Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Side 17

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Side 17
Fréttir úr Ægissvæði Svæðisstjóri Jóhann Einarsdóttir Fyrsta verkefni svæðisstjóra ár hvert er innsetning stjórna klúbbanna í svæðinu. Að þessu sinni voru engin sameig- inleg stjórnarskipti í svæðinu og fóru stjórnarskiptin í klúbbunum 8 fram á 11 dögum og ánægju- legt hve vel gekk að skipuleggja þau. Samstarfið við kjörsvæðis- stjóra Magnús Eyjólfsson var mjög ánægjulegt, en hann aðstoðaði við öll stjórnarskiptin nema í eigin klúbbi, en hann gegnir starfi ritara Hofs þetta starfsár. Eg þáði boð Hraunborgar á ár- legan villibráðardag. Þaðvarmjög skemmtilegt að taka þátt í þessum viðburði sem er greinilega mjög vel skipulagður. A viðburðinn var uppselt og seldust öll listaverkin sem boðin voru upp. Mjög gott fjáröflunarverkefni hér á ferð. A svæðisráðsfundinum 16. nóvember var breytt út af hefðbundinni dagskrá. Engar skýrslur vora lesnar upp á fundi- num aðeins umræður um þær. Forsetar sendu allar skýrslur sínar með tölvupósti til svæðisstjóra og voru þær síðan áframsendar til allra forseta og ritara í svæðinu. Einnig voru skýrslurnar birtar á svæði Ægissvæðis á heimasíðu umdæmisins. Oskar Guðjónsson, fulltrúi í heimsstjórn ræddi um þróun fél- agafjölda í heiminum undir lið- num "Snúum vörn í sökn" ein- nig ræddi hann um fjölgunarátak heimsstjórnar sem hrundið var af stað 1. október sl. Konráð Konráðsson fráfarandi svæðisstjóri ræddi um hvort og hvar möguleiki væri á að stofna klúbba í svæðinu. Eftir þessi fróðlegu erindi var félögum að skipt upp í þrjá umræðuhópa sem ræddu um þrjú fyrirfram ákveðin málefni. Umræðuhóparnir voru: • Samstarf og samvinna klúbbanna í svæðinu. • Kynningar og markaðs- setning Kiwanis • Hvernig sérðu fyrir þér breytt umdæmisþing? Miklar umræður urðu í hóp- unum og gaman að sjá hvað fél- agar höfðu mikið til málanna að leggja, t.d vill hinn almenni félagi breyta dagskrá umdæmisþings að einhverju leiti. Niðurstöðurn- ar verða síðan ræddar áfram og kynntar umdæmisstjórn. Almenn ánægja var með fundinn og er þetta form fundarins örugglega komið til að vera. Jóhanna M Einarsdóttir Ákall frá Filippseyjum Margir umdæmisklúbbar og Slyrktarsjóour urðn við ákalifrá Kiwanisfélögum okkar á Filippseyjum í kjölfar selfilegra náttúruhafmfara par í landi í nóvember sl. Meðfylgjandi eru nokkur þakkarorð frá þarlendum félögum okkar. Kæur Kiwanisfélagar Gabrielito "Boy" Prado.umdæmisstjóri Filippíska suður umdæmisins er innilega þakklátu fyri þá fjárhagslegu aðstoð sem umdæmisklúbbar ykkar hafa veitt vegna náttúruhamfarananna á Filippseyjum. Framlög ykkar hafa gert okkur kleift að aðstoða fleira fólk - og lengur. 22 klúbbar, þar af 20 staðsettir á hamfarasvæðunum - sinna nú hjálpar- og uppbyggingarstarfi. Margir Kiwanisfélagar bera nú þungar byrgðar eftir að þeir og/eða ættingjar þeirra hafa misst heimili sín og allar eigur. Kiwanisfélagi sem rekur spítala varð t.d. að loka honum þar sem ekkert rafmagn var að hafa. Ymis fyrirtæki hafa orðið fyrir beinu og óbeinu tjóni, ekkert byggingarefni aðgengilegt eða það er óhemju dýrt. Matvælaverð hefur rokið upp úr öllu valdi, sem veldur síðan vissum áhyggjum, því það hefur áhrif á alla landsbúa hvort sem þeir urðu fyrir tjóni eða ekki. Alger uppskerubrestur blasir við, kókoshnetutré hafa rifnað upp með rót- um og fiskibátar eyðilagst með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á nauðsynlega matarframleiðslu. Að taka þátt í uppbyggingar- og hjálparstarfi á sárafátækum svæðum, kemur í veg fyrir að við veltum framtíðinni mikið fyrir okkur, en vitandi að þið eruð með okkur í anda og verki gefur okk- ur von um að allt fari vel! Það gleður okkur óstjórnlega að vita að það eru Kiwanisfélagar í hinu kalda Norðri sem hugsar hlýlega til okkar hér í sól og sumri. Góðum lífsskilyrðum er nú ógnað af jarðskjálftum, vopnuðum átökum og náttúruhamförum sem eiga fáar sína líka. Þúsund þakkir. Kiwanisfréttir Janúar 2014 17

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.