Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOL
TA
Hefur þú prófað
Holta drumsticks?
Vísað úr samráði sveitarfélaga
Þrjú sveitarfélög brutu ákvæði samnings sveitarfélaganna Formaður er bjartsýnn um lausn
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Þremur sveitarfélögum, Súðavíkur-
hreppi, Reykhólahreppi og Tjörnes-
hreppi, hefur verið vísað úr samráði
sveitarfélaganna í kjaraviðræðum
vegna brota á ákvæðum samnings
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þetta staðfestir Aldís Hafsteinsdótt-
ir, formaður sambandsins, í samtali
við Morgunblaðið en hún flutti setn-
ingarræðu á fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga sem var hófst í gær. Er
ráðstefnan stærsti viðburður sveit-
arstjórnarstigsins á hverju ári og
sækja hana um 500 manns.
„Sveitarfélög á
Íslandi, utan
Reykjavíkur-
borgar, gáfu sam-
bandinu fullnað-
arumboð til að
vinna að kjara-
samningum og í
raun semja fyrir
hönd sveitarfé-
laganna. Því
fylgdu þau skil-
yrði, sem allir skrifuðu undir, að þar
með myndu sveitarfélögin ekki hafa
áhrif á eða skipta sér af kjarasamn-
ingsgerð. Þessi þrjú sveitarfélög
gerðu það því miður núna og þar af
leiðandi var stjórn sambandsins
nauðugur kostur að virkja þetta
ákvæði sem er í samningunum, sem
sveitarfélögin undirrituðu sjálf, að ef
að þessi staða myndi koma upp þá
væri það augljóst að viðkomandi
sveitarfélög hefðu ekki lengur áhuga
á að vera í samstarfi hvað varðaði
kjaraviðræður,“ sagði Aldís.
Segist hún þó hafa fulla trú á því
að farsælli lausn verði náð í kjara-
samningum þrátt fyrir þá óvissu sem
ríki um þá.
Segir hún að helstu málefni sveit-
arfélaganna, fjárhagslegt umhverfi
sveitarfélaganna, fjármálaleg sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga og tekju-
skipting þeirra ásamt þingsályktun-
artillögu samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra um framtíðarsýn
sveitarfélaga hafa verið með því
helsta sem fjallað var um á fjármála-
ráðstefnunni. Segir hún að ekki megi
gleyma að tillagan snúist ekki aðeins
um sameiningu sveitarfélaga.
Óánægja með urðunarskatt
„Þetta er aðgerðarbundin áætlun.
Þarna eru 11 aðgerðir sem lúta að
því að efla sveitarfélögin í landinu og
sameiningin er bara eitt af þeim
verkefnum sem sett eru fram,“ segir
Aldís.
Hún segir einnig að mikil og heit
umræða hafi verið um hinn boðaða
urðunarskatt umhverfisráðherra á
ráðstefnunni en hún segir mikla
óánægju ríkja meðal sveitarstjórn-
armanna um málið.
„Þetta er í rauninni einhliða
ákvörðun án samráðs til sveitarfé-
laga sem þó sinna þessum málaflokki
frá a til ö. Þannig að okkur finnst það
afar sérkennilegt að setja þetta fram
með þessum hætti án þess að tala við
okkur og hafa samráð um það með
hvaða hætti við getum í sameiningu
unnið að því markmiði að minnka úr-
gang sem fer til urðunar í staðinn
fyrir að setja bara strípaðan nefskatt
á alla íbúa,“ segir Aldís.
Aldís
Hafsteinsdóttir
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tillögur starfshóps á vegum um-
hverfisráðherra um hvort takmarka
eigi notkun flugelda hafa enn ekki
litið dagsins ljós. Hátt í átta mánaða
töf hefur orðið á því að þriggja
manna starfshópurinn skilaði af sér.
Hann var skipaður 28. desember í
fyrra og átti upphaflega að skila til-
lögum til ráðherra fyrir 15. febrúar
sl.
Annir og gagnaöflun
Fram kemur í svari sem fékkst í
umhverfisráðuneytinu í gær að vinn-
an sé langt komin en hafi tafist af
ýmsum ástæðum, svo sem vegna
anna og gagnaöflunar.
Er vonast til að niðurstöðurnar
liggi fyrir í næsta mánuði. „Ekki er
hægt að segja til um niðurstöður
starfshópsins fyrr en hann er búinn
að skila af sér og því er ekki ljóst
hvort þær hafi áhrif strax um næstu
áramót,“ segir í svari við spurningu
Morgunblaðsins um hvort niðurstað-
an sé líkleg til að hafa áhrif á flugeld-
anotkun um næstu áramót.
Starfshópnum var gert að taka til
skoðunar og gera tillögur um ,,hvort
og þá með hvaða hætti eigi að tak-
marka notkun flugelda og hvernig
hægt sé að tryggja að það hafi sem
minnst neikvæð áhrif á fjármögnun
þeirra verkefna sem björgunarsveit-
ir inna af hendi í þágu almanna-
heilla.“ Átti hann m.a. að meta áhrif
flugelda á loftgæði og aðra mengun.
Tillögur starfshóps um flug-
eldanotkun ekki fullbúnar
Liggi fyrir í nóvember Óvíst hvort hafa áhrif um áramót
Morgunblaðiðið/Árni Sæberg
Flugeldar Óljóst er hvort stjórnvöld
setji á takmarkanir fyrir áramót.
Mjög lítil aukning
varð á umferð
ökutækja um þrjú
lykilmælisnið
Vegagerðarinnar
á höfuðborgar-
svæðinu í nýliðn-
um mánuði eða
0,3%. Fram kem-
ur í nýrri sam-
antekt Vegagerð-
arinnar að þessi litla aukning kemur í
kjölfarið á lítilli aukningu í ágúst sem
var 0,1% hærri. ,,Þessi aukning núna
er í raun borin uppi af einu mælisniði
ofan Ártúnsbrekku en aukningin þar
reyndist vera 2,1%. 1,4% samdráttur
varð í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi
en engin aukning á mælisniði á
Reykjanesbraut,“ segir í frétt Vega-
gerðarinnar.
Í ljós kom að umferðin yfir mæli-
sniðin þrjú á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur nú aukist um 1,1% frá áramótum og
er það nákvæmlega sama staða og var
árið 2012, miðað við árstíma. Í sept-
ember jókst umferðin mest á mánu-
dögum eða um 0,8% en dróst mest
saman á sunnudögum eða um 2,2%.
Umferðin á bíllausa deginum 22. sept.
var 3,1% undir meðalumferð sunnu-
daga í mánuðinum. Umferðardeild
Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að
umferðaraukning verði frá því að vera
engin og upp í 1,5% í árslok.
Lítil aukn-
ing á um-
ferðinni
Umferð Hægt hef-
ur á aukningunni.
Hægt hefur á vexti
umferðar ökutækja
Borgarstarfsmenn unnu að því að setja upp
nýtt leiktæki, svokallaða jafnvægisslá, í Heið-
mörk í fyrradag. Von er á því að mörg börn
og jafnvel fullorðnir muni geta skemmt sér
við jafnvægisæfingar í náttúrufegurð Heið-
merkur áður en langt um líður. Jafnvægis-
slárnar eru náttúrulegar á að líta, gerðar úr
hráum trjábolum, og munu því seint skyggja
á náttúruna.
Settu upp nýtt leiktæki
Morgunblaðið/Eggert
Jafnvægisslár úr trjábolum nýjasta leiktækið í Heiðmörk