Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Opið alla daga 13-17 www.borgarsogusafn.is Komdu að leika! Kistuhyl 110 Reykjavík Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is J enný Dagbjört segir dásamlegt að starfa með börnum. „Það er ótrúlega gef- andi en jafnframt krefj- andi. Því enginn er eins og öll börn hafa sinn ákveðna sjarma. Börn eru einlæg og heiðarleg og ég er svo frjáls í návist þeirra. Þeim finnst allt forvitnilegt og skemmtilegt, sér í lagi það sem þau eru að fást við hverju sinni.“ Hvað telur þú mikilvægast að hafa í huga tengt barnauppeldi? „Það er mjög margt en þó er það allra mikilvægasta að vera til staðar fyrir þau og leyfa þeim að vera en ekki alltaf að vera að gera eins og mér finnst vera svolítið hjá foreldrum í dag. Eins að vera góð- ur við börnin sín, það er lykil- atriði. Það á að gera svo margt og það á að vera svo gaman en svo er bara nóg að vera til staðar og leika og hafa skemmtilegt. Börn eru að mínu mati mun hamingju- samari með foreldra sem eru til staðar en ekki þá sem eru stöðugt á þeytingi að leita að einhverju sem þeir finna ekki. Að horfa inn á við og spyrja sig: Hvað hefði mig langað í á þessum aldri, er einnig hollt að mínu mati.“ Leikskólakennarar gegna mikilvægu hlutverki Jenný Dagbjört er á því að leik- skólakennarar gegni lykilhlutverki í lífi barnanna. „Þeir ættu að gefa börnum tíma í það sem þau eru að fást við og passa upp á að skipu- lagið sé ekki þannig að allir séu að flýta sér í næsta verkefni. Ég las nýverið grein í The New York Times þar er fjallað er um að hraðinn í skólastarfinu sé orðinn mikill og börn fá ekki einu sinni orðið nægan tíma til þess að borða.“ Hvað geta börn sem við áttum okkur ekki á? „Börn eru miklu klárari en við höldum. Þau eru algjörar sugur á allt sem er sagt og gert og muna ótrúlegustu hluti, það er eiginlega alveg magnað. Þau eru svo flink að raða og flokka í huganum og þau læra algjörlega það sem fyrir þeim er haft t.d ef ég raða ekki skónum mínum eða hengi ekki úlpuna mína þá gera þau það ekki heldur. Þau eru líka svo skapandi því þau eru ekki með neinar radd- ir í höfðinu um að þau séu að gera eitthvað vitlaust. Þau eru svo ómenguð ef svo má að orði kom- ast. Svo ánægð með sig.“ Stingur að sjá foreldra ungra barna í símanum Hvað ættum við foreldrar að leggja okkur fram um? „Að vera góðar fyrirmyndir og sinna börnunum okkar vel. Að setja þarfir þeirra í fyrsta sæti, tel ég vera afar mikilvægt. Sérstak- lega í dag þegar hraðinn er mikill og allir hafa svo mikið að gera. Foreldrar eru orðnir svo upp- teknir í dag. Satt að segja hef ég áhyggjur af þessari þróun. Kvíði og depurð virðist fara vaxandi hjá ungmennum í landinu. Ég held að meðal annars sé ástæðan þessi óskaplegi hraði og þessir löngu vinnudagar hjá foreldrum; það að þurfa að komast yfir svona mikið. Þegar skóladegi lýkur þá fara börnin jafnvel í einhverjar frí- stundir í stað þess að fara bara heim og eiga gæðastund með for- eldrum sínum. Börn í dag eru ör- þreytt. Að mínu mati þurfa þau tíma til að hvíla sig og að leika sér. Það sem mér finnst einnig vera algjört lykilatriði er skjánotkun, foreldra og barna. Ef mamma og/ eða pabbi hangir mikið í símanum, þá vill barnið auðvitað gera það líka.“ Hvað ættum við að forðast? „Við ættum að forðast að vera eingöngu komið frá fullorðnum. Þau leyfa sér að leika. Í raun elska börn að leika. Við fullorðna fólkið ættum að leyfa okkur að finna barnið í okkur og leika þann- ig með börnunum okkar. Það er mjög áhrifaríkt og nærandi fyrir alla.“ Hvað er best að gera tengt börnum í vanda? Vegna sjúkdóma foreldra og þess háttar? „Ef foreldrar eru að glíma við sjúkdóma og þarna er alveg sama hvort um er ræða t.d. krabbamein eða fíknisjúkdóma og allt þar á milli, þá er mjög mikilvægt að börn fái að tjá sig við t.d. fagaðila. Persóna sem kann að nálgast börn getur fengið þau til að tjá sig. Það tel ég mikilvægt því þau verða að geta talað um það sem þau eru að ganga í gegnum. Eins ættu þau að fá útskýringar sem þau ráða við miðað við aldur. Börn alveg eins og fullorðnir geta þróað með sér ótta, en sé tekist á við það þá má „Börn eru miklu klárari Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir leikskóla- kennari og markþjálfi fer með yfirumsjón yf- ir leikskólamálum í Hafnafirði. Hún segir okkur fullorðna fólkið geta lært heilmikið af börnum. Þau sé skapandi og skemmtileg, ómenguð og ánægð með sig. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is dómhörð við börnin okkar. Að fá börn til að svara til saka er ekki rétt að mínu mati. Auðvitað þurfa börn að horfast í augu við ef þau gera eitthvað misgott en ég tel að það séu til svo margar betri að- ferðir en að vera dæmandi. En í sannleika sagt óttast ég skjánotkun barna mest. Það hryggir mig ekkert jafn mikið og þegar ég sé foreldra lítilla barna upptekin í símunum sínum. Þá verða börnin afskipt og hætta á tengslavanda getur skapast, mögulegar málþroskaraskanir og fleira í þeim dúrnum. Það stingur mig í hjarta að sjá slíkt.“ Börn kunna að njóta lífsins Hvað geta börn sem er áhuga- vert að við foreldrar tileinkum okkur? „Þau kunna að vera frjáls og að njóta lífsins. Þau eru ekki með áhyggjur að óþörfu. Börn eru ekki í samkeppni né samanburði það er Jenný Dagbjört Gunnars- dóttir er á því að það sé mik- il sjálfsvirðing fólgin í því að setja þarfir barnanna í land- inu í öndvegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.