Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 21.09.2019, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ljósmyndir, úrklippur og muni frá aldamót- um 18. og 19. aldar úr fórum Englendings- ins Pikes Wards er nú að finna á sýningu í myndasalnum í Þjóðminjasafninu. Sýningin ber hinn lýsandi titil Með Ísland í fartesk- inu: Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fór- um Pikes Wards. „Pike Ward dvaldi langdvölum á Íslandi frá 1893-1915 vegna fiskkaupa við Íslend- inga. Strax í hans fyrstu ferð var hann með myndavél með í för og tók myndir af því sem honum fannst áhugavert,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir sviðsstjóri myndasafns- ins í Þjóðminjasafninu. Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann ferðaðist um landið og keypti fisk til útflutnings. Sömuleiðis gerði hann um tíma út frá Hafnarfirði. Ward kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Smáfiskurinn var við hann kenndur og nefndur vorðfiskur eða vorðari. „Gríðarlega stórt safn“ „Hann myndaði allt mögulegt og ómögu- legt og setti myndirnar í úrklippubækur. Í þær safnaði hann einnig úrklippum úr ensk- um blöðum um það sem snerti Ísland og hann rakst á,“ segir Inga. Úrklippubækurnar eru átta talsins og eru varðveittar í skjalasafni í Exeter í Eng- landi. Einhver hluti mynda Wards hefur verið í umferð hérlendis en þó einungis lítill hluti þeirra. „Þetta er gríðarlega stórt safn, fyrir utan þessar úrklippubækur eru þarna tvö albúm og dagbækur með myndum sem hann hefur límt inn í þær. Þar að auki kom fram þegar verið var að vinna að þessu verkefni að son- ur hans ætti þrívíddarljósmyndir sem Ward hafði tekið. Hann virðist hafa endurnýjað svolítið myndavélar og búnað þannig að hann fór að taka þrívíddarljósmyndir um 1910.“ Myndirnar eru af ýmsum hlutum Íslands. „Hann fór upp á Akranes og tók myndir þar í sinni fyrstu ferð. Svo var hann mikið í Ísafjarðardjúpinu og var með sérstakan umboðsmann á Ísafirði, Jóhannes Péturs- son, sem sá um viðskipti hans þar,“ segir Inga og heldur áfram: „Hann dvaldi lang- dvölum á Íslandi. Þetta var ekki maður sem kom og var bara viku, hálfan mánuð eða mánuð. Hann dvaldi hér mánuðum saman ár hvert frá 1893 til 1915. Um tíma hafði hann starfsstöð á Seyðisfirði, til að byggja upp viðskiptahóp á Austurlandi meðal smá- útgerðarmanna og til að mynda tengsl við þá,“ segir Inga. Gerði út Útópíu Áður hafði Ward gert út togarann Útópíu frá Hafnarfirði. „Útópía var einn fyrsti tog- ari sem gerður var út frá Íslandi. Það var árið 1899 og það er góð myndasyrpa út- gerðartíma Wards í Hafnarfirði. Þannig að útgerðin leiddi Ward á ýmsa staði í ólíkum landshlutum og það eykur á breidd mynda- safnsins.“ Ward var áhugaljósmyndari og tók mynd- ir af daglegu lífi og fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku. Inga segir myndir Wards sérstakar vegna þess að fáir hafi verið farn- ir að mynda Ísland á þeim tíma sem Ward tók sér það fyrir hendur. „Þegar hann byrjar að taka myndir í Reykjavík árið 1893 er ein ljósmyndastofa í Reykjavík. 1898 eru komnar tvær ljós- myndastofur í Reykjavík þannig að gildi safnsins er fólgið í því að þarna erum við að finna eitthvað sem er gríðarlega merkileg heild en líka merkileg fyrir tímabil sem lítið er til af myndefni frá og frá ákveðnum stöð- um sem lítið voru myndaðir. Það eru 18 myndir frá Neskaupstað, frá 1904 til 1910. Á því tímabili var enginn ljósmyndari starf- andi í Neskaupstað og enginn sem átti myndavél þar.“ Silfurhnappar og altaristöflur Ward var gríðarlega áhugasamur um Ísland. „Hann keypti allt frá silfurhnöppum upp í altaristöflur og flutti með sér heim þannig að heimili hans var veggfóðrað með safn- gripum frá Íslandi. Það var ekki lófastór blettur heima hjá honum sem var ekki með einhverju íslensku dóti.“ Þegar þetta einkasafn hans var gefið frá safninu í Exeter til Þjóðminjasafnsins árið 1950 urðu hins vegar úrklippubækurnar með meiru eftir á safninu. Þær eru fyrst að koma fram í dagsljósið núna 70 árum síðar. Sýningin stendur fram í janúar 2020. Morgunblaðið/Hari Sýningarhöfundur „Hann myndaði allt mögulegt og ómögulegt," segir Inga Lára Baldvinsdóttir um Englendinginn Pike Ward. Veggfóðraði með munum frá Íslandi  Ljósmyndir, úrklippur og fleira úr fórum Pikes Wards má sjá á sýningu á Þjóðminjasafninu  Einstaklega áhugasamur um Ísland  Einn af þeim fyrstu sem ljósmynduðu hérlendis Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra afhenti enska rithöfundinum Ian McEwan bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn í Ver- öld, húsi Vigdísar, í fyrradag, 19. septemer. Forsætisráðherra kynnti verðlaunin í apríl síðastliðnum á Bókmenntahátíð í Reykjavík. For- sætisráðuneytið, mennta- og menn- ingarmálarráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, For- lagið, sem er útgefandi verka Hall- dórs Laxness, og Gljúfrasteinn standa að hinum alþjóðlegu bók- menntaverðlaunum. Tilefnið er ekki síst það að hundrað ár eru nú liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúr- unnar. Verðlaunin eru veitt virtum erlendum rithöfundi fyrir endurnýj- un sagnalistar nú fyrst árið 2019 en síðan annað hvert ár eða árin 2021, 2023, 2025 og 2027. Ferill McEwans spannar nær hálfa öld og spanna sögur hans vítt svið. Hlýtur hann að launum 15.000 evrur, rúmar tvær milljónir króna. McEwan veitti mbl.is viðtal í fyrradag og segir þar m.a. að ham- farahlýnun og popúlísk stjórnmála- öfl valdi sér áhyggjum en góðu fréttirnar séu þær, að sínu mati, að fólk viti hvað þurfi að gera til að vinda ofan af þróuninni. „Útlitið er svart núna en hlutir geta breyst hratt,“ sagði hann m.a. en viðtalið má finna á slóðinni mbl.is/frettir/ innlent/2019/09/18/utli- tid_er_svart_nuna/. Katrín veitti McEwan verðlaun Laxness Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands Afhending Vel fór á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og enska rithöfundinum Ian McEwan í Veröld á fimmtudag, 19. september.  Fyrsti handhafi bókmenntaverðlauna DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.