST, sem er samstarfsverk-
efni þeirra Viktors Orra Árnasonar
og Yairs Elazars Glotmans. Tónlist-
in lýsir kvöldstund, hvar þeir félag-
ar spunnu saman á fiðlu, lágfiðlu og kontra-
bassa. Lögin eða öllu heldur verkin fimm
voru öll tekin upp í einni töku og grunnurinn
látinn standa. Tónlistin er drungaleg, hendist
fram og til baka og veltist upp og niður, en er
formuð engu að síður. Strengjahljóðfæri
þessi fá að orga og öskra á annan hátt en
Samband í Berlín
Nútímamenn Yair
Elazar Glotman og
Viktor Orri Árnason.
venjulega, strengirnir eru klóraðir,
plokkaðir, þeir rekast í búkana og
sumt af þessu er skítugt, hrátt,
„ekki í lagi“. Reynt er á þanþolið en
reynsla og innsæi listamannanna
hleypir framvindunni hins vegar
aldrei út í tóma vitleysu ef svo mætti að orði
komast.
Báðir eru þeir félagar búsettir í Berlín
en þegar tónlistin var gerð voru þeir að hitt-
ast í fyrsta skipti. Í efnisheimum það er. Hins
vegar lögðu þeir gjörva hönd á plóg í samein-
ingu er Jóhann heitinn Jóhannsson endur-
hljóðblandaði „Solari“ eftir japanska meist-
arann Ryuichi Sakamoto. Viktor, sem maður
varð fyrst var við í pönksveitinni Búdrýg-
indum, svo í Hjaltalín, starfaði náið með Jó-
hanni síðustu misserin sem hann lifði. Var
það Jóhann sem hvatti dúettinn til að hittast
og starfa frekar saman að tónlist.
VAST var tekin upp í hljóðveri Viktors í
Kreuzberg-hverfinu, þar sem Jóhann bjó og
starfaði einnig. Viktor og Yair stilltu sér upp
hvor í sínum endanum í hljóðverinu og settu
svo upp hljóðnema á milli sín. Engin áætlun
lá fyrir; lagt var upp með hreinan spuna en
áhersla á að bregðast við spilamennsku hvor
annars. Parið sá um hljóðblöndun en Valgeir
blandaði einnig og sá líka um hljómjöfnun,
hér heima í Gróðurhúsinu. En að platan hafi
verið tekin upp í Berlín, það er eitthvað hár-
rétt við það, enda skýlir borgin mjög svo
rótgróinni spunasenu sem er heimsþekkt.
Platan kom út á vegum bedroom comm-
unity eins og áður segir, undir hatti
HVALREKA-raðarinnar, og er þegar farin
að hala inn spilanir, bæði á Spotify og Apple
Music. Þrátt fyrir að bakgrunnurinn sé klass-
ískur bendir útgefandinn á að aðdáendur
Sunn0))), Swans og Æthenor ættu að geta
fundið eitthvað fyrir sig á plötunni og er það
barasta laukrétt.
Enda eiga Viktor og Yair það sameig-
inlegt að standa styrkum fótum í klassík og
rokki. Í viðtali við Grapevine segir Yair að
„L.A. Woman“ með The Doors hafi kveikt
tónlistaráhuga hans og um rokkaðkomu
Viktors þarf ekki að fjölyrða. Blaðamaður
Grapevine ber það undir tónlistarmennina,
að tónlistin hljómi eins og kvikmyndatónlist,
en þeir hafna því.
„Þetta átti einfaldlega að vera tilraun
með þessi hljóðfæri, ekkert annað,“ segir
Viktor. „En förum rólega í þetta orð, „til-
raunir“. Það markar ekki verkið. Það er svo
miklu meira en það – og fólk á það til að
hræðast slíka tónlist (hlær).“
» Tónlistin er drungaleg,hendist fram og til baka
og veltist upp og niður, en
er formuð engu að síður.
VAST er plata eftir þá Viktor
Orra Árnason og Yair Elazar
Glotman. Samnefnd plata
kom út fyrir stuttu á vegum
bedroom community.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Okkur hefur lengi langað til að svið-
setja verk eftir Virginiu Woolf sem
var svona langt á undan sinni sam-
tíð,“ segir Kristín Eysteinsdóttir
borgarleikhússtjóri, en haustið 2020
verður ný leikgerð á sjöttu skáldsögu
Woolf, Orlando – ævisaga, sem út
kom í Bretlandi árið 1928 og í
íslenskri þýðingu Soffíu Auðar
Birgisdóttur árið 2017, sett upp á
Nýja sviði Borgarleikhússins.
„Woolf er einn fremsti rithöfundur
20. aldar og brautryðjandi á sviði
módernískra bókennta. Skáldsögur
hennar bera vitni um nútimalega og
róttæka lífsafstöðu. Woolf var áhrifa-
valdur í kvennasögu, skrifaði um
kynferði og stöðu kvenna innan bók-
menntaheimsins,“ segir Kristín og
tekur fram að spurningar og vanga-
veltur höfundar um kyn, sjálfskoðun
og sannleika kallist sterklega á við
samtímann.
Áhugaverðar hugleiðingar um
mannlegt eðli, ást og kynferði
„Hér eru á ferð gríðarlega áhuga-
verðar hugleiðingar um skáldskap,
tímann, náttúruna, mannlegt eðli, ást
og kynferði,“ segir Kristín og bætir
við: „Við erum nýbúin að fara í mikla
vinnu um framtíðarsýn Borgarleik-
hússins. Sem vakandi leikhús viljum
við bregðast við og vera í samtali við
málefni sem eru í deiglunni,“ segir
Kristín og bendir á að Orlando hafi í
auknum mæli ratað á svið erlendis.
Sem dæmi má nefna að fyrr í mán-
uðinum frumsýndi Schaubühne í
Berlín verkið í leikstjórn Katie
Mitchell og leikgerð Alice Birch.
„Það eru til ótal leikgerðir á þess-
ari skáldsögu, en við viljum vinna
okkar eigin leikgerð,“ segir Kristín
og tekur fram að enn sé of snemmt að
nefna mögulegan leikstjóra eða
hverjir komi að leikgerðarvinnunni. Í
ljósi þess að skáldsagan Orlando
spannar næstum fjögur hundruð ár
af lífi aðalpersónunnar, sem eldist
samt aðeins um 36 ár í gegnum verk-
ið og breytir um kyn á leiðinni, liggur
beint við að spyrja hvort leikhúsið
hafi augastað á tilteknum leikara eða
leikkonu fyrir hlutverkið eða hvort
allur leikhópurinn muni skipta með
sér hlutverkinu.
„Það verður sennilega leikkona
sem fer með hlutverkið,“ segir Krist-
ín og rifjar upp að Tilda Swinton, sem
fór með hlutverk Orlando í kvik-
myndinni frá 1992 sem Sally Potter
leikstýrði, hafi verið fullkomin í hlut-
verkið. Að sögn Kristínar er hug-
myndin sú að leika verkið í mikilli ná-
lægð á Nýja sviðinu og vera aðeins
með fimm leikara í uppfærslunni.
Einnig sé leikhúsið að skoða mögu-
leikann á því að sami leikari leiki alla
elskhuga Orlando, enda spennandi
verkefni fyrir einn og sama leikara.
„Orlando dregur upp óhefðbundna
og lausbeislaða lýsingu á manneskju.
Bókin er þroskasaga sálar, uppvaxt-
arsaga ungs manns sem breytist í
konu, andleg skoðun á mannsálinni
þar sem ekki skiptir máli hvað við er-
um heldur hver við erum. Mannssálin
getur ferðast óháð tíma og mann-
eskja er einfaldlega sú sem hún er.
Orlando er við öll,“ segir Kristín að
lokum.
„Woolf langt á
undan sinni samtíð“
Borgarleikhúsið setur upp Orlando – ævisögu haustið 2020
Morgunblaðið/Eggert
Samtal Kristín Eysteinsdóttir vill að leikhúsið sé í samtali við samfélagið.
Framsýn Virginia Woolf.
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is