Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 2
RITSTJÓRAPISTILL Ágætu Kiwanisfélagar Þegar ég sit hérna og er að koma þessu blaði saman er mikið vorverður í lofti og ekki annað hægt en að hlakka til vorsins og vera bjartsýn. Okkur er tíðrætt um fjölgun félaga og er það eitt af mark- miðum Umdæmisstjórnar á þessu starfsári að okkur fjölgi verulega, og vonandi fyrr en síðar tekst okkur þetta markmið. En betur má ef duga skal og þurfum við að lyfta Grettistaki í þeim efnum. Ég vil endilega hvetja fleiri til að efla málgagn okkar með skrifum, því ýmislegt er að frétta frá klúbbum sem ekki berst til okkar í ritstjórninni og fróðlegt er fyrir okkur Kiwanisfólk að frétta af. En ekki getum við kvartað, klúbbar og einstaklingar hafa verið ritstjórninni einstakalega velviljaðir og berst ótrúlegt magn af myndum með frétt- um og er það svo, að stundum verðum við að skera niður. En ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir hvað þið hafið öll tekið vel beiðni ritstjórnar um greinar og myndir. Eins og ég segi alltaf án ykkar skrifa yrði ekkert blað. Við ákváðum á haustdögum að leita tilboða fyrir Kiwanis- blaðið og félagatalið okkar. Leitað var til 4ra valinkunnra prentsmiðja og þegar upp var staðið var hagstæðast að skipta við Prentsmiðjuna Viðey. Þetta er s.s. fyrsta tölublaðið sem er prentað hjá þeim og er ég afskaplega spennt að sjá hver útkoman verður og ekki síst vonast ég eftir að eiga gott samstarf við þessa prentsmiðju - alla vega lofa fyrstu kynni góðu. Næsta blað kemur út fyrir Umdæmisþingið sem haldið verður að þessu sinni á Isafirði, og verður það ugg- laust mjög gaman að koma þangað og er ég viss um að vel verður tekið á móti okkur öllum. Ég vil biðja ykkur um að senda inn greinar eigi síðar en 15. ágúst, en ekki verður hægt að taka við greinum eða pistlum eftir þann tíma. Við í ritstjórninni viljum að lokum óska ykkur og fjöl- skyldum ykkar gleðilegra páska. Með kiwaniskveðju Þyrí Baldursdóttir ritstjóri HUGNALIGUR KIWANISFUNDUR UMBORÐ Á M/F SMYRIL í F0ROYUM Leygardagin ll.mars 2006 var felagsfundur í Foroyum, saman við Sigurður R. Pétursson, fráfarandi umdomisstjóri, Ey- jólfur Sigurðsson, fyrrverandi presidentur Kiwanis Internat- ional, og Ástbjorn Egilsson, fyrrverandi president KI-EF. Tað ið gjordi fundin eitt sindur sermerktan, var at hann var hildin umborð á nýggju ferjuni m/f Smyril. Farið var úr Tórshavn kl.1030 og komi var til Tvoroyrar kl.1230. Eíðani var etin dogurði umborð, áðrenn farið var við bussi til Hvalbiar og Sandvíkar. Steðga var í gamla Pakkhúsi á Tveroyri, sum er café, áðrenn farið var umborð aftur á Smyril. Komi var aftur til Tórshavn kl.2000. Hóðast stormur var 27m/s gekk túrurin sera var, og vilja Kiwanisfólk í For- oyum gera henda túrin aftur. Til tykkum oll sum vóru við á túrinum, túsund takk fyri ein góðan Kiwanisdag. Sofus Borðoy skrivari Kiwanis Tórshavn Kiwanis 35. árg. • 2. tbl. • Apríl 2006 Útgefandi: Ábyrgðarmaður: Ritstjóri: Forsíðumynd: Ritstjórn: Prentvinnsla: Kiwanisumbæmið íslandi - Færeyjar Guðmundur Baldursson, umdæmistjóri Þyrí Marta Baldursdóttir Svartifoss, ljósm. Rafn Hafnfjörð Ragnar Örn Pétursson Prentsmiðjan Viðey ehf. 2

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.