Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 17
MÝKSTUR 5460HÁR FYRIR SPANGIR TANNBURSTAR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA FLEIRIHÁR = ÁHRÍFARÍKARI TANNBURSTUN MÝKRIHÁR = FARA BETURMEÐTANNHOLDOGGLERUNG 0-5 ÁRA MJÚKUR 1560HÁR MÝKRI 3960HÁR 5 ÁRA OG ELDRI Þ órunn Antonía eignaðist dreng nýverið með Kára Viðarssyni leikara. Fyrir á hún dótturina Freyju, sem er fjögurra ára. Hún segir að gleðin og breiða brosið hennar sé ekki tilkomið vegna áreynsluleysis í lífinu nema síður sé. Hún hefur upplifað alls konar hluti og hefur tileinkað sér þrautseigju og þá ákvörðun að vera glöð í lífinu. „Ég hef ákveðið að sjá björtu og skemmtilegu hliðarnar í lífinu, þrátt fyrir allt sem lífið leggur á okkur manneskjurnar. Ég er á því að við séum öll með verkefni í lífinu en valið sé alltaf okkar. Hvort við látum mótvindinn buga okkur eða breytum honum í meðvind.“ Eilífðarverkefni að ala sig upp Þórunn Antonía er þekkt fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. „Mér finnst mikilvægt að vera einlæg, hvort heldur sem er við börnin mín eða við mig sjálfa. Ég er með fullt af brestum og mér sýnist það verða eilífðarverkefni að ala sjálfan sig upp. Það verður eitthvað svo ótrúlega ljóst þegar maður er að ala upp börn sjálfur.“ Hvernig var að verða mamma í annað sinn? „Það var lærdómsríkt og öðruvísi. Ég finn að ástin vex á degi hverjum. Núna er sonur minn mánaðar gamall og ég elska hann meira og meira með hverjum deginum. Ég upplifði auðvitað ást, undrun, þakklæti og alls konar tilfinningar þegar ég fékk hann í fangið. Ég er hins vegar eins og svo margar konur sem eru smitaðar af samfélagslegri hugsun um að hlutirnir eiga að vera svona eða hinsegin á meðgöngu og í fæðingunni. Líkt og með klisjuna að þegar þú færð barnið þitt í fangið í fyrsta skiptið upplifirðu ást sem er engu öðru lík. Þetta er að sjálfsögðu rétt að mörgu leyti, en ástin er sterkari núna eftir mánuð heldur en hún var fyrst. Eftir þriggja daga fæðingarferli sem endaði í keisara tók við aðgerð vegna samgróninga. Þegar ég fékk drenginn minn í fangið var ég þreytt og dof- in.“ Hluti af mér vildi fæða barnið Þórunn Antonía segir að hún hafi upplifað fæðinguna sem fallegt ferli. „Ég fékk ekki meðgöngueitrun eins og á fyrri meðgöngunni. Við áttum skipulagðan keisara 1. ágúst. En það var hluti af mér sem vildi missa vatnið og að fæðingarferlið myndi hefjast og mig langaði að reyna að fæða barnið sjálf. Ég missti vatnið 30. júlí og reyndi að fæða í tvo daga með „drippi“ og hjálp. Ég fékk að fara í bað og að upplifa fleiri dásam- lega hluti. En hjartsláttur litla mannsins var ekki að taka vel í hríðirnar þannig að við ákváðum eftir allt saman að fara í keisara. Ég var hins veg- ar mjög þakklát fyrir að fá að upplifa ferlið.“ Börnin eru mér allt Hvaða þýðingu hafa börn og fjölskyldan í lífi þínu? „Börnin mín eru mér allt. Það er einfaldlega þannig. Ég var ekkert endilega manneskja sem hafði stór plön um barneignir áður en ég varð mamma. Það var nokkuð sem ég planaði ekki fyrir fram. Ég er þakklát fyrir þá þróun því ég er ekki týpan sem gerir plön eða er með ákveðna framtíðarsýn. En móðurhlutverkið kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef alltaf verið mikil fjölskyldumanneskja og að verða mamma stækkaði auð- vitað fjölskyldu mína, hjartað mitt og styrkti tengslin við alla í kringum mig. Ég á fullt af systkinum og foreldrum og börnin mín eiga bestu ömm- ur og afa sem hugsast getur og æðislega pabba. Barnæskan er heilög fyrir mér. Öll börn eiga skilið bæði mömmu og pabba eða bara foreldra sem elska þau skilyrðislaust hvernig sem sambandi þeirra er háttað.“ Hvað leggur þú þig fram um að gera daglega? „Að fara með þakklætisbæn fyrir háttinn. Þá teljum við upp litla sem stóra þætti í lífinu og þökkum fyrir þá. Til dæmis byrjar þakklætis bænin oft svona: Takk fyrir sólina, takk fyrir lífið, takk fyrir ömmu, takk fyrir afa. Svo tekur Freyja litla við og þakkar fyrir mömmu sína, fyrir lilla bróður og stundum endar þetta í gríni og það er þakkað fyrir prumpið og Söngkonan Þórunn Antonía eignaðist barn ný- verið og ákvað að skipta á íbúðinni sinni í mið- borginni fyrir hús í Hveragerði þar sem fjölskylda hennar býr. Hún segir karma halda með henni og á dásamlegt líf með börnum sínum tveimur í dag. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Ein- stæðar mömmur geta allt“  SJÁ SÍÐU 18 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.