Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 18
svo framvegis. Það er svo ótrúlega mikilvægt
að hafa húmorinn með. Húmor er mitt
stærsta uppeldistól! Svo segi ég börnunum
mínum daglega að ég elski þau.“
Mamman er öðruvísi en söngkonan
Hver er munurinn á söngkonunni og
mömmunni Þórunni Antoníu?
„Ég veit ekkert hver söngkonan Þórunn
Antonía er í raun og veru. Hún er kannski
meiri leikkona en hitt því vinnan mín felst
stundum í að mála upp einhverja ofur-
stjörnumynd af sjálfri mér í glansandi bún-
ingum með háu ljósin á. Á meðan mamman
er mjúk og mild, syngjandi, dveljandi í
draumahöll í hlýjum sokkum að skipta á
bleyjum. Kitla mjúka maga og strjúka mjúk-
ar kinnar. Ég elska að vera mamma.“
Hvað er best geymda mömmuleyndarmálið
sem þér hlotnaðist í æsku?
„Að einstæðar mömmur geta allt.“
Hvaðan sækir þú orkuna þína?
„Í sameiginlega stjórnstöð allra mæðra,
um leið og við konur verðum
mömmur er eins og við fáum
auka orku. Við fáum auka
skilning og vit sem barmur
heimsins geymir einhvers stað-
ar og gefur okkur þegar við
fáum börnin okkar í fangið.
Annars eru góður kaffibolli,
hress Motown-tónlist, vinkonusambönd og
útivera ansi hressandi!“
Hver hugsar um þig?
„Þetta er góð spurning. Foreldrar mínir,
systkin, vinkonur og heimurinn. Karma er á
mínu bandi.“
Listrænt uppeldi
Hvers konar uppeldi aðhyllist þú?
„Virðingarfullt, skilningsríkt, listrænt og
ástríkt. Ég er hrifin af mörgu úr „Rie“stefn-
unni, einnig legg ég mikla áherslu á frelsi
heima við í fatavali og tónlistarsköpun. Við
málum og teiknum mikið.“
Hvað er það erfiðasta við að vera foreldri?
„Að taka ábyrgð. Raunverulega á sjálfum
sér til þess að geta verið foreldri. Ef barnið
mitt er að taka kast, t.d. Freyja sem er fjög-
urra ára, næstum fimm ára, þá byrja ég á að
beina augum mínum að mér sjálfri og hvern-
ig ég hef verið við hana þann daginn. Hef ég
veitt henni næga athygli? Er næg tenging?
Hvað er hún raunverulega að kalla á? Í stað
þess að skamma hana fyrir að vera „óþekk“
og refsa henni. Elsku börnin eru oft bara að
öskra á nánd og tengingu og kunna ekki að
orða það.“
Skipti á íbúð í Reykjavík
fyrir hús í Hveragerði
Hver er sagan á bak við staðinn sem þú
býrð á?
„Ég sat í afmæli hjá sex ára guðdóttur
minni í Hveragerði. Umvafin bræðrum mín-
um og systrum og við vorum að ræða um líf-
ið. Ég var ólétt og aðstæður mínar breyttar
og ég var smá týnd varðandi hvert næsta
skref yrði sem ólétt einstæð, nei ég meina
sjálfstæð móðir, með bráðum tvö lítil börn.
Þá segir einn af bræðrum mínum: Af hverju
flytur þú ekki bara í Hveragerði? Tveir
bræður mínir búa þar, pabbi minn og stjúp-
móðir og ég eyði miklu af tíma mínum þar.
Ég hló og hugsaði hvers vegna ekki og fór
inn á fasteignaauglýsingar í símanum mín-
um. Það fyrsta sem ég sá var ævintýralega
fallegt hús með garði, umvafið fallegum
trjám, og ég sagði í gríni að þarna væri ég
tilbúin að búa. Bræður mínir fóru að hlæja
og bentu út um gluggann að
þetta væri húsið beint í bak-
garðinum þeirra. Þeir búa á
hvor á sinni hæðinni í fallegu
húsi ásamt fjölskyldum sínum.
Simmi bróðir tók upp símann,
hringdi í eiganda hússins og
við fengum að hoppa yfir
garðinn og skoða. Ég kolféll fyrir húsinu og
grínaðist við eigendur hússins að þau mættu
bara fá mína íbúð í Vesturbænum í staðinn.
Viti menn að hún Þóra sem seldi mér húsið
var einmitt að leita að íbúð í bænum vegna
aðstæðna í sínu lífi og örlögin leiddu þarna
saman gott fólk sem þurfti að skipta um
stað og vera nær fjölskyldum sínum. Svo við
skiptum. Ég seldi henni íbúðina mína og
hún seldi mér húsið sitt. Þetta var allt frek-
ar ævintýralegt ferli þar sem var stundum
eins og þetta væri allt skrifað í skýin. Þetta
er dásamleg saga og ástæðan fyrir því að ég
er hér með rósir í garðinum, vínylplötu á
fóninum og börn hlaupandi inn og út um
dyrnar til þess að leika sér í stóra fallega
garðinum okkar í næsta húsi við bræður
mína.“
Hvernig verður framtíðin?
„Bara falleg, ljúf, óvænt og ævintýraleg.“
Ef þú ættir eina ósk, hver væri hún?
„Að öll heimsins börn væru elskuð og
byggju við frið.“
Hvaða ráð áttu fyrir lesendur?
„Að við munum að staldra við og njóta
augnabliksins.“
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Hollt fyrir
börnin
„Húmor er mitt
stærsta uppeldistól!“
„Um leið og við
konur verðum
mömmur er
eins og við fáum
auka orku.“