Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.2006, Blaðsíða 16
KIWANISKLÚBBURINN SKJÁLFANDI - FUNDUR NR. 539 Fundur haldinn í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, laugardaginn 11. mars 2006. Var það vinnufundur í íþróttahöllinni, sem orðið er að árlegum atburði í Kiwanisstarfinu, þar sem haldið var "Opna Húsavíkurmótið í Boccia" og einnig fór fram afhending viðurkenninga til húsvískra íþróttamanna og lýst kjöri "íþróttamanns Húsavíkur 2005". Þá afhenti klúbburinn einnig styrki til góðgerðamála. UéH'UlttlMU Fundurinn hófst kl 13:oo og stóð til kl. 18:00, þetta var 12. fundur starfsársins og 539. fundur frá upphafi. Mættir voru 10 félagar, 10 aðstoðarmenn, um 50 keppendur, 15 íþróttamenn er hlutu viðurkenningar og að auki í allt um 90-100 áhorfendur, þannig að alls voru gestir um 170 talsins. 1. Opna Húsavíkurmótið í Boccia Opna Húsavíkurmótið í Boccia er orðinn fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins, sem annast alla dómgæslu, merkingu valla, og kemur að öllum undirbúningi mótsins. Mótinu stýrðu Bragi Sigurðsson og Kristín Magnúsdóttir úr stjórn Bocciadeildar. Mótið tókst í alla staði afar vel, þátttaka mjög góð eða 25 sveitir sem sýnir að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni. Úrslit: 1. sæti Tónninn A-sveit, Nói Björns/Alli Jói. 2. sæti Landsbankinn A-sveit Guðný/Elín 3. sæti Ungir í anda A-sveit Halldóra/Sigrún 4. sæti Tveir töffarara, Lið frá sambýlinu Sólbrekku 28, Palli/Matti Sérstök verðlaun fengu Sveit frá Bestabæ fyrir góða framistöðu og frábær tilþrif. Vinnuframlag Skjálfandafélaga og aðstoðarfólks. Vinna við undirbúning, skipulag móts. áætlað um 30 klst. Vinna við dómgæslu, merkingar og frágang. áætlað um 90 klst. Vinna klúbbsins við Opna Húsavíkurmótið samtals um 120 klst. 2. íþróttamaður Húsavíkur 2005 Að loknu Bocciamóti hófst athöfn þar sem húsvískt íþróttafólk var heiðrað fyrir frammistöðu, ástundun og árangur á árinu 2005. Nefnd á vegum Skjálfanda " um val á Iþróttamanni Húsavíkur" annaðist afhendingu verðlauna, einn félagi úr nefndinni, Egill Olgeirsson ávarpaði viðstadda, íþróttafólk, forsvarsmenn íþróttafélaganna og aðra gesti. Hann sagði m.a. frá undirbúningi og hvernig staðið er að vali íþróttafólks og kjöri "íþróttamaður Húsavíkur" sagði hann m.a. að þetta væri í 10 skipti sem klúbburinn heiðrar afreksfólk í íþróttum og veitti þeim viðurkenningar með þeirri aðferð sem hér væri viðhöfð. Þá sagði hann þetta verk væri gefandi og ánægjulegt og orðið að föstum lið í starfi klúbbsins og hefði jafnframt unnið sér fastan sess í íþróttalífi bæjarins. I allt voru veittar 14 viðurkenningar til íþróttafólks í einstökum greinum auk þess til þeirra sem urðu í þrem efstu sætum í vali á Iþróttamanni Húsavíkur. I 3.sæti varð Selmdís Þráinsdóttir, frjálsíþróttamaður I 2.sæti varð, Berglind kristjánsdóttir, fjálsíþróttamaður og íþróttamaður Húsavíkur 2005 varð Stefán Jón Sigurgeirsson, skíðamaður. Einnig var afhendur "Hvatningabikar IF" sem Matthías Erlendsson hlaut. Athöfnin var öll hin hátíðlegasta og mættu bæjarbúar nokkuð vel. 16

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.