Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 8
Atli Fannar Franklín, nemandi í
stærðfræði við Háskóla Íslands,
hefur hlotið viðurkenningu úr Verð-
launasjóði Sigurðar Helgasonar pró-
fessors fyrir frábæran náms-
árangur, segir á vef HÍ. Verðlaunin
nema 7.500 dollurum, eða jafnvirði
um 900 þúsund króna.
Atli Fannar hefur lokið tveimur
námsárum við Háskóla Íslands og
stefnir á að útskrifast næsta vor með
BS-próf bæði í stærðfræði og tölv-
unarfræði. Hefur hann lokið mörg-
um erfiðum stærðfræðinámskeiðum
með 10 í einkunn og tekið þátt í
mörgum keppnum í stærðfræði,
eðlisfræði og forritun.
Stofnandi verðlaunasjóðsins er
Sigurður Helgason, prófessor í
stærðfræði við MIT í Boston frá
árinu 1965. Eftir Sigurð liggja fjöl-
margar bækur og vísindagreinar um
stærðfræði. Hann hefur verið
heiðursdoktor við Háskóla Íslands
frá árinu 1986 og er heiðursfélagi
Íslenska stærðfræðifélagsins.
Fær verðlaun fyrir
frábæran árangur
Koma úr sjóði Sigurðar Helgasonar
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Verðlaun Atli Fannar með verðlaunin, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rekt-
or og Ragnari Sigurðssyni og Freyju Hreinsdóttur frá stjórn sjóðsins.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, ræðir
veiðigjöld í pistli á
vef samtakanna og
bendir á að þau
voru hækkuð með
breytingum á lög-
um í fyrra. Hún
segir að borið hafi
á því að staðhæft
hafi verið að veiði-
gjaldið hafi lækk-
að með þessum aðgerðum, en það
sé fjarri sanni.
Heiðrún bendir á hver áhrifinaf breytingunni hafi verið í
krónum talið fyrir greinina:
„Áætlað er að veiðigjald muni
nema um sjö milljörðum króna á
árinu. Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi er gert ráð fyrir að
gjaldið nemi einnig um sjö millj-
örðum á næsta ári. Ef eldri lög
um veiðigjald hefðu haldið gildi í
stað þeirra breytinga sem urðu
síðastliðinn vetur, hefði veiði-
gjaldið orðið tveir og hálfur
milljarður króna á yfirstandandi
fiskveiðiári. Veiðigjald er því
áætlað tæplega þrisvar sinnum
hærra en það hefði orðið sam-
kvæmt eldri lögum. Allt tal um
að veiðigjald hafi verið lækkað
vegna þeirra breytinga sem gerð-
ar voru á lögum er því aug-
ljóslega rangt.“
Þá nefnir hún að arðgreiðslur ísjávarútvegi hafi verið mun
lægri en í atvinnulífinu í heild.
Þannig hafi arðgreiðslur í sjávar-
útvegi numið 27% af hagnaði, í
atvinnulífinu að sjávarútvegi und-
anskildum hafi þetta hlutfall ver-
ið 40%.
Sjávarútvegurinn á í harðri al-þjóðlegri samkeppni og þarf
ekki á því að halda – ekki frekar
en aðrar útflutningsgreinar – að
sæta sérstakri skattheimtu.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Skattahækkun á
skattpínda grein
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Minjastofnun hefur gert tillögu til
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins um að sumar- og veiðihús
Ósvalds heitins Knudsens, Laxa-
bakki í Öndverðarnesi í Grímsnesi,
verði friðlýst. Húsið er illa farið, að
hruni komið, en hefur eigi að síður
mikið varðveislugildi að mati Minja-
stofnunar. Núverandi eigandi Laxa-
bakka, Íslenski bærinn ehf., áformar
að endurbyggja húsið í upprunalegri
mynd.
Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið
í mynd íslensks torfbæjar með
tveimur misháum burstum, torfi á
þaki og hliðarveggjum hlöðnum úr
hraunhellum. Stafnar eru klæddir
með timbri. Við bakka Sogsins,
skammt frá húsinu, eru leifar báta-
skýlis með torfþekju sem er fallin.
Samspil við umhverfið
Minjastofnun telur að varðveislu-
gildi Laxabakka felist ekki síst í
samspili byggingarlistar við náttúru
og umhverfi. Húsið sé sem samgróið
landinu og falli einstaklega vel að
staðháttum við Sogið.
Í tillögu til friðlýsingar er áhersla
lögð á að varðveita húsið á núverandi
stað. Lagt er til við ráðuneytið að
friðlýsingin taki til ytra borðs húss-
ins, fastra innréttinga sem varðveist
hafa, nánasta umhverfis hússins auk
leifa af bátaskýli.
helgi@mbl.is
Tillaga um friðlýsingu Laxabakka
Minjastofnun telur að húsið hafi mikið varðveislugildi Er að hruni komið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laxabakki Torfhúsið er illa farið.
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195