Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 15
FRÉTTIR FRÁ SÓLBORG Það sem er að frétta frá okkar Sólborgarkonum er að við héldum fyrsta fund okkar á árinu út í bæ og fórum á veitingarhúsið við Skólabrú. Mætingin var góð og var kvöldið hið ánægjulegasta. Við drifum okkur í leikhús þann 21. jan. og sáum leikritið Himnaríki í uppsetningu Hafnarfjarðarleikhússins, mjög góð skemmtun þar á ferð. Þann 26. jan. héldum við gestafund sem var vel sóttur og hafa nokkrar konur heimsótt okkur aftur og eru að íhuga áframhaldandi þátttöku. Að sjálfsögðu mættu nokkrar okkar á Svæðisráðstefnuna sem haldin var í Garði. Umdæmisstjóri, Guðmundur Baldursson mætti á fund 9 feb. og einnig fyrrverandi um- dæmisstjóri, Sigurgeir Aðal- geirsson sem er núverandi forseti Skjálfanda á Húsavík. Það var gaman að fá þessa mætu menn í heimsókn. Einnig var önnur umferð í keilukeppninni okkar haldin þann 17. feb. í Öskjuhlíðinni. Á fundinum þann 23. feb. var ákveðið að konur skildu allar mæta með hatta og var útkoman á þeirri ákvörðun vægast sagt skemmtileg. Veitt voru verðlaun fyrir stór- kostlegasta hattinn. Þann 25. feb. unnum við á þorramóti íþróttafélags Fjarðar í Bochia og buðum upp á veitingar. Þetta hefur verið fastur liður hjá klúbbnum og var þetta tíunda árið okkar sem við stöndum í þessu styrktar- verkefni. Þann 9. mars mættu 15 félagar á fund hjá Kiwanisklúbbnum Esju og var það vel heppnaður fundur með góðan fyrirlesara. Þann 18. mars ætla konurnar að fara í orlofsferð að Sólheimum í Grímsnesi. Síðan er Svæðisstjóri, Bjarni Jónsson búinn að boða komu sína á fund hjá okkur þann 23. mars. Styrktarnefnd er farin að vinna á fullu við næstu verkefni okkar sem eru dansleikur fyrir fatlaða og hjálmaverkefnið sem við vinnum með klúbbunum Eldborgu, Hraun- borgu, Setberg og Eldey. Með ósk um gott starfsár, "Kraftmikið Kiwanisstarf - Látum Verkin Tala" Kiwaniskveðja, Blaðafnlltrúi Sólborgar, Erla María Kjartansdóttir. 833 wk fs M , 2 ■a :3fil|| h $ ■ 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.