Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 12
FÆREYJAFERÐ Á síðasta starfsári fór ég ásamt Sigurði R. Péturssyni um- dæmisstjóra í heimsókn til Færeyja. Tilgangurinn var að hitta Kiwanisfélaga, ræða sameigin- leg mál, almenn samskipti en einnig til rækta áralöng vináttubönd og um leið ræða möguleika til fjölgunar í Færeyjum. Á síðasta starfsári komu upp umræður í umdæmisstjórn hvort það væri ekki tímabært að stofna svæði í Færeyjum og þannig efla sjálfstæði klúbb- anna um sín mál að því marki er skipulag hreyfingarinnar gerir mögulegt. Svo illa tókst til i þessari ferð að boðun á fund þann er umdæmisstjóri hafði beðið um var ekki allskostar í lagi og komu því færri til hans en vænst var. Engu að síður fór Sigurður yfir helstu áherslumál starfsársins eins og gert er í heimsóknum til klúbba að öllu jöfnu en síðan fór ég yfir hvaða reglur gilda um svæði, lög er gilda og venjur sem skapast hafa í umdæminu o.þ.h. Rædd voru einnig skýrsluskil klúbbanna í Færeyjum sem stundum hafa ekki verið alveg í lagi og almenn samskiptamál. Þeim klúbbfélögum sem þarna voru úr Þórshafnarklúbbunum leist vel á hugmyndina um Fær- eyjasvæði en margar spurn- ingar voru samt uppi og ljóst að ræða þyrfti það miklu betur og gefa tækifæri til skoðana- skipta seinna. Þeim var sagt að þetta gæti ekki orðið að veruleika nema fjölgun yrði í eyjunum annað hvort með stofnun fjórða klúbbsins eða aukningu félaga í hinum, og að þetta tæki að sjálfsögðu nokkurn undirbúning. I þessari ferð hittum við ekki félaga úr klúbbnum Eysturey utan Björghéðins og Nicolinu. Þegar þetta starfsár var í undirbúningi bað Guðmundur Baldursson umdæmisstjóri Sigurð um að fylgja þessu máli eftir og vera sérstakur tengiliður við klúbbana í Færeyjum með náinni sam- vinnu við Geir svæðisstjóra. Ljóst var að gera þyrfti sérstaka ferð til að ræða enn betur og fylgja eftir hug- myndum um nýjan klúbb sem helst hafði verið talað um að yrði í Klakksvík og kynna enn betur hugmynd um svæði og tryggja að öllum spurningum yrði svarað. Því var það að Sigurður fór fram á við Kiwanis International að um- dæminu yrði veittur styrkur til þessa og varð KI við því. Jafnframt var ákveðið að KI sendi Eyjólf Sigurðsson til að upplýsa félaga okkar í Fær- eyjum um Kiwanis í nútíð og framtíð og halda fyrirlestur um alþjóðahreyfinguna. I sam- vinnu við klúbbana var ákveðið að boða til fundar með öllum Kiwanisfélögum í Færeyjum í byrjun árs. Af ýmsum ástæðum var það ekki mögulegt fyrr en 11. mars og fórum við Sigurður, Eyjólfur og undirritaður til Færeyja föstudaginn 10. mars. Ákveðið hafði verið að halda fund um borð í Smyrli sem heldur uppi áætlunarsigling- um til Suðureyjar. Siglingin tekur rúma tvo tíma og skyldi halda fund meðan á þeirri siglingu stæði og eftir atvikum einnig á heimleiðinni. Tæki- færi gæfist síðan til að skoða sig um á Suðurey. Bréf hafði verið sent til allra félaga í eyjunum og Vænst var góðrar þátttöku. Þegar skipið lét úr höfn laugardaginn 11. mars í leiðindarveðri, rigningu og roki voru 32 Kiwanisfélagar frá Tórshavn og Rósan ásamt okkur þremur um borð en einginn frá Eusturoy nema þau ágætu hjón Nocolina og Björghéðin. Olli það okkur nokkrum vonbrigðum. Strax var tekið til og fundur settur af Karen forseta Rósan. Eyjólfur reið á vaðið með fyrirlestri um alþjóðahreyf- inguna notaði hann nútíma tækni við sinn fyrirlestur og sýndum við á tjaldi kynn- ingarmynd um Kiwanis ásamt ýmsum skýringarmyndum. Skyldi undirritaðaður aðstoða Eyjólf en þá hafði sjóveikin tekið völdin og eyddi ég mestum tíma útleiðarinnar á klósettinu. Það iagaðist þó þegar á leið. Gerður var góður rómur að erindi Eyjólfs og svaraði hann fyrirspurnum félaga á eftir. Ég flutti síðan erindi um svæðaskiptingu í Kiwanishreyfingunni og gerði grein fyrir uppbyggingi og starfi svæða í umdæminu fór yfir fjármál og annað er snerti sérstaklega stofnun svæðis í Færeyjum með þeirri aðal- röksemd að stofnum svæðis yrði klúbbunum til góðs og efldi þeirra samstarf um leið og það skilaði þeim betri möguleikum til að gera Kiwanishreyfinguna sýnilegri í Færeyjum. Ég minntist á þá athyglisverðu staðreynd að klúbbarnir í Færeyjum eru einu klúbbarnir í umdæminu sem aldrei hafa átt fulltrúa í umdæmisstjórn. Þetta myndi að sjálfsögðu breytast og miklu betri tenging næðist á milli þeirra og okkar og flæði upplýsinga ætti að vera betra. Samtímis yrði að auka þýð- ingu á ýmsu efni á færeysku og þyrftu þau sjálf að gera betur í því en einnig um- dæmið sem enn hefur ekki látið þýða neitt sem nemur á þeirra tungu. Það má einnig gera ráð fyrir að það yrði þeim meira kappsmál að mæta til umdæmisþings með sínum svæðisstjóra og leggja upp úr betri skýrsluskilum. Starf klúbbanna sérstaklega þeirra í Þórshöfn er með miklum ágætum og fjáraflanir þeirra og styrktarstarf í mjög góðu lagi. Af þeirra hálfu var því lýst yfir að þeir væru mjög áhugasamir um stofnun svæðis og gafst góður tími til að svara spum- ingum sem vöknuðu í kjöl- farið. Sigurður Pétursson fór síðan almennt yfir samskiptamál og ræddi áherslur umdæmisins og framtíðina af hreinskilni og var vel tekið í hans áherslur. Þeir sem tjáðu sig af þeirra hálfu lýstu allir yfir ánægju 12

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.