Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Hér er gripið niður í bókinni og
birtir nokkrir kaflar.
Myndbrot 13
„Þið eruð sjálf skrýtin,
ég er alveg eðlilegur“
Joakim Thåström
Það sem henti eldri dóttur okkar
er ekki hægt að skýra að öllu leyti
með greiningum hennar eða að hún
sé öðruvísi. Þegar upp var staðið
kom hún veröldinni bara ekki heim
og saman.
Við sem lifum á tímum ofgnóttar
og höfum aðgang
að meiri lífs-
gæðum en hægt
er að gera sér í
hugarlund höfum
ekki efni á að
hjálpa fólki á
flótta undan
stríði og hörm-
ungum – fólki
eins og mér og
þér sem hefur
glatað öllu.
Í skólanum horfir bekkurinn
hennar Gretu á myndband um
hversu mikið rusl fellur til á Vest-
urlöndum. Heil eyja úr plastrusli
flýtur um Suður-Kyrrahafið og
þessi eyja er stærri en Mexíkó.
Greta grætur á meðan myndin er
sýnd. Bekkjarsystkini hennar eru
líka snortin. Áður en kennslustund-
inni lýkur segir kennarinn þeim að
á mánudaginn komi forfallakennari
af því að hún sé að fara í brúðkaup
um helgina – í Connecticut fyrir ut-
an New York.
„Vá, en þú heppin,“ segja nem-
endurnir.
Frammi á ganginum er ruslaeyj-
an úti fyrir strönd Chile þegar
gleymd. Nýir snjallsímar eru
dregnir upp úr vösum dúnúlpna
með loðkrögum og þeir sem hafa
verið í New York segja frá öllum
flottu búðunum þar og í Barselóna
er líka frábært að versla og á Taí-
landi er allt svo ódýrt og einhver er
að fara með mömmu sinni til Víet-
nam í páskafríinu og Greta fær
þetta ekki til að ganga upp.
Það eru hamborgarar í matinn en
hún getur ekki borðað.
Það er heitt og þröngt í matsal
skólans. Hávaðinn er ærandi og
skyndilega er fitugur kjötbitinn á
disknum ekki lengur matur. Hann
er hakkaður vöðvi úr lifandi veru
með tilfinningar, meðvitund og sál.
Hún getur ekki máð ruslaeyjuna úr
huga sér.
Hún brestur í grát og vill fara
heim en það er ekki í boði því hér í
matsal skólans verður maður að
borða dauð dýr og tala um merkja-
vöru, andlitsfarða og snjallsíma.
Maður á að taka fullan disk af
mat, segja að hann sé ógeðslegur
og narta mátulega mikið í hann áð-
ur en maður hendir öllu í ruslið –
án þess að sýna nein merki um ein-
hverfu eða lystarstol eða neitt ann-
að óþægilegt.
Greta er með greiningu en það
útilokar ekki að hún hafi rétt fyrir
sér og að við hin séum algjörlega í
ruglinu.
Því hvernig sem hún reyndi tókst
henni ekki að fá þessa jöfnu til að
ganga upp, jöfnuna sem allir hinir
virtust þegar hafa leyst, jöfnuna
sem var aðgöngumiði okkar að eðli-
legu hversdagslífi.
Hún sá nefnilega það sem við hin
vildum ekki sjá.
Greta tilheyrði þeim litla hópi
sem sá koltvísýringinn með berum
augum. Hún sá hið ósýnilega. Lit-
lausa, lyktarlausa og hljóðlausa
hyldýpið sem okkar kynslóð hafði
valið að líta fram hjá. Hún sá þetta
allt, að sjálfsögðu ekki bókstaflega
en hún sá hvernig gróðurhúsa-
lofttegundirnar streymdu upp úr
reykháfum okkar, bárust upp með
vindunum og breyttu andrúmsloft-
inu í risavaxinn, ósýnilegan rusla-
haug.
Hún var barnið og við vorum
keisarinn.
Og við vorum öll nakin.
Myndbrot 62
Stafrænn sigur
„Nei, ekki svara. Þá muntu sitja
allt kvöldið og rífast við eitthvert
rússneskt vélmenni sem er forritað
til að þreyta fólk eins og þig.“
Greta hefur skráð sig inn á einn
af dýravelferðarreikningunum sín-
um á Instagram og dælir út uppá-
haldsröksemdafærslunum sínum til
uppáhaldsóvina sinna. Þeirra sem
efast um loftslagsvána. Þeirra sem
hafa ofurtrú á tækni og sérstaklega
grænmetisætanna sem fljúga langt
og oft til þess að bjarga heiminum
með nýjum og framandlegum upp-
skriftum. Hún er ánægð með sig
núna.
„Hah!“ segir hún drýgindalega
og sperrir upp augun. „Nú þaggaði
ég sko niður í honum.“
„En þú átt ekki að svara þeim,“
segir Svante. „Það er bara tíma-
sóun. Hvað skrifaðir þú?“
„Þetta var bandarískur flug-
maður sem var grænmetisæta af
dýraverndunarástæðum … eins og
dýrin þurfi ekki líka lofthjúp?“
svarar dóttir okkar. „Og hann sagði
að loftslagsváin væri til komin af
því að við værum of mörg.“
„Ókei. Svaraðir þú því sama og
venjulega?“
„Jamm …“ Greta kinkar kolli og
brosir út að eyrum.
Hún er með mörg stöðluð svör
sem hún hefur vistað á sænsku og
ensku og eitt af þeim tekur á síend-
urtekinni röksemdafærslunni um
fólksfjöldavandann:
„Losunin er vandamálið. Ekki
fólkið. Því ríkari sem við erum,
þeim mun meiri losun. Þannig að ef
þú vilt draga úr fólksfjölda til þess
að spara auðlindir ættir þú að
hrinda af stað herferð til þess að
losa okkur við alla milljarðamær-
ingana. Þú getur notað slagorðið:
„Myrðum Bill Gates og bönnum öll-
um forstjórum og kvikmynda-
stjörnum að eignast börn!!“ En það
verður kannski svolítið erfitt að fá
Sameinuðu þjóðirnar til að taka það
upp sem heimsmarkmið svo að ég
mæli með því að þú dragir úr þinni
eigin losun í staðinn. Eða styðjir við
menntun stúlkna í þróunarlönd-
unum því að það er skilvirkasta
leiðin til að draga úr fólksfjölgun.“
„Hverju svaraði hann?“ spyr ég.
„Engu,“ segir Greta. „Eða bíddu
… hann lokaði á mig,“ segir hún og
hlær svo hátt að Roxy sprettur upp
úr sófanum og byrjar að gelta.
Myndbrot 67
Einræða Gretu
Greta situr á gólfinu með Moses
og Roxy. Hún kembir feld þeirra
með gömlum bursta, rólega og
skipulega.
„Ég man eftir því þegar ég
heyrði fyrst talað um gróðurhúsa-
áhrifin,“ segir hún.
„Ég man að ég hugsaði með mér
að þetta gæti ekki verið satt. Því ef
það væri satt væri ekki talað um
neitt annað. Og það var enginn sem
sagði neitt.“
„Þið munuð bjarga heiminum,“
segi ég við dóttur mína. Hún hnuss-
ar alveg eins og pabbi minn er van-
ur að gera, maður sem hefur verið
fullkomin Asperger-klisja allt sitt
líf. En auðvitað án greiningar. Þau
eru svo hlægilega lík.
„Þetta segja allir kennararnir
líka,“ svarar Greta. „Ykkar kynslóð
á eftir að bjarga heiminum. Þið
munuð hreinsa til eftir okkur og
laga allt, segja allir, og svo fljúga
þau til útlanda í hverju einasta fríi.
Það eruð þið sem eigið eftir að
bjarga heiminum. Ókei, við erum
búin að heyra það. En myndi það
drepa ykkur að hjálpa aðeins til?“
Hún stendur á fætur og eltir Mo-
ses sem hefur komið sér fyrir á
mottunni í nokkurra metra fjar-
lægð. Hún heldur áfram:
„Og nei, mamma, fólk eins og ég
mun ekki bjarga heiminum. Því það
heyrist ekki í fólki eins og mér. Við
getum kannski lesið okkur til, en
það skiptir ekki máli lengur. Líttu
bara á vísindamennina. Það heyrist
ekki í þeim. Og jafnvel þótt heyrð-
ist í þeim skiptir það ekki máli af
því að fyrirtækin ráða bara fullt af
eigin „sérfræðingum“ sem þau
senda til Bandaríkjanna á ógeðs-
lega dýr námskeið um hvernig á að
koma fram í fjölmiðlum svo að þeir
geti staðið í fréttatímanum og sagt
að það sé í raun gríðarlega jákvætt
að saga niður öll trén og myrða öll
dýrin. Og þegar vísindamennirnir
mótmæla heyrist það ekki því að
fyrirtækin eru búin að setja upp
auglýsingar um alla Svíþjóð af því
að sannleikurinn er bara enn eitt af
öllu því sem hægt er að kaupa fyrir
peninga.“
Moses lyftir hausnum þegar lyft-
an fer af stað frammi á stigagang-
inum. Greta lítur í sömu átt.
„Þið hafið búið til samfélag þar
sem það eina sem er metið að verð-
leikum er félagsfærni, útlit og pen-
ingar. Ef þið viljið að við björgum
heiminum verðið þið fyrst að gera
breytingar. Af því að núna er það
þannig að allir þeir sem hugsa að-
eins öðruvísi og dettur eitthvað í
hug sem hinir hafa ekki hugsað út í
brotna saman fyrr eða síðar. Ann-
aðhvort eru þeir lagðir í einelti eða
sitja heima. Eða þá að þeir verða að
ganga í sérskóla eins og ég og þar
eru engir kennarar.“
Hún snýr sér að mér og horfir
beint í augun á mér. Það gerir hún
næstum aldrei.
„Þú ert alltaf að tönnlast á því að
ég hafi fengið stórt bókaforlag til
að lofa að breyta landafræði-
kennslubókinni á gagnfræðastiginu
eftir að ég sagði þeim frá villu í
bókinni. Og svo var skrifuð grein
um það í blaðið.
Ég hef ekki farið í náttúrufræði-
tíma í næstum heilt ár. Af því að við
erum ekki með neinn kennara. Ef
þið viljið verja þennan heim verðið
þið að breyta honum. Því eins og
staðan er núna virkar ekki neitt.“
Greta dregur djúpt andann og
leggur nefið upp við þykkan feld
Mosesar. Þefar.
Eins og staðan er virkar ekkert
Í bókinni Húsið okkar brennur segir Greta
Thunberg og fjölskylda hennar, Malena Ernman,
Svante Thunberg og Beata Ernman, frá lífi
Gretu og baráttu hennar fyrir aðgerðum í lofts-
lagsmálum sem gert hafa hana heimsþekkta.
AFP
Barátta Greta Thunberg sigldi til Bandaríkjanna til að ræða við yfirvöld og almenning þar í landi. Hún hitti meðal
annars Barack Obama að máli og fleiri framámenn og kom fyrir loftslagsráð öldungadeildar Bandaríkjaþings.