Morgunblaðið - 07.09.2019, Síða 24
Í
staðinn fyrir að gelta og kvaka
er Tindur, sonur minn, miklu
meira fyrir að urra eins og ljón
og blístra eins og fíll. Ef ég hefði
reynt að baka fílaköku hefði
raninn örugglega orðið landsfrægur
internet-misskilningur þannig að
ljónið lá beinast við. Þegar búið var
að ákveða það hófst heimildaöflun á
Google en hún fól aðallega í sér að
leita að „simple lion drawing“. Ég
er enginn töframaður eins og Bjarni
Ben, þannig að kakan varð að vera
einföld,“ segir Atli Fannar.
– Hvaðan kom hugmyndin?
„Áður en sonur okkar fæddist var
ég með stórar yfirlýsingar um að ég
ætlaði að vera duglegur að baka.
Sjálfur ólst ég upp hjá einstæðum
föður og hann var mjög duglegur að
henda í skúffuköku á sunnudögum,
þannig að ég sótti innblásturinn
ekki langt. Eftir að Tindur fæddist
hef ég hins vegar ekki verið nærri
því nógu duglegur, fyrir utan að
baka einstaka sinnum pönnukökur.
En allir geta bakað pönnukökur.
Þegar við héldum upp á tveggja ára
afmæli Tinds kom einhvern veginn
ekkert annað til greina en að ég
myndi standa við stóru orðin.“
– Ertu sjálfur mikið afmælis-
barn?
„Nei, ég myndi ekki segja að ég
sé mikið afmælisbarn. Held sjaldan
upp á afmælið mitt með veislu og
geri sjaldan mikið úr þessum degi.“
–Var það ekki stór stund að baka
köku fyrir soninn?
„Ég verð að viðurkenna að ég
væri aðeins montnari ef botnarnir
væru ekki frá Betty Crocker. Ég
fór hins vegar sjálfur út í búð og
fann risavaxið kringlótt form sem
hentaði og eggin brutu sig ekki
sjálf. Þá mæli ég með smjörkrems-
uppskriftinni hennar Evu Laufeyjar
og þó að skreytingin sé ekki flókin
lagði ég talsvert á mig til að gera
flagsandi makkann svona fáránlega
raunverulegan.“
– Hvað varstu lengi að útbúa kök-
una?
„Ég vaknaði snemma, bökun
hófst um klukkan níu og ég var að
klára að skreyta um klukkan 14.
Þetta var talsverð vinna og ég fann
að ég var undir miklu álagi; það
hefði verið svo glatað að þurfa að
bruna út í bakari og kaupa nýja
köku ef allt hefði farið í vaskinn.“
– Ertu þessi heimilislega týpa?
„Ég veit ekki alveg hvað það þýð-
ir, eru ekki allir rosa duglegir að
elda og þrífa í dag? Ég mætti alveg
standa mig betur á þeim sviðum
Ég vil vera aðal-
maðurinn – sá
sem bakar kökur
Atli Fannar Bjarkason verkefnastjóri samfélags-
miðla RÚV eignaðist soninn Tind árið 2017. Þegar
Tindur varð tveggja ára á dögunum bakaði pabbi
hans köku handa honum. Atli Fannar segist ekki
vera neinn Bjarni Ben. þegar kemur að köku-
skreytingum en hann hafi þó gert sitt besta.
Marta María | mm@mbl.is
Atli Fannar og Tindur
á góðri stundu.
leikföng eru í miklu uppáhaldi, bæði
umhverfisvæn og falleg. Vagninn og
leikdótið er úr Epal og borðið og stóll-
inn úr Bíum Bíum vekja mikla lukku.“
Sagan á bak við bókina upphaflega
fyrir dótturina
Hvað getur þú sagt mér um
barnabókina þína „Góða nótt“ sem
kemur út í haust?
„Þetta er saga sem er mér ákaf-
lega kær. Hún er samin upphaflega
fyrir Tinnu mína sem er 15 ára í dag.
En hún var svo myrkfælin að ég
ákvað að gera sögu til að hjálpa
henni að sigrast á því. Þessi saga
þróaðist og ég sagði hana fyrir litlar
vinkonur mínar bæði heima og í
skíðaferðum. Smám saman bættist í
söguna. Þessi saga var sögð vinkon-
um Tinnu sem áttu erfitt með að
gista vegna myrkfælni og allar kom-
ust þær yfir það. Það er meira að
segja kómískt að segja frá því að
þegar þær voru í grunnskóla og voru
að fara í skólaferð yfir nótt ræddu
þær hvort ég gæti ekki lesið inn sög-
una fyrir þær á símann svo þær
gætu sofnað. Sagan fjallar um lítinn
draumálf sem heitir Dögg. Hún
ferðast til jarðarinnar með sólinni
þegar hún sest og hjálpar öllum
börnum að sofa vel. Þetta er litrík og
falleg saga, þar sem ég blanda sam-
an ævintýrum, jóga, hugarflugi og
húmor.“
Dásamlegt dót setur
svip sinn á herbergið.
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Fyrsta námskeið Tónagulls var haldið árið 2004
Námskeiðin hafa vaxið og dafnað á 15 árum
og hafa aldrei verið vinsælli en nú
Fullt er á fyrstu námskeið Tónagulls í Reykjavík í haust og á
pólska Tónagull í Gerðubergi sem hefst í lok september
Ennþá er hægt að skrá á námskeið Tónagulls
sem hefjast á Selfossi 17. september!
Tónagull heldur tónlistarnámskeið fyrir börn 0-3 ára og
fjölskyldur þeirra þar sem gleði og þátttaka eru í fyrirrúmi
Skráningar á: www.tonagull.is
Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir
er höfundur og stofnandi
Tónagulls
Rannsóknagrundað
tónlistaruppeldi síðan 2004
Tónagull er 15 ára!
Tónagull þakkar viðtökurnar
á sívinsælu tónlistarnámskeiðin fyrir
foreldra og börn frá fæðingu til 3ja ára