Morgunblaðið - 04.10.2019, Page 4

Morgunblaðið - 04.10.2019, Page 4
Leynir Hjólhýsi hafa verið í útleigu á svæðinu og notið vinsælda. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur krafist þess að eigandi jarðanna Leynis 2 og 3, þar sem mikil uppbygging í ferðaþjónustu er fyrirhuguð, rjúfi tengingar hjól- hýsa sem hann er með í útleigu við rotþróarkerfi á staðnum. Eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrr í vikunni krafðist landeigandi í Landsveit skýringa á því á hvaða leyfum starfsemin byggðist og að vatns- og fráveitulagnir yrðu fjar- lægðar af tjaldsvæði svo tryggt væri að vatnsból röskuðust ekki. Haraldur Birgir Haraldsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi þegar farið fram á það við Loo Eng Wah landeigenda að tenging umræddra hjólhýsa við rotþró verði rofin. „Hann hefur enga heimild til að tengja hjólhýsin við fráveitukerfið,“ segir Haraldur Birgir. Hann segir jafnframt að það sé ekki á forræði sveitarfélagsins að gefa út rekstr- arleyfi fyrir umrædd hjólhýsi. Það geri Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Rangárþing ytra hafi hins vegar gefið út tímabundið stöðuleyfi, byggingarleyfi sé svo háð deili- skipulagi en vinna við það stendur yfir. Lýsing skipulagsáforma hefur verið gefin út eins og Morgunblaðið hefur greint frá og frestur til at- hugasemda rann út í vikunni. Í svarbréfi Haraldar Birgis við bréfi landeigandans segir: „Teng- ingar umræddra hjólhýsa við rotþróarkerfi eru ekki heimilaðar og byggðist ákvörðun sveitarstjórn- ar á veitingu stöðuleyfis á þeim skilyrðum sem fram komu í umsókn landeigenda, þar sem það var full- yrt að þau yrðu ekki tengd vatns- veitu- eða fráveitukerfi.“ Samkvæmt þessu hefur landeig- andinn Loo Eng Wah ekki hagað framkvæmdum í samræmi við um- sókn sína. Segir Haraldur Birgir að auk þess að rjúfa tengingar við frá- veitukerfi hafi landeigandinn verið krafinn um að ganga frá lagnaend- um á viðurkenndan hátt. Aðspurður segir byggingarfulltrúinn að hann viti ekki betur en Loo Eng Wah hafi orðið við umræddum kröfum. Þarf að rjúfa tengingar við rotþró  Landeigandi að Leyni 2 og 3 í Landsveit hafði ekki leyfi til að tengja hjólhýsi í leigu við fráveitukerfi 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð 15.990 kr. Kápur GÓÐ VERÐ ALLA DAGA Tæplega 1.000 hafa sagt sig úr þjóð- kirkjunni undanfarna tíu mánuði. Það jafngildir því að þrír hafi sagt sig úr kirkjunni á hverjum einasta degi á þessu tímabili. Nú eru 231.684 skráðir í þjóðkirkjuna, sem eru 64% Íslendinga, og hefur þeim fækkað um rúmlega 3.400 frá 1. desember 2017. Frá 1. desember í fyrra til 1. októ- ber í ár fjölgaði í kaþólska söfn- uðinum um 469 manns, sem nemur 3,4% fjölgun og í Siðmennt fjölgaði um 454 manns sem eru 16,1%. Þá var 5,1% aukning í Ásatrúarfélaginu þar sem fjölgaði um 228 manns. Péturs Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, svaraði mbl.is því til í gær að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefði ekki áhyggjur af úrskráningum úr þjóðkirkjunni. Biskupi væri fyrst og fremst umhug- að um einlægt andlegt trúarlíf al- mennings, velferð og sálgæslu sem hverjum og einum einstaklingi væri mikilvægust. Biskup hefur ekki áhyggjur  Þrír úr þjóðkirkj- unni daglega Töluverð rigning og rok hefur verið um sunnan- og vestanvert landið síð- ustu daga, en gul viðvörun var í gildi í gær fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið vegna veðurs. Sumir gripu til regnhlífarinnar vegna úrhell- isins í gær. Útlit er fyrir áframhaldandi vatnsveður næstu daga. Morgunblaðið/Eggert Úrhelli og rok hrellir borgarbúa Sjónarmið dr. Önnu Guðrúnar Þór- hallsdóttur, beitarvistfræðings og prófessors, um skógrækt og lofts- lagsmál hafa áður komið fram og verið svarað, að sögn Þrastar Ey- steinssonar skógræktarstjóra. Hann vitnaði í grein frá 8. mars 2018 sem finna má á vefnum skog- ur.is. Þar kemur m.a. fram að nytja- skógur hafi mun meiri jákvæð lofts- lagsáhrif en friðaður skógur. Stöð- ug binding kolefnis sé í sjálfbærum nytjaskógi. Kolefni binst í nýjum viði og ef nytjaviðurinn er nýttur í stað ósjálfbærra jarðefna úr olíu og kolum dregur úr nettólosun. Einnig er fjallað um skóga á norðurslóðum og inngeislun sólar með tilliti til áhrifa á hlýnun lofts- lags. Skógræktin bendir á að flestar rannsóknir á inngeislun byggi á notkun hermilíkana. Dregið er í efa að hægt sé að yfirfæra forsendur líkananna beint á íslenskar aðstæð- ur. Snjóhula sé t.d. mest í Reykja- vík í febrúar og í janúar á Akureyri þegar inngeislun sólar er mjög lítil. Endurskin sandauðna, upp- grædds lands, náttúrulegra birki- skóga og gróðursettra barrskóga var mælt í Þjórsárdal 2012-2017. Frumniðurstöður bentu til að svart- ar sandauðnir hefðu sennilega „verstu“ áhrifin á hlýnun jarðar. Á öllum hinum svæðunum fór fram kolefnis- binding um vaxt- artímann með já- kvæðum loftslagsáhrifum. Fullyrða megi að skógrækt sé góð leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Anna sagði að sitkagreni væri á svörtum lista í Noregi og að það og alaskaösp væru ágengar tegundir. „Það er rangfærsla að þetta séu ágengar tegundir og við höfnum því alfarið,“ sagði Þröstur. „Ágeng teg- und er skilgreind í náttúruvernd- arlögum sem tegund sem er líkleg til að valda rýrnun á líffræðilegri fjölbreytni. Sitkagreni hefur hvergi gert það svo vitað sé og alaskaösp því síður.“ Hann sagði að Norð- menn hefðu sett sitkagreni á svart- an lista vegna þess að það væri út- lent. „Að flokka lífverur fyrst og fremst út frá uppruna þeirra en ekki út frá vistfræðilegri hegðun, gagni eða skaða er afskaplega vit- laus flokkun.“ gudni@mbl.is Skógrækt vinnur gegn hlýnuninni  Skógræktin er ósammála dr. Önnu Þröstur Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.