Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Ármúli 34
s. 551-1411
www.minimo.is
S
tella segir að hún hafi
litið á það sem bónus að
eiginmaður hennar hafi
átt börn úr fyrri sam-
böndum. Í dag er Stella
móðir Freyju Ránar og stolt stjúp-
móðir þriggja barna á öllum aldri.
Stella er þakklát fyrir að hafa
fengið það hlutverk að verða stjúp-
mamma en hennar reynsla sé sú að
allar þær stjúpmömmur sem hún
hafi kynnst hafi viljað reyna sitt
besta.
„Það fara allir inn í fjölskylduna
og reyna sitt allra besta. Það sama
átti við um mig. Ég vildi ekki gera
mistök en maður lærir fljótt að það
eiga sér stað mistök alveg eins og í
kjarnafjölskyldum. Það er eins og
maður setji á sig auka pressu því
maður vill svo innilega að allt gangi
vel. Sú pressa getur reynst erfið til
lengdar og það eina sem er þörf á
er að stjúpforeldrar reyni sitt
besta. Það er aldrei hægt að vera
fullkominn. Þegar maður reynir
það býr maður til spennu og það
gerir hlutina erfiðari þegar þeir
koma upp.
Pressan getur gert það að verk-
um að hlutir sem eðlilegt er að tak-
ast á við í lífinu fá ekki svigrúm.
Því það er þessi pressa að allt þurfi
að vera í góðu, alltaf. En raunin er
að tengslin styrkjast bara þegar
við göngum í gegnum hluti saman
og mun eðlilegra en að allt sé alltaf
í glans.“
Hvernig var þetta hjá þér til að
byrja með?
„Þetta var bara pínu skrítið í
fyrstu en ég var bara 22 ára og það
voru voða fáir í kringum mig sem
voru í stjúpfjölskyldu. Flestar vin-
konur mínar voru einnig barn-
lausar svo ég gat ekki alveg tengt
við þetta, komandi sjálf úr kjarna-
fjölskyldu. Þetta er smá eins og
Valgerður Halldórsdóttir ráðgjafi
hjá Stjúpfjölskyldum orðaði það;
eins og að koma inn í leikrit þar
„Þetta var mitt
val en ekki
barnanna“
Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúp-
móðir. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermanns-
son, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34
ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri samböndum.
Hún segir mikilvægt að stjúpmömmur móti hlut-
verk sitt sjálfar og taki ábyrgð á vali sínu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Stella Björg og
Orri ásamt börnum
sínum fjórum.
Þeim Freyju Rán,
Dagný Lilju,
Alexander og
Eirnýju Ósk.