Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Page 15

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Page 15
þurfum að bæta úr því, hreyf- ingin þarf að fara í markvissa vinnu með ímynd og sýnileika. Það hvað hreyfingin er ósýnileg gerir okkur erfitt fyrir að „selja" hana sem skemmtilegan og áhugaverðan kost fyrir fólk sem vill starfa í góðum félagsskap og láta gott af sér leiða. Við þurf- um að fjölga Kiwanisfélögum á Islandi og það er mikilvægt að ná til yngra fólks, annars er hætta á að starfið hér lognist útaf þegar við sem nú störfum eldumst og hættum að vera virk. JO: Kiwanishreyfingin á Islandi þarf að fara „út fyrir boxið" og gera sig eftirsóknarverðari í sam- keppninni um sífellt færri sjálf- boðaliða og finna nýjar leiðir til að ná til þeirra og hætta að vera svona upptekin af sjálfri sér. Félögum fjölgar ekkert frekar þó við eyðum 3 milljónum í embætti umdæmsstjóra á einu starfsári og mokum viðurkenningum og verðlaunum hvert í annað á um- dæmisþingum, næstum því fyrir að hafa farið á fætur. Það þarf að þora að segja „pass" við að mæta á erlenda grundu og slaka þarf á í yfirgengilegu viðurkenningar- brölti. Eg tel áhersluna á þetta vera of mikla. Setja á peninga frekar í markaðs- og kynning- arstarf í umdæminu og vera meira útávið hér innanlands. Nýr klúbbur finnur nákvæmlega enga tengingu við þessa kostnaðarliði en ber af þeim fullan kostnað og í raun óhagræði því svo virðist sem áherslan um stofnun klúbb- sins hafi öðrum þræði snúist um að gerast á réttri vakt. Kiwanishreyfingin á ekki að þurfa að óska eftir nýjum félögum ef rétt er að málum staðið. Þeir sækja um að fá að vera með vegna þess að það er eftirsóknarvert, „cool", og vel kynnt. “...fljótum að feigóarósi eða erum við með tök á því verkefni að viðhalda fjöldanum eða fjölga félögum?” [JónÓskar] Hvemig sjáið þið framtíð klúbbsins ykkarfyrir ykknr? JE:Við erum komnar með sam- hentan og skemmtilegan hóp sem vinnur vel saman og góð fjáröfl- unarverkefni, svo ég held að það eigi bara eftir að fjölga í hópnum. GJ: Eg sé fyrir mér að Dyngja eigi eftir að verða öflugur klúbbur og gera góða hluti, þetta eru áhuga- samar, duglegar og samhentar konur en sem stendur erum við of fáar og þurfum að vinna í því að fjölga í hópnum. Eg hef mikla trú á klúbbnum takist okkur að fjölga félögum og hlakka til að taka þátt í starfinu í framtíðinni og því skemmtilega verkefni að taka þátt í að byggja upp góðan klúbb. JO: Framtíð Eldfells er í óvissu. Við vonumst þó til þess að fjölga í klúbbnum hægt og rólega á nýjan leik og þá þannig að þeir sem gangi í hann hafi gefið sér góðan tíma til að kynnast honum. Verkefni okkar hafa gert það að verkum að klúbburinn er að vinna sér sess hægt og rólega og hef ég fulla trú á því að sú sígandi lukka sé best. Það er leiðinlegt að segja það hér, en það er satt, að af og til, og raunar alltof oft, kviknar sú umræða innan okkar raða hvort þessi félagsskapur eigi heima innan Kiwanis vegna áðurnefnds kostnaðar. Það er fremur, en þó ekki einungis, uppruni okkar en Kiwanis, sem heldur okkur saman. Eitthvað að loknm? JE: Eg er stolt af því að vera Kiwanisfélagi og vinna að því að hjálpa börnum heimsins GJ: Eg hlakka til að starfa innan Kiwanis í framtíðinni og veit að saman getum við eflt umdæmið okkar og látið gott af okkur leiða. JO: Kiwanishreyfingin er ennþá ansi öflug og er að gera frábæra hluti í samfélaginu á ýmsum sviðum. Við höfum fylgst með starfi Helgafells, Eldeyjar og Hraunborgar svo dæmi séu tekin og er það hvatning fyrir okkur græðlingana. Tel ég þessa klúbba eina af flaggskipum hreyfingar- innar. Nýta þarf styrk og getu þeirra og annarra sambærilegra klúbba. Það eru blikur á lofti varðandi fjölda félaga og hvíl- ir mikil ábyrgð á þeim sem fara með völd og auðlindir hreyfing- arinnar, að horfa á heildarhags- muni Kiwanis og samfélagsins. I aukinni samkeppni um frítíma nýrrar kynslóðar þurfum við að spyrja okkur hvort við fljótum að feigðarósi eða erum við með tök á því verkefni að viðhalda fjöldanum eða fjölga félögum? Ritstjóri þakkar viðmælendum áhugaverð skoðanaskipti og af- sakar að ekki skildi vera neitt bitastætt með kaffinu! Kiwanisfréttir Janúar 2014 15

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.