Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 1
F Ö S T U D A G U R 4. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 233. tölublað 107. árgangur
SHAKESPEARE
VERÐUR
ÁSTFANGINN
HÖNNUN, TÍSKA,
FÖRÐUN OG
ÁSTARSAMBÖND
SMARTLAND 40 SÍÐURFRUMSÝNING 28
Lóa Margrét Hauksdóttir og Snæfríður Edda
Ragnarsdóttir, 11 ára, stóðu í gær fyrir mótmælum
gegn áformum borgarinnar um að byggja hús á
Vatnshólnum við Háteigsveg sem þær segja að sé
vinsælt leiksvæði barna. Þær marseruðu um svæð-
ið ásamt fleiri börnum í um klukkutíma og hengdu
m.a. upp ámálaðan borða með slagorðinu: Ekki
stoppa ævintýrin okkar! Hvasst og blautt veður
var og því stóðu mótmælin yfir í styttri tíma en
áætlað var. Hafa stúlkurnar þegar safnað 100 und-
irskrifum og stefna á fund með borgarstjóra um
málefnið.
„Ekki stoppa ævintýrin okkar!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvær 11 ára stelpur stóðu fyrir mótmælum á Vatnshólnum
Aðili sem keypti umtalsverðan
hlut í 2,7 milljarða skuldabréfaút-
gáfu Upphafs fasteignafélags, sem
er í eigu GAMMA: Novus fast-
eignasjóðs segist bjartsýnn á að
endurheimta það fjármagn sem sett
var í útgáfuna ásamt vöxtum sem
þó verða nokkuð lægri en upp-
haflega var gert ráð fyrir sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Í fundarboði sem sent var á skulda-
bréfaeigendur kemur fram að lagt
sé til að skilmálum skuldabréfanna
verði breytt á þá leið að vextir verði
lækkaðir úr 15-16,5% föstum vöxt-
um niður í 6% fasta vexti. Fjárfest-
ing sjóðsfélaga GAMMA: Novus er
aftur á móti að mestu töpuð og til
frekari skoðunar. »12
Skuldabréf í Novus
fáist endurheimt
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varafor-
maður þingflokks Vinstri grænna,
segist hafa „miklar áhyggjur“ af
þeim tíðindum sem reglulega berast
af umsvifum erlendra hersveita hér
við land. Segir hann nú brýna þörf á
umræðu inni á Alþingi um veru
Íslands í Atlantshafsbandalaginu
(NATO) og reglulega viðveru
erlendra hersveita á Íslandi.
„Uppbyggingin eins og hún er
núna er ekki síst vegna fyrri skuld-
bindinga annarra ríkisstjórna,“ segir
Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið
og heldur áfram: „Þingið hefur ekki
fengið að fjalla um þetta af neinu viti
frá því að varnarsamningurinn var
samþykktur árið 1951. NATO var
stofnað í allt öðru umhverfi en nú er
uppi og við verðum að geta sýnt þá
hugsjón að detta ekki ofan í gamla
kaldastríðsfarið.“
Herskip úr 2. flota Bandaríkjanna,
Atlantshafsflotanum, hefur verið við
æfingar á Norður-Atlantshafi að
undanförnu. Til stuðnings henni var
sett upp tímabundin aðgerðastjórn á
öryggissvæðinu á Keflavíkurflug-
velli og var henni komið fyrir í flug-
skýli þar í september. »6
Alþingi ræði veru
hersveita hér á landi
„Hann hefur enga heimild til að
tengja hjólhýsin við fráveitukerf-
ið,“ segir Haraldur Birgir Haralds-
son, skipulags- og byggingar-
fulltrúi Rangárþings ytra.
Haraldur Birgir hefur gert Loo
Eng Wah, landeiganda að Leyni 2
og 3 þar sem fyrirhuguð er mikil
uppbygging í ferðaþjónustu, að
rjúfa tengingar hjólhýsa við rotþró-
arkerfi á staðnum. Hjólhýsin hafa
verið í útleigu.
Í bréfi Haraldar Birgis til land-
eiganda í Landsveit, sem kvartaði
undan starfseminni á staðnum,
kemur fram að ákvörðun sveitar-
stjórnar um veitingu stöðuleyfis
fyrir hjólhýsin hafi byggst á þeim
skilyrðum sem fram komu í umsókn
landeigandans þar sem fullyrt var
að þau yrðu ekki tengd vatnsveitu-
eða fráveitukerfi. »4
Í óleyfi Landeigandi að Leyni 2 og 3 hafði
ekki leyfi til að tengja hjólhýsi við fráveitu.
Loo má ekki tengja
hjólhýsi við fráveitu
„Það er nær óheyrt að óútkomin
bók njóti jafnmikillar athygli og
Um tímann og vatnið er að fá núna
frá erlendum útgefendum,“ segir
Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins.
Mikil eftirvænting er í bóka-
heiminum vegna nýrrar bókar
Andra Snæs Magnasonar sem
kemur út í dag. Bókin nefnist Um
tímann og vatnið og umfjöllunar-
efnið er loftslagsmál.
Réttindastofa Forlagsins sendi
fyrir skömmu út kynningarefni um
bókina, umfjöllunarefni hennar og
höfundinn. „Nú þegar hafa farið
fram uppboð milli útgefenda í
tveimur löndum um það hver
hreppir hnossið og bókin hefur
samtals verið seld til sjö landa áð-
ur en hún kemur út á Íslandi. Þar
á meðal til stærstu markaðs-
svæðanna; Bretlands, Bandaríkj-
anna og Þýskalands,“ segir útgef-
andinn, sem vill meina að nýja
bókin komi í kjölfar Draumalands-
ins, bókar Andra Snæs um ís-
lenska náttúru. Sú bók seldist í
hátt í 30 þúsund eintökum hér á
landi. »9
Seld til sjö landa fyrir útgáfu
Erlendir útgefendur berjast um nýja bók Andra Snæs
Spenna Andri Snær Magnason.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lántaki sem kaupir meðalstóra íbúð á höfuð-
borgarsvæðinu með 70% verðtryggðu láni
borgar nú 10 þúsund krónum minna á mán-
uði í afborgun en
hann gerði árið
2017.
Sá munur safn-
ast saman og skil-
ar um 120 þúsund
krónum á ári.
Þetta er meðal
þess sem má lesa
úr útreikningum
Guðmundar Sig-
finnssonar, hag-
fræðings hjá
Íbúðalánasjóði,
fyrir Morgun-
blaðið.
Stuðst er við
nokkrar forsendur
sem eru útskýrðar
í blaðinu í dag.
Elvar Orri
Hreinsson, hag-
fræðingur hjá
Greiningardeild
Íslandsbanka,
segir sjaldan eða
aldrei hafa verið
jafn hagstætt að
taka íbúðalán.
„Vaxtaum-
hverfið og aukin samkeppni á markaðnum
með innreið lífeyrissjóða gera það að verkum
að þetta eru sögulega góðir tímar fyrir neyt-
endur hvað varðar vexti í landinu,“ segir Elv-
ar Orri.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Lands-
bankanum, telur útlit fyrir frekari vaxta-
lækkanir. Vaxtakjörin á Íslandi hafi nálgast
mikið kjörin annars staðar á Norðurlöndum.
Skilar 120
þúsundum
á hverju ári
Afborgun af íbúðaláni
lækkað um 10 þúsund
á mánuði miðað við 2017
M Íbúðalánin sjaldan … »10
Hærri laun,
lægri vextir
» Raunverð íbúða
á höfuðborgar-
svæðinu er nú
stöðugt.
» Laun hafa að
meðaltali hækkað
um 16,7% frá byrj-
un árs 2017 sem
bætist við lægri af-
borganir af íbúða-
lánum.