Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 AF MYNDLIST María Hilmarsdóttir majahilmars@gmail.com Sýningu Frist-listasafnins íNashville á frönskum ogbreskum meistaraverkum í einkaeign hinnar efnuðu Mellon- fjölskyldu lauk nýverið en verkin eru venjulega til sýnis á Virginia Museum of Fine Arts en hafa verið á sýningarferð um Bandaríkin. Á meðal þessara verka eru mörg fræg verk impressjónista og póst- impressjónista, máluð í Frakklandi á síðari hluta 19. aldar – má þar nefna verk eftir meistarana Monet, Picasso, Degas og Van Gogh. Eins og alltaf þegar verk stór- stjarna listasögunnar eru til sýnis drífur að mikinn mannfjölda til að njóta framlags þeirra. Sýning Frist- safnsins á verkum Mellons- fjölskyldunnar var mjög vel gerð í alla staði enda er safnbyggingin og sýningarrýmið hrífandi og gaman að ganga um og skoða það sem er í boði fyrir sýningargesti. Impressjónistaverk eru oft smá að stærð, máluð í léttum og björt- um litum, sett á strigann með sjá- anlegum hröðum penslastrokum sem byggja upp lausleg óskýr form, munstur og blæbrigði. Því þarf áhorfandinn að hafa tækifæri til að nálgast verkin og taka betur inn hvernig listmálarinn skapaði verkið. Aðferðir málarans við að koma málningu á strigann, uppsetningu og uppbyggingu myndformsins, ásamt öðrum áhugaverðum tækni- atriðum, þarf að skoða úr nálægð og svo stíga frá verkinu til að leyfa auganu að nema smám saman munstur, létt form og liti og láta þetta allt renna saman í eina þekkj- anlega heild. Venjulegt líf í stað hetjudáða Myndefni impressjónista voru mun persónulegri en það sem áður hafði verið vinsælt. Í stað stórverka um hetjudáðir og sögulega atburði máluð í klassískum akademískum stíl völdu impressjónistar oft hið venjulega líf millistéttarinnar og borgarbúa og daglegt umhverfi þeirra sem myndefni. Í raun var allt myndefni þess virði að mála. Þessar áherslur á hið venjulega líf og persónulegt umhverfi má finna í verki Berthe Morisot, „Jeune femme arrosant un arbuste“, sem sýnir systur list- málarans á svölunum á heimili fjöl- skyldunnar að vökva blómarunna. Hér er áherslan á að sýna einfalt myndefni um frekar óspennandi húsverk sem örugglega var unnið á hverjum degi á heimili Berthe Morisot. Aðskilin lífi almennings Eins og svo mörg verk máluð af Morisot þá er hér blanda af per- sónulegu rými listakonunar og rými sem erfitt var að nálgast sem kven- maður á þessum tíma. Sjónarhornið sýnir bak systur Morisot á svöl- unum frá rými sem er innanhúss. Þetta rými er gagnstætt því rými sem snýr út á við sem áhorfandinn sér í fjarlægð þegar horft er yfir svalahandriðið. Það er almennings- rýmið í borginni sem er fyrir utan heimilið. Rýmið á svölunum markar þann punkt þar sem skilin á milli persónulegs rýmis systur hennar og borgarlífsins myndast. En þó að fígúran sé úti á svölunum og sjái yfir borgina er hún ennþá aðskilin lífi almennings í borginni af svala- handriði, sem og hæðinni sem sval- irnar eru í og virka sem varnarmúr. Náið og persónulegt Mörg verk Morisot birta um- hverfi og myndefni þar sem listmál- arinn og módelið hennar voru yfir- leitt ekki beinir þátttakendur heldur fylgdust með úr fjarlægð. Oft notaði Morisot grindverk, svalir og garða til að afmarka rýmið á milli umhverfisins sem hún og Fylgst með úr fjarlægð Ljósmynd/Virginia Museum of Fine Arts Vökvun „Jeune femme arrosant un arbuste“ eftir Berthe Morisot, eða „Ung kona vökvar blómarunna“, frá 1876. myndefni hennar fyllir og almenn- ingsrýmisins og mannlífs borgar- innar. Í staðinn fyrir að mála mynd af hinu iðandi mannlífi í París festi Moriset á striga náið persónulegt fjölskyldulíf og sambönd úr sínu eigin daglega umhverfi, án allrar formlegrar stífni. Mörg verk hennar sýna konur og börn úr fjölskyldunni og hennar nánasta umhverfi. „Jeune femme arrosant un arbuste“ sýnir vel þetta óformlega og afslappandi augnablik sem hún náði svo vel að grípa, þar sem náin tengsl og persónulegt andrúmsloft og umhverfi eru í fyrirrúmi. Nýjar áherslur og aðferðir Í þessu verki má vel sjá margar nýjar áherslur og aðferðir sem im- pressjónistar komu með. Uppbygg- ing myndefnisins er mjög óformleg. Áhorfandinn sér í bakið á Edmu, systur Morisot, þar sem hún heldur uppi pilsfaldinum á síða hvíta morg- unkjólnum sínum í hægri hendi og í vinstri hendi heldur hún á könnu og vökvar blómarunna. Kjóllinn er í raun aðaláherslupunkturinn og tek- ur upp mikinn hluta myndrýmisins. Hann er málaður með hröðum laus- legum strokum sem byggja upp út- línur og litablæbrigði. Djörf blanda af ljósum litum skapar í raun þenn- an hvíta kjól og hjálpar til við að undirstrika lauslegt formið, hreyf- ingu og leggur áherslu á sambland ljóss og léttra skugga um mynd- flötinn. Hvergi skarpar línur Grænar lausar strokur skapa blómarammann og blómapottinn sem fylla út myndrýmið og afmarka svæðið næst okkur á vinstri hönd og ljósir litir með lauslegum strok- um og formum sýna rýmið fjær okkur þar sem daufar útlínur hús- þaka borgarinnar og himinsins birt- ast í fjarlægð. Hvergi finnast skarpar línur eða þung form heldur eru allar útlínur forma og munstra óskýrar og lauslega skapaðar. Sterkir litir eru notaðir sparlega til að draga áhorfandann inn og hjálpa auganu við að finna nokkra fasta punkta til að staldra við. Hér sést rauður litur fyrir nokkur blóm vinstra megin og fána í fjarlægð. Svartur litur mótar einmitt slaufu um hálsinn og skó Edmu. Hér er engin áhersla á að sýna formlegt eða raunsæisportrett af Edmu held- ur frekar ná að grípa og festa þessa fallegu morgunstund á striga – dagsljósið, hreyfinguna, kjólinn, rýmið á svölunum og svo útsýnið frá svölunum yfir Parísarborg. Ein af þeim stóru Það er heilmargt annað sem er merkilegt í þessu litla „venjulega“ verki og hér er vísir að ýmsum framförum og nýsköpun í myndlist, breytingum í samfélaginu sem og að undirstrika heilmikinn kynja- mismun á meðal listafólks á þessum tíma. Berthe Morisot er talin ein af stóru nöfnunum í hópi impressjón- ista og póst-impressjónista og verk hennar eru til sýnis á mörgum helstu söfnum heims. Hún fékk stuðning heiman frá til að læra myndlist, lærði hjá Corbet, vann mikið með listamanninum Edouard Manet og var gift Eugène Manet, bróður Manets. Hún sýndi reglu- lega verk á sýningum impressjón- ista og naut virðingar innan hóps- ins. Starfsframi Morisot sýnir vel að á þessum tíma höfðu kven- listamenn mun betri tækifæri en áður þótt enn væri heilmikill munur á kynjunum. Impressjónismi ýtti undir margar framfarir og staðfesti rétt listafólks til að velja mynd- efnið. Að geta valið sitt myndefni breytti einnig heilmiklu í listnámi, framgangi og starfsframa lista- kvenna. Höfundur er listsagnfræðingur og háskólakennari hjá Belmont University í Nashville, TN. companyskringlanverslunin.companysKringlan Nýjar haustvörur frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.